Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 31 ÞRÍR starfshópar munu fara yfir tillögur umsækjenda um hönnun á Tónlistarhúsi í Reykjavík sem skilað var inn á fimmtudag. Ef fer sem horfir geta framkvæmdir hafist fyrir árslok á næsta ári, og standist áætlanir á þeim að ljúka í apríl árið 2009. Tillögurnar verða ekki gerðar opinberar á þessu stigi vegna þeirrar samkeppni sem ríkir milli hópanna. Stefán Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Austurhafnar, segir að ekki verði gerð ítarleg úttekt á þeim tillögum sem skilað hefur verið inn, heldur einungis farið yfir þær með það í huga að beina fyrirtækj- unum inn á réttar brautir, til þess að ekki sé haldið áfram að vinna að hugmyndum sem eigendurnir, Reykjavíkurborg og ríkið, séu ósáttir við. Þrír hópar skiluðu grunn- hugmyndum á fimmtudag, en upphaflega ætluðu fjórir hópar að taka þátt í samkeppni um hönnunina. Hópur undir for- ystu breska fjárfestingarfyr- irtækisins Multiplex dró sig út úr samkeppninni, en í þeim hópi voru m.a. Fosters & Partners, fyrirtæki hins víð- fræga arkitekts Norman Fost- ers. Talsmenn Multiplex og Fosters & Partners vildu ekki tjá sig um það hvers vegna ákveðið hefði verið að hætta þátttöku, og báru við trúnaði við viðskiptavini sem fyrir- tækin kærðu sig ekki um að rjúfa þrátt fyrir að þátttöku hefði verið hætt. Vildu viðskiptaáætlunina Stefán segir að Multiplex hafi farið fram á að fá áætlanir Austurhafnar um fyrirsjáan- legar tekjur af tónleikahaldi og ráðstefnum, verðið á bygging- arrétti og annað í þeim dúr. Það var stjórn Austurhafnar ekki tilbúin að láta af hendi, enda segir Stefán að ætlast hafi verið til þess að allir að- ilar gerðu eigin viðskiptaáætl- un. „Við ætluðum ekki að mata þá á okkar áætlunum, þá vær- um við að taka af þeim frum- kvæðið og ábyrgðina, og það er hluti af kostum við einka- framkvæmdir, þeir eiga að leggjast í hugmyndavinnu um það hvernig sé best að ná sem fjölbreyttari og mestri starf- semi og laða að sem flesta gesti,“ segir Stefán. Hann seg- ir að það hafi því getað orkað leiðandi að gefa upp áætlanir stjórnarinnar. Spurður um hver kostnaður- inn við framkvæmdina verði segir Stefán það hluta þess sem bjóðendurnir þurfi að reikna út, með hagstæðari lán- um og áætlunum um betri nýt- ingu sé hægt að leggja í dýrari framkvæmd. Hann segir þó að áætlun stjórnar Austurhafnar um stofnkostnað við tónlistar- húsið hljóði upp á 7.288 millj- ónir króna, 6 milljarða fyrir bygginguna sjálfa, 900 millj- ónir fyrir bílastæði og 388 milljónir fyrir lóðina. Þetta er á verðlagi októbermánaðar 2004, og er ekki reiknað með virðisaukaskatti, enda fæst hann endurgreiddur vegna framkvæmda á borð við þessa. Þrír hópar fjalla um hugmyndir Borgarráð skipaði þriggja manna stýrihóp um skipulag miðborgarinnar, sem í sitja Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, og borgarfull- trúarnir Dagur B. Eggertsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Með þeim hópi starfar Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipu- lagssviðs hjá borginni, og Jó- hannes Kjarval arkitekt. Þessi hópur mun gefa umsögn um skipulagsþætti hugmyndanna sem nú hefur verið skilað inn. Sérstakur ráðgjafahópur um arkitektúr mun einnig fjalla um tillögurnar, en í þeim hópi eru arkitektarnir Albína Thordarson, Ásdís Helga Ágústsdóttir og Dagný Helga- dóttir. Sá hópur mun fjalla um tillögurnar út frá arkitektúr og hönnun. Umsögn þessara hópa, ásamt tæknilegum ábendingum frá stjórn Austurhafnar um at- riði sem ekki standast kröfur í lýsingu á verkinu, fara því