Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sóley Magnús-dóttir húsmóðir fæddist í Bolungar- vík 10. apríl 1925. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Bolungar- víkur 13. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Lárusdóttir hús- freyja, f. 1895, d. 1953, og Magnús Einarsson verka- maður, f. 1884, d. 1951. Systkini Sól- eyjar eru Þorbjörg Jónína, f. 1913, d. 1970, Lárus Guðmundur, f. 1916, d. 1947, Margrét, f. 1918, d. 1997, Fjóla, f. 1921, d. 1970, Rannveig, f. 1923, Ísleifur, f. 1927, d. 1996, Sig- urborg Lilja, f. 1929, Einar Ragn- ar Jóhannes, f. 1931, og Magnús Kristján, f. 1940. 14. mars 1948, maki Hreinn Egg- ertsson, f. 27. janúar 1945, synir þeirra tveir eru Birkir og Óttar. 4) Ingunn, f. 3. janúar 1951, fyrrv. maki Kristinn Þór Þorsteinsson, f. 17. október 1951, börn þeirra tvö eru Svanborg Þóra og Andri Þór. 5) Olgeir, f. 4. ágúst 1955, maki Stefanía Birgisdóttir, f. 1. mars 1957, synir þeirra fjórir eru Ol- geir Stefán sem lést nýfæddur, Hávarður, Birgir og Valdimar. 6) Magnús Kristján, f. 5. nóvember 1962, maki Guðný Sóley Kristins- dóttir, f. 20. apríl 1967, sonur þeirra er Magnús Orri. Afkom- endur Sóleyjar og Hávarðar eru 40. Sóley lauk hefðbundinni skóla- göngu í Bolungarvík og ólst upp í foreldrahúsum í stórum systkina- hópi. Ung hóf hún sambúð með lífsförunaut sínum Hávarði en þau giftu sig 5. apríl 1947. Þau hófu búskap sinn í Bolungarvík og áttu þar alla tíð heimili sitt, lengst á Skólastíg 9. Útför Sóleyjar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Eiginmaður Sóleyj- ar er Hávarður Ol- geirsson skipstjóri, f. í Bolungarvík 8. janúar 1925. Foreldrar hans voru Sveinfríður Pál- ína Gísladóttir hús- freyja, f. 1905, d. 1926, og Olgeir Ísleif- ur Benediktsson sjó- maður, f. 1902, d. 1959. Sóley og Há- varður eiga sex börn, sem eru: 1) Erna, f. 13. júlí 1943, maki Finnbogi Jakobsson, f. 1. febrúar 1941, synir þeirra þrír eru Hávarður, Jakob Valgeir og Ægir. 2) Svein- fríður, f. 29. janúar 1946, maki Veturliði Veturliðason, f. 4. júní 1944, d. 21. febrúar 2002, dætur þeirra þrjár eru Sveinfríður Olga, Sóley og Hulda Björk. 3) Hildur, f. Mig langar að skrifa nokkur orð til minningar um hana mömmu mína, en hún andaðist nokkrum dögum eftir áttræðisafmælið hans pabba, eftir langvarandi veikindi. Nú hefur hún fengið lausn frá þrautum þeim sem hún hefur mátt lifa með, í svo mörg, mörg ár. Fannst mér gott að fá að vita hjá systrum mínum sem voru hjá henni er hún fór, að hún virtist ekki finna til, hún svaf bara inní svefninn langa. Það er undarleg tilfinning að vera smám saman að átta sig á því að mamma er ekki þarna lengur, heima á Skólastíg, þar sem hún hefur alltaf verið til staðar öll þessi ár, fyrir okk- ur öll börnin sín sex meðan við vorum að alast upp og seinna barnabörnin, sem áttu alltaf athvarf hjá ömmu á Skóló og sóttu mikið til ömmu sinnar eftir skólann og fengu mjólk eða kakó og brauð og hlýju og umhyggju. Ég hef oft hugsað um hversu mik- illa forréttinda við nutum að fá að hafa mömmu alltaf Heima, enda brá manni í brún ef hún svaraði ekki um leið og maður kallaði „Mamma, ertu þarna?