Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 31 UMRÆÐAN HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur komst nýlega að þeirri niðurstöðu að umhverfisráðherra hafi verið skylt að láta fyrirhugað álver Alcoa Fjarðaáls í Fjarðabyggð sæta mati á umhverfisáhrifum. Í kjölfarið er rétt að rekja nokkrar staðreyndir og út- skýra í fáum orðum aðkomu og stöðu Alcoa Fjarðaáls. Áformuð framkvæmd Í nóvember árið 2002 keypti Alcoa hluta- félagið Reyðarál hf. Með í kaupunum fylgdi mat á umhverfisáhrif- um vegna 420 þúsund tonna álvers og raf- skautaverksmiðju sem Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra höfðu áður samþykkt. Frá upphafi lá fyrir að Alcoa hygðist byggja minna álver með rúmlega 320 þús- und tonna fram- leiðslugetu. Auk þessa var fallið frá áformum um að byggja raf- skautaverksmiðju. Verksmiðjan hefur ver- ið hönnuð með það að markmiði að hún verði í allra fremstu röð hvað varðar umhverfismál. Þannig hefur m.a. verið komið í veg fyrir losun á iðnaðarvatni til sjávar og ákveðið var að end- urvinna öll kerbrot er- lendis í stað þess að farga þeim hér á landi. Mat á umhverfis- áhrifum staðfest Í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrif- um tilkynnti Alcoa stjórnvöldum um breytinguna og skilaði til Skipulags- stofnunar ítarlegri samanburð- arskýrslu til að fá úr því skorið hvort gera þyrfti nýtt mat á umhverfis- áhrifum eða hvort gamla matið fyrir stærra álver og umfangsmeiri fram- kvæmd yrði látið gilda. Skipulags- stofnun tók samanburðarskýrsluna til meðferðar og ráðfærði sig við 15 mismunandi stofnanir. Niðurstaða Skipulagsstofnunar var í stuttu máli sú að umræddar breytingar á áformum um byggingu álversins væru ekki þess eðlis að framkvæma þyrfti nýtt mat. Gamla matið stæði því enn, enda mat sér- fræðinga að heildaráhrif álvers Al- coa Fjarðaáls yrðu þau sömu eða minni en álvers Reyðaráls sam- kvæmt upphaflegu mati. Umhverf- isráðherra staðfesti síðar þennan úr- skurð Skipulagsstofnunar. Minni umhverfisáhrif álvers Alcoa Fjarðaáls Gert var ráð fyrir að útblástur frá upphaflegu álveri Reyðaráls yrði hreins- aður með svokölluðum vothreinsibúnaði. Í því felst að loftborin efni frá álverinu eru fyrst hreinsuð í þurr- hreinsibúnaði, þar sem efni í útblæstri eru end- urunnin og síðan er út- blástur leiddur út í sjó. Hluti útblásturs er samt alltaf loftborinn þannig að áhrifa álvers- ins hefði bæði gætt á sjó og landi. Samþykkt mat á umhverfisáhrif- um fyrir Reyðarál gerði ráð fyrir áhrifa- svæði á landi sem næði um 2,6 km vestur og 2,6 km austur frá ker- skálum. Vegna vot- hreinsunar var gert ráð fyrir áhrifasvæði á sjó sem var 1,7 km breitt og um 600 metra út frá landi. Ekki er gert ráð fyr- ir vothreinsibúnaði í fyrirhugðu álveri Alcoa Fjarðaáls. Er það í samræmi við þá stefnu Alcoa að fyrirbyggja alla losun mengandi efna í hafið frá álverum fyrirtækisins, sem eru 27 talsins í fimm heims- álfum. Þó vothreinsun teljist viðunandi meng- unarvörn getur hún fal- ið í sér ákveðna staðbundna áhættu hvað varðar áhrif á lífríki í sjó. Ekki þarf að útskýra mikilvægi þess fyrir okkur Íslendingum að standa vörð um vistkerfi sjávar. Hins vegar er gert ráð fyrir öfl- ugum þurrhreinsibúnaði í álveri Al- coa Fjarðaáls með háum reykháfi, svo öflugum að áhrif á landi eru áætl- uð þau sömu og gert var ráð fyrir í upphaflegum áætlunum um Reyð- arál, jafnvel þó að þar hafi verið gert ráð fyrir vothreinsun. Munurinn er hins vegar sá að álver Alcoa Fjarða- áls skilar engu í sjóinn. Í umræðunni hefur réttilega verið bent á að heildarmagn brennisteins sem fer út í andrúmsloftið verður meira frá álveri Alcoa Fjarðaáls en það hefði orðið frá álveri Reyðaráls miðað við upphaflegar áætlanir. Með þeim mengunarvörnum sem fyr- irhugaðar eru í álveri Alcoa Fjarða- áls og dreifingu úr háum reykháfi verður styrkur brennisteins í and- rúmslofti umhverfis álverið hins veg- ar ekki meiri en samkvæmt fyrri áætlunum og umhverfisáhrifin því ekki meiri. Auk þessa verður engu skilað í sjó (fyrri áætlanir gerðu m.a. ráð fyrir að 9.500 tonn af brenni- steinsdíoxíði færu í hafið árlega), heildarútblástur flúors (loftkennt og ryk) verður sá sami, útblástur gróð- urhúsalofttegunda minni, útblástur allra annarra efna svipaður eða minni, engum kerbrotum verður fargað og áhrifasvæði verksmiðj- unnar á landi verður það sama og eldri áætlanir gerðu ráð fyrir. Mark- mið Alcoa Fjarðaáls er að hanna og reka álver í fremstu röð hvað varðar umhverfismál og í engu verður slak- að á