Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 25
r. Á miðmyndinni sést að brýrnar inn í salinn flútta ekki hver við aðra. Salurinn sjálfur, kuðungurinn, er eins og hljóðfæri, byggður úr hlyni eins og fiðla. Við- ði. Lengst til hægri sjáum við hvernig dagsbirtan flæðir alls staðar inn; hér yfir flauelsmjúka steinsteypuveggina á svæðinu baksviðs. „Hvíta anleg, hversu gert til m best is eftir lvægt í n standist eftirlits, fiður og ng okkar kkur r þarf ví að rýna ngasalur og fal- ig reynt mburð. Úr n í risa- , sem hljóðfæri g æf- ur hljóð- taklega æf- er búinn íói, er nna með m. rgryfja ga hljóð- eit- r garði pka hana að er gert alltaf hljóð- erju arúm t neikvæð m nýj- asta tæknibúnaði og aðstaða þar er sú besta sem völ er á. Gólf að- alsviðsins er sett saman úr ein- ingum, og það má færa á sjálf- virkan hátt inn á hliðarsviðin ef þörf krefur. Með því móti er hægt að skipta um sviðsgólf eftir því hvort verið er að sýna óperu, flytja óperu í tónleikaformi eða sýna dans. Dansgólfið er lagt sérstökum gúmmídúk sem auðveldar dans, og það liggur undir aðalgólfinu, en er lyft upp þegar þess þarf með. Lyfta liggur af sviðinu og niður á hæð- irnar neðanjarðar, og hægt er að súrra heilu sviðsmyndunum þangað niður á augabragði. En það er líka hægt að taka þær inn á annað hvort hliðarsviðanna, hífa þær upp eða færa inn á baksviðið, og þaðan er greið leið út í flutningabíla sem koma með sviðsmyndir annars staðar frá – eða sækja. Rýmið bak- sviðs er stórt, ekki bara næst að- alsviðinu, heldur einnig það sem hýsir alla starfsaðstöðu. Óperukór- inn á sinn sérstaka stóra æfingasal sem og Konunglegi ballettinn, en æfingarými stór sem smá eru þó miklu fleiri, fyrir einsöngvara, hljóðfæraleikara, dansara, smærri hópa og stærri. Nótnageymslum, búningaverkstæði, sviðsmynda- vinnustofum, smíðastofum, sauma- stofum, búningaherbergjum, förð- unardeild og öllum öðrum þáttum óperuhúss er vel sinnt með sér- hönnuðu rými, og allt lýtur þetta þeim lögmálum að þjóna sviðinu og sýningum þar sem best. Hér fer vel um fólk, en þó er plássið engan veg- inn yfirþyrmandi stórt – aðeins mátulega rúmt. Í þessum hluta hússins er flauelsmjúka stein- steypan mest áberandi, en annað atriði fangar líka augað, og það eru gluggarnir. „Við vildum að glugg- arnir yrðu allir sérstakir og að út- sýni úr húsinu hefði fegurðargildi í sjálfu sér. Staðsetning hússins mót- ast af ásunum sem markast af hall- artorgi Amalienborgarhallar og Marmarakirkjunni, og við nýtum okkur þessa ása sem útsýn- ispunkta. Þegar til tals kom að breyta legu þakskeggsins vildum við það ekki, því þá hefði það skorið illa þá sjónlínu sem við vildum að rammaði inn útsýni af efstu hæð- inni. Þakið hefði þá skorið toppinn af byggðinni og það hefði ekki verið fallegt.“ Salurinn er hljóðfæri Þannig virðist hvert atriði í þessu fallega húsi úthugsað. Við Peer Teglgaard Jeppesen göngum nú í forsalinn á leið okkar inn í áheyrendasal. Ljósakrónur Ólafs Elíassonar fanga augað strax, fyrir einskæra fegurð. Þær eru settar saman úr ótal lituðum gler- tíglum og þegar litið er uppundir þær sést að fyrir innan hvern tígul er ljósaperu komið fyrir. Það stirn- ir af þessum ljósum, þau gefa for- salnum karakter og líf og jafnvel þegar staðið er á hafnarbakkanum handan sundsins, eru þessi ljós það sem augun leita í. Þá eru það brýrnar og svalirnar í forsalnum. Af svölum á nokkrum hæðum við risastóran glugga forsalarins liggja brýr inn í óperusalinn. „Við vildum ekki að þessar brýr væru skipulega uppraðaðar, beinar og jafnar á hverri hæð. Þess vegna stangast þær á. Með þessu vildum við ná fram léttleika í salnum rétt eins og brýrnar svifu um rýmið.“ Áheyrendasalurinn sjálfur er eins og hús í húsinu og stendur eins og risastórt epli eða kuðungur inni í forsalnum. Útveggirnir, sem snúa út í forsalinn, vekja áhuga minn fyrir sérstaklega fallega við- arklæðningu. „Þetta er hlynur, og hlynur hefur verið notaður til að smíða úr fiðlur og önnur hljóðfæri. Hugmyndin að baki því er sú að salurinn sé eins konar hljóðfæri. Það er þar sem tónlistin hljómar. Eins og þú sérð er viðurinn beygð- ur til að skapa þessa ávölu áferð, og það þurfti mikla rannsóknar- og hönnunarvinnu í að útfæra það. Við vissum að það er hægt í hljóð- færum og vildum láta á það reyna hér líka. Viðurinn er meðhöndlaður á sérstakan hátt og hefur þennan fallega rauða blæ sem gefur honum sterkan karakter. Hann er lakk- aður á sama hátt og fiðlur eru lakk- aðar.