Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NOKKUÐ hefir verið rætt um hugsanleg jarðgöng á milli lands og Vestmannaeyja og arðsemi þeirra. Niðurstöður skýrslna um fram- kvæmdirnar hafa verið þær að hag- kvæmni ganganna miðist við að kostnaður þeirra fari ekki fram úr 30 ma.kr. Nú hefir verið skýrt frá því að hægt verði að grafa göng til Vest- mannaeyja fyrir um 20 ma.kr. Verður því ekki annað séð en þar eð 30 ma.kr göng eru talin fýsilegur kostur, ætti að hefjast sem fyrst handa við göngin þar sem hægt yrði að grafa þau fyrir ein- ungis tvo þriðju þeirr- ar upphæðar er upp- haflega var áætlað. Arðsemi ganganna virðist að miklu leyti byggð á félagslegum forsendum þar sem helsti liður hag- kvæmni þeirra er opinber kostn- aður er sparast myndi við tilurð þeirra, kostnaður sem ríkissjóði er e.t.v ekki skylt að inna af hendi þótt skyldan gæti verið siðferðileg. Sé raunin sú ættu langar skýrslur um arðsemi ganganna að vera óþarfar þegar gengið er út frá því annars vegar að kostnaður hins opinbera vegna samgangna við Vest- mannaeyjar sé nú um 750 m.kr. og stofnkostnaður rétt um 20 ma.kr. Í fljótu bragði ættu göngin þá að skila um 3,5% arðsemi á um 78 árum ef slíkur afskriftartími er ásætt- anlegur. Til viðbótar því sem spar- ast þannig hefir einnig verið tekið tillit til arðsemi aukinna samgangna á milli lands og Eyja og þeirra tekna er af bættum samgöngum hljótast t.d. vegna aukins fjölda ferðamanna. Höfundi er ekki kunn- ugt um hvernig örvuð umferð til Vestmannaeyja hefir verið áætluð, né á hvern hátt hagkvæmni hennar er metin. Með tengingu á milli lands og Eyja má gera ráð fyrir verulega mikilli aukningu umferðar. Sú aukn- ing ræðst af því hver kostnaður hverrar ferðar verður. Þar sem bú- ast má við að göngin verði vel við vöxt, gætu annað þeirri umferð sem fara mun um þau næstu öldina, væri æskilegt að gjaldtaka yrði sem lægst, hefði ekki hamlandi áhrif á umferð. Það sjónarmið er þó al- mennt ríkjandi að tryggja beri sem besta nýtingu samgöngu- mannvirkja fyrst þau eru fyrir hendi þótt einnig sé viðurkennt að engan skuli rukka um hærra gjald en hann er tilbúinn til að greiða. Áhrif örvaðrar umferð- ar hljóta að vega þungt, einkum ef að- dráttarafl Vestmanna- eyja er talið mikið og verulega miklu ódýr- ara verður að ferðast á milli lands og Eyja eft- ir tilkomu ganganna en nú er. Fyrir hendi eru tæki sem henta vel til að meta örvun umferðar vegna bættra samgangna samanber mið- flóttaaflslíkön sem notuð eru við út- reikning aukinnar umferðar á milli staða eftir því sem staðirnir eru stærri og vegalengdin á milli þeirra minni. Þau sýna einnig hvernig um- ferð fjarar út með aukinni fjarlægð á milli þeirra. Líkönin eru auk þess nothæf til að meta hvernig flutn- ingar færast frá einum samgöngu- hætti til annars með breyttum sam- göngum. Það er hvaða áhrif bættar samgöngur á landi hafa á flug- og sjóflutninga. Með tilkomu ganga á milli lands og Eyja má eflaust gera ráð fyrir umferð á milli Vest- mannaeyja og Vopnafjarðar en af framangreindum forsendum er aug- ljóst að sú umferð yrði aðeins brot þeirrar umferðar sem er reglulega um Hvalfjarðargöng á milli Akra- ness og höfuðborgarsvæðisins. Göng til Vestmannaeyja eru að því leyti ólík mannvirkjum eins og Hvalfjarðargöngum eða brúm á Skeiðarársandi sem eru höfundi hugleiknar, að Vestmannaeyjar eru endastöð, öndvert við strendur Hvalfjarðar eða bakka Skeiðarár. Það eiga því engir erindi um göng til Vestmannaeyja nema þeir sem ætla