Morgunblaðið - 21.01.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 33
MINNINGAR
✝ Járngerður Ein-arsdóttir fæddist
á Tjörnum í Vestur-
Eyjafjallahreppi 5.
júlí 1924. Hún and-
aðist á líknardeild
Landspítala, Landa-
koti, mánudaginn
10. janúar síðastlið-
inn. Hún var dóttir
hjónanna Krist-
bjargar Guðmunds-
dóttur húsmóður, f.
3. nóv. 1898, d. 22.
feb. 1993, og Einars
Jónssonar bónda, f. í
Seljalandsseli í Vest-
ur-Eyjafjallahreppi 11. sept. 1887,
d. 17. apríl 1967. Systkini Járn-
gerðar eru Þuríður, f. 1923, d.
1999, Sigurður eldri, f. 1925, Leif-
ur Sveinn, f. 1927, d. 1948, Jón, f.
1930, Þórarinn Guðmundur, f.
1931, d. 1949, Magnús, f. 1932,
Kristján, f. 1934, Sigríður, f. 1936,
d. 1999, Sigurður yngri, f. 1938,
Lóa, f. 1939, d. 1941, Lóa Þórey, f.
b) Aðalsteinn, f. 30. júlí 1977. Fyr-
ir átti Sigrún Sigríði Bergmann
Hreggviðsdóttur, f. 20. nóv. 1970.
2) Regína, f. 24. des. 1947, d. 7.
des. 2001, gift Þórði Guðjóni
Kjartanssyni, f. 31. des. 1944.
Börn þeirra eru: a) Regína Bára, f.
9. des. 1964, d. 20. ágúst. 1965, b)
Ásgeir Þór, f. 13. okt. 1966, unn-
usta Michaela Pacolova, f. 11. apr-
íl 1976, og Katrín, f. 30. sept. 1973,
unnusti Aron Pétur Karlsson, f. 8.
júlí 1970, dóttir þeirra er Ester
Regína, f. 17. apríl 2003. Fyrir á
Katrín soninn Þórð Örn Reynis-
son, f. 2. okt. 1996. 3) Leifur, f. 31.
jan. 1960, unnusta Guðrún Ey-
þórsdóttir, f. 12. ágúst 1963. Börn
Leifs eru Arnheiður, f. 26. feb.
1982, unnusti Atli Guðbrandsson,
f. 4. júní 1983, og Arnar, f. 16. júní
1989. Móðir þeirra er Sara Jóns-
dóttir, f. 10. okt. 1963. Börn Guð-
rúnar eru Anna Dís, f. 29. sept.
1988, og Eva, f. 6. júlí 1991. Fyrir
átti Járngerður stúlkubarn, Eygló
Kristbjörgu Benedict, f. 18. nóv.
1943, d. 21. maí 1944.
Útför Járngerðar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
Jarðsett verður í Fossvogskirkju-
garði.
1941, d. 1947, og hálf-
bróðir samfeðra, Guð-
mundur Einarsson, f.
1921, d. 1997.
Hinn 3. janúar 1959
giftist Járngerður Að-
alsteini Metúsalems-
syni frá Hauksstöðum
á Jökuldal, f. 12. maí
1915, d. 25. ágúst
1985. Foreldrar hans
voru hjónin Metúsal-
em Sigfússon, f. 11.
des. 1884, d. 25. maí
1959, og Sigurbjörg
Regína Guðmunds-
dóttir, f. 5. sept. 1884,
d. 22. ágúst 1935. Járngerður og
Aðalsteinn áttu heimili sitt í
Reykjavík. Börn þeirra eru: 1)
Smári, f. 20. júní 1946, d. 9. nóv.
2001, kvæntur Sigrúnu Þorbjörns-
dóttur, f. 18. feb. 1953. Börn
þeirra eru a) Ásta Bára, f. 11. sept
1974, maður hennar Magnús
Helgason, f. 27. júlí 1969, sonur
þeirra er Smári, f. 11. okt. 2000 og
Mig langar að minnast með fáum
orðum Járngerðar Einarsdóttur
sem lést í Reykjavík hinn 10. jan-
úar sl. á 81. aldursári.
Fyrir tæpum þremur árum átti
ég því láni að fagna að kynnast
Leifi syni hennar og síðan þá hefur
Járngerður einnig verið hluti af lífi
mínu. Það leyndi sér ekki, strax við
fyrstu kynni, að þar fór góð kona
og af nærveru hennar stafaði hlýja
og velvild. Hún var fríð, ljós yfirlit-
um með falleg, dreymin, ljósblá
augu sem ég veit að sáu meira en
gengur og gerist. Hún var mjög
næm og sá fyrir óorðna hluti auk
þess að vera berdreymin.
