Morgunblaðið - 21.01.2005, Side 22

Morgunblaðið - 21.01.2005, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Borðeyri | Nýir eigendur hafa tekið við kaup- félaginu á Borðeyri, Sigrún Waage og Heiðar Þór Gunnarsson. Verslunin heitir nú Lækjar- bakki þótt kaupfélagsheitið fylgi henni vafa- laust líka enda hafa samvinnufélögin rekið þar verslun í heila öld. Sigrún og Heiðar keyptu verslunarhús og sláturhús KVH á Borðeyri, góða þúsund fermetra, og hafa hug á að koma rekstri í húsnæðið, meðal annars ferðaþjón- ustu. Kaupfélag Hrútfirðinga var stofnað 1899 og rak lengi verslun, sláturhús og aðra starfsemi á Borðeyri, sem er eitt af fámennustu kaup- túnum landsins. Verslunarsagan á Borðeyri er mun lengri því fyrr á öldum sigldu þangað er- lendir lausakaupmenn. Staðurinn var löggiltur verslunarstaður fyrir miðja nítjándu öldina og föst verslun hefur verið þar frá 1861. Fyrir fá- einum árum tók Kaupfélag Vestur-Húnvetn- inga við starfseminni á Borðeyri en áður hafði slátrun verið hætt. Sigrún Waage og Heiðar Þór Guðmundsson sjá til þess að Borðeyri geti áfram kallast kauptún með því að taka yfir verslun kaupfélagsins. Leigja út hluta af húsinu Heiðar kom á Borðeyri fyrir þremur árum, upphaflega til sviðaverkunar hjá kaupfélaginu en vann síðan í versluninni. Sigrún Waage var leiðbeinandi við grunnskólann á Borðeyri þar til í haust. Heiðar segir að þau hafi haft hug á að kaupa húsnæði kaupfélagsins og verið með ákveðnar hugmyndir um nýtingu á því. Málin hafi þróast þannig að húsnæðið var ekki falt nema þau keyptu verslunina einnig og náðust um það samningar. Opnuðu þau verslun sína núna um áramótin. „Þetta er auðvitað bjartsýni hjá okkur. Ég held þó að við getum alveg rekið búðina,“ segir Sigrún. Þau reka verslunina með svipuðu sniði og kaupfélagið. Með samningum við heild- söluverslunina Gripið og greitt geta þau minnkað lagerinn en þó aukið vöruúrvalið. „Við erum með eitthvað af næstum því öllu sem fólk þarf. Og ef við eigum ekki nákvæm- lega það sem fólk þarf þá eigum við eitthvað til að bjarga því. Svo er fólk hér þolinmótt, vant því að þurfa að bíða eftir að við pöntum það sem vantar,“ segir Heiðar. Í búðinni eru mat- og nýlenduvörur og ýmsar bíla- og búrekstr- arvörur. Sigrún og Heiðar hyggjast breyta versl- unarhúsinu. Færa verslunina til og leigja út hluta af húsnæðinu. Meðal annars er í bígerð að Sparisjóður Húnaþings og Stranda flytji þangað afgreiðslu sína. Þau ætla að útbúa samkomusal til að þjóna ferðafólki, meðal ann- ars þeim sem gista á tjaldsvæðum sem þau hyggjast koma upp á Borðeyri. Meira af kjarki en peningum Þau eru ekki byrjuð á endurbótum á slát- urhúsinu. Heiðar segir að sumt þurfi að rífa en lagfæra annað. Þau eiga sér draum um að nýta húsnæðið í framtíðinni en telja ekki tímabært að skýra frá því. „Þessi staður á sér merka sögu og býður upp á endalausa möguleika í ferðaþjónustu. Það hefur bara vantað kjarkinn og peningana,“ segir Heiðar Þór og Sigrún botnar umræðuna með því að segja að þau hafi kjarkinn en ekki eins mikið af peningum. Þótt Borðeyri virki sem eyðiþorp á marga sem aka hringveginn, hinum megin Hrúta- fjarðar, búa þar nokkrar fjölskyldur, um 25 