Morgunblaðið - 21.01.2005, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Næring ekki
refsing
ÚTSÖLUMARKAÐUR
Reykjavík, Opið 10 - 18 virka daga og 10 - 16 laugardaga
Opið þennan eina sunnudag, 21. janúar, frá 13 - 17Faxafeni 12
*Hámark 12 vörur á mann!
Gildir til laugardagsins 29. janúar.
Keyptu þrjár vörur
en borgaðu fyrir tvær!*
Nýtt kortatímabil!
„ÓBEINAR reykingar eru án efa einn öfl-
ugasti krabbameinsvaldur sem fólk verður
fyrir í vinnu sinni,“ sagði Kristinn Tómas-
son, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, í fyr-
irlestri sínum um óbeinar reykingar á
vinnustöðum þegar
hann ræddi, ásamt
þeim Pétri Heim-
issyni, formanni
tóbaksvarnaráðs,
og Göran Boethius,
sænskum lungna-
lækni, um skað-
semi óbeinna reyk-
inga á Læknadögum í gær. Kristinn benti á
að á bilinu 30–50 kvartanir hefðu borist til
Vinnueftirlitsins á árunum 2000–2003
vegna óbeinna reykinga á vinnustöðum.
Boethius benti á að það væri fyrir löngu
ljóst að óbeinar reykingar væru skaðlegar.
Staðreyndirnar lægju fyrir en hinsvegar
væri mikilvægt að upplýsa fólk um hætt-
urnar. „Við vitum með vissu að þrír af
hverjum fjórum reykingamönnum vilja
hætta að reykja og við verðum að hjálpa
þeim,“ segir Boethius. Hann benti á að í
heimalandi sínu Svíþjóð kæmi til fram-
kvæmda algert reykingabann þann 1. júní í
sumar. Pétur sagðist hlynntur reykinga-
banni hérlendis og benti hann á að heil-
brigðisráðherra hefði lýst yfir vilja sínum í
júní sl. til að banna reykingar á veitinga- og
skemmtistöðum.
Kvartað yfir
óbeinum
reykingum
ÞÆR vinkonur Ísold og Elín brostu sínu blíð-
asta fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins þegar
þær urðu á vegi hans á Seltjarnarnesinu. Þær
voru að flýta sér í balletttíma en nutu þess ber-
sýnilega að ganga á sólríkum en köldum jan-
úardegi, enda vel dúðaðar eins og vera ber.
Morgunblaðið/Eggert
Brosandi ballerínur á sólríkum janúardegi
SAMNINGAR eru á lokastigi um
kaup Orkuveitu Reykjavíkur á Hita-
veitu Rangæinga. Hitakostnaður
venjulegra heimila á Hellu og Hvols-
velli mun lækka um 20–30% á tveimur
árum og ljósleiðari verður lagður um
þorpin.
Hitaveita Rangæinga er í eigu
þriggja sveitarfélaga, Rangárþings
ytra (Hella, Þykkvibær og sveitir),
Rangárþings eystra (Hvolsvöllur og
sveitir) og Ásahrepps, sem er sveita-
hreppur sem liggur niður með Þjórsá.
Viðræður um sölu hitaveitunnar hóf-
ust fyrir forgöngu forsvarsmanna
sveitarfélaganna, að sögn Guðmund-
ar Þóroddssonar, forstjóra Orkuveitu
Reykjavíkur. Drög að samningi voru
kynnt öllum sveitarstjórnarmönnum
á svæðinu síðastliðinn mánudag og
vísað til sveitarstjórnanna til ákvörð-
unar. Samningurinn var staðfestur
samhljóða í gærkvöldi í sveitarstjórn-
inni á Hvolsvelli og á mánudag verður
samningurinn lagður fyrir sveitar-
stjórn á Hellu og í Ásahreppi.
Hitaveitan er metin til verðs sam-
kvæmt líkani sem Orkuveitan hefur
notað við kaup á öðrum hitaveitum.
Verðmæti hennar er liðlega 860 millj-
ónir króna en þegar búið er að draga
frá skuldir og taka tillit til lækkunar á
gjaldskrá fá sveitarfélögin um 120
milljóna króna greiðslu við söluna.
Guðmundur Þóroddsson segir að
veitan sé góð og mikið endurnýjuð.
Leitað að heitara vatni
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson,
sveitarstjóri Rangárþings ytra, tók
fram að enn hefði ekki verið gengið
frá sölu Hitaveitunnar, þegar hann
var spurður um ástæður sölunnar. En
ef af yrði taldi hann að lækkun gjald-
skrár til hagsbóta fyrir neytendur
væri helsti hvatinn. Grunngjaldskrá
fyrir heitt vatn mun lækka strax og
Orkuveitan tekur við hitaveitunni, úr
liðlega 106 krónum á rúmmetrann
niður í liðlega 76 krónur á þéttbýlis-
stöðunum og síðan 1. janúar 2007 nið-
ur í liðlega 66 krónur.