“ um leið og maður kom inn, en þá hafði hún í mesta lagi brugðið sér yfir í næsta hús í kaffisopa hjá ná- grannakonunum, Lilju eða Möggu. Mér eru svo í fersku minni æsku-jól- in, kannski af því að nú eru þau nýaf- staðin og mamma var ekki Heima í fyrsta sinn, nú var hún úti á sjúkra- skýli, fárveik. Við Andri héldum jólin með pabba og Magga bróður, Sóley hans og litla sólargeisla ömmu og afa, honum Magnúsi litla Orra. Það var erfitt hjá pabba mínum þegar við settumst að borðum kl 6.00 og ósk- uðum hvort öðru gleðilegrar hátíðar, fyrstu jólin án mömmu í rúm 60 ár. Já góðu minningarnar hrannast upp og æsku-jólin miklu lengri og skemmtilegri. Við fórum alltaf gang- andi uppí kirkju kl 6 hvernig sem viðraði, í nýju jólafötunum, sem hún hafði gjarnan setið við að sauma langt frameftir nóttu. Mamma vildi alltaf að við syngjum jólasálmana á aðfangadagskvöld og þar á meðal „Í dag er glatt í döprum hjörtum“, sem var hennar uppáhalds- sálmur og sungum við öll saman. Svo máttum við „vaka þangað til við sofn- uðum“ eins og við kölluðum það, en aldrei spila á spil, af því að þetta var alheilagt kvöld. Þá var dansað í kring- um jólatréð á jóladag eða annan í jól- um og frændsystkinin komu í jólaboð og allir sungu og skemmtu sér, en erf- itt var þó þegar pabbi var ræstur á sjóinn, í miðjum klíðum að ganga í kringum tréð með okkur, en svona er sjómannslífið. Að leiðarlokum vil ég þakka elsku mömmu minni fyrir að vera svona hlý og allt umvefjandi við mig og mína. Fyrir að vera alltaf mamma. Ég ætla líka að kveðja þig með sömu orðum og þú kvaddir okkur allt- af með í bréfum sem símtölum: Góður Guð varðveiti þig og haldi sinni verndarhendi yfir þér, elsku hjartans mamma mín. Og ég bið þig góður Guð að veita föður mínum styrk í hans djúpa sökn- uði og missi eiginkonu sinnar og besta vinar. Sem og allri stórfjöl- skyldunni okkar. Þín dóttir Ingunn. Elsku tengdamamma. Þegar ég skrifa þessar línur erum við heima hjá tengdapabba og ég sit hér í lasyboystólnum þínum. Það er eitt og annað sem fer í gegnum huga minn eftir þessi 20 ár sem ég hef verið samofin lífi þínu elskulega nafna mín og vinkona. Það er sunnudagsmessa í útvarpinu og sálmurinn „Ó þá náð að eiga Jesú“ er sunginn. Þú kunnir svo marga sálma og varst svo mikið fyrir að syngja þá. Ég verð eitthvað svo viðkvæm og tárin byrja að hrynja nið- ur vangann – finnst svo sorglegt að þú skulir vera farin þó að ég viti að þú sért hvíldinni fegin. Það er skrítið að hafa þig ekki lengur hérna á heim- ilinu og ég sé svo vel hvað tengda- pabbi er búinn að missa mikið. Þó að hann segi ekki margt þá veit ég að hann hugsar sitt „gamli maðurinn“ eins og þú sagðir svo oft sjálf. Ég vil þakka þér fyrir að hafa leið- beint mér og gefið góð ráð sem ég hef haft að leiðarljósi í lífi mínu og meira en ég hef gert mér grein fyrir. Þú kenndir mér ýmislegt sem viðkom heimilistörfum. Fyrstu árin okkar Magga saman þá fannst mér þú stundum svolítið ráðrík við mig en ég hlýddi þínum góðu ráðum og sé ekki eftir því. Þú vildir hafa allt í röð og reglu og að hver hlutur væri á sínum stað eins og góðri húsmóður sæmir, enda lærð- ir þú eitt og annað í vistinni hjá henni Betu Hjalta þegar þú varst sjálf mjög ung að árum. Þér fannst mikilvægt að hvítur þvottur væri hvítur og að hann færi jafnvel á snúrunum og inn í skáp- unum. Þið voruð svona þessar hús- freyjur af gamla skólanum. Þú hafðir auga fyrir því að ganga svo smekk- lega frá öllu og það var mikið atriði hjá þér að vera búin að öllu í tíma. Eins og t.d. fyrstu árin okkar Magga saman þegar við bjuggum