einstaklingar. Fólkið vinnur við þjónustu við Hrútfirðinga og sumir sækja vinnu annað. Þar er meðal annars gistiheimilið Tangahúsið, vélaverkstæði og grunnskóli. Þá er áhugahóp- ur að gera upp Riishús og er ætlunin að setja þar upp safn. „Ég er viss um að þetta gengur vel hjá okk- ur,“ segir Sigrún og Heiðar segist gera sér grein fyrir að þau séu að takast á hendur mikla vinnu á næstu árum og verði að sætta sig við lág laun á meðan þau byggi upp. „Það er þess virði ef við getum búið hér, haft að borða og greitt reikningana,“ segir hann. Nýir eigendur taka við húseignum og verslun kaupfélagsins á Borðeyri „Erum með eitthvað af næstum því öllu“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sveitaverslun Epli og verkfæri eru meðal þess sem Heiðar Þór Gunnarsson og Sigrún Waage hafa á boðstólum í gömlu kaupfélagsbúðinni á Borðeyri. LANDIÐ AUSTURLAND Neskaupstaður | Norð- firðingar velta nú fyrir sér framtíð verslunar- innar Sparkaupa í Nes- kaupstað. Búið er að ganga frá samningum um sölu á húsnæði versl- unarinnar og fer hún út 1. mars nk. Kaupfélag Héraðsbúa, sem rekur verslunina, hefur fest sér lóð í bænum, en byggingarframkvæmdir eru ekki hafnar. Spar- kaup á að afhenda hús- næðið 1. mars nk. en ekkert bólar á byggingarfram- kvæmdum að sögn heimafólks og virðist útlit fyrir að verslun Spar- kaupa leggist tímabundið niður í Neskaupstað. „Fólk veltir mikið fyrir sér hvort Sparkaupabúðin leggist tímabundið af hér í bænum,“ segir Elín Sveins- dóttir, framkvæmdastjóri Sparkaupa í Neskaupstað. Í bænum er önnur dagvöruverslun, Nesbakki, og segir Elín ákveðna hættu á því að Spar- kaup missi eitthvað af viðskiptum sínum þangað ef hlé verður á rekstr- inum. „Hugsanlega fær verslunin að vera eitthvað lengur í núverandi húsnæði“ sagði Gunnlaugur Aðalbjarnarson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðs- búa í samtali við Morgunblaðið. „Það er þó óráðið ennþá. Við munum kapp- kosta að hraða þessu máli eins og kostur er, en í versta falli gæti orðið um hlé að ræða í verslunarrekstrin- um og við höfum auðvitað áhyggjur af því.“ Sparkaup hafa fest sér lóð neðan við Hafnarbraut og búið er að taka prufuholur til jarðvegskönnunar og mun það hafa komið vel út. Segir Elín Kaupfélag Héraðsbúa vera í viðræð- um við byggingaraðila að nýju versl- unarhúsnæði, en hún hafi ekki upp- lýsingar um frekari framvindu mála. Fimmtán leiguíbúðir Sparkaup hefur verið til húsa á neðstu hæð gamla kaupfélagshússins í Neskaupstað. Hæðin var seld Magna Kristjánssyni og undanfarið hefur verið unnið að miklum endur- bótum á húsinu, sem nú sér brátt fyr- ir endann á. Á efri hæðum hússin eru íbúðir en á neðstu hæðinni þar sem Sparkaup eru ennþá, mun eiga að flytja bæjarskrifstofur Fjarðabyggð- ar í Neskaupstað 1. júní nk., en mjög er orðið þröngt um þær í núverandi húsnæði. Að auki verða á hæðinni geymslur fyrir íbúðirnar á efri hæð- unum. „Það verður talsverð vinna að breyta húsnæðinu fyrir bæjarskrif- stofurnar, en þær aðgerðir verða metnar fljótlega,“ segir Magni. Hann segir að í húsinu verði 15 leiguíbúðir, undir nafni leigufélagsins Trölla- borga. „Þetta er ekki tilbúið ennþá, en leigist sjálfsagt jafnóðum og íbúð- irnar koma, því það er mikið spurt og ég er búinn að lofa fimm íbúðum.