Morgunblaðið - 27.01.2005, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AUSTURLAND
Miðborgin | Laugavegurinn mun taka miklum
breytingum á næstu árum, en vinna við að deili-
skipuleggja alla reiti við þessa gamalgrónu
verslunargötu hefur verið í gangi undanfarin ár,
og er nú að ljúka.
Í deiliskipulaginu eru heimildir fyrir því að
rífa nokkurn fjölda húsa og byggja upp á nýtt á
reitunum, og hafa margir aðilar áhuga á að
koma að uppbyggingu á þessu svæði, segir Jó-
hannes Kjarval, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa
Reykjavíkurborgar, sem hefur lengi unnið að
skipulagi miðborgarinnar.
Borgarbúar munu sjá þessa uppbyggingu á
næstu árum, fyrst á svokölluðum Stjörnubíó-
reit, en um næstu áramót hefjast svo fram-
kvæmdir á Frakkastíg milli Laugavegar og
Hverfisgötu, þar sem hús verða rifin og byggð
lítil verslunarmiðstöð með íbúðum á efri hæð-
um.
„Það er alveg sama hvað menn segja, það er
vaxandi líf og starf við Laugaveginn. Það er
mjög misjafnt eftir verslunum, og vissulega
mikið af verslunum sem eru ekki sérlega stönd-
ugar,“ segir Jóhannes. Hann segir það þó sér-
stöðu Laugavegarins að þar sé hægt að stunda
tilraunastarfsemi í verslunarrekstri, sem jafn-
framt þýði að sumar verslanir stoppi stutt við á
meðan aðrar blómstri.
Pláss fyrir tilraunastarfsemi
Þetta segir Jóhannes að verði að haldast
þrátt fyrir uppbygginguna, ekki sé rúm fyrir til-
raunastarfsemi í stórum verslunarmiðstöðvum
og það sé meðal þess sem gerir Laugaveginn að
því sem hann er í dag. Hann segir að fyrirhuguð
uppbygging eigi ekki að spilla þessari sérstöðu,
og nefnir sem dæmi að tvær verslanir sem ljóst
er að þurfi að flytja vegna uppbyggingar við
Frakkastíg hafi þegar tryggt sér húsnæði við
Laugaveginn sem nú stendur autt.
Vinna við deiliskipulag miðborgarinnar er
vandasamt verk, enda skiptar skoðanir um
flestar breytingar í svo gömlu hverfi, og ríkir
hagsmunir eigenda, nágranna og annarra sem
taka þarf tillit til við þá vinnu, segir Jóhannes.
Hann segir það hlutverk skipulagsyfirvalda að
leggja grunn fyrir þá sem áhuga hafa á því að
framkvæma, þeir komi svo með nánari út-
færslur og jafnvel breytingar á skipulaginu eftir
því sem hentar þeirra hugmyndum.
Það hefur varla farið fram hjá neinum sem
leið á um Laugaveginn að þar standa nokkur
hús auð, sum hver stórar eignir sem hafa staðið
auðar lengi. Jóhannes segir það vissulega leitt
að ekki takist að nýta þessar byggingar ennþá,
en þær séu í sumum tilvikum ekki hentugar til
nútíma verslunarreksturs, eða aðrar ástæður
fyrir því að þær standa auðar. Þó sé útlit fyrir
að þær verði flestar komnar í full not fyrir sum-
arið.
Mikið af fyrirspurnum
Hann segir að það magn fyrirspurna sem hef-
ur borist vegna deiliskipulagsins sýni best hví-
líkur áhugi sé á uppbyggingu á Laugaveginum.
Verktakar séu áhugasamir og telji sig geta selt
bæði verslunarrými og íbúðir á svæðinu.
