Morgunblaðið - 21.01.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 21.01.2005, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Lillý. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Hvíl í friði elsku Lillý. Okkar innilegustu samúð- arkveðjur til Gúnda, sona og fjölskyldna. Fjóla og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA ✝ Sigrún Gísladótt-ir fæddist í Sól- heimagerði í Blöndu- hlíð í Skagafirði 11. júlí 1935. Hún lést á heimili sínu 15. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Nikólína Jóhanns- dóttir húsmóðir frá Úlfsstöðum í Blöndu- hlíð, f. 21. mars 1909, d. 2002, og Gísli Gott- skálksson skólastjóri, f. 27. febrúar 1900, d. 1960. Systkini Sig- rúnar eru; Jóhann í Sólheimagerði, Halldór, kvæntur Fanneyju Sigurðardóttur, Ingi- björg, gift Óla Gunnarssyni, og Konráð, kvæntur Önnu Halldórs- dóttur. Hinn 27. maí 1956 giftist Sigrún Guðmundi Hansen sagnfræðingi og skólastjóra, f. 12. febrúar 1930. Foreldar hans voru; Friðrik Hansen kennari og vegaverkstjóri á Sauðárkróki, f. 1891, d. 1952, og Jósefína Erlendsdóttir húsmóðir, f. 1894, d. 1937. Synir Sigrúnar og Guðmundar eru: 1) Gísli Hansen verkfræðingur, f. 1957, kvæntur Önnu Hugrúnu Jónasdóttur og eiga þau þrjú börn, Ragnheiði, f. 1982, Guðmund, f. 1984, og Egil Daða, f. 1988. 2) Frið- rik Hansen verk- fræðingur, f. 1958, kvæntur Ingibjörgu Rögnu Óladóttur, þau eiga þrjú börn, Sigrúnu Björk, f. 1981, Óla Jóhann, f. 1985, og Guðmund Halldór, f. 1988. 3) Kristján G. læknir, f. 1960, kvæntur Hjör- dísi Svavarsdóttur og eiga þau fjögur börn, Jón Þorra, f. 1984, Svavar Garra, f. 1988, Unni Guð- rúnu, f. 1992, og Nínu Sigrúnu, f. 1996. 4) Árni Jökull smiður, f. 1962. Sigrún tók landspróf frá MA 1952 og fór síðan til náms í Askov- lýðháskólanum á Jótlandi. Hún var í Húsmæðraskólanum í Reykjavík 1954–55. Sigrún var húsmóðir frá 1956. Hún starfaði sem skólaritari við Þinghólsskóla í Kópavogi árin 1970–77. Frá árinu 1978 var hún læknaritari, lengst af á læknamið- stöðinni Landakoti, en síðustu árin starfaði hún sem skrifstofustjóri á Landspítalanum. Sigrún verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Hún móðir mín er dáin. Þetta voru hræðileg orð sem Friðrik sagði í sím- ann laugardagsmorguninn síðastlið- inn enda kom þetta sem þruma úr heiðskíru lofti. Enginn átti von á þessu þrátt fyrir veikindi hennar síð- asta ár en auðvitað ætlaði hún að ná sér aftur, enda á besta aldri. Tengdamóðir mín, þessi trausta kona, er horfin á braut. Upp koma yndislegar minningar sem ég á um hana á okkar samleið frá því að ég kynntist henni aðeins 18 ára gömul og eru það tæpir þrír áratugir, auðvitað hefði ég viljað annan eins tíma í við- bót. Hún var ávallt glæsileg hvar sem hún kom og hafði einstaklega góðan þokka og var mikill fagurkeri. Ég var svo heppin að geta verið mikið sam- vistum við hana og er það líka því að þakka að hún vildi alltaf vera fín um hárið, sem ég gat aðstoðað hana með. Við Friðrik og börnin okkar ferðuð- umst mikið með þeim Gúnda og Lillý í styttri og lengri ferðum innanlands sem utan og ber þar hæst sólarferð- irnar okkar þrjár til Flórída, Portú- gals og Ítalíu. Alltaf naut hún þess þegar þau Gúndi gengu saman á ströndinni í flæðarmálinu snemma morguns, komu svo að fá kaffibolla áður en við héldum áfram með daginn öll saman. Mörg voru hlátursköstin okkar og sérstaklega á ferðalögunum erlendis þar sem ýmislegt óvænt gat komið upp á. Sáum við alltaf spaugilegu hlið- arnar á þeim og höfðum gaman af alla tíð í upprifjunum okkar. Það kom sér vel að hún hafði einnig gaman af tjaldútilegum því að hún fylgdi Gúnda í vegavinnu á yngri árum þar sem þau bjuggu í tjöldum sumarlangt og sá þar um matseld fyrir vinnuflokkinn með litla syni með í för. Haustferðir í berjamó voru fastir liður að fara í með vinafólki þeirra og voru þá tíndir nokkrir lítrar sem við hin nutum sem deserts frameftir vetri. Ekki óraði