Morgunblaðið - 21.01.2005, Page 25

Morgunblaðið - 21.01.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 25 MENNING FRAMTÍ‹ARHÓPUR Samfylkingarinnar Málfling framtí›arhóps Samfylkingarinnar laugardaginn 22. janúar kl. 15-18 á Grand Hótel Dagskrá fundarins 15:00 Setning - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 15:10 Valur Ingimundarson - Endurmótun öryggisgilda og samskiptin vi› Bandaríkin 15:30 Birna fiórarinsdóttir - Öryggi á 21.öld: Öryggi hverra? 15:50 Magnús fi. Bernhar›sson - Öryggi og l‡›ræ›i: Hva› er framundan í Írak og Íran? 16:10 Fyrirspurnir & umræ›ur 16:40 Kaffihlé 17:00 Thorvald Stoltenberg - Small states in a small world 17:30 Fyrirspurnir og umræ›ur 17:50 Samantekt - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Fundarstjóri er fiórunn Sveinbjarnardóttir alflingiskona. Allir velkomnir. Sjá nánar á www.framtid.is. - ábyrg› smáfljó›ar Heimsöryggi Thorvald Stoltenberg er einn flekktasti jafna›arma›ur Nor›urlanda, flökk sé mikilvægu hlutverki hans á alfljó›avettvangi. Hann gegndi embætti varnarmálará›herra í ríkisstjórn Odvars Nordlie 1979 til 1981 og embætti utanríkisrá›herra í ríkisstjórn Gro Harlem Brundtlandts 1987 til 1989 og aftur 1990 til 1993. Hann hefur gegnt starfi yfirmanns flóttamannahjálpar Sameinu›u fljó›anna og er nú forseti norska Rau›a krossins. fiekktastur er hann fyrir framgöngu sína sem sáttasemjari í fyrrum Júgóslavíu árin 1993-1995 og sem sérstakur sendima›ur Sfi í Írak ári› 2000. Sérstakur framsöguma›ur: Thorvald Stoltenberg Eyrarrósin, sérstök við-urkenning fyrir fram-úrskarandi menningar- verkefni á landsbyggðinni, var afhent við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum í gær. Þrjú framúrskarandi verkefni voru tilnefnd; Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði, Listahátíðin Á seyði á Seyðisfirði og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði. Öll voru þessi verkefni, að mati dómnefndar, afar vel heppnuð og vel að viðurkenningu komin, en Eyr- arrósin kom í hlut Þjóð- lagahátíð- arinnar á Siglu- firði, sem hefur á aðeins fimm árum orðið að föstum punkti í lista- og menningarlífi þjóðarinnar og stuðlar að bæði varðveislu og nýsköpun í íslenskri þjóðlagatónlist. Hlaut hátíðin fjár- styrk að upphæð 1,5 milljónir og verðlaunagrip eftir Steinunni Þór- arinsdóttur til eignar. Það var Dorrit Moussaieff forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, sem af- henti Gunnsteini Ólafssyni, listræn- um stjórnanda hátíðarinnar, við- urkenninguna.    Í umsögn dómnefndar um Þjóð-lagahátíðina sagði m.a.: „Óvenjulega fagleg vinna við skipu- lag og undirbúning dagskrár og tengsl við erlenda viðburði af hlið- stæðu tagi gefa hátíðinni faglegt og alþjóðlegt yfirbragð um leið og byggt er á þjóðlegri hefð.“ Hér er um að ræða eina stærstu ef ekki stærstu upphæð sem veitt hefur verið til menningarviðburðar á Íslandi hingað til. „Það er blað brotið í stuðningi við menningu hér á landi með þessum verðlaunum og það er von mín að fleiri taki þennan þátt upp og verðlauni fleiri slík verkefni, því þarna voru önnur verkefni sem áttu svo sannarlega skilið að fá svona verðlaun,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, en hann kveðst afar ánægður með þessa við- urkenningu. „Þetta hefur einfald- lega þá þýðingu að við getum haldið glæsilega hátíð fyrir utan alla kynninguna sem við munum fá hjá Listahátíð. Þetta hefur þannig stór- kostlega þýðingu fyrir hátíðina. Ég lít á þetta sem viðurkenningu fyrir fimm ára starf, en fyrir framtíðina þýðir þetta að hátíðin er viður- kennd sem mikilsmegandi og það hefur líka mjög mikið gildi fyrir Siglfirðinga að fá verðlaun fyrir þá staðfestu sem þeir hafa sýnt. Þeir hafa stutt við þessa hátíð dyggilega og stutt við bakið á okkur við að byggja upp þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar sem við von- um að við getum tekið í notkun á næsta ári, en þá eru 100 ár frá því hann gaf út þjóðlagasafn sitt.“ Þjóðlagahátíðin var fljót að skapa sér nafn og undanfarin tvö ár hefur orðið mikil aukning í fjölda gesta. „Þetta hefur mjög góð áhrif á bæinn,“ segir Gunnsteinn. „Það er ekki bara það að fólk komi til Siglu- fjarðar, heldur gefur þetta bænum ákveðna jákvæða ímynd og vekur athygli á þeim listamönnum sem eru á Siglufirði og tengjast Siglu- firði. Eitt af markmiðum hátíð- arinnar er að gefa siglfirskum lista- mönnum tækifæri á að starfa með erlendum eða innlendum lista- mönnum sem þangað koma.“    Í ár verður stef hátíðarinnarSagnir og ævintýri og verður sagnalist í stóru hlutverki. Þá verða haldin námskeið, m.a. í söng og tón- list, handverki. Nýjasta viðbótin er námskeið í því að ganga til grasa og matreiða úr þeim. Gunnsteinn segir að í fyrirsjáan- legri framtíð hljóti það að verða ljóst að hátíðin hafi fest sig í sessi. „Þjóðlagasetrið á Siglufirði verður ekki dautt hús, það verður líf í kringum það. Það er miklu auðveld- ara fyrir okkur að afla styrkja og tekna til að byggja og efla þjóðlaga- setrið með því að hafa þjóðlagahá- tíðina gangandi. Þjóðlagasetrið og hátíðin styrkja hvort annað. Það sem vantar næst eru þjóðlagarann- sóknir, en við vonum að Þjóðlaga- setrið geti stutt við þær og haldið utan um þær að vissu marki.“ Heimasíða hátíðarinnar er www.siglo.is/festival. Þjóðlagahátíð fær Eyrarrós ’Það sem vantar næsteru þjóðlagarannsóknir, en við vonum að Þjóð- lagasetrið geti stutt við þær og haldið utan um þær að vissu marki.‘ AF LISTUM Svavar Knútur Kristinsson svavar@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Dorrit Moussaieff, verndari Eyrarrósarinnar, afhendir Gunnsteini Ólafs- syni, listrænum stjórnanda Þjóðlagahátíðar á Siglufirði, viðurkenninguna. LISTAMAÐURINN Alessandro Raho og Dame Judi Dench standa hér fyrir framan portrett sem hann hefur gert af leikkonunni og getur nú að líta í National Portrait Gall- ery í Lundúnum. Dame Judi Dench, sem hlaut eldskírn sína á sviði 1957, er ennþá virk í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum og hlaut m.a. á sín- um tíma Óskarsverðlaunin fyrir aukahlutverk í myndinni „Shake- speare in Love“. Reuters Portrett af Dame Judi Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.