“ Íbúðirnar eru allt frá 55 til 100 fer- metra að stærð, tveggja og upp í fjög- urra herbergja. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Breytir um svip Gamla kaupfélagshúsið í Neskaupstað mun brátt hýsa bæjarskrifstofur og leiguliða. Norðfirðingar spyrja hvort gert verði hlé á rekstri Sparkaupaverslunar í bænum Búðin út og bæj- arskrifstofur innKárahnjúkavirkjun | Á vefnum kara-hnjukar.is er sagt frá því að risabor- vél nr. 2 sé á mikilli siglingu um þess- ar mundir og bætir eigið met viku eftir viku. Í fyrstu viku ársins boraði hún 250 metra en í síðustu viku yfir 270 metra, sem telst mjög góður ár- angur. Borvél nr. 1 gekk líka vel og bætti yfir 200 metrum við aðrennsl- isgöngin. Aðra sögu var að segja af vél nr. 3. Hún lenti á vatnsæð í berg- inu á föstudaginn var og inn í göngin rann vatn sem talið var á bilinu 400– 500 sekúndulítrar. Rennslið minnk- aði um þriðjung á næstu tveimur sól- arhringum og unnið er að því að þétta bergið áður en borinn verður ræstur að nýju. Í Hafrahvammagljúfri er áfram haldið að steypa svokallaðan távegg Kárahnjúkastíflu og sömuleiðis er steypuvinna í fullum gangi víða í söl- um og göngum í Fljótsdal. Töluverð- ar tafir hafa orðið á byggingu Kára- hnjúkastíflu af ýmsum orsökum. Stefnt er að því að steypa vatnskápu stíflunnar næstu tvö sumur og ekki hægt að vinna það verk nema í frost- leysu. Er talið að töfin við stífluna muni jafnast út þegar að þeim fram- kvæmdum kemur. Borun aðrennsl- isganga undir Fljótsdalsheiði er hins vegar á áætlun. Jarðgangagerðin heldur áætlun Sigurður Arnalds hjá Landsvirkj- un segir jarðgangagerðina hafa í heildina gengið mjög vel en alltaf verði einhverjar tafir því jarðlögin hallist og þurfi annað kastið að fara í gegnum millilög. „Þá gengur yfir- leitt erfiðlegar og þarf að setja styrkingar,“ segir Sigurður. „Þetta hefur annars allt verið upp á bókina, engar alvarlegar sprungur og styrk- ingar minni en menn reiknuðu með. Göng nr. 3 eru aðeins á undan, en hin aðeins á eftir og meðalhraðinn gefur ekki tilefni til sérstakra áhyggna. Það hefur gerst að berg hefur verið mjög laust í sér og menn þurft að fara í gegnum millilög í hraunastaflanum. Þá urðu einhverj- ar tafir í bor nr. 2 þegar komið var í óvanalega hart berg, þá gekk hægar. Síðan er það tækjabúnaðurinn sjálf- ur. Ekkert hefur komið upp með borana, þeir hafa gengið fínt, en orð- ið hafa tafir vegna færibandanna. Fyrst voru það tiltekin tæknileg vandamál sem framleiðandinn þótt- ist komast fyrir. Síðan voru í desem- ber tafir vegna veðurs og frosta og í grimmdarfrostinu sem var í kringum jólin stoppaði færiband vegna kulda úti og þá leystu menn það með því að taka mulninginn við gangamunnann á vörubíl og keyra út á haug. Þannig að stundum gengur þetta vel og í annan tíma ver,“ segir Sigurður. Borun aðrennslisganga gengur að jafnaði vel Ljósmynd/ÁÞJ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Símað í göngunum Starfsmaður í aðgöngum 1 hringir í lestina til að athuga um ferð hennar inn að risabornum tæpum 3 km innar í göngunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.