Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 43 MINNINGAR amma með bæninni fallegu sem þú kenndir okkur í æsku: Ó, ljóssins faðir, lof sé þér, að líf og heilsu gafstu mér og föður minn og móður. Nú sezt ég upp, því sólin skín, þú sendir ljós þitt inn til mín. Ó, hvað þú, Guð, ert góður! (Matthías Jochumsson.) Elsku afi, missir þinn er mikill, megi Guð gefa þér styrk og kraft og vaka yfir þér. Hávarður, Jakob og Ægir. Elsku amma mín. Nú ert þú farin með englastrætó til Guðs og ég er svolítið sorgmæddur út af því. Þegar ég kem í heimsókn er skrýtið að sjá stólinn þinn tóman og geta ekki hlaupið til að gefa þér risastórt knús. Hver á núna að gefa mér bleyttí? Þú gerðir besta bleyttí í heimi. Þú og afi voruð oft að passa mig og voruð alltaf svo góð við mig – takk fyr- ir það amma. Takk fyrir að kenna mér bænir og vísur og segja mér sögur. Og ekki hafa áhyggjur. Ég og pabbi og mamma ætlum að hjálpa afa og fara í heimsóknir til hans. Þér fannst alltaf svo gaman að heyra mig syngja „fann ég á fjalli“ og þess vegna ætla ég að syngja það núna til að kveðja þig elsku amma mín. Guð geymi þig. Fann ég á fjalli fallega steina, faldi þá alla, vildi þeim leyna. Huldi þar í hellisskúta heillasteina, alla mína unaðslegu óskasteina. Langt er nú síðan leit ég þá steina, lengur ei man ég óskina neina er þeir skyldu uppfylla um ævidaga, ekki frá því skýrir þessi litla saga. Gersemar mínar græt ég ei lengur, geti þær fundið telpa eða drengur, silfurskæra kristalla með grænu og gráu, gullna roðasteina rennda fjólubláu. (Höf. óþ.) Magnús Orri. Það er sárt að Sóley amma sé ekki lengur á meðal okkar. Mér fannst allt- af eins og hún ætti sér eilíft líf, því hún var búin að vera eins í öll þau ár sem ég þekkti hana, og sú tilfinning að nú sé hún farin er tómleg. Þegar ég hugsa um Sóleyju ömmu kemur heimili þeirra afa, Skólastígur 9, efst upp í hugann. Þangað var alltaf gott að koma og var maður varla stig- inn inn um dyrnar þegar amma greip mann, knúsaði og kyssti í bak og fyrir og kallaði mann öllum dýrlinga nöfn- um. Eftir hlýju móttökurnar borðaði maður eins mikið og maður gat í sig látið af kleinum, pönnukökum og alls kyns góðgæti sem amma hafði bakað. Þar sem ég bý í efri bænum og amma og afi í neðri, þá lá leiðin oft til þeirra eftir skóla á leiðinni heim. Oft mátti heyra hláturinn hennar ömmu út á götu og þá var maður snöggur inn í fjörið. En þá var litla eldhúsið troð- fullt af gestum og upp höfðu spunnist líflegar og skemmtilegar samræður þar sem sú gamla fór á kostum með sínum snilldarlegu orðatiltækjum, sem maður hló mikið af. Þá nýtti mað- ur líka tækifærið og fékk að sendast fyrir hana. En hún vissi hvað mér þótti gaman að sendast fyrir hana og fann því alltaf upp á einhverju til að kaupa þrátt fyrir að ekkert vantaði á heimilið. Amma mín var góð kona og áttum við margar frábærar stundir saman. Á mínum yngri árum voru sundferð- irnar óteljandi og einnig gönguferð- irnar upp á skeiði eða niður á sand, því þar var undirlagið svo mjúkt, og það þótti ömmu svo gott. Það var fátt sem hún lét ekki eftir okkur barna- börnunum og það var ekkert sem hún vildi ekki fyrir mann gera. Einu sinni fengum við til dæmis að kveikja bál úti í garði úr klósettpappírsrúllum heimilisins. Þegar ég var lítill þótti mér meiri- háttar stuð að fara með ömmu í bíl- ferðir, því hún leyfði mér alltaf að stjórna sjálfskiptingunni og ekki spillti fyrir hversu mikill glanni hún var. En amma steig ekkert léttar á bensíngjöfina þrátt fyrir að aldurinn væri farinn að færast yfir hana. Allt líf á sér upphaf og endi. Fyrir að hafa fengið að hafa hana ömmu hjá okkur í öll þessi ár er ég þakklátur. Hún hefur reynst mér vel og verið mér góður vinur. Takk fyrir allar ómetanlegu samverustundirnar, minningin um þig á eftir að lifa með mér um ókomin ár. Guð blessi þig og varðveiti, elsku amma mín. Hávarður Olgeirsson. Elsku Sóley mín. Nú hefur þú kvatt þennan heim eftir langt veik- indastríð. Þú ert sjötta af tíu systk- inum sem kveður. Mig langar að rifja upp nokkrar minningar um samveru- stundir okkar. Við vorum ávallt mjög samrýmdar og það leitar á hugann að einmitt hjá þér byrjaði ég mín húsakaup. Það þótti mikið þrekvirki hjá ykkur Hadda að eignast verkamannabústað á þeim tíma og fengum við hjónin leigt hjá ykkur og þar vorum við í 2-3 ár. Sóley mín, oft var nú þröngt í litla eldhúsinu þegar við vorum að útbúa í kassana fyrir mennina okkar á sjón- um en allt gekk nú samt vel. Síðan flutti ég suður, en alltaf var ég samt velkomin til þín á sumrin með börnin til að vera jafnvel í tvo mánuði og oft hef ég hugsað hve það var mikið fyrir þig að fá allan hópinn inn á þig en þú varst alltaf jafn spennt þegar ég kom. Þakka þér fyrir öll góðu sumrin sem við eyddum saman með börnunum okkar. Þau minnast oft á hve það var gaman og mikið fjör á tröppunum hjá Sóley