Morgunblaðið - 21.01.2005, Side 1
Hefðbundið
og heimilislegt
Góður matur að hætti Dana í mið-
borg Kaupmannahafnar | Daglegt líf
Gefa út plötu og hafa ekki ólíkan
tónlistarsmekk | Menning
Íþróttir í dag
Ísland skellti Lúxemborg á EM
í badminton Sigfús í aðra
aðgerð Keflvíkingar úr leik
STJÓRNVÖLD í Hvíta-Rússlandi hafa sagt út-
varpsstöðvum í landinu að framvegis verði minnst
75% af tónlist sem þar er flutt að vera innlend að
uppruna. Fari stöðvarnar ekki að þessum reglum
geti þær átt á hættu að missa útvarpsleyfið. Hinn
einráði forseti landsins, Alexand-
er Lúkasénko, hefur sagt að ljós-
vakinn sé mengaður af erlendri
popptónlist sem hljómi illa í eyr-
um Hvít-Rússa.
Forsetinn kvartaði í nóvember
yfir „vaxandi hlut rússneskrar
popptónlistar“ í útvarpsstöðv-
unum. Um sama leyti sagði hann
að fjarlægja bæri myndir af
frönskum fyrirsætum á auglýs-
ingaspjöldum í landinu og nota í
staðinn myndir af hvít-
rússneskum fegurðardísum.
„Það gengur ekki að þessar frönsku konur, með
leðjuslettur í andlitinu frá veginum, einoki alls stað-
ar auglýsingaspjöld, þar á meðal leiðina sem forset-
inn notar í vinnuna,“ sagði Lúkasénko og bætti við
að nóg væri til af fallegum, innlendum stúlkum.
Hann notaði einnig tækifærið og bannaði bílstjórum
að kveikja á aðalljósunum fyrr en dimmt væri orðið.
Veljið eigin
framleiðslu
Alexander
Lúkasénko
Moskvu. AFP.
GEORGE W. Bush sór í gær embættiseið
sem forseti Bandaríkjanna, annað kjör-
tímabilið í röð og hét hann því að hlúa að
frelsi og lýðræði um allan heim og berjast
gegn harðstjórn. „Vopn eru ekki mikilvæg-
asta tækið í þessari baráttu enda þótt við
munum verja okkur og vini okkar með
vopnavaldi þegar nauðsyn krefur. Frelsi er
í eðli sínu nokkuð sem menn verða að velja
sér, borgararnir að verja og halda verður
því við með réttarríkinu og vernd minni-
hlutahópa,“ sagði Bush.
William Rehnquist, hinn áttræði forseti
hæstaréttar Bandaríkjanna, tók eiðinn af
Bush á tröppum þinghússins í Washington
á hádegi að staðartíma. Í 17 mínútna ræðu
sinni sagði Bush að Bandaríkjamenn vildu
ekki þröngva eigin stjórnarfari upp á aðrar
þjóðir. „Markmið okkar er þess í stað að
aðstoða aðrar þjóðir við að tjá vilja sinn, ná
fram eigin frelsi og marka sér eigin
stefnu,“ sagði hann.
Bush virtist rétta fram sáttahönd til
gamalla bandamanna í Evrópu sem lögð-
ust gegn Íraksstríðinu þegar hann sagði:
„Við virðum vináttu ykkar, við treystum á
ráð ykkar og hjálp. Ágreiningur milli
frjálsra þjóða er helsta takmark óvina
frelsisins.“
Kalt var í veðri í höfuðborg Bandaríkj-
anna í gær, hvarvetna voru fánaskreyting-
ar og hópar fagnandi stuðningsmanna
Bush en einnig hópar með mótmælaspjöld.
Geysilegar öryggisráðstafanir voru í
Washington og mörg þúsund lögreglu-
menn á verði á mikilvægum stöðum. Inn-
setningarathöfnin mun hafa kostað um 40
milljónir dollara, nær 2,5 milljarða króna.
„Við treystum á ráð
ykkar og hjálp“
AP
Bush forseti leggur hönd á Biblíuna og sver forsetaeið fyrir seinna kjörtímabilið á tröppum
þinghússins í Washington í gær. Með honum er eiginkona hans, Laura Bush.
Bush forseti rétti fram
sáttahönd til gamalla
bandamanna við emb-
ættistökuna í gær
Bush vill/16
Washington. AP, AFP.
ÞRÍR fulltrúar frá ítölskum verka-
lýðsfélögum og yfirmaður Alþjóða-
sambands byggingamanna skoðuðu
í gær Kárahnjúkavirkjun, bæði
vinnusvæði og aðbúnað starfs-
manna. Voru þeir í fylgd yfirmanna
Impregilo á Íslandi og Ítalíu og yf-
irtrúnaðarmanns íslensku verka-
lýðsfélaganna á virkjunarstað.
