Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HILMIR Snær Guðnason hefur sagt upp föstum samningi sínum við Þjóðleikhúsið en hann hefur verið samningsbundinn leikhúsinu í áratug frá því hann brautskráð- ist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1994. Ekki náðist í Hilmi Snæ í gær en að sögn Tinnu Gunnlaugs- dóttur þjóðleikhússtjóra bað Hilm- ir Snær í september sl. um lausn frá föstum samningi að ári. Ástæð- an sé sú að honum hafi boðist hlutverk í kvikmyndum erlendis og vildi hann fá svigrúm til þess að taka þátt í þeim verkefnum. Tinna segir Hilmi Snæ þó ekki vera hættan í sýningum í Þjóðleik- húsinu. Hann verði t.a.m. í að- alhlutverki í sýn- ingunni Dínamít, eftir Birgi Sig- urðsson, sem verði frumsýnt 20. apríl nk. Tinna býst við því að Hilmir komi aftur inn á samning eftir næstu áramót. „Ég tel enga ástæðu til að ætla annað en að þjóðin eigi eftir að njóta hans á sviði Þjóðleikhússins á næstu ár- um,“ segir Tinna. Hilmir Snær hættir í Þjóðleikhúsinu Hilmir Snær Guðnason Í GÆR var kynnt Íslandskort sem tíu náttúruverndarsamtök standa að og sýnir þær breytingar sem gætu orðið á miðhálendi Íslands verði staðið við orkufyrirheit stjórnvalda til stóriðju. Á kortinu, sem ber yfirskriftina Ísland örum skorið, má sjá möguleg áhrif vatns- aflsvirkjana miðað við að allar helstu jökulár landsins verði virkj- aðar í þeim tilgangi að standa við áðurnefnd orkufyrirheit. Frummyndinni spillt Sigríður Þorgeirsdóttir, heim- spekingur, kynnti kortið og þær upplýsingar sem lagðar eru fram með því á fjölmennum fundi á Hót- el Borg í gær. Hún nefndi meðal annars jarðvarmavirkjanir sem umhverfisvænni kost en vatnsafls- virkjanir, auk þess sem heildararð- semi jarðvarmavirkjana gæti orðið meiri en vatnsaflsvirkjana, ekki síst þegar horft væri til nýrra að- ferða sem verið er að þróa við djúp- boranir. Þorvaldur Þorsteinsson, mynd- listarmaður og rithöfundur, sagði að okkur þætti náttúra landsins ómetanleg þegar hún birtist okkur á striga, en einskis virði þegar hún birtist okkur í sinni eiginlegu mynd. Þannig yrði hart tekið á manneskju sem gengi inn í lista- safn Íslands og risti landslagsmál- verk eftir gömlu meistarana með dúkahníf, á meðan þeir sem spilla frummyndinni væru í fullum rétti. Guðmundur Páll Ólafsson, nátt- úrufræðingur og rithöfundur, rifj- aði upp að fyrir rúmri öld hefðu Ís- lendingar af vanþekkingu afnumið friðunarlög á fálka sem á sama tíma hafði verið rætt um að myndi prýða merki Íslands, þar sem hann bæri hróður þess um allan heim. Þetta væri kunnuglegt samhengi. Vísindalegar niðurstöður slitnar úr samhengi Ragnhildur Sigurðardóttir, líf- fræðingur, sagði brögð hafa verið að því að í matsskýrslum vegna umhverfisáhrifa stóriðju væru vís- indalegar niðurstöður slitnar úr samhengi og notaðar á annan hátt en til var ætlast. Ásta Arnardóttir, verkefnisstjóri Íslandskortsins, sagði mikilvægt að þær upplýsingar sem þar koma fram væru nú aðgengilegar al- menningi. Sagðist hún vonast til að sem flestir kynntu sér þær og mynduðu sér upplýsta skoðun á málinu, enda hefði Ísland marga aðra valkosti en stóriðju. Kort yfir umhverfisáhrif mögulegra virkjanaframkvæmda Mikilvægar upplýsingar aðgengilegar almenningi Morgunblaðið/Þorkell Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur sýnir umhverfisáhrif hugsanlegra virkjanakosta á opnum fundi í gær. Miðað er við að allar helstu jökulár landsins verði virkjaðar HLUTHAFAR í bresku verslunar- keðjunni Big Food Group í sam- þykktu á hluthafafundi í gær yfir- tökutilboð Baugs Group í fyrirtækið. Í tilkynningu frá Baugi segir að til- boðið hafi verið samþykkt með yf- irgnæfandi meirihluta, og sé þess vænst að Baugur taki formlega við rekstri félagsins hinn 11. febrúar næstkomandi. Félagið verður af- skráð af lista Kauphallarinnar í London sama dag. Yfirtökutilboðið, sem er frá því í desembermánuði síðastliðnum