Morgunblaðið - 27.01.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.01.2005, Qupperneq 20
V ið erum með sex Boeing 747-200 fraktþotur í fraktflugi fyrir dóttur- félag Malaysia Airlin- es, MASKargo, út frá Kuala Lumpur í Malasíu og heima- menn eru sjálfir með tvær þotur til viðbótar í fraktfluginu,“ segir Bald- vin M. Hermannsson, aðstoðarstöðv- arstjóri Atlanta í Kuala Lumpur, í samtali við Morgunblaðið. Baldvin segir að samningurinn við Malaysia Airlines sé fyrsti langtímasamningur Air Atlanta eftir 11. september. Stöðvarstjóri er Ólafur Smith og auk þeirra tveggja starfa þar um 20 flugvirkjar og um 40 aðrir starfs- menn, mest heimamenn, og um 20 áhafnir eða 60 manns hafa heima- höfn í Kuala Lumpur og fljúga þaðan til hinna ýmsu áfangastaða. Alls eru því um 100 manns starfandi á vegum Atlanta í Kuala Lumpur. Baldvin sem er rekstrarfræðingur að mennt, byrjaði hjá Atlanta í pílagrímaflugi í Sádi-Arabíu fyrir nokkrum árum en hefur síðustu tvö árin verið í Kuala Lumpur. Úr tveimur þotum í sex „Í fyrstu samdi Atlanta um flug á tveimur fraktvélum fyrir félagið hér en fjórar þotur bættust smám saman við næstu misserin. Framundan er síðan að bæta við tveimur farþega- vélum til að sinna pílagrímaflugi fyr- ir félagið og ég tel að þetta sýni nokkuð vel að þeir eru ánægðir með okkur,“ segir Baldvin. Hann segir að oft taki langan tíma fyrir t.d. evrópsk fyrirtæki að vinna traust og trúnað annarra fyrirtækja í flugheiminum, ekki síst meðal Asíumanna, en þegar þeir sjái að menn standi sig og óhætt sé að treysta þeim sé komið á gott samband og samstarf. „Viðskiptavin- ir okkar vilja góða þjónustu í frakt- fluginu og það er einmitt mjög ár- íðandi að allar tímasetningar og áætlanir standist ekki síður en í far- þegaflugi. Vörur úr einu flugi þurfa oft að ná tengiflugi til lokaáfanga- staðar og það er augljóst að það gengur ekki að láta framhaldsflugið bíða eða að vörurnar verði eftir,“ segir Baldvin og nefnir að Air Atl- anta hafi verið með um 95% stundvísi í fraktfluginu að undanförnu sem telst mjög gott. Að jafnaði eru 5 brottfarir á dag frá Kuala Lumpur. Fulltrúar Air Atlanta koma viku- lega á fund hjá Malaysia Airlines til að fara yfir starfsemina vikuna á undan og segir Baldvin þar kannað mjög nákvæmlega hvernig gengið hafi og hverjar séu ástæður fyrir töf- um eða truflunum hafi slíkt komið upp. „Þarna er nauðsynlegt fyrir okkur að geta sýnt fram á þessa stundvísi en allt flug sem er orðið fjórum mínútum á eftir áætlun er skilgreint sem seinkun og með 95% stundvísi teljum við okkur með nokk- uð góða útkomu,“ segir Baldvin. Ánægðir með sveigjanleikann Þá segir Baldvin að það sem Mal- asíumenn séu ekki síst ánægðir með hjá Air Atlanta sé sveigjanleikinn. Oft komi upp aðstæður sem krefjist þess að ferðum sé breytt, bætt skyndilega við ferð á einhvern áfangastaðinn og svo framvegis. „Við reynum alltaf að verða við slíkum óskum og auðvitað getur það þýtt að við þurfum að biðja flugáhafnir okk- ar að hliðra til frídögum eða breyta upphaflegu vinnuplani með litlum fyrirvara en það gengur yfirleitt mjög vel. Hjá Air Atlanta hefur löngum ríkt það viðhorf starfsmanna í öllum greinum að vera sveigjanleg- ur og veita viðskiptavininum góða þjónustu og það hefur gefið okkur gott orðspor,“ segir Baldvin og telur að þetta atriði eigi stóran þátt í hversu gott samstarfið er við Malas- íumenn sem komi best fram í því að verkefnið hefur stöðugt undið uppá sig. Þá bendir hann á að Atlanta skilji talsverðan virðisauka eftir sig í landinu með þeirri þjónustu