Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 14
Útboð stofnfjárbréfa Sparisjóðs Skagafjarðar Sparisjóður Skagafjarðar Um er að ræða almennt útboð stofnfjárbréfa í Sparisjóði Skagafjarðar. Útboðinu er beint til forgangsréttarhafa í samræmi við 12. gr. samþykkta sparisjóðsins, en samkvæmt þeirri grein eiga stofnfjáreigendur rétt til að skrá sig fyrir auknu stofnfé í hlutfalli við stofnfjáreign sína við aukningu stofnfjár í sparisjóðnum. Útboðstímabil Útboðstímabil vegna útgáfu nýrra stofnfjárbréfa verður frá 24. janúar 2005 til og með 1. febrúar 2005. Heildarfjárhæð útboðs Í útboðinu eru seldar 2.640 einingar, hver að verðmæti kr. 29.565, og hefur þá verið tekið tillit til ónýttrar heimildar til endurmats stofnfjár í skilningi 2. mgr. 66. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Samtals hækkar stofnfé því um kr. 78.051.600 verði allt stofnféð selt í útboðinu. Upplýsingar og gögn Útboðslýsingu, sem og önnur gögn sem vísað er til, má nálgast hjá útgefanda, Sparisjóði Skagafjarðar, Faxatorgi 1, 550 Sauðárkróki, eða hjá umsjónaraðila útboðsins, Íslenskum verðbréfum hf., Strandgötu 3, 600 Akureyri. Þá má nálgast útboðslýsinguna með rafrænum hætti á heimasíðu umsjónaraðila útboðsins, www.iv.is Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Selasafn á Hvammstanga | Starfs- hópur, undir stjórn atvinnuráðgjafa AN- VEST, hefur undanfarið unnið að hug- myndum að Selasafni á Hvammstanga. Horft er til aðstöðu í VSP-húsinu, en eig- endur þess hafa lýst áhuga á samstarfi við verkefnið. Verkefnið var kynnt á fundi í Þinghúsinu en það tengist öðru verkefni, sem snýr að almennt efldri ferðaþjónustu á Vatnsnesi, eða Perlu- hringnum, sem kallaður er. Haft er eftir Gudrunu Kloes atvinnu- ráðgjafa á vefnum huni.is að á liðnu ári töldust 32 þúsund manns hafa ekið Vatnsness-hringinn, en við Vatnsnes er ein besta aðstaða til selaskoðunar á land- inu. Viðhorf ferðamanna var kannað af starfsmanni ANVEST við Hvítserk og fengust mikilvægar vísbendingar um óskir og þarfir ferðamanna. Margir land- eigendur hafa verið heimsóttir og verk- efnið kynnt fyrir þeim. Áfram er unnið að verkefninu, m.a. fjármögnun, fé- lagsformi og markaðssetningu.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Þróa galdraspil | Hjá Galdrasýningu á Ströndum hefur undanfarin tvö ár verið í þróun og vinnslu borðspilið Galdur. Grundvallarhugmynd spilsins er tilbúin og spilið getur farið í útgáfu um leið og heppilegur samstarfsaðili um útgáfuna finnst. Stefnt er að því að finna útgef- anda á spilinu erlendis svo um stærri markað verði að ræða og að nýta útgáfu þess sem markaðssetningartæki fyrir verkefni Strandagaldurs, að því er fram kemur á fréttavefnum strandir.is. Höf- undur Galdurs er Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Galdrasýningarinnar á Ströndum.    Vepja á fótboltavelli | Vepja (Vanellus vanellus) hefur sést á ferð í Djúpavogi und- anfarna daga. Hún var meðal annars að spóka sig á æfingasvæðinu við fótboltavöll- inn. Vepjan, sem er flækingur, er nokkuð fágætur fugl hér á Íslandi en er talin með al- gengustu fuglum Evrópu. Þó hún sé árviss gestur hér hefur henni aldrei tekist að ná fótfestu á Íslandi og fjöldi hennar breyti- legur frá ári til árs, segir í frétt á vef Djúpa- vogs. Sumarhátíðin Bíldu-dals grænar baun-ir verður haldin á Bíldudal í annað sinn í sumar, dagana 23. til 26. júní. Þar verður margt til skemmtunar. Hátíðarnefndin hefur ákveðið að efna til al- mennrar samkeppni um hátíðarlag og er frestur til að skila inn lögum til 15. mars næstkomandi. Efnt verður til sér- stakrar kvöldskemmt- unar á Bíldudal síðar í vetur þar sem lögin verða leikin af spilara eins og þau voru send inn. Dómnefnd og gestir í sal velja þar hátíð- arlagið 2005. Lagið verð- ur útsett fyrir litla dans- hljómsveit, tekið upp í hljóðveri og notað sem einkennislag hátíð- arinnar. Nánari upplýsingar er að finna á vef Arnfirð- ingafélagsins, www. arn- firdingur.is. Hátíðarlag Líkamsræktin Bjargá Akureyri opnaðifyrir nokkru nýja aðstöðu og í tilefni af því var 6 einstaklingum boðin 12 vikna einkaþjálfun án endurgjalds. Þeir gengu sem hópur undir nafninu Síðubitarnir og vísar nafnið hvort tveggja til staðsetningar Bjargs, við Bugðusíðu og eins þess staðar á líkamanum