næst til svokallaðar mats- nefndar, sem gerir tillögur til stjórnarinnar um meðhöndlun málsins. Í matsnefndinni sitja Kristrún Heimisdóttir, lög- fræðingur hjá Samtökum iðn- aðarins, Orri Vigfússon, verk- fræðingur, og Stefán Bald- ursson, fyrrverandi þjóðleik- hússtjóri. Matsnefndin er skipuð af stjórn Austurhafnar, að höfðu samráði við fulltrúa eigenda, menntamálaráðherra og borgarstjóra. Þriðji undirhópurinn sem starfar undir matsnefndinni, svokallaður samráðshópur, fjallar ekki um tillögurnar á þessu stigi, heldur mun hann fjalla um fjármálaatriði og starfsemina þegar tilboðin sjálf taka að berast í maí. Framkvæmdir gætu hafist í lok árs 2006 Frá Arnarhóli í átt til norðurs: Séð yfir hafnarsvæðið þar sem tón- listarhúsið mun rísa. Þrír hópar arkitekta slást um hituna. Hugmyndir um skipulag Tón- listarhúss í Reykjavík yfirfarnar lög sem hann til afi gert erið rif- elt en á ennirnir ð þessa mst upp Vinnu- msóknir Litháar n hefur r manna uðborg- ar samið u gerðir veðið er m fá ekki ES fyrr löggjöf Þá var atvinnu- réttindi allt til ársins 2009. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun liggur ekkert fyrir, annað en að launþegar frá nýju aðildarríkjunum fái fullan at- vinnurétt frá og með 1. maí á næsta ári. Að óbreyttu þurfa launþegar frá nýju aðildarríkjunum, þ.á m Lettlandi og Litháen, því ekki að sækja um atvinnu- leyfi hér á landi frá og með þeim tíma. Finnbjörn segir að þar með verði vandamál tengd vinnuafli frá þessum löndum þó ekki úr sögunni heldur muni þau breytast. Starfsmenn þaðan verði með atvinnuréttindi hér á landi en líklegt sé að eftir sem áður verði þeir reiðubúnir til að vinna hér á landi án nokkurra samninga og sætti sig við mun lægri laun en lágmarkskjör á íslenskum vinnumark- aði. Hann minnir á að iðnaðarmenn frá öðrum lönd- um verði að geta sýnt fram á réttindi sín og fá við- urkenningu á þeim frá menntamálaráðuneytinu. Guðmundur Þ. Jónsson, 2. varaformaður Eflingar, segir mikið um ólöglegt vinnuafl í ýmsum greinum. Þó að félagið hafi ekki skipulagt eftirlit með því líkt og Samiðn verði starfsmenn félagsins talsvert varir við ólöglegt vinnuafl. Ábendingum um það hafi verið komið til Vinnumálastofnunar og skattayfirvalda en lítil viðbrögð hafi verið við þeim ábendingum. nnuréttinda vinni við byggingariðnað á höfuðborgarsvæðinu boð hérlendis af öglegu vinnuafli Morgunblaðið/Þorkell tar að mestu með ólöglegu vinnuafli. Myndin er úr safni. n þess að hafa til þess réttindi eru sjaldnast með ráðningarsamning, engd gjöld og þeir öðlast ekki veikindarétt. Rúnar Pálmason komst r fjárhæðir með því að ráða þá til vinnu. Og það gera margir. runarp@mbl.is eflavík aganna sex hefði Litháum ann . Málið kjaness isins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur maðurinn haldið því fram að Litháarnir sex hafi komið til landsins á grundvelli þjónustusamnings við erlent fyrirtæki og þurfi því hvorki atvinnu- né dvalarleyfi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins komst lögreglan á sporið þegar hún kom að einum Lithá- anna við störf á dekkjaverkstæði í Reykjavík. Í báðum tilvikum unnu Litháarnir að byggingu húsa fyrir Húsanes ehf. Magnús Þorgeirsson, verkefnisstjóri hjá Húsanesi, segir að fyrirtæki mannsins hafi verið undirverktaki. Maðurinn hafi framvísað dönskum atvinnuleyfum fyrir Litháana sex, sem gildi hér á landi, og því hafi fyrirtækið talið að mennirnir væru með leyfi til að vinna hér á landi. Aðspurður sagði hann að Húsanes bæði undirverktaka um að sýna fram á að útlend- ir starfsmenn þeirra væru með atvinnuleyfi. Eng- inn