Morgunblaðið - 20.01.2005, Side 10

Morgunblaðið - 20.01.2005, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR  Gunnar Páll Gunnarsson: Sá sem nennir ekki að elda matinn getur komið til okkar á Slaraffenland í Kaupmannahöfn. Daglegt líf á morgun TÍU íslensk náttúruverndarsamtök hafa í sameiningu gefið út Íslands- kort undir heitinu „Ísland örum skorið“, en kortið sýnir hvaða breyt- ingar verða á miðhálendi Íslands ef stóriðjuáform stjórnvalda ná fram að ganga. Kynningarfundur í tilefni af útgáfu kortsins verður haldinn á Hótel Borg á morgun, föstudag. Fram kemur í fréttatilkynningu að markmið útgáfunnar sé að upp- lýsa almenning um virkjana- og stór- iðjuáform stjórnvalda og hvaða breytingar á miðhálendi Íslands þau hafi í för með sér. Kortið sýni virkj- unarkosti 1. áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sem gefin var út af iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu 27. nóvember 2003. „Ef standa á við orkufyrirheit stjórnvalda til stóriðju þarf að virkja allar helstu jökulár landsins með til- heyrandi uppistöðulónum. Við get- um afstýrt þessu slysi,“ segir enn- fremur. Eftirfarandi samtök standa að út- gáfu kortsins: Náttúruverndarsam- tök Íslands, Fuglavernd, Náttúru- vaktin, SUNN – Náttúruverndar- samtök Norðurlands, NAUST – Náttúruverndarsamtök Austur- lands, Áhugahópur um verndun Þjórsárvera, Náttúruverndarsam- tök Vesturlands, Umhverfisverndar- samtök Skagafjarðar, Náttúru- verndarsamtök Suðvesturlands og Félag um verndun hálendis Austur- lands. Aðrar leiðir til orkuöflunar „Stórar vatnsaflsvirkjanir eru ein- faldasta leiðin til raforkuframleiðslu fyrir orkufreka stóriðju. Þær eru hins vegar afar dýrkeyptar fyrir náttúru landsins. Skynsamlegasti kosturinn er að leggja stóriðjuá- formin til hliðar og huga jafnframt að öðrum leiðum til orkuöflunar, t.d. djúpborunarvirkjunum sem valda minni náttúruspjöllum en vatnsafls- virkjanir almennt gera. Þannig stöndum við vörð um náttúru lands- ins og nýtum best verðmæti þess til frambúðar. Kortið mun gagnast vel í allri fræðslu og umræðu um málefni miðhálendisins. Því verður dreift ókeypis á opinberum stöðum um allt land og fæst einnig hjá útgefendum,“ segir einnig. Kynningarfundurinn hefst klukk- an 13. Fundarstjóri er Ásta Arnar- dóttir leiðsögumaður og jógakenn- ari. Dr Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur kynnir kortið og er- indi flytja: Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og rithöfundur, Þorvaldur Þorsteinsson myndlistar- maður og rithöfundur og dr. Ragn- hildur Sigurðardóttir líffræðingur. Kort sem sýnir breytingar á miðhá- lendinu ef af stóriðjuáformum verður „Ísland örum skorið“ þessu plani hefðu verið 170 bíla- stæði allt árið 2003 og nýting þeirra verið aðeins 25%. Einnig væri bílastæðahúsið Vitatorg ná- lægt og það væri verst nýtta bíla- stæðahús borgarinnar. Frekar hefði átt að leysa bílastæðavanda- mál sem væru þegar til staðar eins og niðrí miðbæ við Kvosina. „Ákvörðun R-listans um að byggja bílastæðahús á Stjörnu- bíóslóðinni virðist ekki vera van- hugsuð eins og ætla mætti við fyrstu sýn. Það virðist fremur um að ræða þaulhugsaða réttlætingu sem gripið er til eftirá til að rétt- læta vafasöm lóðakaup á Stjörnu- bíósreitnum,“ sagði Kjartan. Í þessu sambandi gætu borgar- fulltrúar ekki vikið sér undan því að horfast í augu við „fjarhagsleg tengsl Jóns Ólafssonar kaupsýslu- manns við R-listann“. „Dylgjur fulltrúa D-lista um spillingu í málinu eru rakalausar og til skammar þeim sem borið SAMÞYKKT var í borgarstjórn á þriðjudaginn, að tillögu borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, að fela innri endurskoðun Reykjavíkur- borgar að gera úttekt á kaupum borgarinnar á Stjörnubíósreitnum ofarlega á Laugavegi. Á meðal annars að leggja mat á verð lóð- arinnar miðað við heimilað bygg- ingarmagn og gera úttekt á fram- kvæmd útboðs vegna byggingar á lóðinni. Einnig á innri endurskoð- un að meta hvort samþykktum borgarráðs um það útboð hafi ver- ið framfylgt. „Þrátt fyrir að borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans hafi samþykkt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, um að fela innri endur- skoðunardeild úttekt á kaupum borgarinnar á Stjörnubíósreit, er það skoðun okkar að þetta mál sé ekki þess eðlis að tilefni sé til að það sé tekið fram fyrir þau mál sem deildin hefur sjálf í starfs- áætlun talið tilefni til að gera út- tekt á,“ sagði Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, borgarstjóri, þegar hún las bókun R-listans við afgreiðslu málsins. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að það hefði ekki þjónað skipulags- hagsmunum borgarinnar að kaupa umrædda lóð. Þar að auki hefði verð lóðarinnar, sem var keypt af Jóni Ólafssyni kaupsýslumanni, verið allt of hátt. Borgin hefði greitt um 39 þúsund krónur á hvern fermetra byggingarréttar. Ef miðað væri við verð góðra lóða við Laugaveg þessum tíma hefði það verið 25 þúsund krónur. Kostnaður borgarinnar vegna kaupanna næmi 157,5 milljónum króna. Vafasöm lóðakaup Kjartan sagði þá skýringu hafa verið búna til eftirá að lóðin hefði verið keypt til að leysa bílastæða- vandamál við Laugaveginn. Á hafa þær fram í fjölmiðlum og borgarstjórn,“ sagði í bókun R- listans. „Í aðdraganda að kaupum á reitnum og í umræðum síðar hafa sjálfstæðismenn ítrekað reynt að gera þessi mál tortryggileg. Það er ekkert óeðlilegt hvernig staðið var að málum eins og marg oft hefur komið fram, meðal annars í svörum við fyrirspurnum um sama efni í borgarráði,“ sagði borgar- stjóri. Tveir óháðir aðilar hefðu verið fengnir til að meta verð lóð- arinnar á sínum tíma. Niðurstaðan hefði verið sú að kaupverðið væri fullkomlega eðlilegt. Styrkja verslun og þjónustu Steinunn Valdís sagði að bíla- stæðakjallarinn mundi þjóna þessu svæði í framtíðinni, á reitnum rísi verslunarhúsnæði og íbúðir. Það væri verið að horfa til uppbygg- ingar í miðbæ Reykjavíkur til að styrkja þar verslun og þjónustu. Úttekt gerð á kaupum borg- arinnar á Stjörnubíósreit Hápunktar | Veggjald Hvalfjarð- arganga, fasteignaskattar, holræsa- gjald og Stjörnubíósreitur voru há- punktar umræðunnar í borgar- stjórn á þriðjudaginn. Hörundsárir | Í upphafi var borg- arfulltrúum R-listans skemmt yfir tillögu sinni að skora á samgöngu- ráðherra að leita leiða til að lækka veggjald ganganna. Fannst þeim sjálfstæðismenn full hörundsárir fyrir hönd ráðherra síns. Spölur | Sjálfstæðismenn sögðu það í hlutverki stjórnar Spalar að lækka veggjaldið og færðu rök fyrir því. Einnig að það væru ekki göngin sem skæru stór-höfuðborgarsvæðið í sundur, eins og sagt væri í tillögu R-listans, heldur sjálfur fjörðurinn. Minnisblað | Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, borgarstjóri, sagðist hafa velt fyrir sér hvort Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, eins og hún kallaði hann, hefði verið með minn- isblað úr samgönguráðuneytinu þegar hann talaði. Titlar | Vilhjálmur reiddist og sagði meginregluna að ávarpa fólk í borgarstjórn sem borgarfulltrúa. Varla vildi borgarstjóri ávarpa Stef- án Jón Hafstein sem formann fram- kvæmdastjóra Samfylkingarinnar og ritstjóra Flugu.is eða Helga Hjörvar sem alþingismann og for- mann hússtjórnar ÖBÍ. Hattar | „Ég bið borgarfulltrúana afsökunar á því að hafa ekki titlað þá sem borgarfulltrúa,“ sagði Stein- unn Valdís og kannski væri það vegna þess að ekki væri alltaf alveg ljóst hvaða hatt menn bæru í um- ræðunum í borgarstjórn. Hissa | Sjálfstæðismenn voru sem sagt hlessa á tillögu R-listans, að ekki væri skorað á Spöl, en á móti voru borgarfulltrúar R-listans hissa á tillögu sjálfstæðismanna um að hækkun fasteignaskatta og hol- ræsagjald miðaðist við launavísi- tölu. Gapandi | „Þeir sveitarstjórnar- menn sem ég hef talað við, svo dæmi sé tekið úr Sjálfstæðisflokkn- um, eru hreint gapandi yfir þessum tillöguflutningi Sjálfstæðisflokks- ins,“ sagði borgarstjóri. Loforð | Hanna Birna Kristjáns- dóttir, D-lista, rifjaði upp orð Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, þá borgarstjóra, að borgin hefði lækk- að fasteignaskatt þegar fasteigna- mat hækkaði til að auka ekki álögur á borgarbúa. Nú aukist álögur sjálf- krafa þvert á öll loforð R-listans. Fjárhagstengsl | Kjartan Magn- ússon, D-lista, sagði að alltof hátt verð hefði verið greitt Jóni Ólafs- syni fyrir Stjörnubíósreitinn á sín- um tíma. Sagði hann að borgar- fulltrúar yrðu að horfast í augu við fjárhagsleg tengsl Jóns við R- listann í þessu samhengi frá árinu 1994. Spilling | Bæði Stefán Jón og Steinunn Valdís mótmæltu því harðlega, sem gefið var í skyn, að um spillingu væri að ræða. Stefán sagði Kjartan hafa orðið sér til skammar og spurði hvort hann stæði við það að þetta mál tengdist spillingu. Grunsemdir | „Ég stend að sjálf- sögðu við hvert orð sem ég sagði,“ svaraði Kjartan. „Ég verð að segja að ég hafði að minnsta kosti illar grunsemdir á þessu stigi málsins.“ Hrakið | Borgarstjóri sagði búið að hrekja þennan endurtekna mál- flutning. „Það er með hreinum ólík- indum að háttvirtur borgarfulltrúi í Reykjavík skuli leyfa sér að ganga fram með þessum hætti.“ 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.