Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * T vö fal dir Vil da rp un kt ar til 11 . f eb rú ar hv or t s em þ ú g re ið ir m eð p en in g u m eð a V ild ar ko rt i. Vildarpunktar 14 stöðvarTv ö fa ld ir Tv ö fa ld ir * HÆTTA ÁRÁSUM Talsmaður Hamas, samtaka her- skárra bókstafstrúarmanna í Palest- ínu, sagði í gær að þau myndu ekki skjóta flugskeytum á byggðir Ísraela meðan viðræður stæðu yfir við Mahmoud Abbas, nýjan forseta Pal- estínumanna, um vopnahlé. Lögregla Palestínumanna gætir nú öryggis á Gaza að skipun Abbas. Samherji frá Stöðvarfirði? Óvissa ríkir um framtíð land- vinnslu Samherja á Stöðvarfirði þar sem eru 35 stöðugildi. Í bréfi frá for- stjóra Samherja sem birt er á heima- síðu félagsins kemur m.a. fram að rekstrarumhverfi fiskvinnslu hér hafi versnað mjög. Ekki eru taldar horfur á að þessar aðstæður batni í bráð. Stríð vafasamt verkfæri Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, segir það valda áhyggjum að nú sé rætt um stríð sem verkfæri sem nota megi í al- þjóðasamskiptum. Al-Zarqawi formælir sjítum Hryðjuverkaleiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi formælir á nýrri hljóð- upptöku sjítum í Írak og segir þá styðja Bandaríkjamenn. Fimmtán biðu í gær bana í sprengjutilræði gegn sjítum í Bagdad. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Fréttaskýring 8 Úr vesturheimi 32 Úr verinu 12 Umræðan 33/35 Viðskipti 16 Bréf 35 Erlent 20/21 Kirkjustarf 35/36 Minn staður 22 Minningar 37/43 Suðurnes 23 Myndasögur 48 Akureyri 23 Dagbók 48/51 Árborg 24 Af listum 52 Landið 33 Leikhús 52 Listir 23, 52/57 Bíó 54/56 Daglegt líf 27 Ljósvakamiðlar 58 Ferðalög 28/29 Staksteinar 59 Forystugrein 30 Veður 59 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir auglýsingablaðið Erlendar sérferðir 2005 frá Ferðaþjónustu bænda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #          $         %&' ( )***                          LAUNAVÍSITALAN hækkaði um 6,0% á tímabilinu frá desember 2003 til desember 2004. Hún hækkaði um 0,7% milli nóvember og desember 2004. Að meðaltali hækkuðu laun á árinu 2004 hins vegar um 4,7%, en það er minnsta hækkun frá árinu 1995. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Á síðustu tíu árum hafa laun hækkað að meðaltali um 6,5% á ári. Í Morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka segir að ástæður þess að laun hafi hækkað að meðaltali minna á síðasta ári en að meðaltali undan- farin ár felist bæði í kjarasamnings- bundnum hækkunum sem og al- mennri stöðu á vinnumarkaði. Hún hafi á síðasta ári einkennst af meiri slaka en mörg undanfarin ár. „Reikna má með því að þessi staða breytist í ár þar sem slaki á vinnu- markaði mun snúast í spennu. Reiknum við með því að laun hækki um 5,8% í ár,“ segir Greining ÍSB. Spá 2,5% kaupmáttar- aukningu Þá segi í Morgunkorninu að kaup- máttur launa hafi einnig aukist mjög lítið á síðasta ári samanborið við árin þar á undan. Í heild hafi kaupmátt- urinn aukist um 1,5% og sé það minnsta aukning kaupmáttar í heilan áratug. Að meðaltali hafi kaupmátt- ur launa aukist um 3,6% á ári síðast- liðin tíu ár, mest um 7,6% árið 1998. „Við reiknum með því að kaup- máttur launa aukist enn frekar í ár og að vöxturinn verði meiri en á síð- asta ári. Hagvöxtur verður góður og vaxandi spurn eftir vinnuafli. Á sama tíma ætti verðbólgan að haldast nokkuð lág. Við spáum því að kaup- máttur launa hækki um 2,5% í ár,“ segir Greining ÍSB. Minnsta hækkun launa í áratug SÓLVEIG Pétursdótt- ir, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis, hyggst boða til sérstaks nefndarfundar til að ræða meðferð trúnaðar- upplýsinga frá nefnd- inni, m.a. vegna upplýs- inga sem birtust í Fréttablaðinu í gær. Þá segir hún að ekki standi til að aflétta trúnaði af fundargerðum nefndar- innar í samræmi við óskir þingflokks Sam- fylkingarinnar, en þing- flokkurinn óskaði eftir að trúnaði yrði aflétt af fundargerðum af fundum þar sem fjallað var um stuðning Íslands við innrásina í Írak, og um að Ísland var sett á lista hinna staðföstu þjóða. „Það stendur ekki til að aflétta trúnaði af fundargerðum utanríkis- málanefndar Alþingis. En það er ljóst að það þarf að ræða meðferð trún- aðarupplýsinga í nefndinni en það er mjög alvarlegt mál ef trúnaður er brotinn. Ég vil taka fram að það er áratugalöng hefð fyrir því að trún- aður ríki um allt sem fram fer á fund- um nefndarinnar. Það hefur verið lit- ið svo á að trúnaðarskylda ríki nema annað sé tekið fram, allar fundargerðir eru merktar sem trúnaðar- mál og það ber að fara með þær sem slíkar. Ég stefni að því að boða til sérstaks fund- ar í nefndinni til að ræða þetta efni, vænt- anlega í lok næstu viku, eftir að þing kem- ur