Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKI kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese hefur unnið að kvikmynd um tónlistar- manninn Bob Dylan í tvö ár. Þó hefur hann ekki rætt við Dylan sjálfan um myndina. „Ég hef forðast að þurfa að eiga beint við manninn,“ sagði Scorsese í vikunni. „Fyrst vil ég búa til söguna, finna söguna, og síðan útfæra hana eins og ég tel réttast.“ Í myndinni ætlar Scorsese að einblína á fyrstu árin á tónlistarferli Dylans, árin 1961 til 1966. Til stendur að sýna myndina sem hluta af myndaröð PBS-ríkissjónvarpsstöðvarinnar „American Masters“. Scorsese hefur töluverða reynslu af gerð tónlistarmynda og gerði m.a. The Last Waltz, sem fjallar um lokatónleika fyrrverandi hljómsveitar Dylans, kanadísku sveitarinnar The Band. Scorsese hefur aðgang að tíu klukkustund- um af nýjum viðtölum við Dylan, sem umboðs- maður söngvarans tók, en Scorsese útilokar ekki að hann muni sjálfur spyrja Dylan nokkurra vel valinna spurninga. „Ég er að reyna að búa til eins heiðarlega mynd og mögulegt er án óþarfa takmarkana. Það verður samt erfitt því ég er auðvitað á hans bandi og því gæti myndin allt eins endað sem stuðningsyfirlýsing.“ Scorsese gerir mynd um Dylan Bob DylanMartin Scorsese HINN dularfulli Lem- ony Snicket hefur grátbeðið bíógesti allra landa um að sjá ekki myndina sína A Series of Unfortunate Events. En íslenskir bíógestir eru greini- lega óhlýðnir í eðli sínu því þeir létu öll slík tilmæli sem vind um eyru þjóta. Þessi nýjasta mynd Jim Carreys fékk mestu aðsókn allra mynda um síðustu helgi. Þá sáu hana um 3.600 manns en nú þegar komið er fram í miðja viku hafa nær 6 þúsund manns séð hana með forsýningum, að sögn Christof Wehmeiers hjá Sambíóunum. „Þetta sannar að Jim Carr- ey á sér marga aðdáendur hér á landi. Það má síðan líka benda á að bækurnar þrjár sem myndin er byggð á í Lem- ony Snickets bókaflokknum hafa komið út í íslenskri þýð- ingu og hafa lesendur því fagnað þessari kvikmyndaút- gáfu þessa bókaflokks. Sumir tala um nýtt Harry Potter æði.“ Mynd Marc Forsters, Find- ing Neverland, með Johnny Depp gekk ágætlega um helgina en þá sáu rúmlega 1.200 manns hana. Nú ættu áhorfendur því að vera orðnir á þriðja þúsundið með forsýn- ingum. „Slíkar sælkera- verðlaunamyndir fara oftast rólega af stað en um leið og frábær- ir dómar eru klárir og búið er að tilkynna tilnefningar til Ósk- arsverðlauna tekur landinn við sér,“ segir Jón Gunnar Geirdal hjá Skífunni, sem greinilega er von- góður á að myndin fái allmargar tilnefningar þegar þær verða kunngjörðar 25. janúar. Um helgina síðustu hófst líka frönsk kvikmyndahátíð og segir Christof Wehmeier að hún hafi farið vel af stað. Opnunarmyndin, Langa trú- lofunin, var með 600 manns í aðsókn um um helgina, sem Christof segir mjög gott, svip- aða byrjun og hjá Amélie fyr- ir þremur árum en sú mynd, sem gerð var af sama kvik- myndagerðarmanni, Jean Pierre Jeunet, endaði í yfir 14.000 manns í aðsókn. Um helgina fóru að sögn Christofs um 2.500 gestir á hátíðina og má því gera ráð fyrir að sú tala hafi nærri því tvöfaldast síðan þá. Kvikmyndir | Jim Carrey í vinsælustu mynd landsins Óhlýðnir bíógestir                      !  "  # $"  #    % &'( % ' ( ) * + , - . / '0  A B + ,, $" ,, 0 " " * +) C<$ ( +  , 7"             Ólafur greifi hefur undarlegt aðdráttarafl. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI kl. 5.30, 8 og 10.30. TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! illingurin Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumy d ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ KRINGLAN Sýnd kl. 7.30 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6.15, 8.30 og 10.40. Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt l l Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. Sýnd kl. 10.15.  S.V. Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið Sýnd kl. 5.30 ísl tal Sýnd kl. 10.15. TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. I I J . OCEAN´S TWELVEYFIR 32.000 ÁHORFENDUR Kvikmyndir.is H.J. Mbl.  M.M.J. Kvikmyndir.com  FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTIÐ Langa trúlofunin Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Ísl. texti. Sýnd kl. 5.45 og 8. Einstök ný kvikmynd frá leikstjóranum Jean-Pierre Jeunet ("Amelie") með hinni fallegu Audrey Tautou úr"Amelie". Stórbrotið meistaraverk sem enginn má missa af. FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTIÐ  S.V. Mbl.  H.L. Mbl..L. bl.  DV  Rás 2ás 2  Kvikmyndir.comvik yndir.co Einkadætur - Filles Uniques sýnd kl. 6. enskur texti Marie Jo og ástirnar tvær Mari Jo et ses deux amours sýnd kl. 8. enskur texti Kórinn - Les Choristes Stórkosleg mynd. vinsælasta mynd ársins 2004 í Frakklandi og framlag frakka til Óskarsverðlauna. sýnd kl. 10. Íslenskur texti  H.L. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.