Morgunblaðið - 21.01.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 23
MINNSTAÐUR
!"" #
$
%
& '& &(
)
$
*
+ ,
%# ( % #
( - ,
)
.% %
, # +
/
% (
%
&*
& & + (
0 #
)
*
1 #+ '
% & ' +
+
* 2
# "* * 3 % '
* '
%#+ 4 55,* '
'
#
'
+ 1 #
$
&
6
+
7
+ #
(
355 %#+ 4 & 55,
+ 8
% +
+
* 2
# "*
9
$
+ # '
%
' ( 55,
0 %(
Kelp
Fyrir húð, hár og neglur
PÓSTSENDUM
www.islandia.is/~heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Árnesaptóteki Selfossi,
Yggdrasil Kárastíg 1.
Fjarðarkaupum
Borgartúni 24
BISKUP Íslands hefur auglýst
laust til umsóknar embætti prests í
Glerárprestakalli á Akureyri. Stað-
an verður veitt frá 1. mars en um-
sóknarfrestur rennur út 14. febrúar.
Sóknarprestur Glerárprestakalls
er séra Gunnlaugur Garðarsson en
embættið sem er auglýst nú er önn-
ur staða prests í sókninni. Séra Arn-
aldur Bárðarson hefur starfað sem
prestur í Glerársókn í tæplega 18
mánuði en hann var í upphafi settur
í embættið til bráðabirgða. Nú þeg-
ar önnur prestsstaða hefur verið
fest formlega í sessi, þarf að auglýsa
hana lögum samkvæmt.
Séra Gunnlaugur Garðarsson
sagði að upphaflega hefði staðið til
að færa prestsembættið í Háls-
prestakalli í Þingeyjarsveit yfir til
Glerárkirkju og skipta þjónustu
þess prestakalls á milli þriggja
prestakalla. Þeirri ákvörðun hefði
verið frestað og því verið stofnað til
nýs starfs við Glerárkirkju, sem hafi
verið orðið löngu tímabært. Þá var
Pétur Björgvin Þorsteinsson settur
inn í embætti djákna við Glerár-
kirkju um síðustu áramót. Gunn-
laugur sagði það hafa verið lang-
tímamarkmið að ráða djákna til
starfa og vegna ráðdeildarsemi í
rekstri hefði verið hægt að stíga
þetta skref nú.
Umsóknir um starf prests skulu
sendar biskupi en valnefnd velur
prest samkvæmt starfsreglum um
presta. Biskup ákveður með hvaða
umsækjanda hann mælir náist ekki
samstaða í valnefnd.
Embætti
prests í
Glerársókn
auglýst
SÝNING á verkum, bréfum og
munum úr fórum Davíðs Stef-
ánssonar verður opnuð á Amts-
bókasafninu á Akureyri í dag, 21.
janúar, en þá eru liðin 110 ár frá
fæðingu skáldsins frá Fagraskógi.
Meðal þess sem Aðalbjörg Sig-
marsdóttir, skjalavörður á Héraðs-
skjalasafninu, var að koma fyrir í
gærdag voru þrír lokaðir pakkar;
á tvo þeirra er ritað að þá megi
opna árið 2100 en einn má opna ef
atómsprengja fellur, annars árið
2250. Einar B. Guðmundsson frá
Hraunum í Fljótum gekk frá pökk-
unum, en þeir Davíð voru systk-
inasynir. „Nei, mig hefur aldrei
langað neitt sérstaklega til að opna
þá,“ segir Aðalbjörg.
Bréf sem aldrei hafa áður komið
fyrir sjónir almennings verða einn-
ig á sýningunni, en þau skrifaði
Davíð Önnu Z. Osterman, sendi-
kennara í Svíþjóð, sem þýddi nokk-
ur verka hans á sænsku. Sá bréfa-
pakki var að hennar fyrirmælum
innsiglaður í 25 ár frá andláti
hennar. Hún lést 1969, „þannig að
opna mátti pakkann 1994, en það
gleymdist einhvern veginn allt
fram til ársins 2000“, segir Aðal-
björg. „Þetta eru ekki ástarbréf,“
bætir hún við, „en nokkur bréf-
anna, tíu til tólf talsins, tók hún
með sér í gröfina og voru þau
brennd með henni. Og auðvitað vit-
um við ekkert hvað í þeim stóð.“
Aðalbjörg segir bréfin skemmti-
leg en í þeim segir skáldið frá eig-
in hugsunum og hvernig því líður
þegar það yrkir.
