Morgunblaðið - 27.01.2005, Side 4

Morgunblaðið - 27.01.2005, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÉRFRÆÐINGAR greiningar- deilda bankanna eiga von á áfram- haldandi hækkun íbúðaverðs á þessu ári. Ekki er þó víst að þær verði jafnmiklar og á síðasta ári, en þá hækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um rúm 23%. Þeir segja að alltaf sé ákveðin hætta á að um verðbólu sé að ræða sem geti sprungið. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- banka Íslands, segir að þau reikni með 10% hækkun á húsnæðislið vísitölu neysluverðs í ár, en hann hafi hækkað um 14% í fyrra. Þau telji þannig að húsnæðisliðurinn muni hækka heldur minna í ár, en það sé mikil óvissa ríkjandi í þess- um efnum og hún sé upp á við, ekki síst vegna þess að mikil spenna sé á þessum markaði nú í upphafi ársins. Þannig hafi veltan á fyrstu þremur vikunum í janúar í ár verið 8,2 millj- arðar, en hún hafi verið 5,6 millj- arðar á sama tíma í fyrra. Edda Rós sagði að það sem ynni á móti hækk- unum væri aukið framboð á ný- byggingum. Hún sagði að það sem hefði ýtt undir hækkun fasteignaverðs hér á landi og út um allan heim væri mjög lágt vaxtastig, sem hefði lækkað greiðslubyrði. Hún ætti von á því að alþjóðlegt vaxtastig yrði áfram lágt í sögulegu samhengi, þó það ætti eftir að hækka eitthvað. Það sem kæmi til viðbótar hér væri að það væri ekki bara búið að lækka vexti heldur væri einnig búið að lengja lánstímann og auka aðgang almenn- ings að lánum með því að hækka há- markslánin og leyfa endurfjármögn- un. Þessar kerfisbreytingar gerðu það að verkum að það væri minni hætta á verðbólu hér heldur en er- lendis, því verðbóla væri í raun bara skilgreind þannig að verð væri orðið það hátt að enginn gæti keypt eign- irnar lengur. „Ef það er hætta á verðbólu erlendis þá ætti hættan samt að vera minni hér vegna þess- ara kerfisbreytinga.“ Hún bætti því við að vissulega væri ákveðin hætta á að verðbóla skapaðist og lærðar greinar hefðu verið skrifaðar um hættuna á verð- bólum erlendis og á það bent að það hefði miklu meiri áhrif á heimsbú- skapinn ef þessar verðbólur spryngju heldur en til dæmis hækk- un olíuverðs. Hefur hækkað umfram laun Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, sagði að mælikvarðarnir til þess að meta það hvort um verðbólu sé að ræða á markaðnum eða ekki séu fá- tæklegir. Þó sé ýmislegt sem hægt sé að taka mið af í þeim efnum, eins og hlutfall húsnæðisverðs og launa. Þetta hlutfall hafi lengi vel verið nokkuð stöðugt hér á landi, en síð- ustu misserin hafi fasteignaverð verið að hækka umfram laun og sé nú komið umfram langtímameðaltal. Hann sagði að annar mælikvarði til að hafa til hliðsjónar í þessum efnum væri húsnæðisverð í hlutfalli við byggingarkostnað og um leið fjöldi nýbygginga sem væru að koma inn á markaðinn. Það lægi í augum uppi að ef húsnæðisverð væri komið langt umfram bygging- arkostnað gengi það ekki upp til langframa, þar sem það myndi kalla á stóraukinn fjölda nýbygginga. Gallinn væri hins vegar sá að lóða- verð væri ekki inni í byggingavísi- tölunni, sem væri stór hluti af kostnaðinum, en fyrir lægi að hús- næðisverð hefði verið að hækka talsvert umfram byggingarkostnað að undanförnu. Að auki væru mun fleiri nýbyggingar að koma inn á markað þessa dagana, sem sýndi að menn sæju sér verulegan hag í því að byggja og selja. „Það mun að minnsta kosti halda aftur af verð- hækkunum á næstunni,“ sagði Ing- ólfur. Hann sagði að hins vegar gæti það jafnvel gerst að svipaðar hækk- anir yrðu á húsnæðisverði í ár og í fyrra eða þá meiri. „Það er kannski ekki alveg líklegasta niðurstaðan. Þetta var metár í fyrra hvað hækk- anir varðar, en þegar við lítum á eftirspurnarhliðina að þá er bara mjög mikið að gerast þar og miklu meira núna í upphafi þessa árs heldur en var á sama tíma í fyrra. Markaðurinn var tiltölulega rólegur í upphafi síðastliðins árs miðað við það sem hann er núna. Við sjáum þetta aukna lánaframboð, lækkun langtímavaxta, miklar launahækk- anir, kaupmáttaraukningu, skatta- lækkanir og mikla almenna bjart- sýni. Allt þetta hefur áhrif á fasteignamarkaðinn og við þetta má bæta væntingum um hækkun hús- næðisverðs, sem auðvitað hvetur fólk til þess að kaupa en ekki selja,“ sagði Ingólfur. Forstöðumenn greiningardeilda Íslandsbanka og Landsbanka Íslands um þróun fasteignaverðs Gert ráð fyrir áframhaldandi hækk- un húsnæðisverðs „VIÐ erum í dag að skrifa undir samning sem við teljum að sé að búa til mikil verðmæti fyrir Flug- leiðir, sem við metum að lágmarki á um 6,5 millj- arða króna. Það verður væntanlega meira þegar við förum að spila úr þessum samningi til lengri tíma.