Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
DOKTOR Gunnar
Hoppe, virtur jarðvís-
indamaður, lést í Sví-
þjóð sl. mánudag, 90
ára að aldri.
Gunnar var rektor
Stokkhólmsháskóla ár-
in 1974–1978 og lengi
prófessor við sama
skóla, sat í byggingar-
nefnd Norræna húss-
ins í Reykjavík og síðar
í stjórn hússins um
árabil, eða frá 1968 til
1991. Hinn 17. júní á
síðasta ári hlaut hann
sænsk-íslensku menn-
ingarverðlaunin fyrir margháttuð
störf í þágu samskipta Svíþjóðar og
Íslands. Veitti hann verðlaununum
viðtöku í sendiherrabústað Íslend-
inga í Stokkhólmi. Áður hafði hann
verið sæmdur heiðursmerkjum ís-
lensku fálkaorðunnar.
Eitt hið síðasta sem Gunnar beitti
sér fyrir sem mikill Íslandsvinur var
að dr. Helgi Björnsson jöklafræðing-
ur yrði heiðursdoktor
við Stokkhólmsháskóla.
Greint er frá andláti
Gunnars á vefsíðu ís-
lenska sendiráðsins í
Svíþjóð. Þar segir að
hann hafi verið sannur
Íslandsvinur, beitt sér
fyrir margvíslegum
gjöfum til Íslands og
verið öflugur stuðn-
ingsmaður Norræna
hússins í Reykjavík.
Gunnar átti marga
góða vini hér á landi.
Meðal þeirra var Sig-
urður Þórarinsson
jarðfræðingur. Gaf hann út bækling
um Sigurð og rannsóknir hans fyrir
aðeins tveimur árum. Þá fjallaði
hann oft um jarðfræði Íslands í rit-
um sínum á löngum og farsælum
fræðimannsferli. Stýrði hann marg-
víslegu rannsóknastarfi á íslenskum
eldfjöllum og sat um skeið í stjórn
Norrænu eldfjallastöðvarinnar á Ís-
landi.
Andlát
GUNNAR HOPPE
HEILDARSKATTGREIÐSLUR
einstaklinga til ríkis og sveitarfé-
laga voru 63,6 milljörðum kr. hærri
á árinu 2003 samanborið við árið
1995 reiknað á verðlagi ársins
2003. Þetta kemur fram í svari
fjármálaráðherra við fyrirspurn
Jóhanns Ársælssonar þingmanns á
Alþingi.
Aukning skattgreiðslnanna end-
urspeglar hækkun launa á þessu
árabili því skv. svari ráðherrans,
hefur hlutfall tekjuskatta og út-
svars af mánaðarlaunum lækkað á
sama tímabili eða úr 29,1% af 200
þúsund króna mánaðarlaunum á
árinu 1995 í 23,6% á árinu 2003.
Heildarskattgreiðslur einstak-
linga til ríkis og sveitarfélaga voru
68.752 milljónir kr. á árinu 1995
(reiknað á verðlagði ársins 2003)
en þær voru komnar í 132.269
milljónir kr. á árinu 2003. Hækk-
unin er 92,5%.
110% hærri skattgreiðslur
til sveitarfélaga
Heildarskattgreiðslur einstak-
linga til sveitarfélaga voru 110%
hærri á árinu 2003 en á árinu 1995
og höfðu hækkað úr 31,3 milljörð-
um 1995 í 66,2 milljarða árið 2003.
Skattgreiðslur einstaklinga til
ríkisins hækkuðu á sama tíma úr
tæplega 37,4 milljörðum 1995 í
rúmlega 66,1 milljarð á árinu 2003,
eða um 76,9%.
Tekjuskattgreiðslur einstaklinga
voru 34,7 milljarðar 1995 en átta
árum síðar eða 2003 námu þær
tæplega 58 milljörðum. Greiðslur
eignarskatta lækkuðu á tímabilinu
en þær voru 2,6 milljarðar á árinu
1995 en voru komnar niður í 1,7
milljarða á árinu 2003.
Útsvarsgreiðslur einstaklinga til
sveitarfélaga jukust umtalsvert á
tímabilinu. Þær voru 27,7 milljarð-
ar á árinu 1995, reiknað á verðlagi
ársins 2003. Á árinu 2003 námu út-
svarsgreiðslur einstaklinga hins
vegar tæplega 62 milljörðum kr.
Fasteignaskattgreiðslur hækk-
uðu einnig á tímabilinu. Alls voru
þær 3,6 milljarðar á árinu 1995 en
á árinu 2003 námu þær rúmlega 4,3
milljörðum kr. á föstu verðlagi.
