Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bridsfélag Selfoss og nágrennis Aðalsveitakeppni félagsins hófst 13. janúar sl. Í mótinu spila 8 sveitir, og var raðað niður í þær af stjórn- inni til að fá sem jafnastar sveitir. Úrslit fyrstu umferðar urðu: Garðar Garðarsson – Örn Guðjónsson 15-15 Grímur Magnús. – Eyjólfur Sturlss. 25-0 Össur Friðgeirs. – Anton Hartmannss.15-15 Birgir Pálsson – Gísli Hauksson 14-16 Einnig er árangur einstakra spil- ara reiknaður út með fjölsveitaút- reikningi. Efstir að loknum 2 hálf- leikjum eru: Gísli Þórarinsson 2,08 Sigurður Magnússon 2,08 Þröstur Árnason 1,63 Ríkharður Sverrisson 1,63 Björn Snorrason 1,56 Kristján Már Gunnarsson1,56 Nánar má finna um gang mála á heimasíðu félagsins www.bridge.is/ fel/selfoss. Suðurlandsmótið í sveitakeppni Við viljum minna á að skráningu í Suðurlandsmótið í sveitakeppni, sem haldið verður að Þingborg 22.– 23. janúar, lýkur fimmtudagskvöldið 20. janúar. Skráning er hjá Bridge- sambandi Íslands, hjá Ólafi í síma 898 6500 eða tölvupósti ost@mbf.is og hjá Garðari í síma 862 1860. Aðalsveitakeppnin hafin hjá Bridsfélagi Borgarfjarðar Mánudaginn 17. janúar hófst að- alsveitakeppni félagsins með þátt- töku ellefu sveita. Spiluð verður ein- föld umferð, fjórtán spila leikir og tveir leikir á kvöldi. Sigurvegarar síðasta árs, Örn í Miðgarði og fé- lagar, fóru vel af stað og náðu fullu húsi í fyrstu umferð. Þeir urðu hins vegar fyrir jarðýtu í annarri umferð þegar Kópakallinn kom frískur inn eftir yfirsetu í fyrstu umferð og mal- aði þá mélinu smærra, ekki síst fyrir góða frammistöðu Hrefnu Jónsdótt- ur sem nú er fimmtán ára. Ekki síðra kvöld áttu Lára á Hvanneyri og Fjölnir í Deildartungu, en þau eru bæði tólf ára. Þau spiluðu góðan leik í fyrri umferð og unnu þann leik 25–2 en þar sem próf eru í gangi í skólanum voru þau sett í yfirsetu í seinni umferð. Best af öllum lék þó formannssveitin þar sem Jón Eyj- ólfsson fer fyrir sínu liði, tveir góðir sigrar. Eftir tvær umferðir er staða sefstu sveita þessi. Jón Eyjólfsson 47 Fjölnir og Lára 43 Bifröst 41 Kópakallinn 41 Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Sveit Garða og véla er efst að loknum ellefu umferðum af sautján í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni og hefur hún verið í forystu nánast frá upphafi. Stigahæstu sveitirnar byrjuðu rólega en eru nú farnar að skipta sér verulega af toppbarátt- unni. Kvóti Reykjavíkur til undan- keppni Íslandsmóts er sextán sveitir en Reykjavíkurmótinu lýkur laugar- daginn 22. janúar. Staða efstu sveita að afloknum ellefu umferðum er þannig: 1. Garðar og vélar 215 2. Ferðaskrifstofa Vesturlands210 3. Eykt 204 4. Grant Thornton202 5. Gylfi Baldursson 196 6. Skeljungur 195 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði í Glæsibæ mánudaginn 10. janúar 2005. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 231 Halldór Kristins. – Sigurður Kristjáns. 226 Jón Karlsson – Sigurður Karlsson 223 Árangur A-V: Elín Jónsdóttir – Gunnar Pétursson 254 Ragnar Björnsson – Magnús Oddsson 249 Björn Pétursson – Gísli Hafliðason 244 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 17. janúar var spil- aður eins kvölds howell-tvímenning- ur með þátttöku fjórtán para og voru veitt verðlaun fyrir efsta sætið. Lokastaða efstu para varð þannig, meðalskor 156: Rúnar Gunnarsson – Ingvar Hilmarsson 195 Jón V. Jónmundss. – Þorvaldur Pálmas. 187 Ragnhildur Gunnarsd. – Ólafur A. Jónss.181 Sigrún Pétursd. – Unnar Atli Guðmss. 170 Karl Ómar Jónsson – Sigurður Ólafsson 168 Halldóra Magnúsd. – Kristjana Steingrd. 