sér þangað. Útreikningar um- ferðar um göngin eru því einfaldari en ella þar sem taka þarf tillit til færri áfangastaða en ef um fram- kvæmd á þjóðvegakerfi landsins væri að ræða. Við mat þjóðhags- legrar arðsemi út frá kostnaðar- og nytjageiningar eru gjöld og tekjur metin án opinberra álagna. Fyrir einstaklinginn er því kostnaður við akstur bifreiðar töluvert annar en þjóðfélagsins sem heildar vegna þeirra opinberu gjalda er á rekstur einkabifreiða er lagður. Jafnvel þótt forsendur um 20 ma.kr. göng til Vestmannaeyja stæðust er ekki þar með sagt að nú séu þau brýnasta verkefni Íslendinga í samgöngu- málum eða annarri opinberri fjár- festingu. Mörg önnur fjárfrek verk- efni eru talin fýsileg og knýjandi, verkefni er kosta tugi milljarða króna. Þegar unnið var að vegagerð yfir Botnsheiði á milli Ísafjarðar og Súgandafjarðar snemma á liðinni öld áttu þeir er unnu við verkið ekki von á að hún yrði fær bifreiðum heldur eingöngu hestakerrum. Nú er ekki lengur ekið yfir heiðina heldur í gegnum hana. Líkur eru á að eins verði með göng til Eyja að þau komi þótt eigi verði endilega í bráð. Vestmannaeyjagöng Kristjón Kolbeins fjallar um göng til Vestmannaeyja ’Líkur eru á að einsverði með göng til Eyja að þau komi þótt eigi verði endilega í bráð.‘ Kristjón Kolbeins Höfundur er viðskiptafræðingur. 26. JÚLÍ 1992 birti Morg- unblaðið opið bréf til dóms- málaráðherra, grein eftir mig, en þar reið ég á vaðið og reyndi að opna augu yfirvalda varð- andi stöðu ungrar stúlku sem hafði í mörg ár verið beitt hroðalegu kynferðis- ofbeldi. Ritstjórar blaðsins héldu um- fjöllun um stöðu fórnarlamba kyn- ferðisofbeldis áfram, í kjölfar greinar minnar og var vinna ritstjórnar með mikl- um sóma og mikill þungi lagður í fag- lega umfjöllun blaðs- ins. Á þeim 13 árum sem liðin eru síðan, hefur hagur fórn- arlamba batnað mjög og gleðst ég yfir því. Margir koma nú að málum þolenda og með því hlýtur vitn- eskja um málefnið að vera miklu skýrari en hún var. Því vek- ur undrun að pistla- höfundur Morgunblaðsins á sunnudag, Halla Gunnarsdóttir, segir að varlega megi áætla ein- hvern hluta varðandi fjölda brota. Gera verður kröfu um að grein- arhöfundar styðjist við stað- reyndir og rannsóknir þegar full- yrt er um fjölda brota. Ætla má að kynferðisofbeldi hafi minnkað vegna mikillar umræðu og áróð- urs og ber að fagna því. En böggull fylgir skammrifi. Hagur fórnarlamba kynferðisof- beldis hefur batnað en hagur karla hefur ekki vænkast að sama skapi og nú er svo komið að ég get ekki orða bundist og ætla nú að snúa blaðinu við og horfa til karla sem hafa orðið fórnarlömb kvenna og fagfólks vegna meints kyn- ferðisofbeldis. Mér rennur til rifja þegar fólk er beitt órétti og þá er alveg sama hver í hlut á. Kynferðislegt ofbeldi er óviðunandi og það er lygaofbeldi líka. Í dag eru karlar of- urseldir því ef nefnt er kynferðisofbeldi, þá er rokið upp til handa og fóta og ráð- ist að umræddum karli. Fyrir nokkrum árum var í fréttum karlmaður, búsettur í Hafnarfirði. Hann var ásakaður af fyrrum sambýliskonu sinni, um ofbeldi gagnvart dóttur hennar (ég man ekki hvort hann var faðirinn). Félags- málayfirvöld trúðu móðurinni, en karlinn valdi að opinbera mál sitt og sagði sig beittan ofbeldi lyga. Hann væri saklaus. Það þarf mik- ið þor til að koma fram á þennan hátt og það gerir fólk sjaldnast ef það hefur sök að bera. Stuttu seinna kallaði umræddur maður eftir hjálp hann sagði sig í hættu, hann óttaðist um líf sitt. Það fór