fyrir sunn- an og vorum að koma vestur í jólafrí. Þá var svo notalegt að koma á Skóla- stíginn því allt var svo ilmandi hreint, löngu búið að baka og allir jóladúk- arnir þínir komnir á sinn stað. Meira að segja jóladúkur á náttborðinu okk- ar Magga og rúmið svo hreint og fal- lega um búið og allt svo jólalegt. Við þurftum sko ekki að biðja um betri þjónustu. Svona minningar ylja manni um hjartarætur. Þú varst glæsileg kona og mjög smekkleg í þér bæði hvað varðaði heimilið og eins í fatavali og fannst þér ekki verra að betri fötin, sérstak- lega hjá okkur konunum, mættu vera svolítið „flatterandi“. Ef maður þurfti að orða afmæliskveðju eða eitthvað slíkt þá varst þú snögg að „skvera“ fram setningum sem pössuðu við til- efnið hverju sinni því þú varst svo sniðug að orða hlutina. Seinni árin, þegar Maggi fór í skól- ann í Reykjavík, þá var Magnús Orri oft hjá ykkur eftir að leikskóladeg- inum lauk. Þú sagðir oft að þú værir ekki neinn bógur að hugsa um hann Magga litla og það mæddi mest á afa hans. Þú varst samt þar og veittir honum félagsskap og varst þar til að dýrka hann og dá með þínu ástríki og kærleik og það var nú ekki svo lítið Sóley mín. Þú rerir með hann í fang- inu og kenndir honum að syngja „Við skulum róa sjóinn á“ og kenndir hon- um bænir. Ég er mjög þakklát fyrir þær stundir sem hann átti með þér og ykkur saman og svo hefur hann afa sinn ennþá. Þeir eru svo miklir mátar og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af gamla manninum. Við höldum áfram að koma út í Vík og við fylgjumst með honum. Ég vil þakka þér fyrir að hafa kom- ið með hann Magga þinn inn í þennan heim. Ég veit að þið áttuð ástríkt og gott samband og ég er heppin með hvað þú hefur gert hann að yndisleg- um dreng, að ég tali nú ekki um aðal- augasteininn okkar, hann Magnús Orra, sem þú dýrkaðir og dáðir. Ég held áfram að kenna honum bænir og góða siði. Guðný Sóley Kristinsdóttir. Elsku besta amma mín. Mikið á ég nú eftir að sakna þín. Þú skilur eftir stórt tómarúm sem aldrei verður fyllt. Hugur minn fer minningarveginn og það koma upp góðar minningar um góða konu með sterkan persónu- leika og húmor. Mínar bernskuminningar um þig eru fylltar með hamingju og gleði en það var alltaf stutt í hlátur og glettni hjá þér. Við gátum hlegið svo mikið saman, það var eins og fimmtíu ára aldursmunur hyrfi þegar við vorum saman. Ég kom oft til þín á leiðinni heim úr skólanum og það voru nú ekki fáar stundirnar sem við eyddum í eldhúskróknum hjá þér, spilandi eða bara að spjalla. Þú lagðir mikla áherslu á að við, barnabörnin lærðum bænirnar og kynnum fallegu lögin sem þú raulaðir svo oft. Þér fannst svo gaman að syngja og hlusta á tónlist en þú baðst mig stundum um að syngja eða spila á skemmtarann fyrir þig. Danska lagið var nú eitt af því og svo þegar við fluttum til Danmerkur fórst þú alltaf að gráta þegar þú heyrðir það í út- varpinu. Þú varst mikil tilfinninga vera en við vorum svo líkar á því sviði. Grétum saman og hlógum samann og enginn skildi neitt í því af hverju við værum svona viðkvæmar eða af hverju við værum að hlæja. Ég á eftir að sakna þess alla tíð. Ég gæti haldið endalaust áfram að lýsa okkar einstaka sambandi. Elsku amma mín og vinkona. Megi guð og gæfan fylgja þér og verða þér náðugur í þinni hinstu för. Ég mun alltaf muna þessa vísu sem þú kenndir mér. Ég get