Hlutfall skatta af mánaðar-
launum hefur lækkað
Í svari fjármálaráðherra er einn-
ig birt yfirlit yfir hlutfall tekju-
skatta og útsvars af mánaðarlaun-
um. Þar kemur fram að hlutfallið
af 100 þúsund kr. mánaðarlaunum
var 16,8% á árinu 1995, 9,5% á
árinu 2004 og áætlað er að hlut-
fallið verði komið niður í 3,5% á
árinu 2007, þegar skattalækkanir
sem ríkisstjórnin hefur ákveðið
verða komnar til framkvæmda.
Á árinu 1995 var hlutfall tekju-
skatta og útsvars af 300 þúsund kr.
mánaðarlaunum 33,1%. Á seinasta
ári var hlutfallið 27,9% af launun-
um og áætlað er að það verði 23,3%
á árinu 2007.
Hlutfall tekjuskatta og útsvars
einstaklinga með 500 þúsund kr.
mánaðarlaun árið 1995 var 36,4%.
Á seinasta ári var hlutfallið 31,5%
og áætlanir gera ráð fyrir að það
verði komið niður í 27,3% á árinu
2007 samkvæmt svari fjármálaráð-
herra.
Svar á Alþingi um skattbyrði einstaklinga 1995–2003
Skattgreiðslur 63
milljörðum hærri
í lok tímabilsins
Hlutfall tekju-
skatta og útsvars
af 200 þús. kr.
launum lækkaði
úr 29,1% í 23,6%
!
"#
$
!
# %
&
#
$
##
$""
"%&
$"
$" #
& $
%&
&&
&%
"$
&& &
" "$
#
& $$%
"
# $
' "
" #
$"
&"&
$$
"
& #&
$%
$" "
%"
& &
&$
& $
#
&$#
##
"#%%
#
nefndar sem sett var á laggirnar
eftir talninguna sl. vor til þess að
koma með tillögur um hvernig
rjúpnaveiðar ættu að vera þegar
þær hæfust að nýju eftir friðun.
SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir
umhverfisráðherra kynnti fyrr í
vikunni í ríkisstjórn frumvarp til
laga um breytingu á lögum um
vernd, friðun og veiðar á villtum
fuglum og villtum spendýrum og er
það nú til umfjöllunar í þing-
flokkum stjórnarflokkanna. Í frum-
varpinu er lagt til að umhverf-
isráðherra verði heimilt að
takmarka veiðar við ákveðna daga
og ákveðinn tíma sólarhringsins og
að ráðherra geti við tilteknar að-
stæður bannað sölu á veiðibráð. Er
frumvarpið liður í þeim áformum
að rjúpnaveiðar verði heimilar á ný
haustið 2005.
Tildrög málsins eru þau að í júlí-
mánuði 2003 ákvað þáverandi um-
hverfisráðherra að friða rjúpu frá
og með árinu 2003 til og með 2006
vegna bágs ástands stofnsins. Að
sögn Sigríðar Önnu kom við taln-
ingu á rjúpu sl. vor í ljós að stofn-
inn hafði tvöfaldast á milli áranna
2003 og 2004, sem sé til merkis um
að stofninn sé í mikilli uppsveiflu.
Segir hún það hafa bent til þess að
mögulegt væri að stunda takmark-
aðar veiðar í framtíðinni með því að
koma á markvissri stjórnun en
slíkri breytingu verður aðeins kom-
ið á með lagabreytingu.
Aðspurð segir Sigríður Anna
frumvarpið í meginatriðum byggj-
ast á tillögum svokallaðrar rjúpna-
Felist eina frávikið frá tillögum
nefndarinnar í því að ekki verður
lagt til að settur sé kvóti á fugla-
veiðar. Í nefndinni áttu sæti
fulltrúar umhverfisráðuneytisins,
Náttúrufræðistofnunar Íslands,
Umhverfisstofnunar, Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, Fuglavernd-
arfélags Íslands, Skotveiðifélags
Íslands og Bændasamtaka Íslands.
