Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 27 DAGLEGT LÍF HOLLRÁÐ um heilsuna eru liður í að miðla áreiðanlegum upplýsingum um heilsuna og þá þætti í daglegu lífi sem þar hafa áhrif. Þekking á þessum þáttum og hvernig hún er hagnýtt er lykilatriði vilji menn stuðla að góðri heilsu allt lífið. Hjá Lýðheilsustöð er m.a. unnið forvarnastarf á sviði áfengis- og vímuefnaneyslu, reyk- inga, tannheilsu, geðheilsu, slysa- varna og ráðlagt um mataræði, eins og lesa má á heimasíðunni. Hér á eftir er gefin örstutt innsýn í þær upplýs- ingar sem hægt er að fá á heimasíð- um Landlæknisembættisins og Lýð- heilsustöðvar og má vonandi nýta sér til heilsueflingar. Betra mataræði – betri heilsa Á heimasíðunni er sjálfspróf þar sem hægt er að meta hvort maður borði nógu hollan mat, fái nóg af bætiefnum og trefjum úr fæðunni eða hvort fitan sé e.t.v. of mikil. Þetta er gert með því að merkja við svör í spurningalista og láta svo reikna nið- urstöðuna út. Vilji maður svo breyta í samræmi við niðurstöðurnar og bæta mataræðið er hægt að skoða Ráðleggingar um mataræði og stýra mat- aræðinu í þá átt. Þar kem- ur m.a. fram að daglega ættum við að borða græn- meti og ávexti, fisk – helst tvisvar í viku eða oftar, gróf brauð og annan kornmat, fitu- minni mjólkurvörur, nota salt í hófi, taka inn lýsi eða annan D-vítam- íngjafa og síðast en ekki síst að hafa í huga að vatn er besti svaladrykk- urinn. Ef við erum líka að huga að þyngdinni verðum við að borða hæfi- lega mikið og hreyfa okkur rösklega, a.m.k. 45–60 mínútur á dag. Þar get- um við haft í huga að öll hreyfing tel- ur, t.d. ganga eftir löngum göngum, upp stiga o.s.frv. Börn á Íslandi og ofþyngd hafa líka verið talsvert í umræðunni að undan- förnu og m.a. nefnt að mikil sykur- neysla eigi þar sinn þátt. Samkvæmt ráðleggingum um hollt fæði á við- bættur sykur að vera innan við 10% af kaloríum. Fyrir börn með algenga orkuþörf, þ.e. 2000 kkal á dag, sam- svara tíu prósentin u.þ.b. 50 grömm- um af sykri. Til viðmiðunar má nefna að í hálfs lítra gosflösku eru 50 grömm af sykri. Hvers vegna eru óbeinar reykingar hættulegar? Flestir vita að reykingar eru hættulegar heilsunni en kannski ekki allir hvers vegna. Á heimasíðunni eru t.d. upplýsingar um hættulegu – og eitruðu – efnin sem eru í sígarettum, s.s. blásýru, kveikjarabensín, brenni- steinsvetni, rottueitur, ammoníak, skordýraeitur o.fl. Veggspjöld með þessum upplýsingum er hægt að prenta út (eða panta) og hengja upp til að minna sig á þessar staðreyndir. Sífellt er bent á ill áhrif tóbaksnotk- unar á reykingamanninn sjálfan en undanfarið hefur líka verið lögð áhersla á hættuna af óbeinum reyk- ingum. Reykurinn sem reykingamaðurinn blæs frá sér (sk. hliðarreykur) er nefnilega enn hættu- legri en sá sem hann dregur ofan í sig – og þá bæði fyrir hann og aðra. Sérstaklega er reyk- urinn hættulegur börn- um – líka þeim ófæddu. Starfsfólk skemmtistaða og veitingahúsa er svo í sérstakri hættu, á meðan enn er leyft að reykja þar. En vilji reykingamaðurinn hætta finnur hann hér ráðleggingar þar að lútandi og svo má benda á ókeypis símaráðgjöf í reykbindindi, sími 800 6030. Vonandi hvetur þessi stutta innsýn lesanda til frekari upplýsingaöflunar. Bryndís Kristjánsdóttir Sviðsstjóri samskipta, Lýðheilsustöð  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA Hvað getum við gert sjálf? Lykilatriði er að þekkja þá þætti sem hafa áhrif á heilsuna og hagnýta sér þá til að stuðla að góðri heilsu. TENGLAR ................................................... Tenglar; www.lydheilsustod.is, www.landlaeknir.is Laufey Aðal-steinsdóttirhjúkrunarfræð-ingur sofnar gjarnan út frá persónum Íslendingasagnanna, en í sögunum segist hún hafa fundið sér einkar skemmtilegt áhugamál til að dunda sér við í frítím- um. Áratugur er liðinn frá því að Laufey lét til leiðast og fór á sitt fyrsta nám- skeið í Íslendingasög- unum hjá Jóni Böðv- arssyni, sem verið hefur hvað ötulastur við að