Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 37 MINNINGAR ✝ Ágúst Gíslasonfæddist í Suður- Nýjabæ í Þykkvabæ 27. nóvember 1929. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Magnúsdóttir hús- freyja, f. 24.6. 1886, d. 17.1. 1979, og Gísli Gestsson, bóndi, f. 8.9. 1878, d, 9.4. 1979, í Suður- Nýjabæ. Foreldrar Guðrúnar voru Guð- rún Runólfsdóttir, f. 4.11. 1857, d. 17.2. 1951, og Magnús Eyjólfsson, f. 13.3. 1862, d. 26.7. 1940. Foreldrar Gísla voru Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 3.7. 1842, d. 8.5. 1925, og Gestur Gíslason, f. 5.5. 1832, d. 28.3. 1895. Systkinin frá Suður-Nýjabæ voru 14 og var Ágúst þeirra yngstur og eru öll Jenný Kristjánsdóttur frá Kirkju- bóli á Stöðvarfirði. Foreldrar Nínu Jennýjar voru hjónin Krist- ján Erlendur Jónsson, f. 18.3. 1906, d. 17.1. 1965, og Ingunn Sig- ríður Sigfinnsdóttir, f. 23.4.1908. Þau bjuggu á Kirkjubóli á Stöðv- arfirði. Ágúst og Nína eignuðust fjögur börn auk þess sem Ágúst gekk ungum syni Nínu í föður- stað. 1) Kristján Erling, f. 16.7. 1954, kvæntur Pálínu Auði Lárus- dóttur, börn þeirra Ágúst Erling, Gísli Þór, Ingi Björn og Nína Jenný. 2) Guðrún, f 15.12. 1956, gift Óskari G. Jónssyni, dætur þeirra Margrét og Nína Dóra. 3) Sigríður Ingunn, f. 8.4. 1959, gift Guðlaugi Gunnari Jónssyni, börn þeirra eru Jón, Rúnar, Elfa Ósk og Bára Sif. 4) Gísli, f. 1.8. 1960, kvæntur Erlu Þorsteinsdóttur, dætur þeirra eru Guðrún Ásta, Harpa Hrönn og Íris Erla. 5) Gest- ur, f. 20.4. 1964, kvæntur Birnu Guðjónsdóttur, börn þeirra eru Guðjón, Egill, Árný og Dagmar, auk þess á Gestur soninn Jakob, er býr í Danmörku. Ágúst verður jarðsunginn í dag frá Þykkvabæjarkirkju og hefst athöfnin klukkan 13. látin nema Dagbjört. Systkinin voru í ald- ursröð: Kristinn, fyrst kvæntur Margréti Gestsdóttur og eftir lát hennar Ingiríði Friðriksdóttur, Ingi- mundur, kvæntur Guðrúnu Þorsteins- dóttur, Gestur, kvæntur Líneyju Bentsdóttur, Soffía, gift Auðuni Pálssyni, Jónína, lést í barn- æsku, Guðbjörg, gift Jens Pálssyni, Guðjón, kvæntur Jónu Þ. Gunnlaugsdóttur, Gísli, lést í frumbernsku, Dagbjört, gift Sveini Ögmundssyni, Kjartan, kvæntur Þórleifu Guðjónsdóttur, Óskar, kvæntur Lovísu Önnu Árnadóttur, Ágúst, lést í barn- æsku og Dagbjartur, lést í frum- bernsku. Ágúst giftist 24. júní 1956 Nínu Tengdafaðir minn, Ágúst Gísla- son, kvaddi þennan heim föstudag- inn 14. janúar, 75 ára að aldri. Fyrir þrjátíu árum hitti ég tengdaforeldra mína fyrst, þau Gústa og Nínu, ynd- islegur tími sem aldrei hefur borið skugga á. Ágúst eða Gústi í Nýjabæ, var yngstur 14 systkina, fæddist í Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ og bjó þar alla ævi. Gústi giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Nínu Jenný Krist- jánsdóttur 24. júní 1956. Það kom í hlut þeirra hjóna að taka við búinu í Nýjabæ. Foreldrar Gústa, þau Guð- rún og Gísli, bjuggu hjá þeim, en þau létust í hárri elli með þriggja mánaða millibili í byrjun árs 1979, Guðrún 93 ára og Gísli rúmlega 100 ára. Það gefur því auga leið að oft hefur verið margt um manninn á heimili þeirra hjóna, enda fjölskyld- an stór, samhent og glaðvær. Við Gústi bárum