sem fé- lagið kaupir t.d. vegna viðhalds á flugvélunum og þjónustunnar sem flugáhafnir þurfi á að halda. Aðalskrifstofa Air Atlanta í Kuala Lumpur er í Hyatt-hótelinu sem er nokkuð utan við borgina og auk þess að sjá um allt sem viðkemur sjálfu fluginu þar sér skrifstofan um að bóka og leigja hótelherbergi og íbúð- ir, flutning áhafna til og frá flugvelli og svo framvegis. Einnig eru haldin á skrifstofunni upprifjunarnámskeið fyrir flugáhafnir, þ.e. námskeið fyrir nýja flugliða sem eru í þjálfun, nám- skeið um flutning hættulegra efna, um áhafnasamstarf og fleira, nám- skeið sem flugmenn verða að sækja með reglulegu millibili. Mikill kippur í fraktflugi Malaysia Airlines rekur um 60 þotur í farþegaflugi sínu og segir Baldvin að fraktflug félagsins hafi lengi vel aðeins verið aukageta en síðan hafi það tekið mikinn kipp og þar sé vaxtarbroddurinn. „Þeir eru mjög duglegir við að finna nýja áfangastaði í fraktfluginu og hafa einnig tekið upp flug milli staða utan Malasíu, segir Baldvin en frá Kuala Lumpur fara þotur Atlanta m.a. til Shanghai, Hangzhou, borga í Ástr- alíu, Bangkok, Hong Kong, Taipei og Dubai svo nokkuð sé nefnt. Í lokin nefnir Baldvin að fulltrúar Air Atlanta eigi margvíslegt sam- starf við flugmálayfirvöld í landinu. „Þótt vélarnar séu skráðar á Íslandi og falli undir okkar reglur verða flugmálayfirvöld hér einnig að koma við sögu og þar sem við höfum líka ráðið nokkra flugliða frá Malasíu þurfa yfirvöldin hér að taka út þjálf- unarkerfi Atlanta og annað til að full- vissa sig um að við uppfyllum öll skil- yrði.“ Air Atlanta með starfsstöðvar í öllum heimshlutum fyrir farþegaflug og fraktflug Miðstöð um 100 starfs- manna í Kuala Lumpur Í Kuala Lumpur í Malasíu er ein stærsta miðstöð fraktflugs Air Atlanta en aðrar stöðvar eru m.a. í Dubai, Alaska og síðan í nokkrum borgum Evrópu. Jóhannes Tómasson bregður hér ljósi á umfang starfseminnar í austurvegi. Þotur frá Air Atlanta merktar MASKargo á flugvellinum í Shanghai. Morgunblaðið/jt Baldvin M. Hermannsson, aðstoðarstöðvarstjóri Air Atlanta í Kuala Lumpur, ræðir við einn samstarfsmanna sinna. joto@mbl.is 20 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÖRÐUR Már Guðmundsson er einn þeirra sem sinna flugumsjón í Dubai. Hlutverk hans er að sjá um áhafnir, þ.e. að hver ferð sé mönn- uð samkvæmt upphaflegri áætlun áhafnaskrár eða aðlaga hana sem hann segir oft nauðsynlegt vegna óvæntra breytinga. Einnig sér skrif- stofan um að bóka áhafnir á hótel eða hótelíbúðir fyrir þá sem dvelja þar langdvölum, staðfesta brottfarartímann við áhafnirnar með því að senda fax á hótelin sem borið er á herbergin og tilgreina hvenær vekja skal áhafnir og sjá um akstur þeirra á flugvöll. Hann segir að oftast takist að breyta áhafnaskrám án vandræða ef á þarf að halda enda það margir flugmenn með stöð í Dubai að sveigjanleikinn sé all- mikill. Starfið er líflegt segir Hörður og er skrifstofan að vissu leyti eins og félagsmiðstöð þar sem flugmenn geta komið í heimsókn og fengið ýmsa þjónustu, farið á netið og bara hitt samstarfsmenn til að spjalla og segir Hörður mikið um það. Hann kveðst kunna vel við starfið, hefur verið hjá Atlanta frá 1998 og starfað bæði í Asíu og Suður- Ameríku. „Ætli þetta sé ekki einhvers konar fíkn, að vera í starfi sem þessu, fara á milli stöðva og kynnast nýjum heimi. En ég kann vel við það.“ Morgunblaðið/jt Hörður Már Guðmundsson kveðst kunna vel við sig í starfinu hjá Air Atlanta í Dubai. Eins konar félagsmiðstöð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.