Morgunblaðið - 20.01.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.01.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 27 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞEGAR KOM að því að finna nafn á yngri dóttur okkar hjóna gerðum við eins og kannski flestir for- eldrar, hugsuðum um nöfn sem okkur þykja falleg, fólk sem okkur þykir vænt um og hvernig viðkom- andi nafn ætti við barnið. Eftir umhugsun vor- um við sam- mála um að nefna barnið í höfuðið á föð- urömmu sinni en það er býsna algeng hefð á Íslandi að skíra börn í höfuðið á ömm- um sínum og öfum. Nú barnið var skírt eftir kúnstarinnar reglum, við fengum skírnarvottorð í hendurnar og allt var klappað og klárt, það héldum við að minnsta kosti. Nokkur tími leið en þá feng- um við upplýsingar frá Hagstof- unni um að ekki væri hægt að færa nafnið inn í þjóðskrá þar sem það væri ekki á mannanafnaskrá, en það er skrá yfir leyfð manna- nöfn á Íslandi og er það hlutverk mannanafnanefndar að semja þessa skrá samkvæmt lögum um mannanöfn nr. 45/1996. Þegar okkur bárust þessar upp- lýsingar sendum við inn erindi til mannanafnanefndar þar sem við skýrðum mál okkar og bentum á að tvær konur bæru nú þegar þetta nafn í þjóðskrá og að önnur þeirra væri amma barnsins. Níu mánuðum síðar eða í janúar 1999 þegar stúlkan var orðin 14 mánaða og hafði gengið undir því nafni sem hún var skírð rúmu ári fyrr fengum við svar frá manna- nafnanefnd um að ekki væri hægt að leyfa þetta nafn þar sem það bryti í bága við lög um mannanöfn, væri samsett úr tveimur nöfnum og það bæri að forðast. Samsett nafn? Já það er að vísu rétt en hvað með öll hin samsettu nöfnin sem hlotið hafa náð hjá mannanafnanefnd og prýða nú mannanafnaskrá? Af hverju má ekki heita Anna- lísa en í fínu lagi að heita Anna- bella? Jú ef hefð hefur skapast fyr- ir nafni sem annars brýtur í bága við lögin má nota það nafn áfram! Til þess að hefð teljist hafa stofnast þarf nafnið að fullnægja a.m.k. einu eftirfarandi skilyrða: a) Það er nú borið af a.m.k. 20 Íslendingum. b) Það er nú borið af 15–19 Ís- lendingum og sá elsti þeirra er a.m.k. 30 ára. c) Það er nú borið af 10–14 Ís- lendingum og sá elsti þeirra er a.m.k. 60 ára. d) Það er nú borið af 5–9 Íslend- ingum og kemur fyrir í mann- talinu 1910. e) Það er nú borið af 1–4 Íslend- ingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1845. f) Það er nú ekki borið af nein- um Íslendingi, en nafnið kem- ur fyrir í manntalinu 1845 og hefð þess hefur ekki rofnað. Hefð telst rofin ef nafnið kem- ur hvorki fyrir í manntalinu 1910 né síðar. Þessi upptalning hljómar dálítið eins og spilareglur í nýju spili sem var gefið út fyrir jólin, jú þú færð þetta mörg stig fyrir að geta svo og svo mikið, enda ganga svona spil út á að búnar eru til reglur sem leikmennirnir þurfa að fara eftir eins og flestir þekkja. En eiga svona klausur heima í íslenskum lögum? Hverjum datt þetta eig- inlega í hug? Hvert er markmið þessarra laga? Hefur einhver velt því fyrir sér? Er einhver öðrum hæfari í að ákveða hvað börnin okkar eiga að heita? Er foreldrum ekki treyst- andi fyrir því? Eru nokkurs staðar annars staðar í heiminum starfandi mannanafnanefndir? Hver skyldi kostnaðurinn vera við að starfrækja þessa nefnd? Hún er jú skipuð af dóms- málaráðherra til fjögurra ára í senn að fengnum tillögum frá heimspekideild Háskóla Íslands, lagadeild Háskóla Íslands og Ís- lenskri málnefnd, allt eftir kúnst- arinnar reglum, en hver er tilgang- urinn? Að lokum má velta fyrir sér hvort þetta