168 Mánudaginn 24. janúar hefst að- alsveitakeppni félagsins og verður að venju spilaður monrad með for- gefnum spilum, tveir 16 spila leikir á kvöldi. Tilvalið að halda sér í góðri sveitakeppnisæfingu að loknu Reykjavíkurmótinu, sem lýkur tveimur dögum fyrr. Skráning á staðnum ef sveitir mæta tímanlega en tekið við skráningum í síma 822 7649 að öðrum kosti. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Vorum að fá í sölu sérlega fal- lega ca 115 fm neðri sérhæð, auk 26 fm útiskúrs sem hægt er að nýta á ýmsa vegu. Bjartar og fallegar stofur og tvö góð svefnherbergi. Góð endurnýjuð eldri innrétting og nýleg vönduð tæki í eldhúsi. Verð 23,9 millj. DRÁPUHLÍÐ - NEÐRI SÉRHÆÐ OG SKÚR Vorum að fá í einkasölu glæsilega 3ja herbergja 93,6 fm endaíbúð á 4. hæð (efstu) í fallegu fjölbýli, ásamt bílskúr sem er ca 21 fm. Glæsilegt útsýni. Vandaðar innréttingar, parket. Stórar svalir. Eign í mjög góðu standi. Verð 19,9 millj. Hrísmóar - glæsileg íbúð með bílskúr Sæbólsbraut - Kóp. - mjög góð endaíbúð Í einkasölu falleg vel skipulögð 86,1 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð í fallegu fjölbýli. Sérþvottahús. Góðar innrétt- ingar, parket. Neðsta hús við vog- inn. Verð 14,9 millj. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Upplýsingar á Valhöll • Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg.fasteignasali /sölumaður. • gsm: 8991882 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóni Gunnari Zoëga hæstaréttarlög- manni: „Í framhaldi af yfirlýsingu fyrrum forráðamanna Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., sem birtist í Morgunblaðinu í gær 18. janúar í tilefni af óvenju ill- vígri umfjöllun Fréttablaðsins um málefni tengd þeim og vegna umfjöll- unar Ingimars Karls Helgasonar fréttamanns á fréttastofu RUV sama dag um efnisatriði þeirrar yfirlýsing- ar, vill undirritaður leyfa sér að biðja Morgunblaðið um eftirfarandi at- hugasemd: Ég sendi fjölmiðlum hinn 27. nóvember 2002 nákvæmar upp- lýsingar um stöðu krafna vegna þrotabús Frjálsrar fjölmiðlunar og að hve miklu leyti þær kröfur tengdust forráðamönnum félagsins og öðrum eigendum (hluthöfum). Morgunblaðið birti þessar upplýs- ingar daginn eftir, en fréttastofa RUV ekki, af hvaða ástæðu veit ég ekki. Bið ég Morgunblaðið vinsam- legast að birta þessar upplýsingar aftur nú, því þær staðfesta, að í yf- irlýsingunni í gær er sízt ofmælt um umfang krafna hluthafa Frjálsrar fjölmiðlunar í þrotabú félagsins. Sýn- ir þetta bezt hvað allir stærstu hlut- hafar félagsins reyndust því vel á lokasprettinum. Það er rétt að það komi fram hér að Fréttablaðinu var á mánudag send til birtingar yfirlýsing fyrrverandi for- ráðamanna FF, en blaðið hefur ekki séð ástæðu til að birta hana. Hjá nú- verandi stjórnendum þess miðils er greinilega ekki höfð í hávegum sú grundvallarregla í siðfræði frétta- mennskunnar að þeir menn, sem svo ómaklega er að vegið, fái að bera hönd fyrir höfuð sér. Það sama virðist reyndar upp á teningnum hjá frétta- stofu RUV. Með vinsemd og virðingu. 19. janúar 2005. Jón Gunnar Zoëga hæstaréttarlögmaður.“ Yfirlýsing Jóns G. Zoëga 27. nóvember árið 2002 Hér fer á eftir yfirlýsing sú sem Jón G. Zoëga sendi fjölmiðlum 27. nóvember árið 2002: „Vegna fjölmiðlaumræðu um mál- efni Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. hafa stjórnarmenn félagsins beðið mig að taka eftirfarandi fram: 1. Yfirlýst stefna Frjálsrar fjölmiðl- unar ehf. undanfarin tvö ár var að selja eignir til að létta á skuldum fé- lagsins. Ráðstöfun þeirra fjármuna sem komu út úr ofangreindum eigna- sölum er nú til skoðunar hjá skipta- stjóra félagsins. Er þar m.a. um að ræða skoðun á því hvort félagið