Morgunblaðið - 20.01.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 20.01.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 41 MENNING RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i ÞAÐ ER dálítill munur á þessum tveimur orgeltríóum, hinu hol- lensk/íslenska og íslensk/sænska. Í því fyrrnefnda er orgelið ekki þungamiðjan heldur áferðarfal- legur gítarleikur Andrésar Þórs. Bæði byggja að mörgu leyti á þeim fönkdjassi er spratt frá org- el/saxófónsveitum harðaboppsins og er gjarnan kenndur við hljóm- plötuútgáfuna Blue Note. Þó vant- ar þennan magnþrungna kraft sem heyra má í hörkuspila- mennsku manna á borð við Jimmy Smith. Andrés Þór er nýkominn úr námi frá Hollandi og hefur leikið þar mikið með þeim Wijen og Winther og tróðu þeir m.a. upp á Jazzhátíð Reykjavíkur í fyrra. Það vantar dálítið hörkuna í þetta tríó. Bob Wijen er of nettur organisti til að bera uppi tónlist sem að miklu leyti er samin í boppskotna fönkstílnum. Kannski er það þess vegna að André Þór er svo áberandi, kannski er hann bara einfaldlega besti djassari tríósins. Fyrsta lagið er eftir Wijen, Chase the spieder, boppskotið með ljúfum millikafla: betra er boppfönkað lag hans Ubergeil. Rúmlega helmingur tónsmíða Andrésar Þórs er í klassískum bopfunk-stíl, en svo hefur hann skrifað undurfagra ballöðu, Þórdísarljóð, svíngarann Clemency og gam- albopparann Smink. Skífunni lýkur á útsetningu Wij- ens á titillagi plötunnar eftir Edwin Drake og hefði ljóðið mátt ríkja þar. Takið ekki diskinn af strax því eftir nokkra þögn upphefst fönkið á ný. Sami leikur og á Flís-plötunni forðum. Helsti kostur þessa disks eru sólóar Andrésar Þórs, sem er þegar kominn í hóp bestu djassgítarleikara okkar. Harka færist í boppfönkið. Stefnt á fönkmiðin Annar diskur orgeltríósins B3, Kör, er um margt ólík- ur þeim fyrri. Sér í lagi hefur Agnar Már eflst sem orgelleikari og efnisskráin hefur breyst. Nú er stefnt á fönkmiðin með harðri og oft tilbreytingalítilli spila- mennsku og dýnamíkin ekki það sem gildir. Fyrri plata tríósins skartaði mörgum frábærum lögum, sér í lagi eftir Agnar Má, en þeim hefur farið fækkandi þótt smá Davishrif læðist inn í fönkið í Cazooka bim, þarsem Seamus Blake blæs af öllum kröftum. Í Kör Ásgeirs fær hann að svínga hefðbundið og svo er Ball- aða B eftir Ásgeir ljúf tilbreyting. Aftur á móti kom það mér á óvart að bestu lögin á diskinum eru eftir trommarann, Eric Qvick, sér í lagi Happy-Sand þar sem Seamus Blake fær að sýna hvað í honum býr. Verkið hefst í frjálsu formi þar sem menn leika ein- staklega vel saman og síðan læðist sveiflan inn í leik- inn á fullkomlega eðlilegan hátt. Love theme Qvicks er einnig fínt verk og gítarleikur Ásgeirs skemmti- lega ólíkur því sem við eigum að venjast frá hans hendi. Þetta er ansi misjöfn plata en þótt það væri ekki nema vegna Qvick-ópusanna tveggja er hún allrar at- hygli verð. Ásgeir og Agnar leika vel að vanda, en það veikir dálítið íslensku orgeltríóin að menn spila bass- ann með vinstri hendi á orgelið. Það er víst bara Þórir Baldursson sem notar fótbassann í djassi. Orgeldjass DJASS Íslenskar plötur Wijen, Winther & Thor: It was a very good year Andrés Þór Gunnlaugsson gítar, Bob Wijen hammond- orgel og Rene Winther trommur. (ww&t 001) 2004. B3: Kör Agnar Már Magnússon hammondorgel, Ásgeir Ás- geirsson gítar og Erik Qvick trommur. Sérstakur gest- ur: Seamus Blake tenórsaxófón. (B3 oo2) 2004. Andrés Þór Gunnlaugsson Agnar Már Magnússon Vernharður Linnet Um daginn fékk ég kort í bréfakörfuna mína sem sýndimynd af málverkinu Madonnu eftir Edvard Munch meðfyrirsögninni: „Hefur þú séð Madonnu?