Morgunblaðið - 20.01.2005, Side 17

Morgunblaðið - 20.01.2005, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 17 MINNSTAÐUR SUÐURNES LANDIÐ Sandgerði | „Það hefði mátt vera betra en það má heldur ekki vera fullt í fyrsta túr,“ segir Sævar Ólafsson, skipstjóri á Val GK 6, 170 brúttórúmlesta skipi sem landaði í byrjun vikunnar í fyrsta sinn í Sandgerði eftir langa fjarvist. Guðmundur Jónsson útvegsbóndi á Rafnkelsstöðum í Garði lét smíða skipið sem nú heitir Valur í Svíþjóð árið 1963 fyrir Eggert Gíslason aflakóng á Víði II. Ekki fékkst leyfi til að nota Víðisnafnið á nýja skipið og fékk það þá nafnið Sigurpáll GK. Eggert fiskaði vel á Sigurpáli sem fyrr. Síðar fékk skipið nafnið Sigþór og var selt norður í land en fram að því hafði það verið gert út frá Sand- gerði. Það hefur gengið á milli út- gerða, hét um tíma Þorvarður Lár- usson SH og síðan Straumur RE þar til útgerðarfélagið Stakkar keypti það í haust og hefur nú flaggað því til Sandgerðis. Segir Sævar að eigendurnir stefni að því að landa þar fram- vegis. Sama útgerð hefur átt Hauk EA í nokkur ár og var Sævar skip- stjóri þar og hefur orð á sér fyrir að vera fengsæll skipstjóri á togbát- um. „Ég hef lengi verið að og alltaf á fiskitrolli,“ segir Sævar. Hann var lengi skipstjóri á Reyni frá Sand- gerði en einnig Þór Péturssyni og var seldur með honum til Grund- arfjarðar, að eigin sögn, þar sem skipið hét Helgi SH. Vonast eftir eðlilegri vertíð „Þetta eru kvótalausir bátar. En við reynum að sprikla til þess að hafa vinnu,“ segir Sævar. Útgerðin nær sér í kvóta með því að semja við fiskvinnslufyrirtæki um föst við- skipti. Valur var á veiðum á Búrbanka vestur af landinu í fyrstu veiðiferð- inni frá sinni gömlu heimahöfn. Sævar segir að áhöfnin sé að fá virkni á trollið og laga til aðstæður um borð. Það taki alltaf sinn tíma að venjast nýju skipi. Sævar segist hafa orðið töluvert var við ýsu á Búrbanka en sáralítið af þorski í þessum túr. „Mér sýnist þó ástand- ið vera að lagast, hef trú á að þorsk- urinn fari að sýna sig meira þannig að þetta fari fljótlega að líkjast ver- tíðarástandi,“ segir Sævar Ólafsson. Valur á ný gerður út frá Sandgerði eftir langa fjarveru Reynum að sprikla til að hafa vinnu Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Í heimahöfn Valur GK 6 er nú gerður út frá Sandgerði á nýjan leik. Siglufjörður | „Ég held að þeir hjá bænum hefðu ekki sagt mér upp,“ segir Anna Lára Hertervig á Siglu- firði. Hún er komin yfir áttrætt og ákvað að eigin frumkvæði að láta af störfum við ræstingar á bæj- arskrifstofunum eftir tíu ár í starfi. En hún situr ekki aðgerðarlaus, starfar mikið að félagsmálum og spilar brids. „Mér líkaði þetta alveg prýðilega. Launin voru ágæt og vinnutíminn síðdegis hentaði mér vel. Og svo vinn- ur skínandi fólk á skrifstofunni,“ segir Anna Lára. Henni fannst eðlilegt að láta af störfum þar sem hún er orðin 81 árs og telur ekki að þeir hjá bænum hafi haft hug á að segja henni upp. „Þegar starfið var aug- lýst árið 1994 sótti ég um ásamt fleirum og heyrði að það hefði orðið umræða um hvort ég væri ekki orðin of gömul í starfið. Þá mun þáverandi bæjarstjóri hafa sagt að fyrst ég gæti mokað hálfa Aðalgötuna með skóflu hlyti ég að geta skúrað bæjarskrifstofuna og ég var ráðin. Þá var ég með verslun hérna í Aðalgötunni og þeir gátu fylgst með mér af bæjarskrifstofunni þegar ég var að moka mig inn í búðina á morgnana,“ segir Anna Lára. Vill hafa allt á fullu