Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ODDA TÓKST AÐ KRÓA EITTHVAÐ AF ÚTI Í HORNI HORNIÐ SJÁLFT AF HVERJU ER ÉG HJÁ LÆKNI? ÉG ER MEÐ ARMBANDIÐ... ÉG ER LÆNAÐUR... JÁ FRÖGEN. ALLT Í LAGI. TAKK... ÞÚ MÁTT FARA INN TIL LÆNISINS ÞAÐ ER EKKERT SEM ÉG ER EINS HRÆDDUR VIÐ OG ORÐIN, “ÞÚ MÁTT FARA INN TIL LÆKNISINS” EF ÞÚ GEFUR MÉR 50 KALL ÞÁ MÁTTU VERA VINUR MINN Í DAG! EN EF ÉG HEF ENGAN ÁHUGA Á ÞVÍ AÐ VERA VINUR ÞINN?! ÞÁ FÆR HÚSVÖRÐURINN AÐ SKRAPA ÞAÐ SEM EFTIR ER AF ÞÉR UPP AF GANGSTÉTTINNI HVAÐ ER 50 KALL Á MILLI VINA Risaeðlugrín © DARGAUD BEINN Í BAKI! EKKI SETJA ÓLNBOGANA UPP Á MATARBORÐIÐ! HEILSAÐU ÖMMU ÞINNI! LÍTTU VEL TIL BEGGJA HLIÐA ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ YFIR GÖTUNA! EKKI BORA Í NEFIÐ! EKKI GRÍPA FRAM Í! EKKI BORÐA MEÐ PUTTUNUM! ÞEGIÐU ÞEGAR ÉG ER AÐ TALA VIÐ ÞIG! AÐ ALA UPP UNGT FÓLK Í DAG ER HREIN MARTRÖÐ! Ö... ERTU EKKERT HRÆDDUR UM AÐ VALDA HONUM ANDLEGUM SKAÐA? ALLS EKKI! ÞAÐ VERÐUR AÐ KENNA ÞEIM GÓÐA SIÐI FRÁ UPPHAFI ANNARS VERÐUR ÞAÐ OF SEINT ÉG ER SAMMÁLA ÞÉR EN ÉG HEF EFASEMDIR Í ÞESSU TILFELLI Dagbók Í dag er laugardagur 22. janúar, 22. dagur ársins 2005 Víkverji hefur mikiðyndi af ambögum hverskonar. Ekki það að Víkverji hafi gam- an af óförum annarra og hann viðurkennir fúslega að hann er sjálfur ekki barnanna bestur í þessum efn- um, því oft vill hann missa út úr sér bölv- aða vitleysu þegar hann vill slá um sig með orðatiltækjum eða málsháttum. Ambögur eða mis- mæli hvers konar geta verið af ýmsum toga en það sem gerir góða ambögu að góðri ambögu er ef aðrir taka hana sér í munn þegar það á við og temja sér jafnvel notk- un hennar. Gæði ambögunnar fara líka gjarnan eftir því hver á í hlut. Það gefur góðri ambögu mikið gildi ef hún kemur frá litríkri persónu eða kynlegum kvisti. Víkverji kann- ast þannig við góða konu út á landi sem er óþrjótandi uppspretta dásamlegra ambaga. Þannig sagðist hún eitt sinn hafa „dorgað fyrir framan sjónvarpið allt kvöldið og legið svo andvana alla nóttina“. Öðru sinni sagðist hún líka vilja mála í „pasta-litunum, því þeir hörf- uðu svo til hennar“. Hún leitaði einu sinni til læknis því hún var „alveg að drepast í bringu- svölunum“ og „stóð hún algerlega á fjöll- um“ þegar hún var einhverju sinni spurð álits. Eitt sinn vantaði hana garn í prjóna- skapinn og spurði vin- konu sína hvort að hún „lumbraði nokkuð á garni handa sér“. Ein ambaga er þó í sérstöku uppáhaldi hjá Víkverja og hana fer Víkverji oft með þegar þannig stendur á. Hún er höfð eftir gömlum verkamanni sem sagði eitt sinn þegar hann bragðaði á bakkels- inu í kaffitímanum: „Þetta er sko langbesta sultuterta sem ég hef aldrei nokkurn tíma smakkað.“ x x x Vinkona Víkverja getur ekki áheilli sér tekið þessa dagana. Þannig er að henni blöskrar mjög notkun orðsins „erlendis“ í fjöl- miðlum og einnig í daglegu tali fólks. Hún vill koma þeim skila- boðum á framfæri að það er ekki hægt að fara erlendis. Menn geta verið erlendis en þeir fara til út- landa eða fara utan. Og hananú! Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is              Grand rokk | Hingað til lands er komin harðkjarnapönksveitin Vitamin-X, sem leikur í kvöld á Grand rokki ásamt Sólstöfum og Drep, sem standa í fylk- ingarbrjósti íslenskra rokksveita. Að sögn þeirra sem til þekkja ætti ekki að skorta svita, hamagang eða hávaða á þessum tónleikum og þeir sem kunna að meta groddalegt og brjálað rokk ættu svo sannarlega að fjölmenna á þennan viðburð. Tónleikar sveitanna hefjast kl. 23 og kostar 1.000 kr. inn. Morgunblaðið/Þorkell X-vítamínsprautur MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrirgefningu syndanna. (Post. 10, 43.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.