enn þann daginn í dag grátið er ég syng þetta fyrir mín börn. Hver gengur hér og grætur, við grafarrúmið mitt? Það er ég, elsku mamma, einmana barnið þitt. Hver klæðir þig í fötin og fléttar hárið þitt? Það er hún elsku amma sem verndar barnið þitt. (Höf. óþ.) Þín dótturdóttir Svanborg. Elsku amma okkar í Víkinni er lát- in. Ljúfar minningar rifjast upp fyrir okkur systrunum þegar litið er til baka. Það var mikið ævintýri að fá að gista hjá ömmu þegar afi var út á sjó og upplifðum við okkur sem prinsess- an á bauninni þegar við höfðum hana út af fyrir okkur, oft ein í einu. Hún virtist hafa allan heimsins tíma til að gefa okkur. Ógleymanleg eru spilin sem hún kenndi okkur og það var hjá ömmu sem við lærðum að svindla í ,,lygi“. Amma kunni fjöldann allan af lögum og vísum og tók hún oft lagið fyrir okkur og spilaði undir á skemmtarann. Amma var snillingur í að ríma. Hún gat botnað allt sem sagt var með rími og talaði oft í rími. Þá var glatt á hjalla á Skólastígnum. Sundferðirnar með henni í sundlaugina í Bolungar- vík er eftirminnilegar og fannst okk- ur stelpunum mikið varið í að fá body- lotion með góðri lykt hjá ömmu. Hún var glæsileg kona sem hugsaði vel um útlitið, amma var alltaf svo fín. Hún vildi líka hafa hreint og fínt í kringum sig og bar heimilið þess merki og svo var hún líka listakokkur. Það var all- ur matur góður sem amma eldaði. Oft kom það sér vel fyrir litlar stelpur að eiga ömmu sem var myndarleg í höndunum því ófá skiptin dró hún okkur að landi með hálfkláraðan sokk eða vettling sem skila átti í handa- vinnunni í skólanum. Amma í Vík var rausnarleg og vildi gera vel við sitt fólk, hvort heldur það var að fata upp litla tátu eða senda brenndan sykur og sendibréf til ann- arrar sem var í sveit. Okkur fannst það mjög spennandi að eiga ömmu og afa sem höfðu ferðast víða og gaman að hlusta á ferðasögurnar sem hljómuðu stund- um ævintýrum líkastar og því var það mikil upplifun að ferðast með þeim, ásamt foreldrum okkar, til Ítalíu. Elsku afi. Missir þinn er mikill eftir rúmlega sextíu ára samvistir ykkar. Megi Guð styrkja þig og styðja í sorg þinni. Elsku mamma og systkinin öll, megi allar ljúfu minningarnar vera ykkur, og okkur öllum, styrkur á erf- iðum tímum. Olga, Sóley og Hulda Björk. Í dag verður lögð til hinstu hvílu elskuleg Sóley amma okkar sem lést í Bolungarvík eftir langvarandi og erf- ið veikindi. Glaðværð og gamansemi er okkur efst í huga þegar æskuárin með ömmu eru rifjuð upp en ávallt var stutt í glettni og leik, sérstaklega þegar barnabörnin voru með í leik. Í okkar huga eru það stundirnar við spilaborðið sem standa upp úr hvað þetta varðar en amma var nær óþreytandi við að spila við okkur barnabörnin. Oft var leikreglunum hagrætt þannig að réttur aðili við spilaborðið ynni og var þá oft hlegið hátt og innilega á Skólastígnum. Amma var gædd miklum frásagnar- og leikhæfileikum og var það ósjaldan sem hún lék með miklum tilþrifum þá persónu sem hún var að lýsa eða segja frá. Ófáar eru setningarnar sem hún sneri upp í rím eða botnaði með rími og svo var hlegið og hlegið. Amma var einstaklega hjartahlý og einlæg persóna sem alltaf var tilbúin til að vernda, hugga og aðstoða þegar eitthvað bjátaði á. Gestrisin var hún og þýddi vart að hreyfa andmælum þegar boðið var aftur á diskinn. Upp- úr miðju æviskeiði ömmu komu fram