mann fyrir því að síðasta ferðin hefði verið nú í ágúst þar sem þau gistu í tjaldi eins og venjulega frekar en á gistihúsi, því að vera úti í náttúrunni fannst henni alveg nauðsynlegt og alltaf á ferð sinni um landið hafði hún kaffi á brúsa og smurt nesti til að njóta í einhverju kjarrinu á leiðinni. Umburðarlynd fannst mér hún með eindæmum og er það eitt af því sem hún hefur ómeðvitað kennt mér umfram margt annað. Eins gaf hún mér gott ráð þegar hún sagði að eig- inmennirnir þyrftu ekki að vita allt sem við vissum fyrr en við vildum og þar með héldum við sumu fyrir okkur. Lillý og þau tengdaforeldrar mínir reyndust okkur Friðriki einstaklega vel á erfiðum tímum í veikindum mín- um og gættu barnanna okkar í lengri og skemmri tíma þegar á þurfti að halda og ekki taldi hún eftir sér að flytja til þeirra í fjarveru okkar. Þar sem minningabankinn er ótæmandi verða minningar henni tengdar geymdar með sjálfum okkur en henni þökkuð afar góð samfylgd og gott veganesti áfram. Hennar verður sárt saknað og tómlegt að hugsa sér lífið án tengdamömmu til að leita til en hafi hún þökk fyrir allt og allt. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Ingibjörg tengdadóttir. Tengdamóðir mín, Sigrún Gísla- dóttir, dó laugardaginn síðasta. Það sem við búumst við að geti gerst er oft í huga okkar eftir einhverja mánuði eða ár. Ekki núna. Ég er ein af þremur tengdadætrum Sigrúnar og Guðmundar sem þau fengu nánast allar í einu. Við vorum strax teknar með og séð til að við kæmum í hádegissteikina alla sunnu- daga hver með sínum syni þann tíma sem það tók sambúðina að komast í fast form. Þannig átti það að ganga til í fjölskyldum. Sigrún hafði ákveðnar skoðanir á málum, flækti þær ekki en fór eftir þeim. Tengdamóðurhlutverk sitt gagn- vart mér leysti Sigrún þannig að mér þótti stuðningur hennar vís. Sú vissa gat gert gæfumuninn. Ég er afar þakklát henni fyrir þetta. Fjögur af barnabörnum Sigrúnar og Guðmundar eru börn okkar Krist- jáns, öll fædd með fjögurra ára milli- bili. Það er nokkuð langur tími og fundum við foreldrarnir hvernig amman óx í hlutverkinu. Óhætt er að segja að dætur okkar, yngstar barna- barnanna, hafi þar notið fullþrosk- aðra ávaxta þótt þær fengju færri ár með ömmu sinni en þau eldri. Elsku Sigrún. Við kveðjum þig með miklum söknuði. Þú og Guðmundur, afi og amma í Kópavogi, eruð miðpunkturinn sem stórfjölskyldan hverfist um. Þið lögð- uð henni traustan grunn. Okkar er framhaldið. Farðu í friði. Hjördís Svavarsdóttir. Elsku amma mín og nafna var ótrú- lega hugrökk kona sem háði sína bar- áttu á sinn eigin hátt. Þó að ég vildi óska þess að við hefðum haft fleiri ár til þess að þróa samband okkar úr því að vera samband milli ömmu og barns í að vera samband tveggja fullorðinna kvenna, þá vil ég bara þakka fyrir þann tíma sem ég hafði og get huggað mig við að um ömmu á ég svo ótrúlega margar og góðar minningar. Amma Lillý var svo mikil kjarnakona og hafði svo ótrúlega gaman af að ferðast, hún og afi komu með okkur fjölskyldunni í ófáar sólarlandaferð- irnar, og ef það voru ekki ferðalög til framandi landa þá voru það ferðir í Skagafjörðinn, gönguferðir með Buska og berjatínsluferðir. Ömmu fannst líka svo gaman að vera í kring- um fjölskylduna og barnabörnin og ekkert fannst henni skemmtilegra en þegar hún náði að lokka okkur krakk- ana með sér í berjamó og finna leyni- staði sem enginn mátti vita um, og svo seinna kímdi hún út í annað og spurði hvort við myndum nú eftir leynistöð- unum. Svona tengdi hún sig við barnabörnin, yljaði sér á minningun- um og fannst svo gaman að við skyld- um líka muna eftir þessum skemmti- legu stundum sem við áttum saman. Ömmu mína mun ég alltaf elska og virða, ég ber nafnið hennar með kær- leik og stolti eins og minningu hennar. Alveg eins og hún bar nafn ömmu sinnar sem henni þótti svo gaman að segja mér frá og fannst svo mikilvægt að munað væri eftir. Þar sem amma