saman,“ segir Sól- veig. Sólveig segir að m.a. sé boðað til fundarins vegna fréttar í Frétta- blaðinu í gær en þar eru m.a. hafðar eftir upplýsingar sem eru sagðar hafa komið fram á fundi nefndarinnar 21. mars. Af fréttinni má ráða að þar sé vitnað beint í fundargerð nefndarinn- ar. Þar segir að Þórunn Sveinbjarn- ardóttir hafi spurt hvernig Ísland hafi komist á lista yfir hin 30 stað- föstu ríki og að Halldór Ásgrímsson hafi svarað því til að það hefði gerst í samtölum milli embættismanna í for- sætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti hinn 18. mars 2003. „Ég vil ekki tjá mig um þessar upplýsingar sem Fréttablaðið telur sig hafa undir höndum en ef rétt reynist að einhver nefndarmanna hefur brotið trúnað og afhent trúnaðargögn nefndarinnar þá er það mjög alvarlegt mál og hlýt- ur að hafa áhrif á starf nefndarinnar til framtíðar,“ segir Sólveig. Sólveig Pétursdóttir var dóms- málaráðherra þegar fjallað var um málið í nefndinni en hún tók við sem formaður utanríkismálanefndar sumarið 2003, af Sigríði Önnu Þórð- ardóttur. Lög um trúnað Sólveig bendir á að samkvæmt lög- um um þingsköp hvíli trúnaðarskylda á nefndarmönnum í utanríkismála- nefnd. Ástæðan fyrir trúnaðarskyld- unni er sú, að sögn Sólveigar, að í nefndinni er fjallað um viðkvæm mál, þar á meðal mál sem snerta öryggi ríkisins. Hún telur fullvíst að sam- bærilegar reglur um trúnaðarskyldu gildi í öðrum lýðræðisríkjum. Að sögn Sólveigar fá nefndarmenn afrit af öllum fundargerðum og eru þau merkt sem trúnaðarmál. Fund- argerðirnar eru boðsendar og afhent- ar þingmönnum en aldrei sendar með almennum pósti. Aðrir sem fá afrit eru forseti Alþingis, forstöðumaður alþjóðasviðs Alþingis, ráðherrar og ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins. Sólveig Pétursdóttir formaður utanríkismálanefndar Vill fund til að ræða með- ferð trúnaðarupplýsinga Sólveig Pétursdóttir VESTMANNAEYINGAR eignuðust Íslandsmeistara í skák um síðustu helgi en 35 ár eru síðan Íslands- meistari kom frá Eyjum. Þá var það stórmeistarinn Helgi Ólafsson sem sigraði í unglingaflokki, 1969 og er ekki amalegt fyrir hinn tíu ára ný- krýnda Íslandsmeistara, Nökkva Sverrisson, að skipa sér á bekk með honum. Mikill uppgangur hefur verið í barna- og unglingastarfi Taflfélags Vestmannaeyja og æfa nú að jafn- aði fimmtíu krakkar skákíþróttina í hverri viku. Nýverið sigraði ung- lingaflokkur Taflfélagsins Suður- landsmót barna og unglinga á Hellu. Ásamt Nökkva fóru átta aðr- ir skákmenn frá TV á Íslandsmótið og náðu góðum árangri, allir með yfir helmings vinningshlutfall. Morgunblaðið/Sigurgeir Nökkvi Sverrisson við skákborðið. Fyrsti Ís- landsmeistari í skák frá Eyjum í 35 ár Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. ÓVENJULEGUR aðskotahlutur, barnasnuð, kom upp úr maga þorsks sem er til rannsóknar í útibúi Haf- rannsóknastofnunar í Ólafsvík. Áhöfn bátsins sem veiddi fiskinn sver fyrir það að hafa átt við sýnið til þess að gera at í vísindamönnum. Útibúið í Ólafsvík safnar þorsk- mögum til fæðugreiningar, eins og önnur útibú stofnunarinnar. Mög- unum er safnað í samvinnu við fjóra báta sem nota mismunandi veið- arfæri og komu bátarnir með sam- tals um 1.700 maga á síðasta ári. Hlynur Pétursson útibússtjóri er um þessar mundir að vinna úr sýn- um sem tekin voru á síðari hluta þessa árs. Hann segir að ýmislegt smálegt sé stundum í mögunum, venjulega eitthvað náttúrulegt eins og smásteinar eða tréflísar sem þorskurinn hefur gleypt. Snuðið var í þorskmaga sem úti- búinu barst frá Gunnari Bjarnasyni SH. Fiskurinn veiddist 1. september og var maginn frystur um borð og síðan geymdur í frysti í landi þar til röðin kom að honum við rannsókn Hlyns fyrr í þessum mánuði. Í mag- anum var einnig venjulegri fæða þorsks, svo sem steinbítshrogn og brot úr krabbadýrum. Þorskurinn var 89 sentímetrar að lengd, samkvæmt mælingu áhafn- arinnar, og ætti því að vera kominn af léttasta skeiði og hættur að nota slíkan varning. Hlynur segir að ef einhver saknar snuðsins geti hann vitjað þess í útibúinu. Óvenjuleg- ur aðskota- hlutur í þorskmaga Morgunblaðið/Alfons RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur ákært þrjá menn fyrir stórfelld fisk- veiðibrot með því að hafa stundað ólöglegar fiskveiðar á tímabilinu 3. september 2001 til 27. mars 2002. Útgerð skipsins varð gjaldþrota í maí 2002 og var hinn meinti ólöglegi afli skipsins í 19 veiðiferðum 116 tonn af slægðum þorski, 1,9 tonn af slægðum ufsa og minna af öðrum tegundum. Krafist er refsingar fyrir brot á lögum um nytjastofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelginni. Ákærðir fyrir fiskveiðibrot ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.