veikindi sem hún átti í fram á dán- ardag. Þessi veikindi settu mikið mark á líf hennar og reyndust henni oft á tíðum þungbær. Það er vissu- lega sárt að sjá á eftir henni yfir í ei- lífðina en í ljósi veikindanna er það jafnframt ákveðinn léttir að þrautum hennar skuli lokið. Við kveðjum þig SÓLEY MAGNÚSDÓTTIR ✝ Ragnar Örnfæddist í Vík í Staðarhreppi í Skagafirði 7. októ- ber 1921. Hann lést á Borgarspítalanum í Fossvogi þriðjudag- inn 11. janúar síðast- liðinn. Móðir hans var Hallfríður Jóns- dóttir, hjúkrunar- kona á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, f. 20.5. 1893, d. 24.10. 1965. Ragnar átti 5 hálfsystkini að móð- urinni sem eru öll látin. Ragnar ólst upp í Kjart- ansstaðakoti á Langholti í Skaga- firði hjá Óskari Þorsteinssyni bónda þar og Sigríði Hallgríms- dóttur konu hans. Ragnar átti 11 uppeldissystkini, yngstur í þess- ari stóru fjölskyldu, og lifir Guttormur fósturbróðir hans hann. Ragnar kvæntist Hansínu Jónsdóttur frá Glaumbæ á Langholti 1957. Hansína lést 5. ágúst síðastliðinn. Þau bjuggu lengst í Fellsmúla 11 í Reykjavík. Ragnar lærði smíðar í Reykjavík og vann hann þar lengstum sem smiður. Kveðjuathöfn um Ragnar fór fram frá Grensáskirkju fimmtu- daginn 20. janúar, en hann verð- ur jarðsunginn frá Sauðárkróks- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er Ragnar líka farinn, aðeins um fimm mánuðir frá því Hansína kona hans lést. Þá sagði hann einmitt að hann vonaði að hann fengi líka að fara fljótt, nú væri hann einn eftir. Ragnar Örn var hár maður og grann- ur með þykkt hár, gjarnan bursta- klippt. Hann var mikið snyrtimenni, gekk teinréttur – einnig þegar ald- urinn færðist yfir. Handtakið var þétt. Hann var húsasmiður og starf- aði við iðn sína í Reykjavík. Ragnar fylgdist vel með þjóðmálum og var mikill áhugamaður um land og þjóð, ekki síst það sem snerti Skagafjörð. Ég var svo lánsamur að ná að heimsækja þau hjónin í Fellsmúlan- um fáeinum mánuðum áður en Hans- ína lést. Hansína var jafnan kölluð Nanna, en ef ég man rétt ávarpaði Ragnar konu sína aldrei öðru vísi en sem Hansínu. Í þessari heimsókn kom mér raunar á óvart hve þau hjónin voru hress, einkum þó Nanna. Þau hjónin voru einstaklega gestrisin og því kynntist ég þarna eins og oft áður. Ragnar rifjaði upp ferðalög, bæði innanlands og utan, og ræddi þjóðmálin. Hjá Nönnu fékk ég góða upprifjun á ættartengslum mínum í Skagafirðinum, enda sagði hún eins og oft áður: Ja, mikið ertu nú líkur í móðurættina. Nanna og Anna móðir mín voru náskyldar og sterk vinátta milli þeirra. Þau Ragnar og Nanna voru miklir ferðagarpar og ferðuðust vítt og breitt um landið og eftir að þau tóku að reskjast fóru þau einnig í ferðir til útlanda. Oft fóru þau hringinn um landið á sumrin og komu þá jafnan við hjá foreldrum mínum fyrir austan og urðu þá miklir fagnaðarfundir. Ég man að í þessum ferðalögum sváfu þau í tjaldi og ekki við það komandi að þau þæðu gistingu. Við lítum bara aftur inn á morgun sögðu þau. Ég dvaldi á heimili þeirra um skeið á menntaskólaárum mínum og kynntist því góðum kostum þessara samrýndu hjóna betur en ella hefði orðið. Góð vinátta hélst upp frá því þó langt hafi liðið milli heimsókna hin síðari ár. Fyrir þessi kynni er ég þakklátur. Ástvinum sendi ég sam- úðarkveðjur. Pétur Þór Jónasson. RAGNAR ÖRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.