Morgunblaðið - 27.01.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 27.01.2005, Síða 1
BÍLSPRENGJUR sprungu á nokkrum stöðum í Írak í gær og virðist sem um samhæfðar aðgerðir skæruliða hafi verið að ræða en þeir vilja koma í veg fyrir að kosn- ingar, sem fram eiga að fara í landinu á sunnudag, takist sem skyldi. Að sögn BBC biðu fimm manns bana í Riyadh, nálægt Kirkuk í Norður-Írak, og AFP sagði að fimmtán manns a.m.k. hefðu fallið þegar flutningabíll var sprengdur í loft upp fyrir utan skrifstofur Lýðræð- isflokks Kúrdistans í Sinjar í Kúrdahéruðum Íraks. Enn- fremur beið einn maður bana þegar bílsprengja sprakk í Tikrit og sex bandarískir hermenn féllu þegar skæru- liðar veittu þeim fyrirsát á nokkrum stöðum í Írak./14 Reuters Mannfall í aðdraganda kosninga STOFNAÐ 1913 25. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Klæddi eftir- mynd sína Barði í Bang Gang hannaði föt á eftirmynd sína í Mílanó Menning Viðskipti | Meðbyr Samskipa  Ágústa Johnson í svipmynd Úr verinu | Undraveröld undirdjúpanna  Lélegur afli vegna of lítils möskva Íþróttir | HM í Túnis  Chelsea í úrslit  Fyrsti ósigur Keflavíkur SPENNA í samskiptum Rússlands og Úkraínu jókst enn í gær þegar ríkissaksóknari Rússlands lýsti yfir því að málarekstri gegn Júlíu Tímo- sjenko, nýskipuð- um forsætisráð- herra Úkraínu, yrði haldið til streitu. Rússar væna hana um mútur. Tímosjenko var á mánudag skipuð forsætisráðherra en hún er nánasti samstarfsmaður Víktors Jústsjenk- os sem sór embættiseið forseta á sunnudag. „Mál hennar verður rannsakað í samræmi við rússnesk lög þar um,“ sagði Vladímír Jústínov, ríkissak- sóknari Rússlands, aðspurður í gær. Tímosjenko er eftirlýst í Rúss- landi, sökuð um að hafa mútað rúss- neskum embættismönnum fyrir tæpum tíu árum er hún var forstjóri orkufyrirtækis í Úkraínu. Hand- tökutilskipun með nafni hennar er í gildi en rannsóknina hófu Rússar í fyrra, mánuði fyrir fyrstu umferð forsetakosninganna í Úkraínu. „Afskipti af innanríkismálum“ Júlía Tímosjenko er einn þekkt- asti þjóðernissinni Úkraínu og gagn- rýndi oft harðlega stjórnvöld í Úkr- aínu og ríkisstjórn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta er hún fór fyrir stjórnarandstöðunni. Rússar studdu keppinaut Jústsjenkos í forseta- kosningunum í Úkraínu og hafa op- inberlega andmælt stefnu nýrra valdhafa þar í landi. Þeir telja Tímosjenko ala á andúð á Rússum í vesturhluta Úkraínu en í austur- hluta landsins eru rússnesk áhrif ráðandi. Talsmaður flokks Tímosjenkos ítrekaði í gær að hún væri saklaus, engin gögn hefðu verið lögð fram í málinu og enginn grundvöllur væri fyrir rannsókn þess. Sagði hann að sérhver tilraun til að halda mála- rekstrinum áfram fæli í sér „afskipti af innanríkismálefnum Úkraínu“. Tímosjenko, sem var um skeið að- stoðarforsætisráðherra Úkraínu, var handtekin árið 2001 og sett í fangelsi sökuð um spillingu. Henni var síðar sleppt og ákæran felld nið- ur. Tímosjenko enn í sigti Kremlverja Moskvu. AFP. Júlía Tímosjenko Viðskipti, Úr verinu og Íþróttir ÆÐSTI stjórnlagadómstóll Þýskalands úrskurðaði í gær að ein- stök sambandslönd gætu veitt háskólum sem þau reka heimild til að innheimta skólagjöld. Þessi úrskurður markar tímamót og gengur gegn þeirri hefð í Þýskalandi, að háskólanám skuli vera ókeypis. Þykir líklegt að úrskurðurinn muni valda miklum titr- ingi á vettvangi stjórnmálanna. Málið barst inn á borð stjórnlaga- dómstólsins fyrir tilstilli yfirvalda í sex sambandslöndum Þýska- lands, sem öll eiga það sameiginlegt að íhaldsmenn, þ.e. kristilegir demókratar, fara þar með völd. Hafa yfirvöld í fimm sambandslandanna þegar tilkynnt að þau muni leggja á 500 evra skólagjöld á hverri önn, ríflega fjörutíu þúsund ísl. krónur, en þau halda því fram að skólarnir þurfi á tekjum að halda til að geta stað- ist samkeppni þegar opinberar fjárveitingar til þeirra færu minnk- andi. Litið hefur verið svo á í Þýskalandi að öllum ætti að vera tryggð- ur aðgangur að æðri menntun án tillits til tekna eða