Það var gott að koma á heimili
hennar, sem var mjög snyrtilegt og
þar ríkti góður andi. Kærleikurinn
var í hávegum hafður, ást og um-
hyggja fyrir syninum sem var einn
eftir svo og barnabörnum og barna-
barnabörnum.
Þó samvistir okkar væru ekki
lengri var það ánægjulegt hvað við
náðum vel saman og gátum spjallað
um það sem dreif á dagana og hvað
hún einlæglega sagði mér frá fjöl-
skyldunni og því sem henni þótti
gott að ég vissi.
Þær voru ófáar og alltaf jafn
notalegar stundirnar sem við sátum
saman í kaffi á heimili hennar. Hún
ætíð vel tilhöfð, fín, ráðagóð og
stutt í grínið og góða skapið.
Elsku Leifur, Arnheiður og Arn-
ar þið eruð lánsöm að í ykkur hefur
varðveist kærleikur hennar og
viska.
Fjölskyldan og aðrir ástvinir hafa
mikils misst, við lifum áfram fyrir
hennar hönd.
Mér er efst í huga nú á þessari
stundu þakklæti fyrir að hafa feng-
ið að kynnast þessari göfugu og
mætu konu.
Guð blessi minningu hennar.
Guðrún Eyþórsdóttir.
Elsku amma mín.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig og afa. Þú varst alltaf
svo góð og vildir öllum vel. Ég man
að þegar ég var lítil fékk ég að fara
í hælaskóna þína þegar ég vildi og
setja á mig klemmueyrnalokkana
sem afi gaf þér, mér leið eins og lít-
illi prinsessu. Alltaf áður en ég fór
að sofa sagðir þú mér söguna af
Búkollu sem ég vildi heyra aftur og
aftur. Við vorum líka saman á
hverjum jólum og það var alltaf
notalegt að hafa þig hjá okkur. Þú
gafst mér líka bestu jólagjöf sem
hægt er að fá sem voru gömlu
skartgripirnir þínir sem þú varst
hætt að nota, sem ég hef dáðst að
frá því að ég var lítil.
Mér þykir mjög vænt um allar
minningarnar sem ég á um þig og
mun aldrei gleyma öllum góðu
stundunum okkar saman á Hjalta-
bakkanum.
Það er mjög sorglegt að þú sért
farin frá okkur en ég veit að þér
líður vel núna hjá afa, Regínu og
Smára. Ég mun alltaf hugsa hlýtt
til þín, takk fyrir allt, elsku amma
mín.
Þín
Arnheiður.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast þín og kveðja þig Gerður
mín.
Ég kynntist þér ekki fyrr en ég
fór að vinna fyrir son þinn og hitti
þig í fyrsta skipti í opnunarboði
fasteignasölunnar 101 Reykjavík.
Ég laðaðist strax að þér og við töl-
uðum og töluðum saman eins og við
hefðum alltaf þekkst.
Ég man hvað ég dáðist að því
hvernig lífsviðhorf þitt var og skoð-
anir á lífinu, sérstaklega sú ró sem
yfir þér var og ekki síst að sjá að
þú varst ekki bitur og reið þrátt
fyrir að þú misstir tvö af þremur
börnunum þínum með mánaðar-
millibili úr krabbameini, árinu þar á
undan. Þú varst mjög dulræn og
vissir eins og sagt er lengra en nef
þitt nær og við eyddum löngum
tíma í að tala um hluti sem enginn
veit um en sumum er gefið að finna
og vita eins og þér. Þar sem ég hef
svo mikinn áhuga á andlegum mál-
efnum náðum við svona vel saman
og svo minnti ég þig líka svo á dótt-
ur þína hana Regínu sem ég því
miður aldrei hitti. Ég kom í heim-
sókn til þín á spítalann rétt fyrir jól
og þú reyttir af þér brandarana um
lífið og tilveruna þarna á spítalan-
um. Þú vissir að hverju stefndi og
þar sem ég vissi að þú hefðir
áhyggjur af Leifi, sem verður hér
eftir búinn að missa þig, pabba sinn
og bæði systkini, lagði ég ríka
áherslu á hvað hann væri lánsamur
að eiga svona yndislega sambýlis-
konu sem hann kynntist á sama
tíma og hann opnaði söluna því hún
er einstök og algjör perla. „Já,“
sagðir þú og settist upp í rúminu og
sagðir: „Já, hún er líka heppin.“
Það eru sko orð að sönnu enda er
hann líkur þér. Ég er ánægð með
að þú skyldir fara með Leifi, Guð-
rúnu og börnunum þeirra til Spán-
ar síðasta sumar og sagðir þú mér
að það hefði verið yndisleg ferð. En
nú ert þú farin í aðra ferð og ég
þakka þér fyrir kynnin Gerður mín
og hlakka til að hitta þig aftur þeg-
ar þar að kemur. Ég votta þér Leif-
ur minn, Guðrúnu, börnunum og
öllum þeim sem þótti vænt um
Gerði mína dýpstu samúð.
