Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 29 MINNINGAR unnar þegar ég kynntist Eyju fyrst og átti allnána samleið með henni næstu árin eða allt þar til þau Kristján slitu samvistir og ég tók upp á því að dvelja langdvölum í öðrum héruðum og jafnvel lönd- um. Mér var Eyja samt ætíð vinur og það var mér afar dýrmætt að fá að nálgast hana á nýjan leik síð- ustu mánuðina sem hún lifði og finna að ég átti ennþá ákveðið rúm í huga hennar. Þessar síðustu sam- vistir okkar varð ég þess enn á ný áskynja að visku hjartans átti Eyja ekki aðeins óskerta í lok allt of stuttrar ævi, heldur var henni orðið enn auðveldara en áður að deila henni með öðrum. Of skjótt er hún kvödd á brott frá ástvinum sínum, Henning manni sínum, dætrunum fjórum og þeirra fjöl- skyldum. Þeim öllum votta ég mína innilegustu samúð og bið þeim styrks í sorginni sem kvatt hefur dyra. Trausti Ólafsson. Elsku Eyja mín, mig langar að færa þér mína hinstu kveðju. Minningarnar streyma um huga mér nú og ég trúi vart að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Hug- urinn reikar að bernskuárum mín- um, þegar ég var nær daglegur gestur á heimili þínu. Gestur er nú kannski ekki rétta orðið, heima- gangur væri nærri lagi. Sem lítil stelpa skoppaði ég ósjaldan yfir skurðinn sem lá á milli Hrísbrúar og Víðis. Þegar yfir skurðinn var komið var ég komin inn í stelpna- hópinn þinn og voru uppátæki okkar æði mörg. Sundlaugin kem- ur þá fyrst upp í huga mér og ég minnist þess hversu vel þú naust þess að vera í heitasta hluta laug- arinnar en þaðan hafðir þú vökult auga á stelpnaskaranum svo lítið bar á. Minningarnar eru óteljandi sem ekki verða frekar raktar hér, en nú veit ég að þú ert komin til hennar Ólafar okkar sem kvaddi þennan heim fyrir aldur fram. Að lokum langar mig að þakka þér fyrir að fá að vera ein af stelpna- hópnum þínum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Elsku Henning og þið stelpur mínar og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Elínborg Ólafsdóttir. Góður vinur er horfinn yfir móð- una miklu. Kynni mín af Eygerði hófust 1957 er ég kynntist konu minni Ernu Haraldsdóttur. Fylgdi Eygerður með, því þær voru mikl- ar vinkonur, það var þannig í þá daga. Hafa því kynni okkar staðið í tæp 50 ár og aldrei borið skugga á. Að öðrum ólöstuðum tel ég Ey- gerði og Kristján hafa verið bestu og traustustu vini sem ég hef átt. Eygerður var greiðvikin og alltaf var opið hús á Víðinum. Greiðvikni Eygerðar kom best í ljós árið 1977 er kona mín lést og yngsta dóttir mín aðeins tæplega 9 ára. Kom þá ekki annað til greina en að hún fengi að hafa hana hjá sér og leið henni þar eins og hún væri ein af stelpunum á Víði. Fyrir þennan stóra greiða er ég óendanlega þakklátur. Eygerður var mikill hestamaður og voru þær ófáar hestaferðirnar bæði stuttar og langar sem við fórum í á okkar yngri árum. Kom þá í ljós dugn- aður Eygerðar, þá var hægt að segja að margur er knár þótt hann sé smár. Vinátta okkar Eygerðar og dætra minna stóð óslitin þar til leiðir skildu. Ég votta ættingjum öllum mína dýpstu samúð, það er erfitt að kveðja góða konu. Guð gefi ykkur styrk til að standast þessa miklu sorg. Reynir Kristinsson. Elsku Eyja. Nú er baráttunni lokið. Barátt- unni þinni við þetta hryllilega krabbamein sem við misstum mömmu mína og bestu vinkonu þína úr fyrir nærri 28 árum síðan. Ég veit að þið hittist núna hinum megin ásamt Ólöfu þinni. Mig langar bara að þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ekki síst þegar ég bjó hjá ykkur á Víðinum árið eftir að mamma dó. Þá var ég ein af stelpunum ykkar Stjána og fann aldrei fyrir því að ég væri annað en ein af fjölskyldunni. Þú kenndir okkur svo margt um lífið og tilveruna og það sem stendur alltaf uppúr er hvað þú lagðir mikla áherslu á að enginn væri skilinn útundan og að allir fengju að vera með. „Alltaf til skiptis,“ sagðirðu allt- af þegar við Bóel vildum ekki hleypa Ólöfu með okkur í rólurnar. Þú varst með svo sterka réttlæt- iskennd sem þú kenndir okkur öll- um, stelpunum þínum. Ég vil þakka fyrir allar góðar stundir, sérstaklega kvöld eitt fyrir nokkr- um mánuðum þegar ég skaust yfir til þín