„Nú er orðið verulega gaman að standa í
þessu, eftir langan tíma er loksins eitthvað að
fara að gerast,“ segir Jóhannes þar sem hann
sýnir blaðamanni skipulagsuppdrætti af reitum
við Laugaveginn þar sem sjá má hversu mikið
umfang breytinga við Laugaveginn og þvergöt-
ur honum tengdar gæti orðið. „Framundan er
nokkuð vandasamur áfangi að ná fram metn-
aðarfullum lausnum í hönnun og allri aðlögun
nýrra bygginga að því umhverfi sem fyrir er.“
Mikil uppbygging og breytingar fyrirhugaðar á Laugavegi og þvergötum hans á næstu árum
„Vaxandi líf og starf við Laugaveginn“
Morgunblaðið/ÞÖK
Verslunarmiðstöð Öll húsin á vinstri hönd þegar horft er niður Frakkastíg frá Laugavegi
hverfa og í staðinn rís lítil verslunarmiðstöð.
FYRIRHUGAÐ er að reisa litla verslunar-
miðstöð með um 40 verslunum, bílakjallara og
íbúðum á efri hæðum á Frakkastíg milli
Laugavegar og Hverfisgötu, og segjast for-
svarsmenn verktakafyrirtækisins Stafna á
milli hafa tröllatrú á uppbyggingu á þessu
svæði, enda hafi þegar borist pantanir á íbúð-
um í húsinu, þótt það verði ekki tilbúið fyrr en
árið 2008.
Verktakafyrirtækið Stafna á milli hefur
keypt upp húseignir á Frakkastíg, Laugaveg
og Hverfisgötu, alls um 3.000 fermetra lóð, og
hyggst hefja framkvæmdir við niðurrif
húsana á árinu, og hefja framkvæmdir við
byggingu 15.000 fermetra húss á reitnum um
næstu áramót. Einnig verður byggt á annarri
3.000 fermetra lóð norðanmegin við Hverfis-
götuna, en þar verður að mestu um íbúðar-
húsnæði að ræða, segir Engilbert Runólfsson,
forstjóri Stafna á milli.
„Við teljum að það sé markaður fyrir þetta,
og þetta muni hleypa nýju lífi í Laugaveginn,
það er ekki spurning,“ segir Engilbert. „Þetta
er alveg gífurlegt tækifæri fyrir Reykjavík-
urborg. Það er búið að vera á stefnuskrá
R-listans í mörg ár að auka lífið í miðbænum,
þeim hefur ekki tekist það, en það er engin
spurning að þetta verður til þess.“
Húsið verður fimm hæðir, og undir því bíla-
kjallari á tveimur hæðum, alls um 6.000 fer-
metrar. Verslunarrýmið verður 5–6.000 fer-
metrar og áætlað að þar megi koma fyrir um
40 smærri verslunum auk 2–3 stærri verslana.
Hugmyndir eru einnig uppi um að tengja mið-
stöðina Regnboganum. Yfir verslunarmiðstöð-
inni er reiknað með 50–60 íbúðum, 100–200
fermetrum að stærð. Engilbert segir að ekki
verði um lúxusíbúðir að ræða, heldur sé stefnt
að því að fara hinn gullna meðalveg. Hann
segir að þegar hafi komið í ljós mikill áhugi
hjá fólki á því að eignast íbúðir í nýju húsnæði
í miðbænum.
„Ég held að markaðurinn sé alveg botnlaus
nánast, það er ótrúleg eftirspurn og þegar
farnar að berast pantanir í íbúðir þarna.“
Framkvæmdir á reitnum munu hefjast af
fullum krafti um næstu áramót, en eitthvað
verður byrjað að rífa niður þau hús sem nú
standa þar á árinu. Reikna má með að fram-
kvæmdum verði lokið á árinu 2008 ef allt
gengur að óskum.
Markaðurinn nánast botnlaus
Eskifjörður | „Ég er búinn að klippa
hér á Eskifirði síðan 1970,“ segir
Trausti Reykdal og rakar hnakka
heiðursmannsins í stólnum kunn-
áttusamlega, en sá heitir Þórólfur
Vigfússon og hefur komið í klippingu
til Trausta í rúm þrjátíu ár.
„Ég er upphaflega Siglfirðingur
en fluttist tólf ára á Akureyri,“ segir
Trausti. „Ég ætlaði nú bara að vera
hér á Eskifirði í svona tvö ár, konan
er héðan, en við ílengdumst.
Við höfum rekið hér mynd-
bandaleigu samhliða rakarastofunni.
