Morgunblaðið - 20.01.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 37
DAGBÓK
Greining og meðferð flókinna og illmeð-færilegra barna,“ er yfirskrift nám-stefnu sem Samtök um tengslaröskunstanda fyrir á morgun kl. 8.30 til 16 í húsi
Íslenskrar erfðagreiningar. Tengslaröskun er talin
stafa af skorti á frumtengslum barns við umönn-
unaraðila á fyrstu vikum og mánuðum lífs síns.
Börn sem þannig er ástatt fyrir eiga oft erfitt með
að mynda náin tilfinningatengsl við aðrar mann-
eskjur, félagsleg aðlögun þeirra gengur oft ekki vel
og hegðunarerfiðleikar eru ekki óalgengir hjá
þeim. Auk þess eiga þau oft við önnur geðræn
vandkvæði að stríða og glíma gjarnan við sértæka
námserfiðleika.
Námsstefnuna, sem haldin er fyrir tilstuðlan
Velferðarsjóðs barna, heimsækja þrír erlendir sér-
fræðingar, dr. Ronald S. Federici, taugasálfræð-
ingur og einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í
tengslaröskun, dr. Dana Johnson, ungbarnalæknir
og dr. Karyn Purvis, klínískur sálfræðingur. Munu
þau flytja fyrirlestra um ýmsar hliðar tengslarösk-
unar og möguleg úrræði.
Málfríður Lorange taugasálfræðingur á LSH,
situr í undirbúningsnefnd námsstefnunnar. Hún
segir afar alvarlegt þegar frumtengsl milli barns og
foreldra rofna. „Frumtengsl vísa til þeirra um-
hyggju og nærveru og djúpu tilfinningatengsla sem
foreldrar mynda við börn sem strax á fyrstu dög-
um, vikum og mánuðum í lífi barnsins og er barninu
lífsnauðsynlegt til að geta þroskast eðlilega, bæði
líkamlega og andlega,“ segir Málfríður. „Und-
anfarin ár hafa rannsóknir staðið yfir erlendis í
kjölfar ættleiðinga barna frá öðrum börnum sem
sum hver hafa búið við mjög erfiðar uppeldis-
aðstæður, t.d. á barnaheimilum þar sem lík-
amlegum eða andlegum þörfum þeirra er lítið
sinnt. Þessar rannsóknir hafa enn frekar bent á
mikilvægi þess að börn búi við gott atlæti, og fái
tækifæri til að mynda sterk og stöðug tilfinn-
ingatengsl við foreldri eða annan umönnunaraðila.“
Hvaða áhrif getur þetta haft á fullorðinsárum?
„Einstaklingar sem ekki hafa náð að þroska með
sér getu til góðrar tengslamyndunar geta lent í erf-
iðleikum seinna á lífsleiðinni, t.d. þegar kemur til
náinna sambanda eins og við maka og jafnvel við
eigin börn. Góð tengslamyndun er talin eitt af
frumskilyrðum andlegs heilbrigðis í lífinu.“
Hvað er til ráða?
„Rannsóknir benda á mikilvægi snemmtækrar
íhlutunar t.d. er fræðsla alltaf mikilvæg bæði fyrir
fagfólk og foreldra. Á námsstefnunni nk.föstudag
verður mikið fjallað um mismunandi meðferð-
arleiðir í meðhöndlun barna með röskun á frum-
tengslum. Sú vitneskja er mikilvæg öllum þeim
sem annast börn, sérstaklega þeirra sem vitað er
að hafi átt erfið uppeldisskilyrði fyrstu ár sín. Þetta
á t.d. við um fósturforeldra, starfsfólk fóstur- og
meðferðarheimila og þá sem ættleitt hafa börn er-
lendis frá.“
Börn | Námstefna um greiningu og meðferð barna með tengslaröskun
Frumskilyrði andlegs heilbrigðis
Málfríður Lorange er
fædd árið 1951. Hún
lauk kandídatsprófi í
sálfræði frá Árósahá-
skóla 1981 og var síðan
í framhaldsnámi í fjöl-
skyldumeðferð 1981–
83. Þá lagði hún stund
á framhaldsnám í
taugasálfræði barna og
unglinga í Hollandi
1995–96.