hljóð- ar upp á 95 pens fyrir hvern hlut í BFG. Baugur á fyrir fimmtungshlut í BFG. Verðmæti BFG er um 326 milljónir punda miðað við yfirtöku- tilboðið. Þegar viðræður um yfirtöku Baugs á Big Food Group (BFG) hóf- ust var því lýst yfir að tilboðið mundi að öllum líkindum hljóða upp á 110 pens á hlut. Í kjölfar áreiðanleika- könnunar var ákveðið að lækka til- boðið. Hluthafar í BFG samþykkja yfirtökutilboð Baugs ÞINGMENN suðurkjördæmis ákváðu í gær að leggja 20 milljónir króna í rannsóknir á sjávarbotni á hugsanlegri leið jarðganga frá landi til Vestmanneyja, í kjölfar upplýsinga um að sænska verktakafyrirtækið Nordic Constuction Company telji sig geta gert göngin fyrir um 16 milljarða króna. „Það er búið að ákveða að veita allt að 20 milljónum í botnrannsóknir milli lands og Eyja, það er það sem þarf, miðað við þessar nýju upplýs- ingar, til þess að menn geti komið með raunhæfar tölur,“ segir Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrr- verandi bæjarstjóri í Vestmannaeyj- um. Hann segir að reiknað sé með því að könnunin fari fram í vor, og að Vegagerðin taki um það ákvörðun hvernig að henni verði staðið. Guðjón segist ánægður með að mat sænsku verktakanna sé komið fram, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær telja þeir sig geta gert göngin fyrir um 16 milljarða króna, en áætl- un sem gerð var fyrir Vegagerðina hljómaði upp á rúma 30 milljarða króna. „Það er svo mikið sem ber í milli miðað við niðurstöðu Vegagerð- arinnar, svo menn þurfa að skoða þetta í fullri alvöru og finna út hvar mismunurinn liggur.“ Af þeim 20 milljónum króna sem leggja á í rannsóknir á botninum munu um 10 milljónir koma af fjár- aukalögum fyrir kjördæmið, en 10 milljónir af rannsóknarkostnaði Vegagerðarinnar. Verðmat Vega- gerðarinnar of hátt Lúðvík Bergvinsson, alþingismað- ur og bæjarstjórnarmaður í Vest- mannaeyjum, segir að almennt hafi menn verið á því að verðmat Vega- gerðarinnar hafi verið allt of hátt, og í engu samræmi við almennt kíló- metraverð á svona framkvæmd. „Þessi niðurstaða færir enn frekari rök að því að þau sjónarmið hafi átt mikinn rétt á sér.“ Ef kostnaður við göng er um eða undir 20 milljörðum segir Lúðvík að ekki sé nokkur spurning um að göng séu hagkvæm. „Það sem er stóra mál- ið í þessu er að eignarhaldsfélagið Fasteign hefur lýst því yfir að ef þetta sé svona vel undir 30 milljörðum, og samningar um framlög frá ríkinu nást, þá standi ekkert í veginum fyrir að fjármagna þetta,“ segir Lúðvík. Leggja 20 millj- ónir króna í botnrannsóknir RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur ákært Kristján Ragnar Kristjáns- son, Árna Þór Vigfússon og þrjá til viðbótar fyrir stórfelld skattalaga- brot við rekstur á fimm einkahluta- félögum. Þáttur mannanna er mis- mikill en málið snýst um vanskil á samtals um 56 milljónum króna. Kristján Ragnar og Árni Þór voru báðir dæmdir í tveggja ára fangelsi í Landssímamálinu svokallaða, fyrir að hylma yfir fjárdrátt með Svein- birni Kristjánssyni, fyrrverandi aðalféhirði Landssímans. Þeir hafa áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Sveinbjörn var dæmdur í 4½ árs fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt, samtals um 261 milljón, og undi hann sínum dómi. Sveinbjörn er einn sak- borninga í skattamálinu sem þing- fest verður innan skamms, sem og maður sem hlaut átta mánaða fang- elsisdóm í Landssímamálinu. Meint brot Kristján Ragnars eru umfangs- mest en hann er ákærður í öllum fimm þáttum ákærunnar. Hin meintu brot voru framin við rekstur Lífsstíls, Planet Reykjavík, Kaffi Le, Ísafoldarhússins og Japis, og er ákært fyrir undanskot á virð- isaukaskatti, staðgreiðslusköttum og öðrum opinberum gjöldum. Ákæran verður þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur 3. febrúar nk. Fimm ákærðir fyrir stórfelld skattsvik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.