Morgunblaðið - 21.01.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.01.2005, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í guðsbænum farðu í garmana aftur, hvað eru tíu millur á milli milla? Að mati samkeppnis-ráðs nam ávinn-ingur olíufélag- anna af ólöglegu verð- samráði á árunum 1993 til 2001 um 6,5 milljörðum króna. Í skýrslu ráðsins er einnig vikið að samfélags- legum skaða af völdum samráðsins og var talið að varlega áætlað væri hann ekki minni en 40 milljarðar króna. Því til stuðnings var m.a. vísað til skýrslu OECD þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að ólögmætt samráð valdi því að verð verður 10% hærra en í eðlilegu samkeppnis- umhverfi. Olíufélögin hafa gert verulegar athugasemdir við þessa útreikninga samkeppnisráðs og ESSO og Shell hafa raunar hafnað því að hafa átt samráð sem hafi valdið neytendum fjárhags- legu tjóni. Sektirnar sem samkeppnisráð lagði á félögin vegna samráðsins eru samtals rúmlega 2,6 milljarðar króna. Þetta er að sjálfsögðu gríð- arlega há fjárhæð en þó mun lægri en ætlaður hagnaður félaganna af samráðinu og aðeins brot af því samfélagslega tjóni sem sam- keppnisráð telur að olíufélögin hafi valdið. Skýring á því er m.a. sú að í samkeppnislögum eru lagðar tak- markanir við sektarfjárhæðum og mega þær ekki vera hærri en 10% af veltu síðasta almanaksárs hjá hverju því fyrirtæki sem kom að samkeppnisbrotunum. Sektirnar sem lagðar voru á félögin eru raun- ar talsvert lægri en sem því nemur. Skaðabótamál undirbúin Áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála er nú með málið til meðferðar og því næst verður því væntanlega skotið til dómstóla. Það er því óvíst hversu háar sektir félögin þurfa að greiða, verði þau dæmd. Síst ríkir minni óvissa um hugsanlegar skaðabætur sem félögin þurfa að greiða fyrirtækjum og einstakling- um en allt virðist benda til þess að bæði einstaklingar og fyrirtæki muni höfða mál gegn félögunum fyrir dómstólum og krefjast skaða- bóta á grundvelli þess að samráðið hafi valdið því að þau þurftu að greiða of hátt verð fyrir eldsneyti. Skömmu eftir að samkeppnisráð birti skýrslu sína um ólögmætt samráð var því lýst yfir af hálfu Icelandair, Alcan og Landssam- bands íslenskra útvegsmanna að þau ætluðu að kanna hvort olíufé- lögin væru skaðabótaskyld gagn- vart þeim og hefur Alcan raunar þegar lýst því yfir að fyrirtækið muni leita réttar síns fyrir dóm- stólum semjist ekki um bætur. Gera má ráð fyrir að fleiri fyrir- tæki séu að hugsa sinn gang en ekki er ólíklegt að þau bíði niður- stöðu áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Þá hefur Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, sagt að Reykjavíkur- borg verði að skoða það mjög al- varlega hvort höfða eigi skaðabóta- mál gegn olíufélögunum og síðast en ekki síst hafa Neytendasamtök- in ákveðið að annast málaferli fyrir einstaklinga gegn olíufélögunum vegna meints verðsamráðs þeirra. Miðað er við árið 1995 þar sem bótakrafa vegna eldri brota telst fyrnd. Um gríðarlegar fjárhæðir er að ræða. Nægir hér að nefna að sam- kvæmt upplýsingum frá Alcan kaupir fyrirtækið olíuvörur fyrir 200–250 milljónir á ári en sú upp- hæð bliknar við hliðina á olíukaup- um útgerðarinnar, sem miðað við olíuverð um þessar mundir kaupir olíu fyrir 8–9 milljarða á ári. Það er því ljóst að neyðist olíufélögin til að greiða skaðabætur getur það orðið verulega þungur biti fyrir félögin að kyngja. Ef ekki næst samkomulag milli olíufélaganna og þeirra sem telja sig eiga rétt á bótum má búast við löngum og flóknum málaferlum. Búast má við að hart verði tekist á um hvort yfirleitt sé hægt að sýna fram á tjón fyrirtækja og einstak- linga, og ennfremur hvernig eigi að meta það tjón til fjár. Eins og vikið var að hér að ofan telur OECD að ólögmætt samráð valdi því að verð sé 10% hærra en þegar samkeppni er með eðlilegum hætti. Ekkert slíkt mál hefur á hinn bóginn komið til kasta íslenskra dómstóla og því algjörlega óvíst