deildi herbergi með ömmu sinni fuss- aði hún oft og sveiaði þegar hún sá draslið í herberginu mínu og sagði nú að amma sín Salóme Sigrún yrði nú ekki par hrifin ef hún gæti séð út- ganginn í herberginu og varð örugg- lega laumulega fegin að sá háttur var ekki hafður á að hún yrði að deila her- bergi með mér. Eins og amma vildi að minningin um ömmu sína, sem henni þótti svo vænt um, lifði áfram vil ég að minningin um hana ömmu mína muni alltaf vera til staðar, og mun ég sjá til að hún muni aldrei gleymast og mun elsku amma Lillý alltaf vera hjá mér í anda. Sigrún Björk Friðriksdóttir. Það greru aldrei götur á milli bæj- anna Sólheimagerðis og Uppsala. Þar ríkti mikil frændsemi, vinátta og virð- ing. Heimilið í Sólheimagerði var hlýtt og gott. Þangað var gott að koma. Þar var barnaskólinn til húsa um árabil og við systkinin gengum þangað í skóla til Gísla frænda okkar. Þarna var í rauninni mitt annað heim- ili. Tvær litlar stelpur léku sér löngum saman, skokkuðu milli bæj- anna, fylgdust að í skólanum, fóru ríð- andi á sundnámskeiðin í Víðivalla- lauginni á vorin og sögðu hvor annarri allt. Þær voru náfrænkur, jafnöldrur og æskuvinkonur. Umhverfið var mótað af frændsemi og hlýju og vin- áttan stóð á traustum grunni. Sjón- deildarhringurinn var stór, markaður af Blönduhlíðarfjöllunum í austri og í vestri stóð Mælifellshnjúkurinn vörð. Önnur þessi litla stelpa er sú sem við kveðjum hér í dag, hin er sú sem þetta skrifar. Lillý frænka mín og vinkonan góða hefur sofnað sinn hinsta blund. Bar- áttunni við illvígan sjúkdóm er lokið. Eftir stöndum við döpur og hljóð. Röðum saman minningabrotum um mikla persónu, glæsilega konu, trausta og trygga. Frænka mín var gæfusöm í sínu lífi. Hún fór með gott veganesti úr föðurhúsum og eignaðist sjálf yndislega fjölskyldu. Var bæði vinmörg og vinsæl. Vel metin og virt hvar sem hún kom við sögu. Ég á Lillý svo margt að þakka, til hennar gat ég alltaf leitað. Dýrmæt var sú að- stoð sem þau Guðmundur veittu okk- ur hjónum í hvert sinn er Konni þurfti suður að leita læknis. Slíkt verður aldrei fullþakkað. Heimilið á Álfhóls- veginum var mitt annað eins og í Sól- heimagerði forðum. Að eiga sér æskuvinkonu og fá að eiga þá vináttu í nær 70 ár er ómetanlegt. Því er sárt að kveðja. En þá er gott að þakka og muna allar samverustundirnar, sem urðu okkur æ dýrmætari eftir því sem tíminn leið. Snævi þakin fjöllin, sem forðum mörkuðu sjóndeildarhring- inn, senda kveðju sína og þakka fyrir átthagatryggðina. Þótt gróið hafi yfir göturnar þá hittast tvær litlar stelpur um síðir. Guð blessi minningu frænku minnar. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Helga Bjarnadóttir frá Uppsölum. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Lillý móðursystir mín var alla tíð hetja í mínum huga. Glæsileg kona í alla staði, glaðlynd, bjartsýn og full af lífsgleði. Í gegnum tíðina hafði ég mikil samskipti við Lillý. Lengi vel voru það vikulegir göngutúrar í Heið- mörk en í seinni tíð urðu samskiptin meiri gegnum síma og tölvupóst. Ávallt var vel tekið á móti manni á Álfhólsveginum hjá þeim hjónum. Eins lengi og ég man brást það aldrei að hún hringdi í mig á afmælisdaginn minn. Að leiðarlokum vil ég þakka elsku nöfnu minni alla hennar hlýju og væntumþykju í minn garð. Kæri Gúndi, Jökull, Kristján, Frið- rik, Gísli og fjölskyldur. Megi góður Guð styrkja ykkur á erfiðum stund- um. Sigrún Óladóttir. SIGRÚN GÍSLADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sig- rúnu Gísladóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Valgerður Stef- ánsdóttir, Björg og Ólafur Haukur, Pétur Már Ólafsson, Guðrún Björnsdóttir, Konráð Gíslason og fjölskylda, Saumaklúbburinn, Ás- laug og Ólafur Jens, Óli Gunn- arsson, Guðrún og Sveinn, Guð- finna Ólafsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Kristín Snorradóttir og Rósa Mýrdal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.