frænku í sól og blíðu. Ég minnist þess líka hve dugleg þú varst að heimsækja mig meðan heils- an leyfði. Ekki má gleyma að minnast á ferðina okkar til Spánar, það var svo yndisleg ferð. Ég kveð þig elsku systir og veit að þú hefur fengið góða heimkomu. Hvíl í Guðs friði. Haddi minn, samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar. Rannveig Magnúsdóttir. Látin er í Bolungarvík, móðursyst- ir mín Sóley Magnúsdóttir. Við fráfall hennar rifjast upp minningar er ná allt til æskuáranna. Það var ávallt til- hlökkunarefni er við fjölskyldan fór- um í heimsókn á sumrin til ættingja og vina í Bolungarvík. Yfirleitt var dvalið á Skólastíg 9 hjá Sóleyju og Hadda. Þar var alltaf nóg pláss þótt barnahópurinn væri stór. Við bræð- urnir dvöldum þar tveir oft vikum saman hjá Sóleyju og öllum systrun- um, umvafðir kærleik og hlýju þess- arar einstöku konu er gekk okkur ávallt í móðurstað en var um leið skemmtilegur félagi því Sóley var lífs- glöð og hláturmild og gat fangað hug og hjarta viðstaddra með skemmti- legum frásögnum sínum og ein- stökum húmor. Þessar samverustundir á Skólastíg 9 eru ógleymanlegar og mynduðust sterk fjölskyldutengsl í gegnum árin. Því hefur verið sárt að fylgjast með lífshlaupi hennar hin seinni ár er ein- kenndust af heilsubresti og vanlíðan en huggun að hún átti einstakan eig- inmann og fjölskyldu er studdu hana á þessum erfiðu tímum. Kæra frænka, hafðu þökk fyrir allt er þú gafst okkur með gleði þinni og góðvild. Hadda, börnum, tengdabörn- um og afkomendum votta ég mína dýpstu samúð. Björgvin Halldórsson, Keflavík. Hún Sóley amma er komin til engl- anna var útskýring okkar til tveggja ára dóttur okkar við andlát Sóleyjar ömmu og við trúum því að núna eigum við ömmu engil til að láta vaka yfir okkur. Það verður skrítið að koma til Bolungarvíkur og engin Sóley amma til að heimsækja. Sóley amma var tignarleg kona og man ég þegar ég kynntist Hávarði að mér fannst hann eiga mjög unga ömmu, enda hún tæplega sextug þá, ömmu sem átti létta lund og prakk- araskap. Því miður þá bjó um sig sjúkdómur hjá Sóleyju ömmu þegar hún var um miðjan aldur, sjúkdómur sem reyndi mikið á hana og hennar fjölskyldu. En þrátt fyrir það þá held ég að Sóley amma hafi átt mjög góða ævi, átti góðan mann í Hávarði afa, góðar dætur og syni sem hafa borið ömmu á höndum sér. Að enda hið jarðneska líf er alltaf sorglegt fyrir aðstandendur, sorg yfir hlutum sem ekki hafa orðið s.s. að Sóleyju ömmu gafst ekki aldur til að líta augum ung- an son okkar Hávarðar, en sorgin sef- ast með góðum minningum og líkn yf- ir því að þurfa ekki lengur að þjást í þreyttum líkama. Við eigum því öll góðar minningar um Sóleyju ömmu. Elsku Haddi afi, hugur okkar er hjá þér í sorg þinni. Katrín Olga, Hrafnhildur Erna og Baldur Breki. Uppboð Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Skógar- hlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Aflagrandi 21, 010102, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Björn Sigurðs- son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Asparfell 6, 060604, Reykjavík, þingl. eig. Halldór Þorvaldsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Ásvallagata 25, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Aðalsteinn Emilsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, miðviku- daginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Brautarholt 4, 020101, Reykjavík, þingl. eig. Sjófang hf., gerðarbeið- andi Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Brautarholt 10, 010101, Kjalarnesi, Reykjavík, þingl. eig. Emilía Björg Jónsdóttir og þb.Skala ehf., gerðarbeið. Þórdís Bjarnadóttir hdl. skiptastjóri þb. Skala ehf., miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Breiðavík 35, 010103, Reykjavík, þingl. eig. Rakel Jónsdóttir, gerðar- beið. Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Dalbraut 1, 010104, Reykjavík, þingl. eig. Þorgeir Jóhannsson, gerð- arbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Dugguvogur 23, 010301, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Sigurðsson, gerðarbeiðendur Tollstjóraembættið og Vélsmiðja Guðmundar ehf., miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Eiðistorg 15, 010002, Seltjarnarnesi, þingl. eig. ÁB fjárfestingar ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Engjateigur 17, 0105, Reykjavík, þingl. eig. BÞ-Fasteignir ehf., gerð- arbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Eyjar II, Kjósarhreppi, þingl. eig. Guðrún Ólafía Tómasdóttir og Magnús Sæmundsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðviku- daginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Fiskislóð 47, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Marland ehf., gerðarbeið- endur Flugleiðir-Frakt ehf., Kaupþing Búnaðarbanki hf., Lífeyrissjóð- urinn