Málfríður starfaði sem
forstöðumaður sálfræði- og sérkennsludeildar
Leikskóla Reykjavíkur 1987–95. Hún hefur
verið yfirsálfræðingur á Barna- og unglinga-
geðdeild LSH frá 1996. Þá rekur hún ásamt
öðrum læknastofu.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
85 ÁRA afmæli. Í dag, 20. janúar,er 85 ára Anna J. Jónsdóttir,
áður til heimilis í Skipagötu 2 á Ak-
ureyri, nú í Sóltúni 2, Reykjavík.
REYKJAVÍKURBORG í samvinnu
við Stofnun um stjórnsýslu og
stjórnmál efnir til morgunverð-
arfundar í dag kl. 8.30 á Grand hót-
eli, þar sem þekktur prófessor við
Háskólann í Hróarskeldu í Dan-
mörku, Peter Bogason, flytur inn-
gangserindi um nýjar leiðir í lýð-
ræðisþróun og stefnu og reynslu
sveitarfélaga í Danmörku því
tengdu. Í Danmörku hafa verið
reyndar ýmsar leiðir til þess að
auka þátttöku borgaranna í mótun
velferðarsamfélagsins og sporna
gegn þeirri þróun sem felst í
minnkandi afskiptum almennings
af stjórnmálum og aukinnar tor-
tryggni í garð opinberra starfs-
manna.
Borgin í bítið
Reykjavíkurmótið.
Norður
♠G104
♥Á652 A/Enginn
♦ÁK952
♣D
Vestur Austur
♠D9 ♠Á2
♥G ♥9873
♦DG107 ♦8643
♣G109532 ♣K86
Suður
♠K87653
♥KD104
♦–
♣Á74
Spilið að ofan er 11. umferð á sunnu-
daginn. Slemma er heldur á móti líkum
í NS, en nokkur pör létu freistast og
sögðu ýmist sex spaða eða sex hjörtu.
Spaðaslemmunni má alltaf hnekkja
með hjartastungu (hjartagosi út og síð-
an fer austur strax upp með spaðaás-
inn til að spila hjarta), en fljótt á litið
virðast sex hjörtu byggjast á hittingi í
spaðanum. Fleira hangir þó á spýtunni.
Þröstur Ingimarsson og Erlendur
Jónsson sögðu sex hjörtu gegn Erni
Arnþórssyni og Guðmundi Sv. Her-
mannssyni:
Vestur Norður Austur Suður
Örn Erlendur Guðm. Þröstur
– – Pass 1 spaði
Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Pass 4 lauf * Pass 4 spaðar
Pass 5 tíglar Pass 6 hjörtu
Pass Pass Pass
Örn kom út með laufgosa og Þröstur
tók alla konungsfjölskylduna með ásn-
um. Lagði svo niður hjartakóng, spilaði
hjarta á ásinn og spaðagosa úr borði.
Guðmundur dúkkaði fumlaust, en
Þröstur er hittinn og hann stakk upp
kóng og spilaði aftur spaða.
En spilið reyndist búa yfir óvæntum
töfrum. Guðmundur hugsaði málið vel
þegar hann var inni á spaðaás og
trompaði út. Sá látlausi leikur lokar
nauðsynlegum samgönguleiðum og
banar slemmunni. Ef sagnhafi stingur
með síðasta trompi blinds kemst hann
ekki heim nema með því að helstytta
sig í tígli – og ekki getur hann spilað
spaða, því austur mun trompa.
Það merkilega er að sagnhafi má
ekki leggja niður hjartakóng í byrjun.
Ef hann trompar lauf – eða spilar
hjarta á ás – þá vinnst slemman með
því að hitta í spaðann.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Um snjómokstur
á gangstéttum
ÉG vil beina þeim tillmælum til
ráðamanna bæjarstjórna – eða vega-
málastjóra – að sjá til þess að gang-
stígar og
gönguleiðir séu
mokaðar. Það
er eins og þeir
sem sjá um
mokstur á
gangstéttum
kunni ekki til
verka, þjappa
bara snjónum og svo er sandi stráð
yfir.
Við gangstéttarbrúnir á gang-
brautum er oft orðinn mikill hæð-
armunur milli götu og gangstéttar
því þar hleðst upp snjóhryggur eftir
götumoksturinn. Þetta mætti laga.
Eins mætti hreinsa frá strætóskýl-
unum því þar fer ruðningurinn jafn-
vel inn í skýlin. Það ætti að senda
ruðningsmenn á námskeið í snjó-
mokstri.
Sjóndapur göngumaður.