kröfum svo það markmið náist. Rétta leiðin farin Við undirbúning að starfsemi álvers Alcoa Fjarðaáls hafa aðstandendur þess í einu og öllu farið eftir þeim leiðum sem lög um mat á umhverfis- áhrifum segja til um og fylgt ákvörð- unum stjórnvalda. Úrskurður Skipu- lagsstofnunar byggðist á vandaðri og ítarlegri samanburðarskýrslu sér- fræðinga. Fimmtán opinberir aðilar sögðu álit sitt á skýrslunni sem Skipulagsstofnun tók tillit til í úr- skurði sínum. Þessi úrskurður var síðan staðfestur af umhverf- isráðherra og allt þetta ferli var í samræmi við lög um mat á umhverf- isáhrifum. Hagsmunir um- hverfisins í fyrirrúmi Tómas Már Sigurðsson fjallar um álver Alcoa Fjarðaáls og umhverfismál ’Við undirbún-ing að starfsemi álvers Alcoa Fjarðaáls hafa aðstandendur þess í einu og öllu farið eftir þeim leiðum sem lög um mat á umhverfis- áhrifum segja til um og fylgt ákvörðunum stjórnvalda.‘ Tómas Már Sigurðsson Höfundur er forstjóri Alcoa Fjarðaáls. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ENN Á ný er komin upp á yf- irborðið umræða um starfs- mannahald ítalska verktakafyr- irtækisins Impregilo við Kárahnjúka og ekki að ástæðu- lausu. Ekki kemur það á óvart miðað við gang mála frá upphafi þessa verks. Það er ekki hægt að fjalla um þetta mál öðruvísi en að skoða raforkusölusamninga við Alcoa. Verð það sem við Íslendingar sömdum um fyrir raforku frá Kárahnjúkum er það lægsta sem gerist í heiminum, og er það lágt að kostnaður Alcoa vegna raf- orkukaupa og vinnulauna í ál- verinu við Reyðarfjörð er svip- aður og bara fyrir raforkukaup víðast hvar. Þar að auki fær Al- coa skattaafslátt og er und- anþegið mengunargjaldi. Þar af leiddi, að sögn núver- andi forsætisráðherra, að það var algjör forsenda fyrir byggingu Kárahnjúkavirkjunar að taka hinu lága tilboði Impregilo í verk- ið. Nú kemur æ betur í ljós að það tilboð var byggt á innflutn- ingi á fátæku fólki sem ekki hefur aðstöðu til eðlilegra launa eða viðunandi aðbúnaðar í fjarlægu landi. Við Íslendingar höfum notið starfskrafta erlends vinnuafls um langa hríð og hefur það fólk unnið sér traust hér bæði fyrir dugnað, stundvísi og heiðarleika, enda verið fellt inn í þau launa- kjör og réttindi sem Íslendingar væru. En verkafólkið á Kára- hnjúkum er ráðið í gegnum er- lendar starfsmannaleigur sem virða að engu rétt þessa fólks. Líkist framferði þeirra því frem- ur starfsháttum þrælasala og melludólga en heiðarlegra fyr- irtækja. Það er hlutverk íslenskrar verkalýðshreyfingar að verja rétt þessa fólks og sýna fulla hörku gagnvart Impregilo. Á það hefur skort þó eitthvað virðist farið að heyrast úr þeirra búðum, því ef þessir hlutir ganga svo áfram sem að undanförnu með launa- svindli og skattsvikum hefur verkalýðsbaráttan fyrir rétt- indum launafólks færst marga áratugi aftur á bak og þar á ofan er ekki ólíklegt að íslensk verk- takafyrirtæki fari að feta líkar brautir. Viðbrögð íslensku ríkisstjórn- arinnar í þessu máli koma ekki á óvart. Hún kannast ekki við að nein lög séu brotin, horfir í gegn- um fingur sér og dregur allar að- gerðir á langinn eins og kostur er gagnvart ítalska verktakanum. Í ofanálag hafa sumir ráðherrar lýst því yfir að þeim komi Kára- hnjúkavirkjun ekkert við. Það er dapurlegt að erlent verkafólk er hlunnfarið með vitund og vilja ís- lenskra yfirvalda. Ég segi með vilja en með aðgerðarleysi gegn Impregilo er ríkisstjórnin að leggja blessun sína yfir þeirra at- hæfi. Og ennfremur; ef þessir hlutir ganga svo áfram óbreyttir verður þrælastíflan við Fremri-Kára- hnjúk algjör niðurlæging íslensku þjóðarinnar og hún mun verða tákn þeirra hluta sem allir munu vilja gleyma. Það eitt er víst. GUÐMUNDUR ÁRMANNSSON, bóndi, Vaði, Skriðdal. Þrælastíflan við Fremri-Kárahnjúk Eftir Guðmund Ármannsson mbl.is Föstudagur 14. janúar 2005 Forsíða Viðskipti Afþreying Fólkið Atvinna Smáauglýsingar Gagnasafn Myndasafn MorgunblaðiðFasteignir Fótbolti Golf Handbolti Körfubolti Úrslitaþjónustan Fréttir vikunnar Íþróttir Fréttirnar Úrslitin Næstu leikir Riðlarnir Staðan mbl.is ...allt um HM í handbolta Tveir blaðamenn og ljósmyndari eru í Túnis og flytja þér fréttir af keppninni jafnóðum og þær gerast ásamt viðtölum við landsliðsmenn Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekning- arlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hug- sjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víð- tæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj- um við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.