stæðist fyrir Mannrétt- indadómstóli Evrópu. (Nafnið Guðborg er samsett úr guð annars vegar og borg hins vegar, og er leyfilegt samkv. mannanafnaskrá.) GUÐBORG AUÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Brekkubyggð 30, Garðabæ. „Geðþóttaákvarðanir“ eða mannréttindabrot? Frá Guðborgu Auði Guðjónsdóttur: Guðborg Auður Guðjónsdóttir NOKKUR umræða hefur átt sér stað í fjölmiðlum að undanförnu varðandi Impregilo, ítalska stór- fyrirtækið sem vinnur að byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Fjölmiðlar fylgjast grannt með stöðu mála þar eystra og eru fljótir til ef eitt- hvað fréttnæmt er á ferðinni. Nú snýst umræðan um hvort fyrirtækið greiði starfsmönnum sínum laun eftir ís- lenskum kjarasamn- ingum eða ekki. Í því sambandi hafa verið nefndir kínverskir verkamenn sem fyr- irtækið hefur hug á að ráða til starfa. Laun á Íslandi eru vafalaust há í þeirra augum ef miðað er við kjör í þeirra heimalandi. Í þessu sambandi hefur verið nefnt að samkeppnisstaða þeirra fyrirtækja sem fara eftir kjarasamningum sé harla veik ef önnur fyrirtæki kom- ast upp með að hunsa þá hina sömu kjarasamninga og undirbjóða þá sem spila eftir reglunum, meðal annars með því að ráða starfsfólk á lægri launum en kjarasamningar kveða á um. Forystumenn ASÍ hafa eðlilega lagt á það þunga áherslu að fyrirtækið virði íslenska kjarasamninga og fari eftir þeim. Þeir hafa jafnvel hótað því að verði Impregilo látið komast upp með hluti sem samtökin séu ósátt við þá geti það haft áhrif á gerð kjara- samninga á hausti komanda. Fé- lagsmálaráðherra hefur að nokkru leyti tekið undir orð þeirra og tel- ur óforsvaranlegt að láta fyr- irtækið komast upp með að fara ekki eftir íslenskum kjarasamn- ingum ef að sú reynist raunin. Hvað kemur þetta málefnum blað- bera við? Það munu vera um 10 ár síðan blaðberar fóru að berjast fyrir því að fá formlegan kjara- samning gerðan við vinnuveitendur sína. Lítið gekk í upphafi en við frágang kjarasamninga árið 2000 var sett í viðauka að stefnt skyldi að því að ljúka gerð kjarasamnings fyrir blaðbera hið fyrsta. Enn liðu nokkur ár en þar kom að í apríl 2003 gerði Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, kjarasamning vegna blaðbera sinna við Versl- unarmannafélag Reykjavíkur. Stór áfangi í kjarabaráttu blaðbera náð- ist með þessum samningi. En síðan hefur ekki mikið gerst. Þau fyr- irtæki sem annast dreifingu Fréttablaðsins ehf. og DV hins endurborna hafa alfarið neitað að ganga til kjarasamn- inga við VR vegna blaðbera sinna en þeir eru um 1200 talsins. Ég hef spurst fyrir um þessi mál hjá ein- stökum verkalýðs- félögum og svörin eru: „Þeir vilja ekki tala við okkur og þá getum við ekkert gert.“ Frétt ehf., Dreifing ehf. eða Pósthúsið ehf. eða hvað það fyrirtæki heitir hverju sinni sem ræður blaðbera til að bera út Fréttablaðið og DV auk ótölulegs fjölda og gríðarlegs magns auglýs- ingabæklinga ákveður starfskjör, laun og vinnuálag blaðbera ein- hliða. Ef blaðberar eru ekki sáttir við það sem þeim er boðið upp á í vinnuálagi eða launum er svarið ósköp einfalt: „Af hverju hættirðu ekki bara að bera út?