Morgunblaðið - 20.01.2005, Síða 18

Morgunblaðið - 20.01.2005, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands fær til sín tvo mæta gesti í kvöld þeg- ar japanski fiðluleikarinn Akiko Suw- anai leikur með sveitinni fiðlukonsert nr. 2 eftir Sergej Prokofíev. Með Suwanai í för er ein af frægustu fiðl- um veraldar, „Höfrungurinn“ svo- kallaði, sem ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari smíðaði árið 1714, en Suwanai er með fiðluna í láni hjá japönsku stofnuninni Nippon Music Foundation. Efnisskrá tónleikanna hefst á sin- fóníu nr. 6 eftir Josef Haydn, sem nú er flutt í fyrsta skipti hér á landi. Því næst hljómar fiðlukonsertinn og eftir hlé er svo þráðurinn tekinn upp að nýju í Sjostakovitsj-hringnum og nú er komið að sinfóníu nr. 6. Það er Rumon Gamba, aðalhljómsveit- arstjóri SÍ, sem stýrir tónleikunum. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistar- fræðingur og kennari í tónlistarfræði við LHÍ, segir fiðlukonsert Prokofief án efa einn vinsælasta fiðlukonsert tuttugustu aldar. „Hann er ein- staklega lagrænn og fallegur, bæði er mikið af stórkostlega fallegum syngjandi línum og hann gefur ein- leikaranum mörg tækifæri til að leika listir sínar tæknilega,“ segir Árni. „Hann sameinar í raun allt sem prýða má einn konsert. Auðvitað ger- ir það hljóðfæraleikaranum alltaf líf- ið auðveldara að spila á gott hljóð- færi, þegar maður fær það á tilfinninguna að hljóðfærið vinni með manni og hjálpi manni frekar en hitt, þá gefur það flutningnum nýja vídd. Það er alltaf gaman að heyra fólk spila á góð hljóðfæri.“ Verk fullt af andstæðum Árni segir sjöttu sinfóníu Sjostakov- itsj vera mjög óvenjulegt verk. „Í sin- fóníum sínum er Sjostakovitsj alltaf að feta mjög þröngan veg á milli þess að vera flokkslínunni trúr og að segja það sem honum býr í brjósti,“ segir Árni. „Nokkrum árum áður en hann samdi sjöttu sinfóníuna hafði hann fallið í ónáð og var kallaður öllum ill- um nöfnum fyrir tónlist sína, en hafði tekist að bæta fyrir „afbrot sín“ með fimmtu sinfóníunni. Í sjöttu sinfóní- unni er að finna einhverjar þær mestu andstæður sem er hægt að hugsa sér. Hún byrjar á mjög þung- lyndislegum kafla, þar sem er eins og Sjostakovitsj tali upp frá hjartanu og það er varla að finna nokkra vonar- glætu í tónlistinni. En í seinni tveim- ur köflunum slær hann öllu upp í grín. Þetta er ekki hetjutónlist eins og sovésk tónskáld áttu helst að semja, heldur meira sirkussprell, fíflagangur og trúðslæti. Í rauninni næst aldrei nein endanleg niðurstaða í þessu verki, þessir tveir heimar eru í raun ósamrýmanlegir. Það er það sem gerir þessa sinfóníu bæði merki- lega og óvenjulega.“ Árni mun kynna sjöttu sinfóníuna fyrir vinum Sinfóníuhljómsveit- arinnar á Hótel Sögu í kvöld kl. 18. Akiko Suwanai vakti alþjóðlega at- hygli 1990 þegar hún vann Tsjajk- ovskíj-keppnina í Moskvu aðeins 17 ára gömul og varð þar með yngsti viðtakandi fyrstu verðlauna frá upp- hafi þessarar virtu keppni. Eftir sig- urinn lauk hún námi sínu, m.a. hjá hinum fræga fiðlukennara Dorothy DeLay í Juilliardskólanum í New York, en hefur síðan skapað sér nafn sem einn fremsti fiðluleikari sinnar kynslóðar, þekkt fyrir einstaklega fallegan tón og ljóðræna nálgun við tónlistina. Akiko leikur reglulega í Evrópu, Ameríku og Asíu, en hún er geysivinsæl í föðurlandi sínu, Japan. Á síðustu misserum hefur Akiko Suwanai m.a. leikið með Berlínarfíl- harmóníunni undir stjórn Charles Dutoit, komið fram á Páskahátíðinni í Lucerne undir stjórn Pierres Boul- ez og farið í tónleikaferðir með Phil- harmonia Orchestra og Tékknesku fílharmóníunni ásamt Vladimir Ashkenazy. Tónlist | Akiko Suwanai leikur á „Höfrunginn“ með Sinfóníuhljómsveit Íslands Gott hljóðfæri vinnur með hljóð- færaleikaranum Morgunblaðið/Þorkell Japanski fiðlarinn Akiko Suwanai mundaði „Höfrunginn“ á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gærdag. svavar@mbl.is HÖFRUNGURINN, sem ítalski fiðlu- smiðurinn Antonio Stradivari smíð- aði árið 1714, er ein af frægustu fiðl- um heims. Hún er þekkt fyrir ein- stök hljómgæði og var m.a. í eigu hins víðfræga einleikara Jascha Hei- fetz, sem af mörgum er talinn besti fiðluleikari 20. aldarinnar. Eigandi fiðlunnar seint á 19. öld, George Hart, nefndi fiðluna Höfrunginn vegna þess að óvenjuleg efnissam- setning hennar og litur baksins minnti hann á höfrung. Höfrungur- inn er gjarnan talinn sem ein af þremur bestu fiðlum Stradivari, ásamt „Alard“, sem meistarinn smíðaði 1715 og „Messíasi“, sem var smíðuð 1716, en flestir sérfræðingar eru sammála um að á árunum 1700 og 1720 hafi Stradivari verið á al- gerum hátindi ferils síns. Hljóðfærið hefur verið í eigu Nippon Music Foundation (NMF) síðan í mars 2000. Hans Jóhannsson fiðlusmiður segir fiðluna merkilega fyrir það að Strad- ivari breytir til í stíl. „Hann er farinn að byggja fiðlurnar dálítið „karl- mannlegri“, aðeins þyngri í smíðinni. Hann er að fikra sig frá fínlegri út- færslum. Höfrungnum svipar dálítið í útliti til annarrar fiðlu sem er líka mjög fræg, en hún heitir Soil, sem ég held að þýði silki.“ Hans segir nöfn fiðla oft koma til á áhugaverðan hátt. „Stundum eru þau dregin af nöfnum eigenda, en stundum af einhverjum spaugileg- um kringumstæðum. Til dæmis er fiðlan „Messías“ svo nefnd vegna þess að kaupandi hennar þurfti að bíða svo lengi eftir henni. Hann hét Vuillaume og var mikill kaupsýslu- maður og hljóðfærasmiður. Hann keypti mikið af hljóðfærum af Ítala sem hét Tarisio, en sá gekk frá Ítalíu til Frakklands og sagði oft frá þess- ari einstöku fiðlu sem hann ætti en tímdi ekki að láta frá sér og væri í frábæru ásigkomulagi. Hann kom hins vegar ekki með hana fyrr en eftir dúk og disk og þá höfðu þeir byggt upp slíkar væntingar eftir henni að hún var eftir það kölluð Messías.“ Að sögn Þrastar Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveit- arinnar, er „Höfrungurinn“ að sjálf- sögðu ómetanlegur, en NMF tryggir fiðluna og lánar hana virtum hljóð- færaleikurum einungis í því skyni að styðja við bakið á þeim. Þröstur seg- ir sér ekki myndu koma á óvart þó iðgjöld af tryggingum vegna fiðl- unnar hlypu einhvers staðar yfir milljón króna á ári. Smíðuð á hátindi ferilsins Á SÍÐUSTU árum hefur myndlistarkonan Val- gerður Guðlaugsdóttir nánast sérhæft sig í sam- félagsádeilu og viðfangsefni hennar verið að hluta til jafnréttismál, hvoru tveggja áleitin og brýn við- fangsefni samfélagsins í dag hvert sem verksviðið er, listir, starf á stjórnmálavettvangi, kennsla, barnauppeldi eða eitthvað enn annað. Á sýningunni Ný íslensk myndlist í Listasafni Íslands er ofbeldi og stríð aðalviðfangsefni Val- gerðar og þá sérstaklega hvernig þessir þættir birtast í lífi einstaklingsins dags daglega. Einnig þar koma staða og hlutverk kynjanna við sögu. Í Listasafni ASÍ þar sem hún er með einkasýningu beinir Valgerður sjónum sínum að stöðu kon- unnar í samfélaginu og þá helst að þeim kröfum sem gerðar eru til okkar hvað varðar útlit og vaxt- arlag. Það er kannski óhætt að segja að þessir þættir hafi að einhverju leyti verið viðfangsefni listamanna af kvenkyni um aldir alda, að minnsta kosti hafa kröfur samfélagsins jafnan verið ærnar og síst minni í dag en fyrir meira en einni öld þeg- ar rauðsokkurnar voru að heyja baráttu sína. Hvað hefur áunnist? Á sjöunda áratugnum brenndu konur brjóstahaldarana en í dag hefur úrvalið af alls kyns barmfegrandi brjóstahöld- urum aldrei verið meira, mismunandi fyllt og styðjandi við hér og þar – tæknin er orðin þvílík að undrun sætir. Push-up haldararnir minna helst á lífstykkin forðum daga þó ekki séu þeir reyrðir eins fast að. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr bar- áttu rauðsokkanna í gegnum tíðina sem hefur áorkað mun meiru en við gerum okkur grein fyrir. En það virðist sem margir telji að baráttunni sé lokið, jafnrétti sé náð. Þetta er auðvitað mesta firra. Ég ætla heldur ekki að gera lítið úr jafnrétt- isbaráttu karlmanna á ýmsum sviðum sem einnig er þörf, jafnrétti hlýtur jú að ganga í báðar áttir. En við konur eigum enn langt í land og þær kröf- ur sem til okkar eru gerðar eru orðnar allt of miklar, ekki síst þær sem við gerum sjálfar og á öllum sviðum, kröfur um að standa okkur vel jafnt í starfi sem heima fyrir, alla daga og alltaf. Það er ekki síst þetta síðastnefnda sem ég skynja að baki verkum Valgerðar Guðlaugsdóttur í ASÍ, kröfurnar sem við gerum sjálfar til útlits okkar og hversu langt við erum tilbúnar að ganga vegna yfirborðslegrar útlitsfegurðar. Í Gryfju sýnir Valgerður samsettar ljósmyndir og skáp með þjölum og öðrum áþekkum áhöldum, í skápn- um eru myndir af konum sem setur hann í sam- hengi við vinnustaðamyndir á karllegum vinnu- stöðum eins og bílaverkstæðum eða smíðaverkstæðum. Hér er einnig að finna skúlp- túra sem fela í sér bæði húmor og óþægindi en það er einmitt samspilið þarna á milli sem er að- alsmerki listar Valgerðar. Í Ásmundarsal er síðan innsetning sem skapar sterkan heildarsvip þó að einstök verk geti einnig staðið ein og sér. Stórar rauðar „neglur“ og gifsskúlptúrar á vegg eru unn- ar í sama anda og t.d. verk Mari Slaattelid sem fékk Carnegie-verðlaunin 2002 fyrir ljósmyndir og veggverk byggð á augnskuggum. Hér hefur Valgerður skapað „snyrtistofu“ sem engan langar að heimsækja en þó er fyrirmyndin án efa mun óskemmtilegri en áleitin og eftirminnileg innsetn- ing Valgerðar. Margir listamenn og -konur hafa sótt innblástur til áþekks viðfangsefnis og Val- gerður gerir hér, t.d. Matthew Barney og verk hans sem hafa líkamsrækt að viðfangsefni. Einnig má nefna frönsku listakonuna sem lætur gera lýtaaðgerðir á sjálfri sér og tekur upp á mynd- band. Það er ekki heiglum hent að skapa sinn eig- in myndheim á svo fjölfarinni braut en Valgerður er hvergi bangin og tekst vel upp, hún sýnir hér áræði og kraft. Ennfremur lætur henni vel að vinna á stórum skala, nokkuð sem gæti reynst list hennar vel í framtíðinni. Sýning Valgerðar vekur líka upp spurninguna um stöðu kvenréttindabar- áttunnar við upphaf 21. aldar. Efni í samsýningu? MYNDLIST Listasafn ASÍ Til 6. febrúar. Listasafn ASÍ er opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Á skurðarborði augans blönduð tækni, Valgerður Guðlaugsdóttir „Það er ekki heiglum hent að skapa sinn eigin myndheim á svo fjölfarinni braut en Valgerður er hvergi bangin og tekst vel upp.“ Allt fyrir fegurðina Morgunblaðið/Þorkell Ragna Sigurðardóttir MEÐAN á sýningunni „Þetta vilja börnin sjá“ stóð í Gerðubergi nýverið gafst börnum kostur á að velja þá myndskreytingu sem þeim þótti best en á sýning- unni voru myndir úr 32 bókum. Urðu myndir Ing- ólfs Arnar Björg- vinssonar úr bók- inni Brennan fyrir valinu. Brennan er sjálfstætt fram- hald verðlaunabókarinnar Blóðregns sem byggð er á atburðum Brennu- Njáls sögu eftir Njálsbrennu. Í Brennunni er farið framar í söguna. Þau Ingólfur og Embla Ýr Bárudóttir eru höfundar bókarinnar. Bókin er gefin út af Máli og menningu. Árið 2003 völdu börnin bók Guð- jóns Ketilssonar Eyjadís og árið 2002 hlaut Sigrún Eldjárn viðurkenn- inguna fyrir bókina Draugasúpan. Dómnefnd Dimmalimm-verð- launanna, Aðalsteinn Ingólfsson, Kal- man Le Sage de Fontenay og Þórdís Alda Sigurðardóttir, valdi bók Ás- laugar Jónsdóttur Nei, sagði litla skrímslið! sem bestu myndskreyt- inguna árið 2004. Dómnefndin er skipuð af styrktaraðilum verð- launanna Pennanum, Myndstefi og Gerðubergi en jafnframt styrkir Fé- lag íslenskra bókaútgefenda verð- launin. Börnunum þótti Brenn- an best

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.