hafi verið knúið til þess af einstökum lán- ardrottnum að ráðstafa fjármunum sínum á einn veg frekar en annan. Í einhverjum tilfellum telur skipta- stjóri að ekki liggi fyrir nægilegar upplýsingar til að varpa ljósi á einstök mál. Er því fagnað að skiptastjóri leiti allra leiða, þ.m.t. leiti aðstoðar þartil- bærra yfirvalda, við skoðun sína. 2. Fyrsti skiptafundur var haldinn í félaginu í dag. Fyrir fundinn kom fram fjöldi lýstra krafna sem ekki tengjast starfsemi félagsins og aug- ljóst er að verður mótmælt af raun- verulegum kröfuhöfum. Til glöggvun- ar eru hér listaðar upp þær kröfur sem fram hafa komið, án tillits til þess hvort þeim hefur verið hafnað: Forgangskröfur 47,0 m.kr. Krafa yfirmanna fjármálasviðs og ritstjórnar 24,5 m.kr. Almennar kröfur 195,0 m.kr. Lýstar kröfur hluthafa, þ.m.t. fjár- málastofnana, 1.308,8 m.kr. Lýstar kröfur v. riftunar DV, and- virði 330,3 m.kr. Lýstar kröfur v. rekstrarskulda DV (sem DV ber að greiða) 280,8 m.kr. 3. Af þessu má sjá að meginþorri lýstra krafna er vegna fjárframlaga og lána sem hluthafar Frjálsrar fjöl- miðlunar inntu af hendi, þ.m.t. fjár- málastofnanir. Ef slíkar kröfur eru undanskildar eru almennar kröfur innan við 200 m.kr. Í dag eru til ráð- stöfunar 300-400 m.kr. og er hugsan- legt að sú tala eigi eftir að hækka. Því er rétt að bíða með fullyrðingar um niðurstöðu skiptanna þar til allar staðreyndir liggja fyrir. 4. Að gefnu tilefni skal einnig tekið fram að meint vörsluskattaskuld var gerð upp með leiðréttingum hjá Toll- stjóranum í Reykjavík í september síðastliðnum. F.h. stjórnarmanna Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. Jón G. Zoëga, hrl.“ Athugasemd frá Jóni Gunnari Zoëga ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson ehf. hefur sett á markað Egils þorrabjór sem er að hluta brugg- aður úr íslensku byggi. Er þetta fyrsti íslenski bjórinn sem brugg- aður er úr heimaræktuðu byggi og settur á markað hér á landi, að sögn fyrirtækisins. Íslenska byggið, sem notað er til bruggunar á Egils þorrabjór, er frá Ásgeiri Kristinssyni, bónda á Leirá í Borgarfirði, en hann hefur ræktað bygg frá árinu 1997. Bruggmeistarar Ölgerðarinnar hafa unnið að gerð bjórs úr ís- lensku byggi síðan í haust. Í byrjun árs var Egils þorrabjór tilbúinn og var honum tappað á flöskur í lið- inni viku. „Egils þorrabjór er bragðmikill lagerbjór með mikilli fyllingu og 5,6% að styrkleika. Þetta er þriðja árið í röð sem Ölgerðin bruggar Egils þorrabjór og hafa viðtökur neytenda ávallt verið mjög góðar,“ segir í fréttatilkynningu. Egils þorrabjór fæst í öllum verslunum ÁTVR og kostar flaskan 189 krón- ur. Egils þorrabjór tappað á flöskur í Ölgerðinni. Á myndinni eru f.v.: Ásgeir Kristinsson kornbóndi, Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari hjá Ölgerðinni, og Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Egils þorra- bjór úr ís- lensku byggi LAGADEILD Háskólans í Reykjavík hefur gert samstarfs- samning við lagadeild Kyushu- háskóla í Fukuoka í Japan og samning um nemendaskipti. Samningarnir leggja grunn að samstarfi lagadeildanna á sviði nemenda- og kennaraskipta og rannsókna. Nemendaskiptasamningurinn gerir ráð fyrir að allt að sex laga- nemar við HR geti árlega stund- að nám við lagadeild Kyushu-há- skóla í allt að tólf mánuði í senn. Í fréttatilkynningu frá HR segir að Kyushu-háskóli sé einn af virtustu háskólum í Japan. Nemendur við skólann eru um 16.500, þar af eru um 900 erlend- ir nemendur frá um 60 löndum. Starfsmenn skólans eru nú um 4.500. HR gerir samstarfs- samning við japanskan háskóla Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.