“ Mér er sem ég sæi viðbrögð verkalýðshreyfing- arinnar og fjölmiðla ef Impregilo byði sínu starfsfólki upp á slíkt vinnuumhverfi og ræki þá starfs- menn síðan umsvifalaust úr starfi sem ekki væru sáttir og réði aðra sem sættu sig við það sem í boði væri. Morgunblaðið hefur sett sér ákveðnar reglur um hámark á þyngd blaða og fyrirferð þeirra. Því virðast aftur á móti lítil tak- mörk sett hvað Fréttablaðið (eða dreifingarfyrirtæki þess) telur sig geta ætlast til af blaðberum sínum hvað fjölda eintaka (blöð og aug- lýsingabæklingar) og þyngd þeirra varðar. Álagið í desember sl. sló öll met í því sambandi. Minna má á að DV er metið þyngdarlaust þegar greiðslur til blaðbera fyrir þyngdarálag eru reiknaðar út. Til skamms tíma braut Fréttablaðið (eða dreifingarfyrirtæki þess) landslög þegar það réð börn niður í sjö ára aldur í vinnu. Eftir að Vinnueftirlit ríkisins gekk í málið voru aldursmörk blaðbera sett við 13 ára aldur eins og lög landsins heimila. Morgunblaðið ræður ekki yngri blaðbera en 18 ára þar sem blaðið metur það svo að útburður blaða sé ekki á færi barna nú til dags. Morgunblaðið greiðir blað- berum 13.25 kr. fyrir hvert eintak af sérmerktum útburði s.s. Við- skiptablaðinu. Fréttablaðið bauð blaðberum sínum aftur á móti 5 kr pr. eintak fyrir sams konar útburð. Það liggur í augum uppi að sam- keppnisstaða þess fyrirtækis er lakari sem gert hefur formlegan kjarasamning og spilar eftir regl- unum heldur en þess fyrirtækis sem ákveður einhliða starfs- umhverfi og starfskjör starfs- manna sinna út frá eigin hags- munum. Þess vegna verður að verja stöðu þeirra fyrirtækja sem hafa gert kjarasamning við starfs- fólk sitt gagnvart þeim fyr- irtækjum sem vilja ekki gera slíka samninga. Tilvera kjarasamn- ingagerðar byggist á því að kjara- samningur komi ekki í bakið á þeim sem vilja spila eftir ákveðnum leikreglum. Fyrst að verkalýðsforystan hefur snúið trukknum í gang og búin að reka í framdrifið vegna umræðunnar gagnvart Impregilo, þá þótti mér hæfa að vekja athygli þeirra á stöðu blaðbera Fréttablaðsins fyrst af stað er farið á annað borð. Ég á ekki von á að það vefjist fyrir þeim að klára þetta smámál fyrst þeir ætla sér í hólmgöngu við Impregilorisann. Ég á hins vegar ekki von á því að fréttamenn fjalli um mál blaðbera af sömu kost- gæfni og stöðu starfsmanna við Kárahnjúka en það er önnur saga. Kjarasamning fyrir alla blaðbera Gunnlaugur Júlíusson fjallar um kjarasamning fyrir blaðbera ’Meðal annars máminna á að DV er metið þyngdarlaust þar sem það er ekki vigtað með þegar greiðslur til blað- bera fyrir þyngdarálag eru reiknaðar út. ‘ Gunnlaugur Júlíusson Höfundur er hagfræðingur og faðir blaðburðardrengs. Í 5. TÖLUBLAÐI tímaritsins Uppeldis á sl. ári skrifar Helga Dís Sigurðardóttir grein sem hún nefnir Mænu- rótardeyfing. Þessi grein olli talsverðri um- ræðu. Meðal annars var viðtal við Hildi Harð- ardóttur, yfirlækni á fæðingardeild Land- spítalans, í Ríkissjón- varpinu þar sem hún leiðréttir margar af þeim rangfærslum sem voru í fyrrnefndri grein. Af einhverjum ástæð- um sér Helga Dís ástæðu til að halda áfram með skrif sín í Morgunblaðinu hinn 18. janúar og enn eru rangfærslur. Þetta er baga- legt og verður ekki komist hjá því að svara þótt eðlilegast hefði verið að leiðrétta vitleysuna áður en hún var birt. Ég vil byrja á því að benda Helgu Dís á að mænurótardeyfing er ekki rétt nafn á þeirri deyfingu sem notuð er til verkjastillingar hjá fæð- andi konum. Mænurætur liggja að hluta til í mænuvökvanum og að hluta til utan við poka þann sem umlykur mænuvökvann. Svo- kölluð mænudeyfing, þar sem deyfingunni er sprautað í mænuvökv- ann, er líka mænurót- ardeyfing og er ekki notuð hérlendis til verkjastillingar í fæð- ingu. Deyfing sú sem er notuð sem verkjastill- ing er almennt kölluð utanbastsdeyfing og er deyfingunni sprautað að taugarótunum þar sem þær liggja utan við áðurnefndan mænu- poka. Efnin sem eru notuð til