“ Allt fyrir hljómburðinn Þegar gengið er inn af brúnni tekur millirými við, með mun fleiri dyrum inn í salinn sjálfan. Fólk þarf því hvergi að troðast langan veg um sætisbekki til að komast að sætunum sínum. Þegar inn er kom- ið vekur athygli hvað sjálfur sal- urinn virkar lítill miðað við allt ann- að. „Það er rétt, það er hvergi lengra að sviði en 55 metrar. Við vildum halda nándinni hér inni önd- vert við það sem er frammi í for- salnum, og það var líka krafa frá gefandanum að allir sem hingað koma gætu bæði heyrt vel og séð vel. Sú krafa er auðvitað sjálfsögð, en til þess að ná þessu sem best völdum við þetta skeifulaga form á salnum. Hljóðmeistararnir unnu sína vinnu útfrá því. Þú sérð þessar þverrákir í veggjum og framan á svölum; – sums staðar eru þær nærri hver annarri meðan bilið á milli þeirra er gisnara annars stað- ar. Allt hefur það með hljómburð- inn að gera – hér miðast allt við hann. Sætin eru svo hvert um sig stillt með hliðsjón af sjónlínu til sviðsins. Svalirnar eru klæddar með sama rauða hlyn og útveggir salarins, en sætin eru bláklædd. Loftið er svo klætt 105 þúsund örk- um af 24 karata blaðgulli.“ Til marks um hljómburðinn – við Jeppesen stöndum á efstu svölum, og heyrum þó vel hvert orð sem sviðsmenn segja meðan þeir kepp- ast við að koma upp sviðsmyndinni að Aidu fyrir æfingu sem er um það bil að hefjast. Skoðunarferðinni er senn að ljúka. Áður skoðum við þó Reiðaloftið, sem er litla sviðið í hús- inu og tekur um 200 manns í sæti. Þar er útsýni yfir höfnina og gömlu pakkhúsin við álana bakatil alveg einstakt og af nafngift salarins er viðeigandi seltubragð. Peer Teglgaard Jeppesen leggur áherslu á að Óperan eigi að falla vel að umhverfi sínu. Fyrir dyrum stendur mikil uppbygging á svæð- inu í kring; – ný byggð leysir af hólmi nokkur gömul hrörleg hús, meðan stæðileg eldri hús við álinn bakvið húsið fá líklega að standa. Óperuhúsið er eins og eyja, og sjór- inn allt um kring rammar það inn. Það stendur líka til að byggja upp á nýjan leik hafnarsvæðið í kringum húsið og óperutorgið sem að því liggur, og ljóst að þar er möguleiki á að skapa mjög lifandi og mann- vænlegt svæði. Sú uppbygging með blandaðri byggð, kaffihúsum versl- unum og ýmiss konar menningar- starfsemi mun laða að fólk sem vill njóta nálægðarinnar við Óperuna. Taka þátt í forvali um bygg- ingu Tónlistarhúss í Reykjavík Teiknistofa Hennings Larsens er meðal þeirra sem taka þátt í forvali um byggingu Tónlistarhúss í Reykjavík. Peer Teglgaard Jeppe- sen segir erfitt fyrir sig að tjá sig um þær hugmyndir sem þegar liggi fyrir um það, að svo stöddu, en það er einmitt í dag sem þátttakendur í forvalinu skila inn hugmyndum sín- um. „Ég get þó sagt það að stað- setning hússins við höfnina er frá- bær og býður upp á mikla möguleika. Húsið verður eins kon- ar vörumerki fyrir land og þjóð, og þess vegna vinnum við mest með mjög íslensk efni. Við erum þegar í samstarfi við íslenska aðila um margt sem að húsinu lýtur og höf- um kynnt okkur vel aðstæður, sögu, umhverfi, menningu og fleiri þætti sem koma til með að hafa áhrif á húsið, útlit þess og notkun. Við leggjum áherslu á það hvar í heiminum sem við vinnum að bygg- ingar séu lifandi partur af sínu um- hverfi og menningu, og þjóni fólki eins og best getur orðið, bæði þeim sem starfa í þeim og þeim sem sækja þangað. Við leggjum áherslu á gott samstarf við heimafólk hvar sem við vinnum, og leitum til bestu sérfræðinga sem völ er á hverju sinni til að ná fram markmiðum okkar um vandaðar, þénanlegar og fallegar byggingar.“ n verður heims- g laðar að sér fólk begga@mbl.is Höfundurinn, Henning Larsen arkitekt, til vinstri, en á myndinni til hægri sést gefandinn, skipakóngurinn Mærsk Mc-Kinney Møller, koma til vígslu Óperuhússins í fylgd forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussens og Anne-Mette Rasmussen. AP MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.