“ Eins og flestir væntanlega vita sem hafa fylgst með fréttum var Madonnu Munchs stolið ásamt Ópinu af vopnuðum ræningjum úr Munch- safninu í Osló 22. ágúst síðastliðinn og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Í fyrstu áleit ég kortið því vera hluta af herferð Munch-safnsins í leit sinni að málverkinu en reyndist svo eftir allt saman auglýsing frá Leturprenti, enda væri það ein- kennilegt á tímum Netsins og fjölmiðlavæðingar að prenta póst- kort til að auglýsa eftir málverki og senda í heimahús. Þetta var hins vegar aðferð sem brúkuð var hér forðum og reyndist vel. Eftir hvarf málverkanna hafa ímyndir þeirra verið meira áberandi en þegar þau voru til sýnis og vin- sældir þeirra aukist, þá sérstaklega Madonna, þótt Ópið hafi hingað til verið kynnt sem lykilverk Munchs. Madonna snertir hins vegar viðkvæmari strengi hvað þjófnaðinn varðar, enda mynd af mærinni heilögu sem ekki má saurga.    Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vinsældir listaverka aukast viðþjófnað. Frægasta dæmið er þegar Mónu Lísu var stolið úr Louvre-safninu 21. ágúst árið 1911. Fjallar breski sálfræðing- urinn Darian Leader um áhrif og hugsanlegar ástæður að baki þjófnaðinum á þessu málverki Leonardos da Vincis í bók sinni Stealing the Mona Lisa sem kom út árið 2002. Leader greinir m.a. frá því að eftir að málverkinu var stolið hafi Louvre-safnið hafið þvílíka herferð í leit sinni að enginn gat efast um mik- ilvægi málverksins. Plaköt voru hengd upp víðast hvar um Evr- ópu með mynd af Mónu Lísu og yfirskriftinni: „Hefur þú séð þetta málverk?“ Myndir voru sendar út með mjólkurpóstinum eins og að um tínt barn væri að ræða og myndskeið í kvik- myndahúsum auglýstu eftir málverkinu. Alls staðar í Evrópu var fólk að meðtaka ímynd Mónu Lísu. Aðsókn í safnið jókst og fjöldi manns gerði sér meira að segja ferð þangað til að horfa á tóman vegginn þar sem Móna Lísa hafði áður hangið. Herferð Louvre stóð yfir í tvö ár eða þangað til málverkið fannst í sérsmíðaðri skúffu undir borði í íbúð á Ítalíu. Þjóf- urinn, Vincenzo Peruggia, viðurkenndi að hafa ætlað að stela allt öðru málverki en kippti Mónu Lísu með sér af því að honum fannst hún brosa til sín þegar hann gekk framhjá henni. Goð- sögnin um bros Mónu Lósu (Mona Lisa’s smile) varð þar með að veruleika.    Fyrir þjófnaðinn var Móna Lísa eitt af mörgum frægum mál-verkum í Louvre en eftir þjófnaðinn tók það forystu- hlutverkið og hefur haldið því til þessa dags. Ekki vegna þess að það er besta málverk allra tíma. Það er af og frá. Heldur vegna þess að auglýsingaherferðin skilaði miklu meira en mál- verki til baka. Hún skilaði goðsögn eða idol-stjörnu. Móna Lísa var og er best markaðssetta listaverk í heimi. Þegar goðsögn verður til Móna Lísa eftir Leonardo da Vinci. ’Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vinsældirlistaverka aukast við þjófnað. Frægasta dæmið er þegar Mónu Lísu var stolið úr Louvre-safninu 21. ágúst árið 1911.‘ AF LISTUM Jón B.K. Ransu ransu@mbl.is Madonna eftir Edvard Munch. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.