Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 11 FRÉTTIR www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Str. 36-56 Nýjar vörur frá SAMRÆMT stúdentspróf í íslensku var haldið í annað sinn í desember sl. Alls þreyttu 850 nemendur í 24 skól- um á landsvísu prófið, 95% af þeim sem höfðu skráð sig til prófs, og hef- ur Námsmatsstofnun farið yfir og birt niðurstöður prófanna. Staðlaður einkunnastigi, eða sam- ræmd stúdentseinkunn, var hannað- ur til þess að birta niðurstöður sam- ræmdra stúdentsprófa. Meðaltalið er 75, lægsta einkunn 50 og hæsta einkunn 100. Meðaleinkunn þess hóps sem þreytti prófið var 79,7 samkvæmt einkunnastiganum. Með- aleinkunn á 1–10-einkunnastiganum var 6,2. Flestir voru með samræmda stúdentseinkunn á bilinu 75–79 og 80–84. Á skalanum 1–10 voru flestir með einkunnina 6–6,5 og 7–7,5. Þar af fengu 32 ágætiseinkunn sam- kvæmt samræmdu stúdentsein- kunninni. Á skalanum 1–10 fengu ell- efu nemendur einkunnina 9–10. Samkvæmt upplýsingum Náms- matsstofnunar hefur sú einkunn, þ.e. 1–10, enga haldbæra túlkun. Því þótti eðlilegast að túlka frammistöðu nemenda út frá samræmdri stúd- entseinkunn. Því beri að varast að leggja svipaða merkingu í 1–10-ein- kunn sem nemendur séu vanir úr námsmati úr skólum enda samhengi, tilgangur og efnistök samræmdra prófa frábrugðin námsmati í skólun- um. Samræmd stúdentseinkunn Til nánari útskýringar á sam- ræmdri stúdentseinkunn hefur ein- kunnin 91 verið tengd skilgreiningu á ágætisframmistöðu sem byggist á aðalnámskrá framhaldsskóla. Ein- kunnin 59 afmarkar með sama hætti slaka frammistöðu. Meðaltal ein- kunnastigans var staðsett með tilliti til að landsmeðaltal heils árgangs, sem lýkur stúdentsprófi, verði 75,0. Samræmt stúdentspróf í íslensku byggist á þeim þáttum aðalnámskrár framhaldsskóla sem lúta að bók- menntum, málnotkun og ritun. Síð- astliðið vor þreyttu 442 nemendur prófið og alls hafa því tæplega 1.300 nemendur tekið það. Samræmt stúd- entspróf í ensku, stærðfræði og ís- lensku verður svo haldið í vor og verður það í fyrsta sinn sem slík próf eru haldin í ensku og stærðfræði. Niðurstöður úr samræmdu stúdentsprófi í íslensku Meðaleinkunn 6,2                       PRENTSMIÐJAN Oddi hefur stöðvað dreifingu nokkur þúsund dagbóka og fargað þeim eftir að viðskiptavinur benti á að í dagbók- inni þetta árið væri að finna máls- hætti sem þættu niðrandi fyrir konur. Bækurnar voru innkallaðar úr verslunum um land allt í byrjun janúar og þær teknar úr sölu. Er fjárhagslegt tjón fyrirtækis- ins nokkrar milljónir vegna þessa að sögn Jósafats Björnssonar, framkvæmdastjóra sölu- og mark- aðssviðs Odda. Viðhorf sem ekki samræmast nútímanum Aldrei er kvennastjórn affaragóð, sá flytur gott hlass í garð sem góða konu fær, kona er karlmanns fylgja og þrætugjörn kona er sem sífelld- ur leki, eru dæmi um málshætti sem finna mátti í bókinni. „Í þessum fornu málsháttum birtast viðhorf sem samræmast alls ekki nútímanum og ganga þvert á yfirlýsta fjölskyldu- og jafnréttis- stefnu Odda,“ segir í tilkynningu sem birt var á heimasíðu fyrirtæk- isins 11. janúar sl. „Einhverjir not- endur dagbókarinnar kunna að telja að í málsháttunum felist til- tekinn boðskapur af hálfu útgef- andans. Því fer fjarri og ákvörðun okkar um að stöðva dreifingu bók- arinnar staðfestir það. Við biðjumst velvirðingar á yfirsjóninni og mun- um sjá til þess að forneskjuleg við- horf setji ekki mark sitt á dag- bækur okkar fyrir árið 2006,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Þetta voru auðvitað ekki máls- hættir sem við vorum að búa til heldur gamlir málshættir sem eru góðir og gildir sem sagnfræðiheim- ild og eiga heima í málsháttabók- um,“ sagði Jósafat í samtali við Morgunblaðið. „Okkar mistök liggja í því að láta þessa málshætti rata inn á síður dagbókar fyrir árið 2005.