deyfingar eru mjög mismun- andi og hafa breyst í gegnum árin. Það sem er notað annars staðar getur því verið mjög frábrugðið því sem er notað hér. Það getur því verið alrangt og villandi að vitna til rannsókna og ráðlegginga sem gefnar eru annars staðar og heimfæra upp á það sem er verið að gera hér á fæðingardeild Landspítalans. Á þeim áratugum sem liðið hafa síðan byrjað var að nota utanbastsdeyfingar við hríð- arverkjum hafa orðið miklar breyt- ingar á framkvæmd deyfingarinnar. Að vitna í rannsóknir án þess að kanna hvort þær eru gerðar með þeim lyfjum og aðferðum sem hér tíðkast getur því gefið og gefur kol- ranga mynd. Það er því leiðinlegt að Helga Dís skuli ekki hafa haft beint samband við Hildi Harðardóttur, yf- irlækni fæðingardeildar, eða við lækna svæfingadeildar Landspít- alans sem leggja utanbastsdeyfingar hjá fæðandi konum áður en hún skrif- aði aftur um þessa deyfingu. Skrif Helgu Dísar eru því miður þess eðlis að þau geta hrætt konur sem virki- lega þurfa verkjastillingu í fæðingu frá því að fá hana. Í grein sinni í Morgunblaðinu segir Helga og vitnar í norskar heimildir: mænurótardeyf- ing sé árangursríkasta deyfingin sem boðið er upp á í fæðingu, en um leið sú sem hefur flestar aukaverkanir í för með sér. Þetta síðasta er ekki satt. Það eru til aðrar deyfingar og aðferðir sem virka jafn verkjastill- andi og eru hættulegri. Öryggi er hugtak sem er hægt að teygja á ýmsa vegu, fátt er 100% öruggt. Ég tek undir með Hildi Harðardóttur að ut- anbastsdeyfing er öruggasta og áhrifaríkasta aðferðin gegn hríð- arverkjum sem boðið er upp á í dag. Eins og hún er framkvæmd á Land- spítalanum eykur hún sennilega ekki á tíðni keisaraskurða eða sogklukku/ tangarfæðinga og eykur ekki líkur á því að höfuð barns snúist ekki eðli- lega í fæðingu. Viss væg óþægindi geta fylgt deyfingunni en alvarlegar aukaverkanir eru sem betur fer mjög sjaldgæfar. Undirritaður er ávallt reiðubúinn að gefa upplýsingar um þessa deyfingu, bæði Helgu Dís og sérstaklega þeim konum sem eru þungaðar og hafa fyllst áhyggjum vegna þeirra skrifa og umræðu sem þeim hafa fylgt. Þunguðum konum sem vilja vita meira um verkja- meðferð svipaða þeirri sem notuð er á fæðingardeild Landspítalans vil ég benda á vefsíðuna http://painfree- birthing.com. Eins er á vef samtak- anna Obstetric Anaesthetist’s Asso- ciation: http://www.oaa-anaes.ac.uk upplýsingaslóð fyrir verðandi mæður og má þar finna bækling um verkja- stillingu í fæðingu. Ég hvet allar verðandi mæður til að skoða þessar vefslóðir til að fá hlutlausar upplýs- ingar um verkjameðferð í fæðingu, hvernig utanbastsdeyfing fer fram og hvaða vandamál eru tengd henni. Því miður er ekki enn aðgengileg slóð um þetta efni á íslensku. Þá má benda á að þessi deyfing er ekki bara notuð hjá fæðandi konum. Hún er einnig notuð, og meira notuð, hjá meirihluta þeirra sjúklinga sem fara í opna skurðaðgerð á kviðarholi og hjá sjúk- lingum sem fara í lungnaaðgerðir. Ég vil ítreka að læknar svæfingadeildar Landspítalans eru ávallt reiðubúnir að veita upplýsingar um utanbasts- deyfingu. Er þetta virkilega satt? Aðalbjörn Þorsteinsson gerir athugasemdir við skrif Helgu Dísar Sigurðardóttur um verkjameðferð í fæðingu ’Skrif Helgu Dísar eruþví miður þess eðlis að þau geta hrætt konur sem virkilega þurfa verkjastillingu í fæðingu frá því að fá hana.‘ Aðalbjörn Þorsteinsson Höfundur hefur doktorsgráðu í læknisfræði og er yfirlæknir við svæfingadeild Landspítalans. mbl.issmáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.