Við samanburð á þessum tölum
verður þó að hafa í huga að veittur
hefur verið afsláttur af gjaldskrá þar
sem vatnið hefur ekki verið nógu heitt
en Guðmundur Þóroddsson áætlar að
hitakostnaður notenda í þéttbýlinu
muni lækka um 20–30%. Lækkunin
er minni í sveitunum. Hann segir að
þessi lækkun skýrist einnig af því að
OR hafi bolmagn og þolinmæði til að
ná fjárfestingunni inn á lengri tíma en
sveitarfélögin.
Guðmundur Ingi segir að heima-
menn sjái sér einnig hag í því að fá öfl-
ugt fyrirtæki inn á svæðið til þess að
þróa veituna áfram, meðal annars til
að leggja í rannsóknir við að leita að
meira og heitara vatni en veitan hefur
nú yfir að ráða. Einnig er Orkuveitan
með áform um að leggja ljósleiðara
um Hellu og Hvolsvöll á næstu þrem-
ur árum og segir Guðmundur Ingi að
það skapi mörg áhugaverð tækifæri.
Orkuveitan hefur óskað eftir því að
ráða starfsmenn Hitaveitunnar til
starfa hjá sér. Hitaveitusvæði OR
nær nú yfir stóran hluta svæðisins frá
Borgarfirði og austur fyrir Hvolsvöll,
fyrir utan Suðurnesin, Sveitarfélagið
Árborg og nokkur minni svæði.
Orkuveita Reykjavíkur gengur frá kaupum á Hitaveitu Rangæinga
Hitakostnaður í þéttbýli
mun lækka um 20–30%
TOLLGÆSLAN í Reykjavík
stöðvaði rétt fyrir jólin grun-
samlega vörusendingu sem
innihélt 50 þúsund steratöflur
og 300 hylki sem ætluð voru til
sölu á markaði hérlendis. Eig-
andi sendingarinnar, rúmlega
þrítugur íslenskur karlmaður,
hafði sent sjálfum sér töflurnar
frá Búlgaríu. Tollgæslan hafði
samband við lögregluna sem
handtók manninn er hann vitj-
aði sendingarinnar.
Að sögn Harðar Jóhannes-
sonar, yfirlögregluþjóns í
Reykjavík, stóð maðurinn einn
að innflutningnum. Aðspurður
segir Hörður þetta vera eitt-
hvert mesta magn sem náðst
hafi af steratöflum. Hann segir
manninn hafa játað að hafa
flutt töflurnar inn í hagnaðar-
skyni. Málið telst upplýst og
bíður maðurinn nú dóms.
Fimmtíu
þúsund
steratöfl-
ur teknar
í tollinum
JARÐGÖNG milli lands og Vestmannaeyja myndu
kosta nálægt 16 milljörðum króna, samkvæmt mati
sænska verktakafyrirtækisins NCC. Að mati Árna
Johnsen, fyrrverandi alþingismanns, er raunhæft að
ætla að kostnaður við gerð 18 km langra ganga geti
orðið lægri, eða 14-16 milljarðar. Er það einungis helm-
ingur þess kostnaðar sem áætlaður var í kostnaðarmati
um jarðgöng milli lands og Vestmannaeyja sem unnið
var fyrir Vegagerðina. „Jarðgöng á milli lands og Eyja
eru ekki framtíðarverkefni, þau eru nútíðarverkefni. Í
rauninni er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Árni John-
sen á blaðamannafundi sem haldinn var í gær til að
kynna málið.
Að sögn Bergþórs Ólasonar, aðstoðarmanns sam-
gönguráðherra, hafði ráðherrann ekki fengið skýrsl-
una um mat NCC og því ekki getað kynnt sér efni henn-
ar. Hann sagðist þó reikna með að skýrslan yrði tekin
til skoðunar í nefnd sem er að fara yfir framtíðarmögu-
leika í samgöngumálum Vestmannaeyinga.
Útreikningar, sem Hagfræðistofnun HÍ gerði fyrir
Ægisdyr, félag áhugamanna í Vestmannaeyjum um
jarðgangagerð milli lands og Eyja, sýndu að veggöng
mættu kosta allt að 30 milljörðum miðað við sex ára
framkvæmdatíma til að vera þjóðhagslega hagkvæm.
Þá kom fram á fundinum í gær að göngin myndu kosta
minna en endurnýjun og rekstur Herjólfs í 30 ár./6
Ódýrari jarðgöng en ætlað var