“ Þetta sagði Hannes Smárason, stjórnar- formaður Flugleiða, á blaðamannafundi á Nord- ica hóteli í gær en þá var undirritaður samningur milli Flugleiða og Boeing-verksmiðjanna um kaup á tíu nýjum Boeing 737-800 flugvélum sem verða afhentar á næsta ári. Í samningnum felst einnig kaupréttur á 5 flugvélum til viðbótar. Vél- arnar eru 162–189 sæta, allt eftir því hvernig far- þegarýmið er nýtt. Vélarnar verða allar leigðar til flugfélaga í Kína og víðar. Flugleiðir hafa séð um samninga- viðræður og fjármögnun kaupanna en flugvéla- leigufyrirtækið Sunrock sem staðsett er í Írlandi og Flugleiðir hafa áður verið í samstafi við, sjá um að leigja vélarnar. Þetta er stærsti flugvélakaupasamningur sem Flugleiðir hafa gert og er heildarverðmæti vél- anna 650 milljónir dala eða um 40 milljarðar króna, sagði Hannes á fundinum. Hann sagði að yrði kaupréttur félagsins nýttur stækki samning- urinn í um 975 milljónir dala eða um 60 milljarða króna. Flugleiðir greiða liðlega 11 milljarða króna inn á vélarnar á þessu ári og eru þau viðskipti fjár- mögnuð af KB banka. Ráðgjafi Flugleiða í við- skiptunum er HSBC-bankinn í Bretlandi. Byggja upp flugvélaleigu Samningurinn er að sögn Hannesar stórt skref í uppbyggingu á flugvélaleigu, sem sé nýtt við- skiptasvið innan félagsins. Mun sérstakt fyrir- tæki annast kaup, sölu og útleigu flugvéla. Hall- dór Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri fjármála- sviðs Icelandair, mun veita fyrirtækinu forystu. Boeing 737-800 eru uppseldar bæði fyrir árið 2006 og 2007. Þær eru langvinsælustu flugvél- arnar í heiminum í dag að sögn Hannesar. „Við teljum að við séum að gera mjög góðan samning sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að vél- arnar eru uppseldar fyrir þessi ár sem fram- undan eru.“ Að sögn Hannesar er ætlunin að setja á stofn flugvélaleigu þar sem sú mikla þekking sem Flugleiðir búa yfir eftir áratuga starf í flugrekstri mun nýtast. „Þarna ætlum við að reyna að nýta okkur þá þekkingu sem er til hjá félaginu og búa til markaðsvöru á öðru sviði en beint á sviði flug- rekstrar. Þannig að við erum mjög spenntir fyrir þeim möguleikum sem þessi nýja starfsemi mun gefa félaginu til framtíðar.“ Að sögn Hannesar voru aðrir aðilar búnir að ákveða að kaupa vélarnar en þeir hættu við á síð- ustu stundu. Bauðst Flugleiðum þá að kaupa þær og sökum þess hve félagið var tilbúið að bregðast skjótt við gat það tryggt sér verð sem er mjög hagstætt. Hröð þróun undanfarnar vikur Á sl. átta vikum hafa Flugleiðir, einir eða í sam- starfi við aðra, keypt sextán flugvélar. Fyrst voru keyptar þrjár Boeing 737-500 vélar í félagi við Gunnar Björgvinsson. Þær eru leigðar áfram til Air Baltic Latvia, sem er hlutdeildarfyrirtæki SAS. Þá voru keyptar þrjár Boeing 757-200-vélar. Tvær af þeim verða í rekstri Flugleiða en ein leigð til Brittannia. Nú hafa bæst tíu vélar í safn- ið. Heildarfjárfestingin er samtals upp á 45 millj- arða króna. Til samanburðar má geta þess að félagið hefur á þessu ári 19 flugvélar í rekstri í leiðakerfi Ice- landair og hjá Loftleiðum Icelandic og Flug- leiðum Frakt. „Þetta er því að þróast mjög hratt hjá okkur og það er einmitt í framhaldinu á því sem við höfum tekið ákvörðun um að búa til nýtt viðskiptasvið sem fjallar um flugvélafjárfestingar og leigu.“ Flugleiðir kaupir – Sunrock leigir út Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, kynnti samstarfið við Sunrock á fundinum. Hann sagði að góð reynsla væri á samstarfi við félagið. „Við höfum góð og traust tengsl við þessa aðila,“ sagði Sigurður. „Þeir komu til okkar í nóvember með þessa hugmynd að við færum út í þetta verkefni með þeim.