Lífiðn, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Fluggarðar 13, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Hafnarstræti 17 ehf., gerð- arbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Flugumýri 1, Mosfellsbæ, þingl. eig. T.M. Mosfell ehf., gerðarbeið- andi Kristján Vídalín Óskarsson, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Frostafold 145, 010302, Reykjavík, þingl. eig. Sveinn Sigurður Gunn- arsson, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudag- inn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Gautavík 8, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Óskar Thorberg Traustason og Berglind Steindórsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, B-deild, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Gautavík 9, 010301, Reykjavík, þingl. eig. ERON ehf., gerðarbeiðend- ur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild og Samvinnulífeyr- issjóðurinn, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Grundarhús 11, 010203, Reykjavík , þingl. eig. Lovísa S. Þorleifsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Grundarhús 48, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Ásta Fanney Reynis- dóttir, gerðarbeiðendur Kaupþing Búnaðarbanki hf. og Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf., miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Grænamýri 4, Mosfellsbæ, þingl. eig. T.M. Mosfell ehf., gerðar- beiðandi Kristján Vídalín Óskarsson, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Laufásvegur 25, 0001, Reykjavík, þingl. eig. Vilhjálmur H. Guðjóns- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Laugavegur 132, 0401, Reykjavík, þingl. eig. Arndís Einarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Lágaberg 1, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Hönnunar/listamst. Ártúns- brekku ehf., gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðviku- daginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Nesvegur 59, 010001, 50% ehl. Reykjavík, þingl. eig. Þóra Guð- mundsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Skarphéðinsgata 20, 0201, Reykjavík, þingl. eig. Sigríður Hallgríms- dóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, miðvikudag- inn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Skútuvogur 1, 0114, Reykjavík, þingl. eig. Íslensk dreifing ehf., gerð- arbeiðendur Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Tollstjóraembættið og Trygg- ingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Spilda úr Eyjum II, Eyjafell 18, Kjósarhreppi, þingl. eig. Sigrún Bjarnadóttir, gerðarbeiðendur Samvinnulífeyrissjóðurinn og Vá- tryggingafélag Íslands hf, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Spóahöfði 14, 0101, Mosfellsbæ, þingl. eig. Ingi Már Grétarsson og Hulda Hjaltadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Sundlaugavegur 26, 010301, Reykjavík, þingl. eig. Ylfa Jean Adele Ómarsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Teigasel 11, 030203, Reykjavík, þingl. eig. Jón Árni Einarsson og Auður Friðriksdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, miðviku- daginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Vesturberg 74, 0301, Reykjavík, þingl. eig. þb. Reemax ehf. c/o Val- gerður Valdimarsd. hdl., gerðarbeiðendur Kaupþing Búnaðarbanki hf., Tollstjóraembættið og Vesturberg 74, húsfélag, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Vesturgata 2 010301, Reykjavík, þingl. eig. Bryn ehf., gerðarbeiðandi Kirkjuhvoll sf., miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Vesturgata 17A, 010203, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Eva Dögg Hallgrímsdóttir, gerðarbeiðandi Og fjarskipti hf., miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Vesturgata 23, 0401, Reykjavík, þingl. eig. Þór Örn Víkingsson, gerð- arbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Íbúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Viðarás 20, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Reynir Jónsson og Kristín Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., útibú 528, Kaupþing Búnaðarbanki hf., Lánasjóður íslenskra námsmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Tollstjóraemb- ættið, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Viðarhöfði 6, 030205, Reykjavík, þingl. eig. Plastrás ehf., gerðarbeið- endur Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Viðarrimi 16, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Hafþór Svendsen, gerðar- beið. Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Vættaborgir 26, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Heimir Morthens, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Toll- stjóraembættið, miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 21. janúar 2005. R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.