Farin er merk og sterk kona.
María Haralds.
Elskuleg vinkona okkar, Gerða,
eins og við nefndum hana, er látin.
Okkur langar til að þakka henni
fyrir góða og trygga vináttu til 35
ára. Leiðir okkar lágu fyrst saman
er við fluttum á Hjaltabakkann og
eignuðumst hjónin Gerðu og Að-
alstein sem yndislega nágranna.
Þau voru glæsileg hjón, áttu fallegt
heimili og voru með eindæmum
gestrisin og hlý. Samskipti og sam-
vera við þau var nær daglega þann
aldarfjórðung sem við bjuggum í
sama stigagangi sem aldrei bar
skugga á. Frá þessum tíma eigum
við skemmtilegar og góðar minn-
ingar.
Eftir að við fluttum úr Hjalta-
bakkanum hélt Gerða tryggð við
okkur með heimsóknum og símtöl-
um. Hún hafði þá misst mann sinn
Aðalstein fyrir aldur fram. Þau
eignuðust þrjú mannvænleg börn,
sem voru henni mikils virði. En
raunir Gerðu urðu miklar er eldri
börn hennar greindust bæði með
illvígan sjúkdóm. Þau voru bæði
hrifin burt á besta aldri eftir erfiða
baráttu með stuttu millibili árið
2001 frá mökum sínum og ungum
börnum. Þá kom skýrast í ljós
trúarstyrkur og æðruleysi Gerðu.
Hún þakkaði guði sínum fyrir fjöl-
skylduna sem hún átti enn eftir,
Leif son sinn, sem ætíð hugsaði vel
um hana, tengdabörnin og barna-
börnin. Þeim viljum við nú votta
samúð okkar og biðjum Guð að
blessa minningu Gerðu.
Elsa og Guðbrandur.
JÁRNGERÐUR
EINARSDÓTTIR
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
VILHJÁLMS ÓSKARSSONAR
frá Reiðholti,
Lýtingsstaðarhreppi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis
aldraðra, Sauðárkróki.
Guð blessi ykkur öll.
Ingimar Vilhjálmsson, Guðrún Kristmundsdóttir,
Laufey Þ. Vilhjálmsdóttir, Árni P. Björgvinsson,
Sigurlína Vilhjálmsdóttir, Sveinn Árnason,
Óskar S. Vilhjálmsson,
Elísabet B. Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
ELENÓRA JÓNSDÓTTIR,
Nóa,
Mjóuhlíð 8,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 11. janúar sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Systkinin frá Hellu og fjölskyldur þeirra.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SÓLEY MAGNÚSDÓTTIR,
Skólastíg 9,
Bolungarvík,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Bolungar-
víkur fimmtudaginn 13. janúar, verður jarð-
sungin frá Hólskirkju í Bolungarvík laugar-
daginn 22. janúar kl. 14.00.
Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti Hólskirkju njóta þess.
Hávarður Olgeirsson,
Erna Hávarðardóttir, Finnbogi Jakobsson,
Sveinfríður Hávarðardóttir,
Hildur Hávarðardóttir, Hreinn Eggertsson,
Ingunn Hávarðardóttir,
Olgeir Hávarðarson, Stefanía Birgisdóttir,
Magnús Hávarðarson, Guðný Sóley Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
ODDRÚN JÖRGENSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 5. janúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Geir Þórðarson,
Þórður Geirsson, Erna Valdimarsdóttir
og barnabörn.
Faðir okkar,
ROY Ó. BREIÐFJÖRÐ,
lést miðvikudaginn 19. janúar.
Börn hins látna.
Ástkær eiginmaðurinn minn,
DAVÍÐ GUÐMUNDSSON,
Kristnibraut 43,
andaðist á Landspítala Fossvogi, deild B4,
miðvikudaginn 19. janúar síðastliðinn.
Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 27. janúar kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ingibjörg Friðfinnsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍSABET KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hrepphólum,
Hrunamannahreppi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði,
fimmtudaginn 20. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.