félagslegra að- stæðna. Hafa námsmenn vanist því að þurfa aðeins að greiða lágt skráningargjald í háskólum Þýskalands. Samtök námsmanna eru af þessum sökum allt annað en sátt við úrskurð stjórnlagadóm- stólsins í gær og áætlanir sambandslandanna fimm og hafa þegar boðað fjöldamótmæli. Þá hafa verkalýðsfélögin í landinu einnig fordæmt úrskurðinn og segja að dagurinn í gær hafi verið „svartur dagur fyrir námsmenn og fyrir velferðarsamfélagið“ þýska. Jafnaðarmenn fara sem kunnugt er með völd í Þýskalandi ásamt græningjum og var stjórn Gerhards Schröder andvíg því að heimila innheimtu skólagjalda. Sagði Edelgard Bulmahn mennta- málaráðherra að allt ungt fólk ætti rétt á fyrsta flokks menntun án tillits til tekna foreldra þess. „Við þurfum á því að halda að fleiri, en ekki færri, hafi háskólagráður ef við viljum tryggja atvinnu og velferð í Þýskalandi,“ sagði hún. Umdeild ákvörðun stjórnlagadómstóls Þýskalands Þýskir háskólar mega innheimta skólagjöld Karlsruhe, Frankfurt. AFP, AP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í gær skipan Condoleezzu Rice sem utanríkisráð- herra í stað Col- ins Powells. Greiddu 85 þing- menn atkvæði með skipan Rice en þrettán voru á móti. Aðeins einn utanríkisráð- herra hefur mætt meiri mótstöðu, Henry Clay. Voru fjórtán þingmenn á móti skipan hans í embættið árið 1825 en 27 voru henni hlynntir. Skipan Rice var aldrei í vafa en demókratar notuðu staðfestingar- ferlið til að lýsa megnri óánægju með þátt Rice í aðdraganda innrásarinn- ar í Írak. Reitti það marga demó- krata til reiði að Rice skyldi ekki tilbúin við yfirheyrslur í þinginu til að viðurkenna nein mistök í tengslum við ákvörðun um innrás í Írak eða eftirmála hennar. Þingið sam- þykkti Rice Washington. AP. Condoleezza Rice FLUGLEIÐIR hafa keypt tíu nýjar flugvélar af gerðinni Boeing 737-800. Heildarverðmæti vélanna er 650 milljónir dollara eða 40 milljarðar ís- lenskra króna. Var samningur þess efnis, sem er stærsti flugvélakaupa- samningur sem Flugleiðir hafa gert, undirritaður í gær. Hyggst félagið í samstarfi við flugvélaleigufyrirtækið Sunrock leigja vélarnar áfram til flug- félaga í Kína og víðar. Vonir standa til að leigusamningar þess efnis verði frágengnir fyrir vorið. Sett verður á stofn sérstakt dótt- urfélag til að vinna á sviði flugvéla- leigu innan Flugleiða. Á síðastliðnum átta vikum hafa Flugleiðir, einir eða í samstarfi við aðra, keypt sextán flug- vélar. Nemur sú fjárfesting 45 millj- örðum króna. Smíði vélanna tíu hefst á þessu ári og verða þær afhentar á næsta ári. Flugleiðir greiða liðlega 11 milljarða inn á flugvélarnar á þessu ári og eru þau viðskipti fjármögnuð af KB banka. Var samningur þess efnis einnig undirritaður í gær. Að sögn Hreiðars Más Sigurðssonar forstjóra KB banka, markar samningurinn tímamót fyrir bankann líkt og Flug- leiðir. Hér væru á ferðinni ein stærstu viðskipti sem bankinn hefði tekið þátt í. Bæri samningurinn styrk og stærð bankans merki enda hefði hann ekki þurft að leita til annarra lánastofnana vegna viðskiptanna. Hannes Smárason stjórnarformað- ur Flugleiða, segir að umtalsverð verðmæti séu í samningnum en í hon- um felst einnig kaupréttur á fimm flugvélum til viðbótar. „Við erum í dag að skrifa undir samning sem við teljum að sé að búa til mikil verðmæti fyrir Flugleiðir sem við metum að lág- marki á um 6,5 milljarða króna,“ sagði hann á blaðamannafundinum í gær. Flugleiðir kaupa tíu vélar á 40 milljarða og leigja út Morgunblaðið/ÞÖK Flugleiðamennirnir Sigurður Helgason og Hannes Smárason líta ánægðir á Mark Norris fulltrúa Boeing eftir að samningar voru undirritaðir í gær.  Heildarfjárfesting/4 VERÐ hlutabréfa í Flugleiðum hækkaði um 4,5% í gær. Nemur hækk- unin á rúmri viku nú 10% og sé tekið mið af sl. áramótum þá hefur verð- ið hækkað um rúm 28%. Verslað var með hlutabréf í Flugleiðum fyrir alls 291 milljón króna í gær og voru það næstmestu viðskipti dagsins. Yfir 28% hækkun frá áramótum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.