Marion Hellmann frá Alþjóða-
sambandi byggingamanna sagði
við Morgunblaðið að ferðinni lok-
inni að sér virtist ástandið á virkj-
unarsvæðinu í það heila tekið vera
gott. Hins vegar hefðu nokkrar at-
hugasemdir verið gerðar, einkum
varðandi aðbúnað og öryggi starfs-
manna Impregilo, en ekki væri um
alvarleg mál að ræða. Fyrirtækið
virtist vera búið að bregðast við
mörgum athugasemdum trúnaðar-
manna á staðnum. Hellmann sagð-
ist ekki hafa orðið var við brot á
þeim alþjóðlega samningi sem fé-
lögin gerðu við Impregilo í nóv-
ember sl. Flestum kröfum væri
fullnægt en eflaust væru meiri
kröfur gerðar á Íslandi og öðrum
Norðurlöndum.
Veður var vont á Fljótsdalsheiði
og Vesturöræfum í gær og má
segja að mennirnir hafi séð að-
stæður við Kárahnjúka í réttu ljósi
þegar vetrarveður þar gerast vá-
lynd. Á bakaleiðinni til Egilsstaða í
gærkvöldi fór annar jeppinn með
hópinn út af en engan sakaði.
Niðurstöður ferðarinnar að
Kárahnjúkum í gær verða kynntar
á fundi sem Impregilo hefur boðað
til með fulltrúum íslensku verka-
lýðsfélaganna og Samtökum at-
vinnulífsins í Reykjavík í dag.
Athugasemdir gerðar en
ástandið gott í heildina
Morgunblaðið/Steinunn
Aðbúnaður í göngum skoðaður í
gær: Marion Hellmann, Oddur Frið-
riksson og Pompeo Naldi frá UIL.
Aðbúnaður á verkstað/10
ÞRÍR hópar umsækjenda um hönn-
un á Tónlistarhúsi í Reykjavík skil-
uðu inn frumhugmyndum sínum í
gær. Upphaflega voru fjórir hópar
fengnir til að skila inn hugmyndum,
en einn hópur, Multiplex, hefur hætt
við að taka þátt í hönnunarferlinu.
Fyrirtæki hins heimsþekkta arki-
tekts Normans Foster, Foster &
Partners, starfar með Multiplex.
Stefán Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri Austurhafnar, segir
að ástæður þess að Multiplex dró sig
út úr samkeppninni hafi verið látnar
í ljós bréflega. Multiplex hafi tvíveg-
is beðið um sundurliðaðar áætlanir
og nákvæmar upplýsingar um rekst-
ur tónlistarhússins. Stjórn Austur-
hafnar hafi ákveðið að ekki væri
ástæða til þess að gera það opinbert,
og því hafi Multiplex ákveðið með
hliðsjón af því að hætta þátttöku.
„Þeir hafa fengið alls konar hug-
myndir um reksturinn, eins og því
hvað sé reiknað með að það geti ver-
ið margir tónleikar og hvað ráð-
stefnumarkaðurinn hér á Íslandi er
stór, en þeir hafa ekki fengið sund-
urliðaða rekstraráætlun sem við höf-
um gert,“ segir Stefán. „Eftir því
sem ég best veit voru þeir ekki búnir
að koma sér almennilega upp teymi
íslenskra samstarfsmanna, og það
var ekkert vit í því að halda áfram
nema gera það.“
Hinir þrír þátttakendurnir skil-
uðu frumhugmyndum í gær. Stefán
segir að þær snúi mikið til að skipu-
lagi og staðsetningu á helstu húsum,
og hvaða starfsemi sé hvar. Gefin
verður umsögn um hugmyndirnar
og svo eiga tilboð að berast í maí.
Einn hópur dregur
sig út úr forvalinu
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusam-
bandsins hefur gefið matvælafyrirtækjum árs
frest til að hætta að beina auglýsingum á
óhollum matvörum að börnum.
Markos Kyprianou, sem fer með heilbrigð-
is- og neytendamál í framkvæmdastjórninni,
sagði þetta í viðtali við Financial Times í gær.
Kyprianou sagði að ef matvælafyrirtækin
takmörkuðu ekki auglýsingarnar sjálf innan
árs yrðu sett lög til að koma í veg fyrir að aug-
lýsingar á óhollum matvörum beindust að
börnum. Þetta væri nauðsynlegt til að
stemma stigu við vaxandi offituvandamáli í
Evrópu, einkum meðal ungmenna.
Kypranou hvatti einnig matvælafyrirtækin
til að bæta merkingar á vörunum þannig að
neytendur þyrftu ekki að vera með doktors-
próf í efnafræði til að skilja merkimiðana.
ESB snýst gegn
auglýsingum
á ruslfæði
Ljóð og lög
Norland-feðga
STOFNAÐ 1913 19. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is