gagnkvæma virðingu fyrir hvor öðrum frá fyrstu kynnum. Á þessum árum höfum við átt margar góðar stundir. Upp í hugann koma fyrst haustin þegar verið var að taka upp kartöflurnar og koma ársuppskerunni í hús. Stundum bara nokkra hringi á hausti, um helgar eða allt haustið eftir því hvernig á stóð. Á þessum tíma árs var Gústi í essinu sínu, árs- tekjurnar lágu undir hvernig til tækist. Hve margföld yrði uppsker- an, yrðum við laus við sýkingu, hvernig yrði söluverðið, sleppum við við frost, spurningarnar sem vökn- uðu voru endalausar. Þrátt fyrir mikla vinnu við að ná uppskerunni í hús var alltaf stutt í glensið. Við höf- um í gegnum árin verið með nokkur hross í hagagöngu fyrir austan. Á hverju vori riðum við austur frá Sel- fossi, niður með Þjórsá og heim í Nýjabæ. Tilhlökkunin er alltaf mikil fyrir þessari ferð þar sem öll fjöl- skyldan tekur þátt í reiðtúrnum. Oftar en ekki reið Gústi á móti okk- ur og fylgdi okkur heim í Nýjabæ. Það er margs að minnast á stundu sem þessari. Gústi var sannur Þykkbæingur og unni sveit sinni af öllu hjarta. Þorrablótin voru ómiss- andi þáttur í þeirri hugsjón og átt- um við oft fjörugt kvöld saman á þorrablóti, síðast í fyrra. Honum þótti afar vænt um fjölskylduna. Fjölskyldan var honum allt, hvernig hann sýndi það á margvíslegan hátt, með faðmlögum, orðum, augna- ráðinu og hjartahlýju var aðdáun- arvert. Hún Rúna mín á eftir að sakna símtalanna, ég held að þau hafi talað saman á hverju kvöldi ef við vorum heima við. Ég vil þakka þér, elsku Gústi, samfylgdina, þá gæfu að hafa Rúnu mér við hlið og fengið tækifæri til að kynnast þér og Nínu. Það er erfitt að sjá að baki Gústa. Komið er stórt skarð í okkar hóp. Við eigum eftir að minnast hans með virðingu og þökk fyrir samfylgdina. Far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Nína, guð veri með þér, allar dyr barna, tengdabarna og barnabarna eru opnar þér. Óskar G. Jónsson. Höfðingi er fallinn, það er ekki orðum aukið þegar hugsað er um fráfall Ágústs Gíslasonar. Gústi var góður maður, einstakt ljúfmenni í viðmóti og framkomu. Ég tel mig hafa þekkt það nokkuð vel af eigin raun. Ég varð nefnilega þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera hjá honum og Nínu föðursystur minni nokkur haust í görðunum. Það var góð lífsreynsla, hvort sem var fyrir óharðnaða unglinginn sem kom þar fyrsta haustið eða fullorðna einstak- linginn sem var þar seinna, að fá að vera og vinna með þeim, börnunum þeirra og seinna elstu barnabörn- unum enda allt saman með eindæm- um skemmtilegt og gott fólk. Það var alveg sama hvað gekk á, hversu oft var fest í bleytu, hvort eitthvað bilaði eða hvað það var, aldrei sá ég Gústa skipta skapi. Gústi minn, þér vil ég þakka allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an og fyrir hvað þú varst alltaf góð- ur við mig. Ég var yfir mig glöð þeg- ar Birna Rós mín fæddist á afmælisdaginn þinn, og ég held að þú hafir líka verið ánægður með af- mælisgjöfina. Ég leyfi mér að hugsa að nú líði þér vel, örugglega farinn að stússast í kartöflum og huga að sáningu á nýjum stað. Enn og aftur takk fyrir allt. Nína mín, Stjáni, Rúna, Sigga, Gísli, Gestur og fjölskyldur, ég vona að góður Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Minningin um góðan mann lifir. Aðalheiður Fanney Björns- dóttir og fjölskylda, Hornafirði. Enginn slítur þau bönd sem hann er bundinn heimahögum sínum. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið (Jón úr Vör.) Hann Gústi frændi er dáinn. Hugurinn leitar til bernskuár- anna í Þykkvabænum, þegar hann og lífið í Suður-Nýjabæ var svo snar þáttur í lífi mínu. Það voru ófáar ferðirnar, sem við Helga systir fórum fótgangandi í gegnum þorpið, styttum okkur leið yfir mýrar, þúfur og girðingar heim að Suður-Nýjabæ. Þar réðu afi og amma ríkjum, ráku kúabú og höfðu nokkrar kindur. Þau höfðu yndi af því að hafa barnabörnin í kring um sig og þarna máttum við gefa heim- alningunum, reyna fyrir okkur í heyskap eða bara leika okkur í sand- hólunum á Stóra-Mel. En skemmtilegast var ef Gústi var heima, hann var yngsti bróðir mömmu, en mér fannst hann vera stóri bróðir minn. Hann var hinn mesti prakkari og alltaf til í að bregða á leik með okkur krökkun- um. Síðar varð hann góður húsbóndi og leiðbeinandi, þegar ég gerðist kaupakona hjá honum ung að árum. Og svo kom Nína inn í líf hans, það var mikið gæfuspor. Hún bar með sér ferskan andblæ, næstum útlendan, enda komin austan af fjörðum. Ég hlustaði hugfangin á lýsingar hennar af háum fjöllum og þröngum fjörðum heimaslóða henn- ar. Samhent byggðu þau upp öflugt kartöflubú, börnin urðu 5 – allt mannkostafólk og samheldni fjöl- skyldunnar er viðbrugðið. Þau önn- uðust afa og ömmu af ástúð og virð- ingu og bjuggu þeim öruggt skjól í ellinni. Í minningunni er alltaf ys og þys í Suður-Nýjabæ. Mannmargt heimili, mikill gestagangur og mörg handtök að vinna. Samt gefa húsbændur sér tíma til þess að setjast niður með gestunum – það er glatt á hjalla við eldhúsborðið og mikið hlegið. En nú hefir hljóðnað um stund, missir Nínu er mestur en minningin um góðan dreng lifir. Vegna dvalar erlendis get ég ekki fylgt Gústa til grafar en sendi sam- úðarkveðjur til Nínu og fjölskyldu. Guðrún Gyða Sveinsdóttir. Gústi móðurbróðir minn var yngstur 14 systkina í Suður-Nýja- bæ, Þykkvabæ, fæddur þar og upp- alinn, tók síðan við búi afa og ömmu og gerðist dugandi bóndi til æviloka. Fyrstu tvö ár ævi minnar bjó ég ásamt foreldrum mínum í Suður- Nýjabæ, þar sem ekki var þá prest- setur í Þykkvabænum, en faðir minn gegndi prestþjónustu þar í tæp 40 ár. Engar eru minningar frá þessum árum en mér er sagt, að heimilis- fólkið hafi verið mér afar eftirlátt og þá ekki síst Gústi frændi. Mikill samgangur varð strax milli Suður-Nýjabæjar og Kirkjuhvols eftir að við fluttum; þá var Guðrún systir mín fædd og eftir því sem ald- ur og þroski leyfði trítluðu tvær litl- ar stúlkur heim að Suður-Nýjabæ eins oft og hægt var, þrátt fyrir óra- langa fjarlægð að því okkur fannst, framhjá grimmum nautum í girð- ingu og geltandi hundum. Á leið- arenda komumst við þó alltaf og þá var gaman, enda dekraðar af ömmu, afa og Gústa. Þrátt fyrir mikinn ald- ursmun voru foreldrar okkar og Gústi ætíð miklir mátar. Alltaf var Gústi reiðubúinn til aðstoðar, ekki síst að aka föður