Það er ekki nóg að gera, en það
sleppur til. Maður hangir í þessu og
hefur sinn fasta kúnnahóp. Ég er í
myndbandaleigunni hérna hinum
megin við vegginn á kvöldin, en kon-
an er þar á daginn þegar ég er að
klippa.“
Lítið rakað upp
á gamla móðinn
Trausti segir herrarakstur vera
orðinn sjaldgæfan. „Það er kannski
einn á ári sem langar til að prófa að
láta raka sig upp á gamla móðinn.
Þetta var algengt hér áður. Þar sem
ég lærði fyrir sunnan, það var á
stofu við Hlemm, komu mjög margir
af Hreyfli alltaf á morgnana og létu
raka sig, þvo um hausinn og svona.
Ég þvæ mönnum stundum um haus-
inn hér líka.“
Trausti segir Eskfirðinga hljóta
að vera snyrtilega til höfuðsins því
ekki mikið hér, aðallætin eru á
Reyðarfirði núna. Við verðum eitt-
hvað varir við þensluna, en maður
vill sjá raunverulegan uppgang
hérna líka. Það kemur einhvern tíma
og bara verður að gerast, því það
þrífst lítil þjónusta ef ekki fjölgar
hérna.“ Annars lætur Trausti vel af
sér og segir að þrátt fyrir að langa
alltaf aftur heim til Akureyrar muni
hann sjálfsagt verða áfram á Eski-
firði.
ekki séu færri en átta manns að
klippa í bænum. „Það eru hér tvær
stofur fyrir utan mína.“ Hann fær
einkum herra á stofuna en segir þó
nokkrar konur koma til sín í hverri
viku.
Ekki gera bæjarbúar mikið af því
að segja Trausta krassandi sögur í
stólnum, en vissulega er þó rætt um
landsins gagn og nauðsynjar eins og
gengur. „Menn eru að spjalla um
aflabrögð og veðrið. Annars gerist
Trausti Reykdal rekur rakarastofu og myndbandaleigu
Klippir á daginn og stúss-
ast í myndum á kvöldin
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Staðfastur í stólnum Þórólfur Vignisson hefur komið í klippingu til
Trausta Reykdal á Eskifirði í 30 ár.
Egilsstaðir | Sameigin-
legt útibú Íslandsbanka
og Sjóvár verður opnað
í Miðvangi 1 á Egils-
stöðum í dag.
Íslandsbanki verður
samkvæmt venju opn-
aður kl. 8.30 í morguns-
árið og verður opið fram
til kl. 16.
Í tilefni af opnuninni
er boðið upp á kaffi og
meðlæti, Goggi heim-
sækir útibúið kl. 10 og
nemendur frá Tónlist-
arskóla Fljótsdalshér-
aðs leika tónlist á milli
kl. 14 og 15.
Helgi Kjærnested er
útibússtjóri Sjóvár og
Elísabet Benediktsdótt-
ir útibússtjóri Íslands-
banka, en alls verða
fimm fastir starfsmenn í útibúinu á Egilsstöðum.
„Það er löngu tímabært að Íslandsbanki opni útibú á Egilsstöðum“ segir
Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, í fréttatilkynningu frá bank-
anum. „Með því að reka sameiginlega útibú fyrir Íslandsbanka og Sjóvá erum
við að samþætta banka- og tryggingaþjónustu til hagsbóta fyrir viðskiptavini,
sem fá að njóta þess í hagræði, þjónustu og kjörum að sækja alla sína fjár-
málaþjónustu á einn stað,“ segir Bjarni jafnframt.
Bankinn og Sjóvá ætla að færa leikskólum á Fljótsdalshéraði endurskins-
vesti til nota í skammdeginu og myndbandsupptökuvélar í leikskólastarfið.
Löngu tímabært að bankinn opni útibú á
Egilsstöðum, segir Bjarni Ármannsson
Sameiginlegt
útibú Íslands-
banka og Sjóvár
Sameiginlegt útibú Elísabet Benediktsdóttir,
Edda Egilsdóttir, Ingunn K. Indriðadóttir,
Eydís Bjarnadóttir, Helgi Kjærnested og Jón
Hávarður Jónsson.
Ljósmynd/isb