sem oft vill safnast á fita. Er skemmst frá því að segja að við lokauppgjör átaks- ins kom í ljós að sá sem best stóð sig hafði tekið af sér rúm 20 kíló, en al- gengt var að átaksfólkið missti 10 til 15 kíló á tíma- bilinu. Einungis voru not- aðar náttúrulegar aðferð- ir, engin fæðubótarefni leyfð né pillur. Æfingar og matardagbækur Síðu- bitanna liggja frammi öðrum til eftirbreytni og má m.a. skoða á vef Bjargs, bjarg.is. Ljósmynd/Rúnar Þór Kílóin fuku af Síðubitunum Sigrún Haraldsdóttirlas í Morg-unblaðinu að hlut- fallslega fleiri konur ættu titrara hér á landi en annars staðar eða 52% samkvæmt al- þjóðlegri kynlífsrann- sókn, sem 350 þúsund konur í 41 landi tóku þátt í. Norskar konur ættu næstflest „leikföng“ af þessu tagi á nátt- borðum sínum. Sigrún orti: Ævi kvenna öll var forðum einhvern veginn bitrari. Núna er á næturborðum notalegur titrari. Jóhann Guðni Reynisson orti: Leikfang kvenna langt er gengið, láta þær karla eflaust róa. Núna hef ég nýskeð fengið nýja sýn á „Skjálfandaflóa“! Og Davíð Hjálmar Haraldsson: Tæknimenn verða æ vitrari en veiðimenn strekktir og bitrari og skyldu þeir róa á Skjálfandaflóa skemmir á miðunum titrari. Jörðin skelfur pebl@mbl.is Hólmavík | Börnin á Hólmavík fögnuðu formlegri opnun Íþrótta- miðstöðvar staðarins á dögunum, ekki síst sundlauginni sem þau hafa lengi beðið eftir. En það er einnig hægt að gera ýmislegt úti- við á staðnum, ekki síst þegar snjór er yfir öllu. Systkinin Frið- rik Smári og Margrét Vera Mánabörn voru að renna sér á sleða í brekku við heimili sitt ásamt Darra Hrannari Björns- syni og Sigurgeiri Guðbrandssyni á meðan þau biðu eftir því að dag- skráin hæfist í Íþróttamiðstöð- inni. Skiptust þau á um sleðann. Þau sögðust oft renna sér í brekk- unni og skemmtu sér konunglega. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Góð sleðabrekka Leikir Norðurland | Meðalfjöldi atvinnulausra í desember var 502 eða 3,7% en var 3,1% í nóvember sl. Atvinnulausum á Norður- landi eystra fjölgar um 88 milli mánaða. Atvinnulausum körlum fjölgar um 47 og var 3% í desember en 2,4% í nóvember. Fjöldi atvinnulausra kvenna jókst um 41 og var 4,6% í desember en 4% í nóvember. Þetta kemur fram á vef Stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum, vh.is. Á Norðurlandi voru 352 skráðir atvinnu- lausir á Akureyri í lok ársins. Á Húsavík voru 66 skráðir í árslok. Í Þingeyjarsýslum utan Húsavíkur voru 73 skráðir atvinnu- lausir. Þar munar mest um þá miklu aukn- ingu sem orðið hefur í Mývatnssveit eftir lokun Kísiliðjunnar. Í lok nóvember voru 12 á skrá í Mývatnssveit en í lok desember voru þeir 35 talsins. Á Húsavík fjölgar einnig milli mánaða. Þar munar mest um að rækjuvinnsla Íshafs hefur verið lokuð frá miðjum desember. Um leið og hún hef- ur starfsemi aftur mun fækka verulega á skránni. Á Húsavík og í Þingeyjarsýslum voru heldur fleiri konur á skrá en karlar eða 73 konur af þeim 139 sem voru á skrá. 3,7% atvinnuleysi á Norðurlandi Fjarðabyggð | Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samhljóða ákveðið að beita sér fyrir því að reistur verði minnisvarði vegna sjó- slysanna miklu fyrir um 50 árum þegar báðir togarar Norðfirðinga, Egill rauði og Goðanes, fórust með minna en tveggja ára millibili. Egill rauði strandaði undir Grænu- hlíð árið 1955 og Goðanes strandaði og sökk við Færeyjar tveimur árum síðar. Í sam- þykkt bæjarráðs segir að minnisvarðinn verði einnig reistur „til að minnast fádæma þrekrauna og kjarks sem björgunarmenn sýndu við björgun þeirra áhafnarmeðlima sem komust lífs af úr strandi Egils rauða undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi hinn 26. janúar 1955. Auk þess verði minnisvarðinn til marks um þá virðingu sem íbúar sveitar- félagsins sýna þeim sjómönnum sem farist hafa í og við sjó fyrr og síðar“ . Hugmyndin að minnisvarðanum kvikn- aði í kjölfar umfjöllunar um sjóslysin í jóla- blaði Bæjarins besta að því er fram kemur á vef þess. Haft er eftir Guðmundi Bjarna- syni bæjarstjóra í Fjarðarbyggð að að óskað verði eftir samvinnu við fyrir- tæki, stofnanir og einstaklinga sem leggja vilja lið og stefnt verði að því að afhjúpa minnisvarðann á sjómannadag árið 2006. Minnisvarði um sjóslys ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.