með nokkrar flíkur í viðgerð en endaði svo með bjórglas í fjör- ugum samræðum við eldhúsborðið – á mánudagskvöldi! Þannig vil ég minnast þín, það var svo gaman hjá okkur þá. Ég er svo þakklát fyrir að eiga fallegan trefil sem þú prjónaðir á prjónavélina og ég keypti af þér þetta kvöld. Hann mun alltaf minna mig á þig. Elsku Bóel, Steinunn, Inga og Magga, ég veit að missir ykkar er mikill. Við Herbert og stelpurnar vottum ykkur, fjölskyldum ykkar og Henning okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Þú ert ljósið sem lýsir í myrkri og leiðir mig um lífsins braut. Stendur stolt, með hendi styrkri sættir og linar hverja þraut. Erna Reynisdóttir. Mín kæra vinkona, Eygerður, er látin. Hennar er sárt saknað eftir hálfrar aldar kynni sem aldrei slitnuðu. Hún var traust vinkona. Það lýsir því best þegar hún kom til mín eftir stóran dag í mínu lífi, þá orðin mjög sjúk, og færði mér gjöf sem verður mér afar kær. Við saumaklúbbsvinkonur Eygerðar söknum hennar mjög, en minning- arnar um hana eru perlur. Þér kæra sendi kveðju, með kvöldstjörnunni blá. Margrét. Eiginmaður minn, HJÖRLEIFUR TRYGGVASON bóndi á Ytra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 13. janúar síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13.30 og jarðsettur að Munkaþverá. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Vilborg Guðrún Þórðardóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN INGIMUNDARDÓTTIR, Hvassaleiti 58, lést á hjartadeild Landspítalans miðviku- daginn 5. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnheiður Ingunn Magnúsdótir, Brynja Ríkey Birgisdóttir, Garðar Berg Guðjónsson, Birgir Aðalsteinsson, Steinunn Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Skemmuvegi 48, Kópavogi. Simi 5576677 www.steinsmidjan.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, tengdasonur og bróðir, ÁGÚST GÍSLASON, Suður-Nýjabæ, Þykkvabæ, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 14. janúar, verður jarðsunginn frá Þykkvabæj- arkirkju laugardaginn 22. janúar kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Þykkvabæjarkirkju. Nína Jenný Kristjánsdóttir, Kristján Erling Kjartansson, Pálína Auður Lárusdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Óskar G. Jónsson, Sigríður Ingunn Ágústsdóttir, Guðlaugur Gunnar Jónsson, Gísli Ágústsson, Erla Þorsteinsdóttir, Gestur Ágústsson, Birna Guðjónsdóttir og barnabörn, Ingunn Sigríður Sigfinnsdóttir, Dagbjört Gísladóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGRÚN GÍSLADÓTTIR, Álfhólsvegi 70, Kópavogi, sem lést laugardaginn 15. janúar, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13.00. Guðmundur Hansen Friðriksson, Gísli Hansen Guðmundsson, Anna Hugrún Jónasdóttir, Friðrik Hansen Guðmundsson, Ingibjörg Ragna Óladóttir, Kristján G. Guðmundsson, Hjördís Svavarsdóttir, Árni J. Guðmundsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, RÍKHARÐUR JÓNSSON, til heimilis á Ólafsbraut 38, Ólafsvík, sem lést laugardaginn 15. janúar, verður jarð- sunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 22. janúar kl. 14. Ingveldur Magnúsdóttir, Katrín Ríkharðsdóttir, Stefán Ragnar Egilsson, Hafdís Björk Stefánsdóttir, Sigurvin Breiðfjörð Pálsson, Ástgeir Finnsson, Guðbjörg Arnardóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir okkar, TRYGGVI JÓNATANSSON, Litla Hamri, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 18. janúar. Anna Helga Tryggvadóttir, Jónatan S. Tryggvason, Rósa María Tryggvadóttir. Kæri móðurbróðir og frændi, BJÖRN KRISTJÁNSSON frá Miklaholtsseli, lést á Dvalarheimilinu í Borgarnesi þriðjudaginn 18. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Þórir Guðmundsson. Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, GUÐJÓN SKARPHÉÐINSSON, andaðist á Landspítala Hringbraut þriðju- daginn 18. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ágústa Guðjónsdóttir, Danfríður Kristín Skarphéðinsdóttir, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Hafliði Benediktsson, Sigfinna Lóa Skarphéðinsdóttir, Magnús Kristinsson, Kristján Skarphéðinsson, Guðrún Björk Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.