Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RÉTTARHÖLD yfir Saddam standa nú fyrir dyrum og er öruggt, að þá hefst aftur söng- urinn síendurtekni úr röðum beggja arma Alþýðubandalagsins sáluga, Samfylkingar og Vinstri grænna: „Bandaríkjamenn studdu Saddam! Bandaríkjamenn studdu Saddam!“ Bú- ast má við, að frétta- stofa hljóðvarps taki undir í falsettó. Þetta syngja þeir í kór, og eiga þar við meintan stuðning við Saddam í Íran- Íraksstríðinu 1980– 1988, en hver var hann? Í hverju hann fólginn? Á tímabilinu 1980–1988 seldu Bandaríkjamenn Írökum all- margar óvopnaðar þyrlur. Auk þess keyptu Írakar fimm Boeing- farþegaþotur á tímabilinu og fengu ábyrgð fyrir 400 milljóna dala láni. Þetta voru í raun venju- leg alþjóðaviðskipti, og engu meiri eða merkilegri en búast hefði mátt við á friðartímum. Hernaðaraðstoð Bandaríkja- manna við Íraka var alls engin. Núll. Sú undarlega staðhæfing, sem borin hefur verið fram opin- berlega hér á landi, að Banda- ríkjamenn hafi selt Írökum eit- urgastækni síðan í fyrri heimsstyrjöld sýnir vel veru- leikafirringu vinstri manna, innri óvina Vesturlanda. Hatrið á Bandaríkjunum ruglar dómgreind þeirra og ærir þá. Að deila og drottna Stríðið 1980–1988 hentaði hags- munum Bandaríkjamanna og enn frekar Ísraelsmanna einkar vel. Hvorugur mátti vinna. Þetta var með öðrum orðum eitt besta dæmið á síðari árum um það sem Rómverjar kölluðu divide et impera, „að deila og drottna“. Fulltrúi í bandaríska utanrík- isráðuneytinu lýsti þessu ágæt- lega 1983: „Okkur er nokk sama um þetta stríð, svo framarlega sem það breytir ekki valda- hlutföllum á svæðinu eða veikir bandamenn okkar.“ Framan af hallaði mjög á Írani. Vopn þeirra voru frá dögum keis- arans, og þá vantaði vopn, skot- færi og varahluti. Þeir máttu ekki tapa, þá hefði Saddam orðið of sterkur og því hófu Ísraelsmenn, annaðhvort af eigin hvötum, eða, eins og margir telja, beinlínis að undirlagi Banda- ríkjamanna, umfangs- mikla vopnasölu til þeirra. Síðar sá Reagan- stjórnin möguleika á að fá lausa gísla skæruliða í Líbanon og afla fjár til stuðnings við Kontra-skæruliða í Níkaragva, sem Bandaríkjaþing hafði neitað um. Þá seldu þeir Írönum vopn beint, en að sjálfsögðu í laumi. Nokkru síðar skutu Írakar flug- skeyti að bandaríska herskipinu Sark og drápu 37 menn. Margir telja þessa árás beinlínis hafa verið hefnd fyrir vopnasölu og stuðning Bandaríkjamanna við Ír- ani. Þegar upp er staðið kemur nefnilega í ljós, að sá aðili, sem Bandaríkjamenn raunverulega og sannanlega studdu hernaðarlega í Íran-Írak stríðinu voru Íranir, ekki Írakar. Íran fór svo að fá vopn frá Sov- étríkjunum, sem seldu báðum vopn eftir vild og hallaði á Íraka. Þá fóru Bandaríkjamenn að sjálf- sögðu að verða vinsamlegri Sadd- am. Sögur ganga um að þeir hafi fengið honum loftmyndir úr njósnagervihnöttum sínum. Aðrir segja að bæði Íranir og Írakar hafi fengið slíkar myndir. Um beinan hernaðarlegan stuðning við Íraka var aldrei að ræða. Það er beinlínis rangt. Vinir alræðis, lýðræðis og mannréttinda Hrópin um „lýðræði“ og „mann- réttindi“ hljóma nú sem aldrei fyrr. Ég missti trúna á „friðarbar- áttunni“ fyrir um 40 árum þegar tveir hópar „friðarsinna“ börðust innbyrðis á „friðarþingi“ í Japan og um 25 menn voru drepnir. Það var svo um 15 árum síðar, sem ég missti trúna á „mannrétt- indabaráttunni“. Þá sá ég fyrst í smáauglýsingum Þjóðviljans sál- uga, að forystumenn í MÍR, „Kúbuvinafélaginu“og „vináttu- félaginu“ við Víetnam