hvernig tjónið verður metið. Eggert B. Ólafsson hdl. hefur unnið með Neytendasamtökunum að því að meta skaðabótarétt ein- staklinga gegn félögunum og hefur fjöldi manna skilað inn gögnum til samtakanna um viðskipti sín við fé- lögin. Eggert undirbýr nú kröfu- gerð á hendur olíufélögunum fyrir hönd þessara manna og segir hann að þær verði væntanlega sendar til þeirra innan nokkurra vikna. Að- spurður segir hann ótímabært að gefa upp hversu háar kröfurnar verða, eða við hvaða hlutfall af eldsneytisverði verður miðað. „En ég tel að sönnunarbyrðin hvíli á þeim, að félögin sanni að verðsam- ráðið hafi ekki leitt til verðhækk- ana,“ segir hann. Upplýsingafulltrúar Icelandair og Alcan vildu lítið segja um málið. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sagði að lítið hefði gerst í málinu á síðustu vik- um og beðið væri niðurstöðu áfrýj- unarnefndar. Fréttaskýring | Fyrirtæki og einstaklingar vilja bætur vegna samráðs olíufélaganna Hvernig á að meta tjónið? Samkvæmt skýrslu OECD veldur ólöglegt samráð 10% hærra verði Ertu með kvittun? Búast má við löngum og flóknum réttarhöldum  Neytendasamtökin hafa ákveðið að styðja félagsmenn sína í málsókn gegn olíufélögun- um vegna meints ólöglegs verð- samráðs og ýmis fyrirtæki hafa látið kanna grundvöll þess að höfða einkamál og sækja bætur til olíufélaganna. Ljóst er að um gríðarlegar fjárhæðir er að tefla og má búast við að málaferlin verði löng og flókin. Stefnendur verða að sýna fram á viðskiptin með því að framvísa nótum eða einhvers konar gildum yfirlitum. runarp@mbl.is Símatún ehf., kt. 510501-2920, Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík, tilboðsgjafi, býður hluthöfum í Hraðfrystistöð Þórshafnar, kt. 630169-2759, Eyrarvegi 16, 680 Þórshöfn, að kaupa hlutabréf þeirra í félaginu. Tilboð þetta og tilboðsyfirlit er sett fram í samræmi við VI. og VII. kafla laga nr. 33/2003, um verðbréfaviðskipti. Þann 30. desember 2004 keypti Símatún ehf. samtals 66,67% eignarhlut í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 32. gr. laga nr. 33/2003, um verðbréfavið- skipti, ber aðila sem eignast 40% atkvæðisréttar í félagi sem skráð er á skipulegum verðbréfa- markaði að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð innan fjögurra vikna. Tilboð þetta er sett fram á grundvelli fyrrnefnds ákvæðis. Tilboðshafar: Allir hluthafar samkvæmt hlutaskrá Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. í lok dags 21. janúar fá sent næstu daga tilboðsyfirlit, eyðublað til samþykkis tilboðinu og svarsendingarumslag. Einnig er hægt að nálgast gögnin hjá Fjárfestingarfélagi sparisjóðanna hf., Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík og á heimasíðu Sparisjóðabanka Íslands hf., www.icebank.is. Tilboðsverð og greiðsla: Tilboðsverð er 3,68 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Símatún ehf. mun greiða allt kaupverð með reiðufé. Greiðslan verður lögð inn á bankareikning þann sem til- greindur er á eyðublaði til samþykkis tilboðinu innan tveggja virkra daga frá því að undirritað samþykki tilboðs, ásamt frumriti hlutabréfs árituðu um framsal til tilboðsgjafa, berst á starfsstöð Fjárfestingarfélags sparisjóðanna, Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík. Gildistími tilboðsins: Tilboðið gildir frá kl. 9:00 þann 25. janúar 2005 til kl. 17. þann 23. febrúar sama ár. Fyrir þann tíma verður samþykki tilboðsins, ásamt frumriti hlutabréfs árituðu um framsal til tilboðs- gjafa, að hafa borist til Fjárfestingarfélags sparisjóðanna, Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík. Umsjónaraðili: Fjárfestingarfélag sparisjóðanna hf., kt. 510400-2670, Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík, hefur um- sjón með tilboði þessu fyrir Símatún ehf. Þá mun Sparisjóðabanki Íslands hf., kt. 681086-1379, annast milligöngu um viðskipti í Kauphöll Íslands. TILBOÐ TIL HLUTHAFA HRAÐFRYSTISTÖÐVAR ÞÓRSHAFNAR HF. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.