kynna Íslendingum sög- urnar og sagnaslóðir. Og hefur hún allar götur síð- an verið fastur gestur á námskeiðum þessum sem haldin eru á vegum End- urmenntunar Háskóla Ís- lands. Magnús Jónsson sér nú um fyrirlestra í stað Jóns, sem dregið hef- ur sig í hlé. „Það má í raun og veru segja að móðir mín Guðbjörg Vigfúsdóttir hafi kveikt hjá mér áhugann, en hún var fastagestur á námskeiðum í Ís- lendingasögunum í fjöldamörg ár. Ég byrjaði hinsvegar mína göngu á þessum námskeiðum fyrir um tíu ár- um með því að fara á námskeið í Laxdælu og síðan varð ekkert aftur snúið. Þetta er svo skemmtilegt. Ég dró eiginmanninn Sigurð Krist- jánsson fljótlega með mér og höfum við að mestu fylgst að á námskeið- unum í gegnum tíðina, þó að Njálu undanskilinni. Hana tókum við sitt í hvoru lagi þar sem ég var upptekin í öðru námi á meðan Sigurður las Njálu.“ Auk námskeiða í Íslendinga- sögunum segist Laufey hafa verið í gegnum tíðina dugleg við að sækja námskeið, sér í lagi námskeið tengd hjúkrunarstarfinu. Hvíld frá sjúkdómum Þau hjónin eru komin fast að sex- tugu. Sigurður er vélstjóri að mennt og starfar sem vélvirki hjá Álverinu í Straumsvík. Laufey starfar á hinn bóginn sem hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og segir hún að gott sé að hvíla hugann frá sjúk- dómum og því sem þeim fylgir, í Ís- lendingasögunum. Þau Laufey og Sigurður eiga einn son sem ennþá er algjörlega laus við bakteríu Íslend- ingasagnanna, hvað sem síðar kann að verða. En hvaða saga stendur svo upp úr í minningunni? „Mér finnast allar sögurnar vera skemmtilegar, en ætli mér finnist ekki Laxdæla vera rómantískasta sagan,“ segir Laufey. Þau hafa það fyrir venju að skrá sig á námskeið bæði að hausti og í ársbyrjun, en hvert námskeið telur tíu skipti viku- lega tvo tíma í senn. „Undanfarið höfum við verið að fara í gegnum konungasögurnar og erum nýlega búin að læra um Haraldssögu harð- ráða og viðburði ársins 1066 og nú er komið að Magnúsi berfætta og átök- unum um Noregsríki.“ Persónurnar lifna við Í nokkur undanfarin ár hafa nám- skeiðshaldarar efnt til hópferða á söguslóðir þess efnis, sem farið er í hverju sinni, bæði innanlands og ut- an. Laufey segir þau hjónin hafa tekið virkan þátt í flestum ferð- unum, sem séu afar ánægjulegar og skemmtilegar og góð leið til að kynnast öðrum þátttakendum. „Yf- irleitt er farið í ferðirnar á sumrin. Innanlands er gjarnan farið í helg- arferðir og gist einhvers staðar í eina til tvær nætur. Til útlanda höf- um við m.a. farið til Orkneyja, Norð- ur-Skotlands, Noregs, Írlands og til Danmerkur. Við komumst hinsvegar ekki með til Færeyja í kjölfar Fær- eyingasögu, en setja þurfti að minnsta kosti upp þrjár ferðir þang- að, slíkur var áhuginn. Söguslóðir eru skoðaðar og lesið er upp úr sög- unum svo að sögupersónurnar lifna allar við fyrir hugskotssjónum manna.“ Spurð hvort ætlunin sé að halda áfram eða leggja árar í bát, svarar Laufey því til að meiningin sé auð- vitað sú að halda áfram. „Það er enn af nógu að taka og svo má alltaf byrja upp á nýtt með nýju fólki. Þetta er bara skemmtilegt og eng- inn þarf að ganga með prófkvíða.“  MENNTUN | Sækja námskeið í Íslendingasögunum og ferðast svo um söguslóðir „Ætli Lax- dæla sé ekki rómantískust“ Íslenskir söguáhugamenn á slóðum Hlaðajarla í Noregi, skammt frá Þrándheimi. Morgunblaðið/Golli „Þetta er bara skemmtilegt og enginn þarf að ganga með prófkvíða,“ segir Laufey Aðalsteinsdóttir, sem hér er ásamt eiginmanninum Sigurði Kristjánssyni. join@mbl.is Sækjum styrk í íslenskt náttúruafl! „Ég hef teki› Angelicu jurtaveig í flrjú ár. Mér finnst Angelica gefa mér orku, sem ég flarf á a› halda bæ›i í vinnu og lang- hlaupum. Auk fless er hún kví›astillandi og ég fæ ég sjaldan kvef.“ Fjölbreytt virkni í einum skammti. Bryndís Magnúsdóttir Reykjavík Aukin orka og vellí›an, sjaldnar kvef Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum.www.sagamedica.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.