okkar til kirkju, eftir að hann eignaðist bifreið, fyrir það ber að þakka. Þegar leið á bernskuna var ég mörg sumur í Suður-Nýjabæ, fyrst að létta undir með ömmu: það voru skemmtilegir og áhyggjulausir tímar og ekki síst þegar önnur ömmustelpa, Guðrún Kjartansdóttir frá Vestmannaeyjum, kom og við létum eins og við ættum allan heim- inn, sem náði frá túnunum í kring- um Suður-Nýjabæ, eftir söndunum niður að sjó og upp á Stóra-Mel. Síðar gerðist ég svo fullgild kaupakona í Suður-Nýjabæ og þá var ekki ónýtt að hafa þann verk- stjóra, sem Gústi var. Smám saman lærðust vinnubrögðin, mjaltir, hey- vinna og síðar kartöfluvinnsla. Ég hygg, að frændi minn hafi ver- ið lánsamur maður, hann eignaðist góða konu, Nínu Kristjánsdóttur frá Stöðvarfirði. Oft var gestkvæmt í Suður-Nýjabæ, frændgarðurinn stór og móttökurnar höfðinglegar. Gústi og Nína áttu fimm börn, sem öll með dugnaði, hlýju og glaðværð sinni bera foreldrum sínum gott vitni. Ég bið Guð að blessa minningu Gústa frænda míns og veita Nínu og afkomendum þeirra styrk. Helga Sveinsdóttir. Þegar mér barst fregnin um and- lát Ágústs Gíslasonar, föðurbróður míns, leitaði hugurinn austur í Þykkvabæ, í þúsund ára sveitaþorp- ið og æskuminningar streymdu fram. Virðing mín fyrir Gústa frænda var mikil og ég leit upp til þessa úr- ræðagóða, karlmannlega og skemmtilega frænda sem virtist geta leyst hvers manns vanda. Hann var barngóður og hjartahlýr og allt- af tilbúinn til að hlusta á forvitinn strák og leiðbeina honum. Ógleym- anlegir eru leiðangrarnir sem ég fór með honum í til að kynnast sveitinni og leyndardómum hennar. Síbreyti- legu svörtu sandarnir og Hólmsáin sem við sóttum vatnið í. Gústi var líka ótrúlega þolinmóður við okkur frændsystkinin sem fengum að dvelja á sumrin hjá afa og ömmu í Suður-Nýjabæ. Og hver veit nema að hann hafi einmitt erft mildina frá Guðrúnu ömmu og stríðnina frá Gísla afa. Aðdáun mín á Gústa var svo mikil að ef ég, sem smástrákur, lenti í klónum á stórum hrekkjusvínum í Reykjavík, fannst mér öryggi í því að hóta komu sterka frænda míns úr Þykkvabænum sem tæki í lurginn á þeim ef þau létu mig ekki í friði. Yf- irleitt bar sú hótun tilætlaðan ár- angur, en auðvitað tók Gústi aldrei í lurginn á nokkrum manni. Gústi tók ungur við búi foreldra sinna og var dugmikill bóndi bæði í hefðbundnum búskap og kartöflu- rækt og var þar að auki góður smið- ur. Afi og amma áttu langt og ham- ingjuríkt ævikvöld í hlýju skjóli Gústa og Nínu konu hans. Um- hyggja þeirra var aðdáunarverð og verður aldrei fullþökkuð. Á vindasömum sléttum Suður- lands þarf kraft og áræði í barátt- unni við óblíða náttúru og þann kjark hafði Gústi. Þegar hann þurfti svo að takast á við erfiðan sjúkdóm gerði hann það af þeirri karl- mennsku og æðruleysi sem einkennt hafði allt hans líf. Nú er hetjan fallin frá og ég og fjölskylda mín þökkum langa og trausta vináttuna. Nínu, börnum þeirra Gústa og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Ágústs Gísla- sonar. Gísli Gestsson. Þegar ég hugsa til baka til bernskunnar er fólkið mitt í Suður- Nýjabæ alltaf ofarlega í minning- unum. Alla vega þeim góðu. Margir drauma minna byrja þar líka eða enda. Svona geta sumir staðir og sumt fólk verið samofið bernsku- minningum manns og undirmeðvit- und. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga tvö bernskuheimili í Þykkva- bænum, annað á Kirkjuhvoli, hitt í Suður-Nýjabæ, heimili Nínu og Gústa, afa og ömmu og krakkanna eins og þau heita enn hjá mér. Þarna var mér alltaf tekið opnum örmum og þótti ekki tiltökumál að bæta við einum krakka sem gisti oft- ar en ekki, stundum lengi í einu. Þarna liðu dagarnir við leik og störf, nóg að gera í búskapnum að ég tali nú ekki um „í kartöflunum“ eins og það kallast. Það þurfti marg- ar hendur til að vinna störfin áður en tækninni fleygði fram með þeim hætti sem við þekkjum nú. En það gafst líka tími til að leika sér, í sand- hólunum, „framfrá“ og með spýtu- dúkkurnar, ekki má nú gleyma þeim. Það var jafnan margt um manninn í Suður-Nýjabæ, ættingjar „að sunnan“ og „að austan“ og ann- að aðkomufólk. Allir velkomnir, allt- af nóg pláss. Á matmálstímum röð- uðum við krakkarnir okkur stundum upp í stiganum upp á loft með diskana okkar og þegar ég varð uppkomin varð ég alltaf jafnundr- andi á hversu margir komust fyrir í eldhúsinu hjá henni Nínu og yfirleitt í húsinu. Hann Gústi minn var einstakur maður, glaðvær og kátur, kunni að fara með gamanyrði en jafnframt fastur fyrir og gaman var að ræða við hann um öll heimsins mál. Heim- ilisbragurinn var léttur og aldrei var talað illa um nokkurn mann. Það ríkti líka sú ákveðni og festa sem þarf til að skapa börnum það öryggi sem þau þurfa til að takast á við lífið og tilveruna. Samheldnin sem ríkti á heimilinu hefur haldist þrátt fyrir að börnin séu vaxin úr grasi, mikill samgangur og stolt yfir árangri barnanna og barnabarnanna ein- kenndi líf Nínu og Gústa sem ég hef alltaf talað um í einni setningu. Svo var hann líka litli bróðir hennar mömmu sem nú er ein eftirlifandi af 9 systkinum sem upp komust frá Suður-Nýjabæ. Einlæg vinátta og væntumþykja einkenndi systkina- hópinn og ég minnist þess hve oft var glatt á hjalla þegar þau hittust. Ég vil með þessum fátæklegu orð- um þakka fyrir að hafa fengið að njóta allrar hlýjunnar og væntum- þykjunnar sem umvafði mig hvort sem var í bernskunni, á unglingsár- unum eða eftir að ég var flutt til Reykjavíkur. Og eftir að ég eign- aðist sjálf fjölskyldu hefur fjölskyld- an í Suður-Nýjabæ sérstakan sess í hjörtum þeirra líka. Það er erfitt að hugsa til þess að Gústi komi ekki úr „kofanum“ og setjist við kaffiborðið á sínum stað við gluggann, þau Nína taki á móti okkur opnum örmum og láti manni líða eins og maður sé kominn heim. Alltaf tími til að ræða málin, alltaf til staðar. Það er erfitt að sætta sig við að illvígur sjúkdóm- ur hafi lagt hann að velli langt um aldur fram. Huggun er þó í því að nú þarf hann ekki að líða lengur. Elsku Nína, krakkarnir mínir og barnabörnin, megi allar góðu minn- ingarnar sefa á þessum erfiðu tím- um. Guðbjörg og fjölskylda. ÁGÚST GÍSLASON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist val- kosturinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrest- ur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.