voru farnir að halda fyrirlestra um „lýðræði“ og „mannréttindi“ á fundum Amnesty. Þetta geta allir séð sjálfir, sem nenna að blaða í gömlum Þjóðviljum. Þeir liggja fyrir á söfnum og eru holl lesn- ing, einkum ungu fólki. Hér var um að ræða forystu Alþýðu- bandalagsins sáluga, en hún skiptist síðar niður á Vinstri græna, Kvennalista (um skeið) og ekki síður Samfylkingu. Frammá- menn í Alþýðubandalaginu stofn- uðu, (ávallt samhliða háværri „lýðræðis“- og „mannréttindabar- áttu“) slík „vináttufélög“ við flestallar allra grimmustu alræð- isstjórnir samtímans, (Albaníu, Norður-Kóreu o.s.frv.). Ekki veit ég hvort þeir voru allir í Amn- esty, en þykir það ekki ólíklegt. En vel að merkja: Hrópin um „lýðræði“ og „mannréttindi“ hljómuðu þá hátt og snjallt, alveg eins og nú og allra hæst frá þeim, sem voru hvað virkastir í þessu „vináttufélaga“-brölti. Sem fyrr sagði missti ég þarna alveg trúna á „mannréttinda- baráttunni“ og hef ekki fengið hana aftur síðan, því flest það góða fólk, sem hér um ræðir er í fullu fjöri og enn sem fyrr á kafi í „mannréttindabaráttunni“. Undarleg auglýsing í erlendu blaði er nú á döfinni, sú undarleg- asta í manna minnum. Ég vil að- eins benda á eitt atriði, sem ég veit ekki til að aðrir hafi bent á: Al-Qaeda-menn lesa örugglega New York Times. Forystu- mennirnir eru yfirleitt af góðu fólki komnir og menntamenn, eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjóna- ástæðum. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart. Al-Qaeda les New York Times Vilhjálmur Eyþórsson fjallar um Íraksstríðið og utanríkismál ’Afleiðingar þessararauglýsingar gætu því komið á óvart.‘ Vilhjálmur Eyþórsson Höfundur stundar ritstörf. ÁR OG dagar eru liðin frá því sem undirritaður bryddi upp á því í sínum gamla flokki að setja skorður við hringamyndunum í viðskiptum. Það málsefni hlaut litlar undirtektir – eða engar. Hvers vegna ekki? Vegna þess að þá – og lengst af – studdu stærstu fyrirtækin og flestir fjölmiðlar – og allir sem bragð var að – Sjálfstæðisflokkinn, en SÍS friðheilagt vegna helmingaskiptareglu, sem nú gengur aftur ljósum logum. Hafi á sinni tíð verið þörf á lagareglum, sem sporna gegn einokun, er þeirra brýn nauðsyn nú. En af hvaða rótum skyldi það vera runnið að mjög hefir hallazt á mer- inni í samkeppnismálum hin síðari árin? Landsstjórnarmenn láta sem þeim sé staða þeirra mála með öllu óviðkomandi. Á þeim er helzt að skilja að á ferðinni séu fjandsamleg öfl, sem hafi það eitt á oddinum að gera þeim og þeirra hagsmunum sem mesta bölvun. Til þess að efla óvinaöfl hafði rík- isstjórnin ekki unnið að því hörðum höndum að safna auði alþjóðar á sem fæstar hendur. Fyrir daga uppreisn- armanna ríkti í áróð- ursmálum stærsta flokksins friðsældin ein. Morgunblaðið var að vísu að ybba gogg um hríð, en þjónar nú Sjálf- stæðisflokknum til borðs og sængur. Aftur á móti þurfti engum aga að beita DV meðan þar stjórnaði pólitíkinni handbendi forystu flokksins, sem ávallt hallaði réttu máli eftir pólitískum þörfum ráðamanna. En mestu liðsemdina veitti Rík- isútvarpið og sjónvarp þess undir styrkri stjórn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, atkvæðamesta rit- þjófs þjóðarinnar og mannorðsþjófs í hjáverkum. Og nú fá þeir heldur bet- ur að kenna á því sem hröktu fóstra hans úr stóli forsætisráðherra, enda herða ríkisfjölmiðlar svo róðurinn að Morgunblaðið kalllar einelti. Svo föstum tökum voru frétta- menn teknir að fréttamaður RÚV í