“ Margir vildu eignast bókina sem minjagrip Jósafat segir að eftir að það spurðist út að dagbókin hefði verið innkölluð vegna málsháttanna hafi síminn vart stoppað og tölvubréfum rignt inn. Margir hafi áhuga á bók- inni í sagnfræðilegu tilliti, ekki síst konur. Ýmist finnist fólki að brugð- ist hafi verið of harkalega við og óþarfi hafi verið að innkalla bókina, en aðrir þakka fyrirtækinu fyrir skjót viðbrögð. „Þetta fólk er þakk- látt fyrir að þessum málsháttum hafi verið hent á haugana, í bók- staflegri merkingu. Það má því kannski segja að á endanum leiði þetta til einhvers góðs,“ segir Jós- afat. Hann segir að búið sé að breyta vinnuferlinu við bókina svo að mis- tök sem þessi eigi ekki að geta end- urtekið sig. „Við látum okkur þetta að kenningu verða,“ segir Jósafat. Hættu dreifingu dagbóka sem þóttu innihalda niðrandi málshætti um konur Hundruðum dagbóka fargað ÍSLANDSVINURINN Knut Haenschke, sem verið hefur for- stöðumaður Norðurlandaskrifstofu þýska ferðamálaráðsins í Kaup- mannahöfn síðastliðin sjö ár, hefur nú snúið heim til Frankfurt í Þýska- landi þar sem hann mun enn um sinn starfa fyrir þýska ferða- málaráðið. Knut lenti á dögunum í 60. sinn á Keflavíkurflugvelli en heimsóknir hans hingað eru orðnar um 40. Það var reyndar í Frankfurt að Ísland og Íslendingar urðu fastur punktur í tilveru Knuts því þar starfaði hann fyrir Loftleiðir á ár- unum 1975 til 1982 en Knut hefur starfað að ferðamálum allar götur frá árinu 1960. Nátengdur Norðurlöndunum og Íslandi „Ég ætla að vinna fyrir ferða- málaráðið í tæp tvö ár í Frankfurt í viðbót en ég hef verið síðustu sextán árin erlendis. Að þeim tíma loknum ætla ég að hætta. En ég hefði reyndar mikinn áhuga á að lýsa fót- boltaleikjum, kannski fæ ég tæki- færi til þess að gera það hjá sax- neska útvarpinu. Ég lýsti leikjum hér áður fyrr um árabil, að vísu bara í 2. eða 3. deild, en það skiptir ekki öllu máli, mér finnst einfaldlega mjög skemmtilegt að lýsa leikjum.“ Knut segir sér líka vel að komast aftur heim til Þýskalands. „Þessi sextán ár sem ég hef starfað erlend- is voru stórfín og ómetanleg reynsla, ég hef kynnst öðrum þjóðum en núna þegar ég er orðinn sex- tugur finnst mér gott að komast heim.“ Knut segist vera orðinn nátengdur Norðurlöndunum þar sem hann hafi dvalið í um ellefu ár á Norð- urlöndunum og unnið fyrir Loftleiðir í sjö ár. Spurður um þær breytingar sem hann hafi upplifað á Íslandi segir hann þær vera geysimiklar. Geysimiklar breytingar hafa orðið á Íslandi „Mér verður hugsað til fyrstu ferðar minnar hingað, þá var enginn bjór eða knæpur og næstum erfitt að fá að borða, framboðið af mat- sölustöðum var ákaflega takmarkað, það voru Hótel Loftleiðir, Saga og Naustið og ekki mikið annað. En síðan varð hér gerbylting, einkum eftir að bjórinn var leyfður, ótal krár voru opnaðar og mjög margir afar góðir matsölustaðir. Maður myndi ekki trúa að óreyndu hversu margir afbragðs gæðaveitingastaðir eru hér miðað við það hversu fá- menn þjóðin er. Ég held líka að ís- lenska þjóðin hafi sjálf breyst, ég hef á tilfinningunni að menn hafi verið heimakærari og nægjusamari. Núna er meiri hreyfing á öllu, tveir eða þrír bílar í hverri fjölskyldu o.s.frv. Það er annað Ísland en sem ég kynntist árið 1975. En ég hef haft gaman af því að fylgjast með þessum breytingum og raunar dáðst að því hvernig Íslendingar hafa reynt að halda í sjálfsmynd sína.“ Aðspurður segir Knut að mjög vel hafi gengið að fá Íslendinga til að ferðast til Þýska- lands, sérstaklega á ní- unda áratugnum en þá hafi flugleiðin Kefla- vík-Lúxemborg verið ráðandi og Arnarflug hafi flogið til Hamborgar en Hamborg hafi verið mjög vinsæll áfangastaður. Eftir að það flug hafi lagst af hafi Flugleiðir farið á fljúga til Frankfurt. Á þeim tíma hafi einn- ig framboð á ferðum til annarra staða verið minna en nú er. „En nú erum við að sækja aftur á með beinu flugi Icelandair til Berlínar sem hófst í fyrrasumar en þá var flogið þangað tvisvar sinnum í viku. Nú verður flogið þangað fjórum sinnum í viku næsta sumar. Berlín er spenn- andi borg, hún er á uppleið og hefur mikið aðdráttarafl, líka fyrir ungt fólk á Íslandi.“ Knut segist hafa eignast fjölda vina á Íslandi á þessum langa tíma og hann muni ætíð verða tengdur landinu sterkum böndum. Íslandsheimsóknir Knut Haenschke eru orðnar 40 talsins „Gott að komast heim“ Knut Haenschke

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.