Morgunblaðið - 27.01.2005, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KAUPA TÍU FLUGVÉLAR
Flugleiðir skrifuðu í gær undir
samning við Boeing-verksmiðjurnar
um kaup á tíu nýjum flugvélum af
gerðinni Boeing 737-800. Heildar-
verðmæti vélanna er um 40 millj-
arðar króna og verða þær leigðar
áfram til flugfélaga í Kína og víðar
um heim.
Mikið mannfall í Írak
Að minnsta kosti fimmtán biðu
bana og þrjátíu særðust í sprengju-
árás fyrir utan skrifstofur lýðræð-
isflokks Kúrda í Sinjar í Kúrdahér-
uðunum í Írak í gær. Þá fórst þrjátíu
og einn bandarískur hermaður í gær
þegar þyrla hrapaði til jarðar í sand-
stormi í Anbar-héraði í Írak. Sex
bandarískir hermenn til viðbótar
féllu í árásum íraskra skæruliða og
hefur mannfall Bandaríkjahers í
Írak ekki verið meira á einum degi.
Leyfa skólagjöld
Stjórnlagadómstóll í Þýskalandi
hefur úrskurðað að einstök sam-
bandslönd geti veitt háskólum sem
þau reka heimild til að innheimta
skólagjöld. Þessi úrskurður markar
tímamót og gengur gegn þeirri hefð
í Þýskalandi, að háskólanám skuli
vera ókeypis. Þykir líklegt að úr-
skurðurinn muni valda miklum titr-
ingi á vettvangi stjórnmálanna.
ASÍ með athugasemdir
Miðstjórn ASÍ gerir að sögn Grét-
ars Þorsteinssonar forseta alvar-
legar athugasemdir við reglugerð fé-
lagsmálaráðherra um atvinnu-
réttindi útlendinga. Verður athuga-
semdunum skilað á morgun.
Hærri laun af sérsamningi
Að mati Eiríks Jónssonar, for-
manns Kennarasambands Íslands,
koma sérsamningar sveitarfélaga
við kennara í einstökum skólum ekki
til greina nema að um sé að ræða
verulega hærri laun en verið er að
greiða í dag.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp-
héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 28
Erlent 14/15 Umræðan 28/29
Akureyri 17 Bréf 29
Austurland 17 Minningar 30/37
Höfuðborgin 18 Dagbók 40/42
Landið 19 Menning 43/45
Listir 22 Fólk 46/49
Dagleg líf 24 Bíó 46/49
Neytendur 25 Ljósvakamiðlar 50
Forystugrein 26 Veður 51
* * *
KRAKKARNIR í krakkaklúbbi
Dómkirkjunnar í Reykjavík taka
sér ýmislegt óvenjulegt fyrir
hendur. Í gær settu þau Íslands-
met þegar þau bjuggu til keðju úr
bréfaklemmum sem náði tvo
hringi í kringum kirkjuna. Alls
þurfti um 6.000 bréfaklemmur í
uppátækið en það tók um 45 mín-
útur.
Að sögn Jónasar Margeirs Ing-
ólfssonar, æskulýðsleiðtoga í
Dómkirkjunni, er þetta hluti af
samkeppni sem stendur milli
Dómkirkjunnar og Landakirkju í
Vestmannaeyjum, og hófst í gríni
fyrir fjórum árum. Nú sé komið
að Landakirkju að gera betur.
„Þetta er meira til gamans gert,“
segir Jónas þegar hann er spurð-
ur hvaða tilgangi samkeppnin
þjóni og bætir því við að nauðsyn-
legt sé að krydda aðeins tilveruna
á dimmum vetrardögum.
Morgunblaðið/Þorkell
Drógu bréfaklemmukeðju í
kringum Dómkirkjuna
ÓSKAÐ var eftir því á fundi mið-
stjórnar ASÍ í gær að Gylfi Arn-
björnsson, framkvæmdastjóri sam-
bandsins, gerði betur grein fyrir
máli sínu varðandi ummæli hans um
stuðning verkalýðshreyfingarinnar
við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
til formanns Samfylkingarinnar.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
segir að miðstjórnin hafi verið ágæt-
lega sátt við skýringar Gylfa og und-
ir það tekur Pétur Sigurðsson frá Al-
þýðusambandi Vestfjarða, sem sat
miðstjórnarfundinn.
Pétur var einn sex forystumanna
verkalýðshreyfingarinnar sem
starfa innan Samfylkingarinnar sem
sendi yfirlýsingu um að ummæli
Gylfa í fjölmiðlum um síðustu helgi
hefðu ekki verið í þeirra nafni.
Pétur segir að ummæli Gylfa hafi
verið rangtúlkuð af fréttamanni Rík-
isútvarpsins, Gylfi hafi aldrei sagt að
hann talaði fyrir hönd ASÍ eða
verkalýðsforystunnar. Hann hafi að-
eins sagt að margir kunningjar sínir
í Samfylkingunni, sem væru í verka-
lýðshreyfingunni, styddu Ingibjörgu
Sólrúnu.
„Menn voru allir sáttir við útskýr-
ingar hans og sammála um að eft-
irmál yrðu engin. Menn brýndu bara
hver fyrir öðrum að þeir ættu ekki að
tala í nafni hreyfingarinnar eða fé-
laganna,“ segir Pétur.
Miðstjórn
ASÍ sættir sig
við útskýr-
ingar Gylfa
ÁRNI Johnsen fyrrverandi alþingis-
maður segist hafa átt ítarleg sam-
skipti við verktakafyrirtækið NCC
vegna skýrslu um gerð jarðganga til
Vestmannaeyja. Hann sagði á borg-
arafundi um málið í Eyjum í gær-
kvöldi, þar sem mættu tæplega 500
manns, að hann stæði við skýrsluna,
sem hefði verið yfirfarin af NCC.