alþingi árin 1999–2003 þorði ekki að heilsa formanni Frjálslynda flokks- ins nema enginn sæi til. Enda er starfsmönnum RÚV vorkunn, þar sem atvinna þeirra er í veði ef þeir misstíga sig hið minnsta í þjónustu við rétta valdhafa. Hafa enda séð heilum stofnunum kastað fyrir ofur- borð ef óráðþægar reyndust. En ógæfan dundi yfir þegar Fréttablaðið hóf göngu sína, sem skeytti fyrst í stað hvorki um skömm né heiður í skrifum sínum. Létu eig- endur þess sem þeir vissu ekki hverj- ir réðu landinu. Riðu enda yfir ólgu- sjóir með mútuboðum á faldi, og ósettlegri framkomu í mesta máta. Við svo búið mátti ekki una og hið margfræga Fjölmiðlafrumvarp sá dagsins ljós fyrir atbeina manna, sem áður höfðu haft að kalla alræði í fjöl- miðlamálum. Þeir vissu þá orðið hvað slíkt vald ber í skauti sér; höfðu enda nýleg dæmi þar um sem hinn nýi samherji og vinur, Berlusconi hinn ítalski, hafði einnig fært þeim heim sanninn um. Íslendingar þurfa vissulega að setja lög um starfsemi fjölmiðla og eins til að reisa elkur við hringa- myndunum. Vegna fjölmiðla er mikil þörf á slíkum reglum, ekki sízt til að losa ríkisfjölmiðlana úr járngreipum Sjálfstæðisflokksins og þurrka af fyr- irtækinu þann smánarblett að hólm- steinska ríði þar húsum. Slíkar reglur verða að ná jafnt til allra, en ekki beinast að einum aðila, eins og Fjölmiðlafrumvarpið var úr garði gert. Jafnrétti til orða og at- hafna á að vera okkar aðall, en þau göfugu markmið lagði minn gamli flokkur fyrir róða fyrir margt löngu af því sem önnur meðul hentuðu bet- ur í valdabaráttunni – enda Fram- sóknarflokknum líka hugþekkari. Fjölmiðlar Sverrir Hermannsson fjallar um fjölmiðla ’Hafi á sinni tíð veriðþörf á lagareglum, sem sporna gegn ein- okun, er þeirra brýn nauðsyn nú.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. MEIRA en 30% Íslendinga nefna einhvern sparisjóðanna þegar þeir eru spurðir hver sé þeirra aðal við- skiptabanki eða sparisjóður, sam- kvæmt nýlegri könnun Gallup. Eng- inn bankanna hefur viðlíka stöðu og sparisjóðirnir þegar kemur að þjónustu við einstaklinga. Könnunin sýnir að sparisjóðirnir eru í sókn því markaðs- hlutdeild þeirra hefur vaxið um 5% síðan hlið- stæð könnun var gerð fyrir fimm árum. Á síðastliðnum ára- tug hefur orðið bylting á íslenskum fjár- málamarkaði. Opnun hagkerfisins, aukið flæði fjármagns milli landa og einkavæðing ríkisbankanna hafa gjörbreytt öllum að- stæðum á þessum markaði. Ein afleiðing breytinganna er stór- aukin samkeppni á öll- um sviðum fjár- málaþjónustu. Sparisjóðirnir hafa tekið virkan þátt í þessari samkeppni sem fjórða aflið á markaðnum og hafa haldið sínum hlut og gott betur, eins og fyrrnefnd könnun sýnir. Ánægja viðskiptavina sparisjóðanna hefur einnig mælst meiri en viðskiptavina bankanna fimm ár í röð, samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni; viðamikilli árlegri könnun á ánægju viðskiptavina ís- lenskra fyrirtækja. Þrátt fyrir hina sterku stöðu spari- sjóðanna heyrast öðru hvoru raddir um það að sparisjóðirnir séu ekki í takt við tímann, séu úreltar stofnanir sem muni ekki lifa af í breyttum heimi. Þetta er mikill misskilningur og í raun ákaflega óábyrgur málflutn- ingur. Markmið sparisjóðanna enn í fullu gildi Sparisjóðirnir, sem eru yfir 20 á land- inu öllu, voru flestir stofnaðir fyrir miðja síðustu öld og sóttu fyrirmynd sína aðallega til Norðurlandanna og Þýskalands. Markmiðið með stofnun sparisjóðanna var að efla byggð og atvinnulíf á þeim svæðum