“ Sigurður segir Sunrock hafa greiðan aðgang inn á markaði í Kína og hafa leigt og selt vélar þangað undanfarin ár. „Við sáum að það voru töluverð tækifæri fólgin í því fyrir okkur að gera þetta og við höfðum strax samband við Boeing. Þá voru þeir tilbúnir að fara fljótlega í samninga við okkur og við gátum klárað þetta mjög hratt.“ Hlutverk Flugleiða í samstarfinu var að semja um kaup á vélunum og fjármagna kaupin. Þá munu Flugleiðir hafa umsjón með eignarhaldi. Sunrock mun sjá um að leigja vélarnar út. „Við gerum ráð fyrir að verða búnir að leigja vélarnar allar út, og þá í það minnsta til sjö ára, fyrir vorið 2005.“ Mark Norris, sem undirritaði samningana fyrir hönd Boeing, sagði á fundinum í gær að við- skiptin væru mjög spennandi fyrir fyrirtæki sitt. Sagði hann samstarf Flugleiða og Boeing vera langt og farsælt. „Það er ánægjulegt að sjá hversu vel Icelandair vegnar nú um stundir, á tímum mikillar niðursveiflu í greininni,“ sagði Norris. „Við myndum vilja halda að það væri vegna þess að floti þeirra samanstendur af Boeing-vélum en við vitum að það liggur meira að baki,“ sagði Norris brosandi áður en hann þakk- aði Flugleiðum fyrir samstarfið í gegnum árin og samninginn nú. Aðilar að samningnum: Michael Davies frá HSBC-banka í Bretlandi, Halldór Vilhjálmsson, Sigurður Helgason og Hannes Smárason frá Flugleiðum, Mark Norris frá Boeing, Hreiðar Már Sigurðsson og Bjarki Diego frá KB banka. Fjárfesting upp á 45 milljarða Flugleiðir hafa gert samninga um kaup á sextán flugvélum á átta vikum Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, og Mark Norris, fulltrúi Boeing, bíða eftir því að fá samninginn til undirritunar í gær. Morgunblaðið/ÞÖK Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða, og Mark Norris, fulltrúi Boeing, virða fyr- ir sér Boeing 737-800-vélina. IMPREGILO hefur fengið á þriðja hundrað umsóknir síðustu vikur um störf við Kárahnjúkavirkjun. Að sögn Ómars R. Valdimarssonar, tals- manns Impregilo, hafa langflestar umsóknir komið af vef evrópsku vinnumiðlunarinnar og er verið að yfirfara allar þessar umsóknir. Ekki hafi margar umsóknir fullnægt skil- yrðum fyrirtækisins. Varðandi áform félagsmálaráð- herra um nýja reglugerð við útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga segir Ómar að Impregilo eigi eftir að fara yfir reglugerðardrögin og kanna hvort þetta komi til með að breyta vinnuferlum í starfsmannahaldi. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær ákvað Vinnumála- stofnun að veita Impregilo atvinnu- leyfi fyrir 24 kínverska starfsmenn. Að sögn Ómars er verið að ganga frá flugfarmiðum og öðrum ferða- lögum fyrir Kínverjana. Þeir muni skila sér til Íslands á næstu dögum frá Peking. Umsóknir til Impregilo á þriðja hundraðið TVEIR menn voru í gær dæmdir í annars vegar 30 daga og hins vegar 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot, með því að ráðast inn í íbúð manns við Vatnsstíg í maí 2003. Mennirnir voru einnig ákærð- ir fyrir líkamsárás en voru sýkn- aðir af þeirri ákæru. Maðurinn sem ráðist var á er rúmlega sextugur. Við árásina rif- brotnaði hann, marðist og bólgnaði talsvert. Fyrir dómi sagði lögreglumaður sem fór á vettvang að greinilegt hefði verið að átök hefðu átt sér stað. Maðurinn sem varð fyrir árás- inni hafi á hinn bóginn afþakkað alla hjálp og beðið þá um að yf- irgefa heimili sitt. Í dómnum segir að fyrir liggi að engin rannsókn hafi verið fram- kvæmd á vettvangi og skýrslur af ákærðu og vitnum í málinu ekki teknar fyrr en mörgum mánuðum eftir að kæra var lögð fram. Með hliðsjón af því og reikulum fram- burði mannsins sem varð fyrir árás- inni, þótti slíkur vafi leika á þátt mannanna í árásinni að Héraðs- dómi Reykjavíkur þótti var- hugavert að telja að fram væri komin óyggjandi sönnun um hvor hafi ráðist á hann, eða að þeir hafi báðir gerst sekir um líkamsárás. Voru þeir því sýknaðir af ákæru um líkamsárás. Dæmdir fyrir húsbrot en ekki fyrir líkamsárás

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.