í kringum sig Þó svo að Anna Lára hætti hjá bænum er langt frá því að hún setjist í helgan stein. Hún hefur í mörg ár starfað með félagi eldri borgara í bænum og var for- maður þess í nokkur ár. Hún fer tvo daga í hverri viku og heimsækir íbúana á öldrunardeildinni í bænum og spilar við fólkið eða situr hjá gömlum kunningjum sem sumir eru orðnir rúmfastir og rabbar við þá. Einnig starfar hún með bridsfélaginu og er í stjórn þetta árið. Hún mætir á öll spilakvöld hjá félaginu og fer jafnvel á mót utanbæjar. Þá er talsvert spilað í heimahúsum þegar tækifæri gefst. Þá er ótalið að Anna hefur í meira en áratug fært bókhald fyrir versl- un í Reykjavík. Hún segist alltaf hafa haft gaman af því að vinna, alltaf viljað hafa allt á fullu í kringum sig og fundist flest störf skemmtileg. Hún segist hafa byrjað að vinna í bakaríi föður síns sem smátelpa. Eftir nám í Verslunarskólanum sneri hún aftur heim til Siglu- fjarðar þar sem hún vann á pósthúsinu næstu fjögur ár. Næstu sjö sumur voru hún og maður hennar, Sveinbjörn Tómasson, með rekstur á Raufarhöfn en voru alltaf á Siglufirði yfir veturinn. Árið 1958 keyptu þau fataverslun í Siglufirði og næstu 36 árin varð Diddabúð aðalstarf hennar auk hefðbundinna húsmóð- urstarfa. Sveinbjörn lést árið 1975 og eftir það sá hún ein um verslunina, allt þar til hún hætti árið 1994 og fór að ræsta bæjarskrifstofurnar. Anna Lára segist munu sakna þess að fara ekki í vinnuna á daginn. Hún á ekki bíl en segir að leiðin á bæjarskrifstofuna hafi verið hæfilegur göngutúr fyrir sig en stundum hafi kunningjar og vinir tekið sig upp í bílinn á leiðinni. Anna segist yfirleitt hafa farið á milli á reiðhjóli á sumrin. Hún segir að það hafi aldrei verið neitt mál að fá frí þegar hana langaði að fara eitthvað úr bænum eins og til dæmis í ferðalög með eldri borg- urum eða heimsækja ættingja sína í Reykjavík um jól- in. „En það var líka enginn veikindadagur hjá mér þessi tíu ár á bæjarskrifstofunni,“ bætti hún við. Anna Lára Hertervig lætur af störfum 81 árs Saknar þess að fara til vinnu Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Heima Anna Lára Hertervig getur nú látið fara vel um sig heima með tuskukisunni sem hún fékk í jólagjöf. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www .heimsferdir . is E N N E M M / S IA / N M 14 82 5 Mallorca Gífurlega vinsæl * M.v. hjón með 2 börn, Aparthotel Brasilia, vikuferð með sköttum og 10.000 kr. afslætti 22. júní, netverð. 10.000 kr. afsláttur af fyrstu 300 sætunum eða meðan íbúðir eru lausar. Aðeins takmarkaður fjöldi sæta í hverju flugi á afslætti. Gildir ekki um flugsæti eingöngu. M.v. bókun og staðfestingu fyrir 7. febrúar 2005 eða meðan afsláttarsæti eru laus. Paguera Alcudia Playa de Palma frá því í fyrra 35% verðlækkun Fyrstu 300 sætin 10.000 kr. afsláttur á mann. Bókaðu núna og tryggðu þér lægsta verðið og vinsælustu gististaðina á Mallorca. 28.590kr. Flug báðar leiðir, með sköttum, netverð *Frá 33.895kr. Heimsferðir bjóða fjórða sumarið í röð beint flug til Mallorca og stórlækka verðið til þessa vinsælasta áfangastaðar Spánar. Mallorca hefur verið ókrýnd drottning ferðamanna undan- farin 40 ár enda getur enginn áfangastaður státað af jafn heillandi umhverfi og fjölbreyttri náttúrufegurð. Að auki eru strendurnar gull- fallegar og aðstaða fyrir ferðamenn glæsileg. Á Mallorca er frábært að lifa lífinu og njóta þess að vera í fríi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.