eins og maðurinn óttaðist, sonur fyrrum sambýliskonu hans varð banamaður hans. Svona getur hatrið farið með fólk. Afleiðing- arnar hroðalegar. Maðurinn átti sér engan málsvara, en mér hefur oft runnið til rifja hugsunin um líf og afdrif mannsins. Við skilnað eiga foreldrar allt of oft í forræðisdeilum um börn sín. Í deilum foreldra eru karlar mjög illa settir ef þeir eru ásak- aðir um kynferðisáreiti eða of- beldi barna. Það má ekki skilja orð mín svo að ég geti nokkurn tíma sætt mig við að börn séu beitt ofbeldi af nokkru tagi. En því miður veit ég dæmi þess að konur beita ásökunum um ofbeldi á börnum þar sem ekki hefur ver- ið um ofbeldi að ræða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Morgunblaðið birti grein mína 1992. Það verður að ætlast til þess að fagfólk kunni sitt fag og vinni af færni með all- ar ásakanir sem upp koma. Rann- saka verður mál mjög vel, áður en kært er vegna orða. Mikilvægt er að börn og ungmenni séu ekki afvegaleidd og látin svara því sem fólk vill heyra, en mjög auð- velt er að hafa áhrif á svör barna. Og fagfólk verður að vera alger- lega fordómalaust og faglegt. Stúlka sagði mér að félagsráð- gjafi hafi hvatt sig til að segja ósanna sögu af kynferðisofbeldi og bent henni á mögulegar skaða- bætur, umbun ef hún segir sög- una eins og hvatt er til af fag- manninum. Hvaða áhrif hafa slík vinnubrögð? Það er ekki viðunandi að sak- lausir karlar séu kærðir og dæmdir vegna orða kvenna sem vilja körlum illt. Ég veit um tilvik þar sem slíkt hefur gerst, karlar verið dæmdir saklausir í fangelsi. Eyðum öllu ofbeldi með fag- mennsku og færni, hendum for- dómum og þröngsýni. Kynferðisbrot eða lygar Drífa Kristjánsdóttir fjallar um kynferðisofbeldi Drífa Kristjánsdóttir ’Það er ekkiviðunandi að saklausir karlar séu kærðir og dæmdir vegna orða kvenna sem vilja körl- um illt.‘ Höfundur er forstöðumaður Meðferð- arheimilisins Torfastöðum. torfast@simnet.is FYRIR nokkrum árum ritaði ég grein í Morgunblaðið og mælti með því, að nýr Landspítali yrði byggður frá grunni á Vífilsstöðum í stað þess að lappa enn upp á og bæta við þær byggingar, sem fyrir voru við Hringbraut eða í Foss- vogi. Eftir það var hins vegar byggður Barnaspítali við kvennadeildarhúsið sem tengist aðalbygg- ingu Landspítalans með undirgangi. Í framhaldi af því var ákveðið að halda áfram á sömu braut, þ.e. að reisa stakar byggingar á Hring- brautarlóðinni, sem tengdar verði með undir- eða yfirgöng- um. Kannski er þó ekki enn of seint að snúa við blaðinu hvað þetta varðar. Það gefur augaleið að allir flutn- ingar sjúklinga, matar og annarra vista og varnings svo og samskipti starfsfólks yrðu auðveldari og ódýrari í lyftum milli hæða í einni byggingu en eftir rangölum milli bygginga í láréttu plani. Ein stór bygging, þar sem bráðaþjónusta yrði næst aðkomu sjúkrahússins og í beinum tengslum við þjón- ustu- og legudeildir, hlýtur að vera betri lausn en aðskildar byggingar. Ein bygging gerði auð- velt að samnýta þjónustu, t.d. skurðstofu, í stað þess að reka slíka starfsemi ásamt nauðsynlegri stoðþjónustu á mismunandi stöð- um. Ein bygging auðveldar einnig öll samskipti starfsfólks, t.d. ráð- gjafarþjónustu sérfræðinga, og stuðlar að nánari samskiptum þeirra. Staðsetning nýs spítala við Hringbraut útilokar sennilega slíka lausn þrátt fyrir flutning Hringbraut- arinnar, enda mun gert ráð fyrir því að gamla gatan haldi sér og skeri áfram sundur lóðina. Tryggt aðgengi á umferðaræðum og þyrlupallur er