Að auki má á sýningunni sjá
handrit að verkum Davíðs, bækur
eftir hann og úr einkasafni hans,
heiðursskjöl, umsagnir og fleira.
Afmælisdagskránni verður svo
fram haldið um kvöldið þegar
Karlakór Akureyrar-Geysir efnir
til hátíðartónleika í Glerárkirkju
kl. 20.30. Fluttar verða helstu
söngperlur Davíðs, en að auki
verður frumflutt lag við ljóð hans,
Fögur er hlíðin, eftir kórfélaga,
Jónas Jóhannsson. Kórinn mun síð-
ar á árinu gefa út geisladisk af
þessu tilefni.
Á morgun, laugardag, verður
svo málþing um Davíð í Ketilhús-
inu þar sem fjallað verður um
hann frá mörgum sjónarhornum,
um verk hans, einstök ljóð, tónlist
við ljóðin og persónuna sjálfa.
Skáldsins frá Fagraskógi minnst á 110 ára afmæli
Svo kemur leiftrið, náðarstundin
Morgunblaðið/Kristján
Davíðsdagur Aðalbjörg Sigmarsdóttir á Héraðsskjalasafninu með bréf
sem Anna Z. Osterman í Svíþjóð skrifaði Davíð Stefánssyni en bréfin og
fleiri munir úr eigu skáldsins verða til sýnis á sýningu sem opnuð verður í
Amtsbókasafninu í dag.
AKUREYRI
TVEIR af þingmönnum norðaust-
urkjördæmis, Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, og
Þuríður Backman, voru á ferð norð-
an heiða en þau hófu gærdaginn á
því að heilsa upp á Ragnar Sverr-
isson, kaupmann í JMJ. Ragnar hef-
ur farið fyrir hópi manna sem vilja
auka vægi Akureyringa á Alþingi,
Hugmyndir hans og félaga ganga út
á að Akureyringar verði í efstu sæt-
unum á listum flokkanna fyrir næstu
alþingiskosningar ella sé ekki annað
í stöðunni en bjóða fram sérstakan
Akureyrarlista. Það hugnaðist
Steingrími ekki, sagði það ekki væn-
legan kost, hvorki fyrir Akureyri,
kjördæmið né landið í heild.
Þingmenn
heimsóttu
kaupmanninn
Morgunblaðið/Kristján
Heimsókn Sigþór Bjarnason, t.v., Ragnar Sverrisson, Steingrímur J. Sig-
fússon og Þuríður Backman ræða málin yfir kaffibolla.
„Ekki hef ég afkastað miklu, eftir að
ég kom heim, því miður. En varla
verður þess vænst, að ljóðskáld yrki
daglega, opt verða þau að sýna þol-
inmæði og bíða, bíða eftir stundinni.
Opt verða þau að ganga með yrk-
isefnið svo dögum skiptir, vikum,
mánuðum, árum – en svo kemur
leiftrið, náðarstundin. Örvæntingin
sækir okkur heim, meðan við bíðum.
Líkamlegar og andlegar þjáningar.
En allt slíkt er undanfari hins góða
og mikla. Fyrst ískaldur og langur
vetur, svo gróandi vor. –“
Úr bréfi Davíðs til Önnu 20. sept-
ember 1954.
„Ég hef kveðið eins og mér var
eðlilegast, aldrei reynt að gera
ljóð mín að krossgátum eða sveipa
um mig þoku til að sýnast stór.
Blekkingin bjargar engum, ekki
heldur ofbeldi, jafnvel þó að það
sé löghelgað – en sannleikurinn
mun gera yður frjálsa. Þér hafið
eflaust veitt því eftirtekt hve ljóð-
hneigðir Íslendingar hafa verið frá
upphafi. Þegar fornsögurnar eru
fráskildar, eru það ljóðin, sem ver-
ið hafa þeim mestur andlegur afl-
gjafi. Þau voru þeim í senn hugg-
un í hörmum og hvatning til nýrra
dáða. Við glæður þeirra ornaði al-
þýðan sér í skammdegi og hríð-
um... “
„....allt hafði þetta sína mik-
ilvægu þýðingu fyrir líf og tilurð
þjóðarinnar. Mér er nær að halda
að engin þjóð í heimi eigi ljóðum
meira að þakka en Íslendingar.
Þau eiga sinn mikla þátt í því að
þeir eru í dag frjálsir menn, frjáls
þjóð.“
– 18. desember 1949.