Árni hóf umræðuna á að fara yfir
ferlið frá því hann byrjaði að kanna
möguleika á jarðgöngum og svaraði
fyrir frétt á Stöð 2 í gærkvöldi þar
sem haft var eftir talsmanni verk-
fræðifyrirtækisins NCC í Svíþjóð að
tölurnar sem Árni lagði fram væru
ekki frá fyrirtækinu komnar. Árni
sagði frétt Stöðvar 2 til þess gerða að
gera málið tortryggilegt og margt af
því sem kom fram í fréttinni ekki rétt.
Til að mynda væri ekki um að ræða
tilboð og sagði hann líklegt að tals-
maður NCC hefði ekki fengið réttar
upplýsingar enda lægju ekki fyrir
formlegar áætlanir. Hann sagðist
fyrst hafa hringt í höfuðstöðvar NCC
í Svíþjóð en verið vísað til höfuðstöðv-
anna í Osló, sem honum skildist að
væru aðalstöðvar fyrirtækisins er
varða jarðgangagerð. Hann sagði
sérfræðinga á Íslandi hafa skoðað
þau gögn sem lögð voru fram og öll
samskipti hans og sérfræðinga er-
lendis væru til á tölvutæku formi fyrir
þá sem neita að trúa honum. Sagði
hann því næst að skýrslan hefði verið
yfirfarin af yfirmönnum NCC í Nor-
egi áður en hún var lögð fram og hann
hefði látið þá vita að hann ætlaði sér
að halda blaðamannafund til að kynna
málið. Þeir svöruðu því til að þeir
væru ánægðir með það og ef einhverj-
ar spurningar vöknuðu sem Árni og
félagar gætu ekki svarað væri mönn-
um velkomið að leita til þeirra.
Miklar rannsóknir
Árni fór því næst yfir skýrsluna
sem þeir Svein E. Kristiansen bygg-
ingaverkfræðingur hjá NCC í Noregi
og Sverre Barlindhaug jarðverkfræð-
ingur hjá Multiconsult skrifa undir.
Þar segir í upphafi að til þessa hafi
engin jarðfræðileg athugun farið
fram á slíkum jarðgöngum. Þær jarð-
fræðilegu upplýsingar sem notaðar
voru í skýrslunni byggjast á almenn-
um jarðfræðilegum upplýsingum auk
endurkasts- og bylgjubrotsmælinga á
Landeyjarsandi og á sjávarbotninum
milli Vestmannaeyja og meginlands
Íslands. Þær athuganir fóru fram síð-
astliðið sumar.
Árni benti á að þær rannsóknir
sem nú þegar hafa farið fram á milli
lands og Eyja séu meiri en þær sem
gerðar voru áður en Hvalfjarðar-
göngin voru gerð. Sú kostnaðaráætl-
un sem lögð var fram er byggð á
reynslu NCC af tvennum neðansjáv-
argöngum frá Færeyjum, Vagagöng-
unum sem eru 4,9 kílómetrar og
Norðureyjagöngunum sem eru 6,2
km. Ennfremur á reynslu við gerð
lengstu vegganga í heimi, Lærdals-
göngunum sem eru 24,5 km. Hugs-
anleg göng milli lands og Eyja yrðu
um 20 kílómetrar. Kostnaður er upp á
16 milljarða króna án virðisauka-
skatts og er allur kostnaður innifalinn
utan kostnaðar við kaup á landi og
flutninga á jarðvegi frá jarðganga-
gerð.
Árni sagði að miðað við kostnaðar-
áætlun mætti segja að kílómetrinn í
göngunum væri á 720 milljónir króna.
Kílómetrinn í Hvalfjarðargöngunum
kostaði yfir 900 milljónir og sagði
Árni það vera dýrt. Í Færeyjum hefur
kílómetrinn kostað um 550 milljónir.
Hann sagði eðlilegt að kílómetrinn
væri dýrari hér enda þyrfti að styrkja
göngin meira.
Tæplega 500 manns mættu
á borgarafund í Eyjum
Morgunblaðið/Sigurgeir
Fjölmennt var á borgarafundinum í Vestmannaeyjum í gærkvöldi um jarðgangamálin.
NCC kannast ekki við útreikningana
TALSMAÐUR sænska verktakafyrirtækisins NCC,
Nordic Construction Company, Øvind Kvaal, sagði í
fréttatíma Stöðvar 2 í gær að hann kannaðist ekki við að
Árni Johnsen hefði kostnaðaráætlun frá fyrirtækinu und-
ir höndum, vegna jarðganga milli lands og Eyja, líkt og
Árni hefði fullyrt. Þar kom fram að kostnaður vegna
framkvæmdanna væri áætlaður helmingi minni en Vega-
gerðin hefði gert ráð fyrir. Fyrirtækið hefði ekki verið á
Íslandi í tengslum við hugmyndir um gangagerð milli
lands og Eyja. „Við höfum ekki séð verkefnið. Við vitum
ekki um hvað það snýst né um hvers konar fjöll er að
ræða, og það er ómögulegt að komast að einhverri nið-
urstöðu út frá samtali verkefnisstjóra okkar í Færeyjum
og einstaklings á Íslandi,“ segir Kvaal og heldur áfram:
„Við tökum ekki ábyrgð á því sem þessi maður segir
opinberlega. Þetta eru ekki okkar útreikningar, og ekki
tölur frá okkur. Það er ekki neitt sem skuldbindur okk-
ur,“ segir Kvaal.