Þakkarkveðja
ÉG vil koma á framfæri þakk-
arkveðjum til Sumarferða vegna
ferðar til Kanaríeyja sem við fórum
23. nóvember til 4. janúar. Sérstakar
kveðjur til Þorsteins Guðjónssonar
og Kristínar Tryggvadóttur, far-
arstjóra, fyrir ógleymanlegan dag
26. desember, sem þau gerðu
ógleymanlegan fyrir okkur og börn-
in okkar.
Rut Sigurðardóttir
og Ágúst Karlsson.
Leðurhanskar týndust
SVARTIR leðurhanskar, fóðraðir,
týndust líklega á bílaplaninu við
Landsbankann á Bæjarhrauni í
Hafnarfirði eða á planinu við Aust-
urver. Skilvís finnandi hafi samband
í síma 568 9343 eða 865 1672.
Vantar kvæðasafn Einars
Benediktssonar
ÉG er að leita eftir Kvæðasafni Ein-
ars Benediktssonar og er búin að
fara í allar fornbókasölur og bóka-
búðir. Ef einhver getur útvegað mér
þetta kvæðasafn þá vinsamlega haf-
ið samband við Ástu í síma 553 8237.
Höfuðband úr skinni týndist
SL. mánudag týndist höfuðband úr
skinni fyrir utan Kramhúsið við
Bergstaðastræti. Hef haft fregnir af
að það hafi fundist og verið sett á
stöðumæli fyrir utan bókabúð Stein-
ars í Bergstaðastræti. Skilvís finn-
andi hafi samband við Jónu í síma
868 0048. Fundarlaun.
Baðheimar ehf.
Fosshálsi 1 110 Reykjavík
Sími 525 0800 www.badheimar.is
Handklæðaofnarl f r
i .
l i j í
í i . i .i
S Í M E N N T U NTungumálanám 2005
Eitthvað við
allra hæfi
Innri tun fer f ram á Grensásvegi 16A, í s íma 580 1800 e›a á heimasí›unni www.mimir . is
- Enska
- Spænska
- Ítalska
- Franska
- Portúgalska
- fi‡ska
- Hollenska
- Sænska
- Danska
- Norska
- Finnska
- Gríska
- Rússneska
- Kínverska
- Japanska
- Arabíska
- Íslenska fyrir
útlendinga
- Enska, danska
og spænska fyrir
börn Ei
n
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
4
.1
21
Brúðkaup | Gefin voru saman 28.
ágúst 2004 í Lágafellskirkju þau El-
ísabet Arnardóttir og Tómas Meyer.
Ljósmynd/Stúdíó Sissu
ÁSDÍS Sif Gunnarsdóttir opnar á morgun kl. 17 fyrstu lista-
sýninguna í Galleríi Humri eða frægð, glænýjum sýningarsal
Smekkleysu SM í Kjörgarði við Laugaveg 59. Þar má sjá
myndbandsverk sem Ásdís hefur unnið að síðastliðin ár ásamt
nýrri myndbandsinnsetningu fyrir sýningarrýmið.
Í myndbandsinnsetningum sínum vinnur Ásdís með skyn-
víkkun, ljóðrænu, drasl og gersemar en verk hennar sameina
kvenlega, ljóðræna hryggð og norrænan gálgahúmor. Ásdís
er að eigin sögn m.a. undir áhrifum frá impressjónistum og
Quentin Tarantino. „Vídeóin sem ég geri eru undir áhrifum
mynda eins og Kill Bill þar sem ferðast er í gegnum mismun-
andi stíla og mikið frelsi ríkir í klippingu og slíku og svo im-
pressjónistamálverkanna, sem búa yfir mikilli ró og litagleði.
Myndböndin eru þannig hægð niður, ég hugsaði þau svolítið
eins og málverk sem væru á hreyfingu,“ segir Ásdís. „Það er í
raun ekkert eitt viðfangsefni í myndböndunum, heldur meira
nokkurs konar stemmningar eða sjónræn ljóð.“ Myndböndin
eru öll til sölu, en þeim fylgja litlir skúlptúrar.
Á opnuninni flytur Ásdís m.a. gjörning sem heitir Völvan
2005, með aðstoð Ragnars Kjartanssonar.
Ásdís Sif vígir Gallerí Humar eða frægð
Sýningin stendur til 18. febrúar. Opið er á tímum
Smekkleysu Plötubúðar; virka daga frá 12-18 föstu-
daga 12-19 og laugardaga frá 12-17.