„Þau áform sem ég hef kynnt um
það að hefja veiðar að nýju næsta
haust byggjast á því að þá verði
veiðarnar samkvæmt nýju kerfi og
eins að niðurstaða talningar rjúp-
unnar nk. vor leiði í ljós enn frekari
fjölgun, en margt bendir til þess að
rjúpan sé í uppsveiflu um þessar
mundir,“ segir Sigríður Anna.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að umhverfisráðherra verði heimilt,
þegar friðun einstakra fuglateg-
unda er aflétt, að takmarka veiðar
við ákveðna daga og ákveðinn tíma
sólarhringsins. Enn fremur að um-
hverfisráðherra verði heimilt að
banna sölu á afurðum þeirra fugla
sem undir lögin falla þ.e.a.s. á
veiðibráð og afurðum þeirra. Með
sölu er átt við hvers konar afhend-
ingu gegn endurgjaldi. Þessar
heimildir umhverfisráðherra geta
samkvæmt frumvarpinu náð til
allra fuglastofna sem heimilt er að
veiða. Með því er að sögn Sigríðar
Önnu lagður grundvöllur að nýju
stjórnkerfi rjúpnaveiða sem getur
einnig nýst sem fyrirmynd að
stjórn veiða á öðrum fuglastofnum
í framtíðinni eftir því sem aðstæður
krefjast.
Rjúpnaveiðar líklega leyfðar í haust
Morgunblaðið/Ingó
Rjúpnaveiði verður heimiluð í haust verði frumvarp umhverfisráðherra að
lögum. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir að sala á rjúpu verði bönnuð.
NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK
Íslands fagna þeirri ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að unnið verði að und-
irbúningi að því að fella landsvæði
norðan Vatnajökuls inn í framtíðar
Vatnajökulsþjóðgarð í samráði við
heimamenn og aðra hagsmunaaðila.
„Með þessu hefur ríkisstjórn Ís-
lands tekið stefnumótandi ákvörðun
um stofnun þjóðgarðs norðan Vatna-
jökuls er taki til alls vatnasviðs Jök-
ulsár á Fjöllum,“ segir í ályktun frá
samtökunum. „Enn fremur, unnið
verður að friðlýsingu svæða frá
strönd í norðri til strandar í suðri.
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa
barist fyrir þessu hvoru tveggja um
árabil.“
Náttúruverndarsamtök Íslands
telja sjálfsagt að Langisjór verði
hluti af hinum nýja þjóðgarði þegar
fram líða stundir,“ segir í ályktun-
inni. „Einnig telja samtökin mikil-
vægt að mannvirki sem nauðsynleg
eru vegna reksturs og stjórnunar
þjóðgarðsins verði ekki byggð á við-
kvæmum, lítt röskuðum svæðum
þjóðgarðsins heldur í jaðri hans eða
utan við hann. Vegalagning raski
ekki náttúru fyrirhugaðs þjóð-
garðs.“
NÍ um þjóðgarð
Mikill sigur
fyrir nátt-
úruvernd
SAMVINNUNEFND um skipulag
miðhálendisins ákvað nýlega á fundi
sínum að auglýsa tillögu um Norð-
lindaölduveitu samkvæmt útfærslu
sem byggðist á úrskurði setts um-
hverfisráðherra, Jóns Kristjánsson-
ar. Á að auglýsa tillöguna sem hluta
breytinga á skipulagi miðhálendisins
á svæðinu sunnan Hofsjökuls.
Úrskurður setts umhverfisráð-
herra vegna Norðlingaölduveitu ger-
ir ráð fyrir því að lónið verði utan
friðlands Þjórsárvera og í bókun
samvinnunefndarinnar segir að
stefnumótun svæðisskipulagsins nái
fram að ganga hvað varðar land inn-
an marka núverandi friðlands. Í stað
lóns innan friðlands komi til mót-
vægisaðgerðir, þ.e. lón og veitu-
skurðir utan friðlands.
Nefndin segir niðurstöðuna vera
umfangsmiklar og óafturkræfar
framkvæmdir á hálendi Íslands.
Er það mat nefndarinnar að lón-
hæð upp á 575 metra yfir sjávarmáli
hafi bæði verið umhverfislega og
tæknilega betri lausn en sú sem tek-
in var til afgreiðslu samkvæmt úr-
skurði setts umhverfisráðherra.
Landslagsheild Þjórsárvera nái
langt út fyrir núverandi mörk frið-
lands og því sé framkvæmdin í heild
sinni mikið umhverfisrask á stóru
svæði sem skilji eftir sig stærri sár í
landinu en tillaga í gildandi svæðis-
skipulagi geri ráð fyrir.
Bendir nefndin á að sveitarfélög
og Landsvirkjun hafi orðið sammála
um niðurstöðu setts umhverfisráð-
herra. Þar sem heimamenn á svæð-
inu hafi náð samkomulagi um út-
færslu framkvæmdarinnar þá lítur
nefndin á það sem skyldu sína að
ljúka málinu „og um leið eyða þeirri
óvissu sem um langt skeið hefur
staðið um þessa framkvæmd.“
Norðlingaöldu-
veita verði auglýst
Nefnd um skipulag miðhálendisins