útlendingur sem þyrfti atvinnuleyfi væri nú við störf hjá Húsanesi eða undirverktökum fyrir- tækisins. öglegs vinnuafls ur í bæði skiptin FRÁ því 10 ný ríki gengu inn í Evrópusambandið og gerðust aðilar að EES 1. maí 2004, hefur talsvert reynt á ákvæði um þjónustusamninga íslenskra fyrirtækja við fyrirtæki frá nýju aðildarríkjunum. Starfsmenn sem koma frá þessum löndum á grundvelli slíkra samn- inga þurfa ekki atvinnuleyfi og hafa fyrirtæki orðið uppvís að því að gera falska þjónustusamninga til að komast hjá því að sækja um atvinnuleyfi. Þetta segir Hildur Dungal, settur forstjóri Útlendingastofnunar. Ríkisborgarar landa innan EES hafa jafnan atvinnu- rétt alls staðar á svæðinu, en verða þó að sækja um dvalarleyfi ætli þeir að starfa í öðru landi en heima- landi sínu lengur en í þrjá mánuði. Ef þeir eru í at- vinnuleit þurfa þeir ekki að sækja um dvalarleyfi fyrr en eftir sex mánuði. Eins og rakið er hér til hliðar gilda sérstakir aðlögunarsamningar um launþega frá hinum nýju aðildarríkjum ESB en að óbreyttu munu þeir öðl- ast fullan atvinnurétt hér á landi 1. maí 2006. Aðlögunarsamningarnir gilda eingöngu um laun- þega, en hvorki um sjálfstæða atvinnurekendur né um starfsmenn sem koma til landsins á grundvelli þjón- ustusamninga milli fyrirtækja. Þá gilda samningarnir ekki um námsmenn eða ferðamenn. Sjálfstæðir at- vinnurekendur frá nýju aðildarríkjunum og starfs- menn sem koma þaðan vegna þjónustusamninga þurfa því ekki atvinnuleyfi hér á landi. Hildur Dungal segir talsvert um að fyrirtæki, eink- um í byggingariðnaði, reyni að sneiða fram hjá regl- unum með því að gera þjónustusamninga til mála- mynda þegar þau séu í raun og veru einungis að verða sér úti um ódýrt vinnuafl. Einnig hafi verið látið líta svo út sem útlendingarnir séu sjálfstæðir atvinnurekendur. Hildur segir að málið snúist um vinnuréttarsamband milli íslensku fyrirtækjanna annars vegar, og útlend- inga sem vinna fyrir þau hins vegar. Ef útlendingarnir þurfa að fylgja skilyrðum íslensku fyrirtækjanna um vinnutíma, verklag, lúti þeirra verkstjórn o.s.frv. geti ekki verið um þjónustusamninga að ræða, eða verk- töku sjálfstæðs atvinnurekanda, heldur séu útlending- arnir einfaldlega í vinnu hjá íslensku fyrirtækjunum og þurfi sem slíkir atvinnuleyfi. Hildur segir vegna þess að þeir sem starfi hér á landi án tilskilinna atvinnuleyfa ferðist einkum hingað í gegnum önnur Schengen-ríki, sé erfitt að hafa eftirlit með ólöglegu vinnuafli á landamærunum. Eftirlitið verði því að fara fram innanlands. Sem betur fer hafi lögreglan verið vakandi gagnvart þessu vandamáli og hún fagnar málsókn sýslumannsins í Keflavík vegna Litháanna sex en hún segir að í málinu muni m.a. reyna á ákvæði laga um þjónustusamninga. Spurð um viðurlög fyrir ríkisborgara hinna nýju að- ildarríkja EES sem hér vinna án tilskilinna atvinnu- leyfa, segir Hildur að engum viðurlögum hafi verið beitt gegn þeim, og ekki sé hægt að vísa þeim úr landi þótt þeir verði uppvísir að því að starfa hér ólöglega. Öðru máli gegni um ríkisborgara frá löndum utan EES sem vinna hér án atvinnuleyfa en þeim sé gert að yfir- gefa landið, og ef þeir geri það ekki eigi þeir á hættu að vera vísað úr landi. Flestir hafi farið af landi brott af fúsum og frjálsum vilja. Fyrirtæki sem ráði til sín ólög- legt vinnuafl megi eiga von á ákæru fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Hildur Dungal settur forstjóri Útlendingastofnunar Nota falska þjónustu- samninga til að komast hjá reglum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.