nauð- synleg forsenda bráðaþjónustu sjúkra- húss. Ef litið er til höf- uðborgarsvæðisins sem einnar heildar í nútíð og ekki síður í framtíð eru Vífilsstaðir betur stað- settir m.t.t. þessa en sjúkrahús við Hringbraut. Nú þegar skapast oft umferðarteppa á aðkomuleiðum að Landspítalanum við Hringbraut á annatímum og ekki verður séð, hvar koma eigi fyrir aðstöðu fyrir þyrlu á lóðinni. Með því að stefna starfsfólki og nemendum Háskól- ans og tengdra stofnana í Vatns- mýrinni auk alls starfsfólks Land- spítalans samtímis til og úr vinnu á sama svæði hlýtur umferð- arvandinn að verða mun meiri en ef starfsfólk Landspítalans ætti leið í aðra átt, þ.e. til Vífilsstaða. Auk þess hlýtur að fara mikið af dýrmætu landi undir bílastæði á Hringbrautarlóðinni eða dýra bíla- geymslu. Á Vífilsstöðum er hins vegar nægt olnbogarými fyrir slíkt og aukna starfsemi í framtíðinni. Norðmenn hafa nýlega lokið við að byggja nýtt háskólasjúkrahús í Osló, sem ég átti kost á að heim- sækja nýlega. Þeir völdu þá leið að flytja sjúkrahúsið úr miðbæ Oslóar í jaðarbyggð, sem liggur að ónumdu skógivöxnu landi, en í ná- grenni við íbúðarbyggð. Þannig gefst starfsfólki spítalans kostur á að búa í námunda við sjúkrahúsið og sækja stutt til vinnu og sjúk- lingar, sem rólfærir eru, og að- standendur þeirra eiga þess kost að njóta friðsældar og útivistar í fagurri náttúru í stað skarkala miðborgar. Gömlu spítalabygging- arnar í miðborginni hafa ýmist verið rifnar eða verið að breyta þeim fyrir aðra starfsemi, t.d. íbúðir og hótel. Sjúkrahúsbygg- ingin er björt og sameiginlegt rými vistlegt og vekur því frekar bjartar en daprar hugsanir. Að- gengi er gott og ekki hörgull á bif- reiðastæðum. Við byggingu nýs Landspítala er ekki tjaldað til einnar nætur heldur næstu aldar. Því er nauð- synlegt að huga vel að mörgum þáttum, sem skipta máli, svo sem aðkomu og umhverfi og síðast en ekki síst að reisa byggingu, sem auðveldar samnýtingu þjónustu og samskipti starfsfólks og unnt sé að breyta og aðlaga nýrri tækni og þjónustu í framtíðinni. Mér sýnist, að þrátt fyrir hærri stofnkostnað með byggingu nýs spítala á Vífilsstöðum í stað þess að bæta nýjum viðbyggingum við núverandi húsakost á Hringbraut- arlóðinni geti sá mismunur borgað sig á tiltölulega skömmum tíma auk þess að þjóna mun betur hagsmunum allra aðila. Ekki þyrfti að flytja alla starfsemi spít- alans á einu bretti. Hafa verður í huga heildarhag allra landsmanna en ekki einstaklinga eða einstakra byggðarlaga. Ég tel það skamm- sýni af hálfu stjórnenda Reykja- víkurborgar að leggja áherslu á að halda Landspítalanum á Hring- brautarlóðinni í stað þess að nýta þetta landrými til annarrar starf- semi, svo sem fyrir hótel og íbúðir fólks, sem hefur meira til mið- borgarinnar að sækja en inniliggj- andi sjúklingar og starfsfólk sem aðeins kemur og fer úr vinnu. Að lokum þetta: Kæmi ekki til greina að lífeyrissjóðir lands- manna fjárfestu í byggingu nýs Landspítala og leigðu síðan eða seldu ríkinu með afborgunum á löngum tíma í stað þess að nota til þess andvirði Símans, sem nýst gæti vel til annarra þarfa? Nýr Landspítali, hvar, hvernig? Auðólfur Gunnarsson fjallar um nýjan Landspítala ’Ein stór bygging, þarsem bráðaþjónusta yrði næst aðkomu sjúkra- hússins og í beinum tengslum við þjónustu- og legudeildir, hlýtur að vera betri lausn en að- skildar byggingar.‘ Auðólfur Gunnarsson Höfundur er fyrrverandi yfirlæknir á LSH-H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.