sem starf- semi þeirra náði til. Þetta markmið er enn í fullu gildi og sá grunnur sem sparisjóðirnir byggja á. Sparisjóð- irnir líta á það sem hlutverk sitt að vera bakhjarlar sinna heimabyggða og stuðla að velferð þeirra. Hið sama má segja um sparisjóði í öðrum lönd- um en í flestum Evrópuríkjum eru starfandi öflugir sparisjóðir sem eru síður en svo að verða undir í sam- keppni við önnur fjár- málafyrirtæki. Í upphafi kom það yf- irleitt í hlut ákveðins hóps manna á hverjum stað að hafa forgöngu um stofnun sparisjóðs og leggja fram það fé sem þurfti til. Stofnfjár- eigendur eru þó ekki eigendur sparisjóðs á sama hátt og t.d. hlut- hafar í hlutafélagi og er nær að líkja stöðu þeirra við stöðu innlánseig- enda. Þeir eru fyrst og fremst trúnaðarmenn byggðanna og eiga að vaka yfir hagsmunum sjóðsins. Það er heima- byggð hvers sparisjóðs og íbúarnir þar sem eru réttnefndir eigendur hans. Sparisjóðirnir eru þannig fyrirtæki sem hafa samfélagslegt hlut- verk og rækja það á margvíslegan hátt. Sem dæmi má nefna að sparisjóðirnir styðja dyggilega við bakið á íþrótta-, menningar- og góðgerðarstarfi með fjárframlögum í sinni heimabyggð, langt umfram það sem viðskipta- bankarnir gera. Víðtækt samstarf tryggir bestu kjör Því hefur verið haldið fram að skipu- lag og rekstrarform sparisjóðanna dæmi þá úr leik í þeirri hörðu sam- keppni sem ríkir á markaðnum. Þeir sem halda slíku fram gefa sér þá for- sendu að hlutafélagsformið og stórar rekstrareiningar séu það eina sem komi til greina ef fyrirtæki ætli sér að lifa samkeppnina af. Þeir gefa sér líka að sparisjóðirnir þurfi að geta þjónað öllum fyrirtækjum, stórum jafnt sem smáum, og taka þátt í útrás þeirra. Þetta er einfaldlega rangt. Einn helsti styrkur sparisjóðanna liggur í því að þeir veita við- skiptavinum, einstaklingum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum fyrsta flokks og persónulega þjónustu. Slíka þjónustu geta þeir veitt vegna þess að rekstrareiningar eru tiltölulega smá- ar og boðleiðir stuttar. Á þessu bygg- ist ánægja og tryggð viðskiptavina sparisjóðanna. Hins vegar hafa spari- sjóðirnir með sér víðtækt samstarf sem tryggir viðskiptavinum þeirra sambærileg og í sumum tilvikum betri kjör en viðskiptavinum bank- anna bjóðast. Dæmi um þetta er sam- starf sparisjóðanna og Íbúðalána- sjóðs sem felur í sér lán til íbúða- kaupenda á betri kjörum en hér hafa áður þekkst. Áfram fjórða aflið á markaðnum Málflutningur þeirra sem telja spari- sjóðina úrelta byggist á trúarsetn- ingum sem standast ekki skoðun. Sparisjóðirnir eru rótgróin, vel rekin og stöndug fyrirtæki með trausta bakhjarla, skýr markmið og öflugt starfsfólk. Hagnaður sparisjóðanna fer annars vegar í uppbyggingu sjóð- anna og hins vegar til samfélagsins, á meðan hagnaður viðskiptabankanna fer til hluthafa. Tilvist sparisjóðanna tryggir góða þjónusta við ein- staklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki hvar sem er á landinu og umhyggju fyrir sínu samfélagi. Sparisjóðirnir ætla sér áfram að vera raunhæfur valkostur fyrir íslenska neytendur sem fjórða aflið á íslenskum fjár- málamarkaði, hér eftir sem hingað til. Íslendingar velja sparisjóðinn Guðjón Guðmundsson fjallar um sparisjóðina Guðjón Guðmundsson ’Málflutningurþeirra sem telja sparisjóðina úr- elta byggist á trúarsetningum sem standast ekki skoðun.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sparisjóða (SÍSP).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.