Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÖRYGGISRÁÐIÐ OG AÐRAR LEIÐIR Þverpólitísk samstaða hefur tilþessa ríkt um þá stefnu ríkis-stjórnarinnar að sækjast eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna árin 2009–2010. Brestur kom þó í samstöðuna er Einar Oddur Krist- jánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, lýsti því yfir fyrr í vikunni að fyrirtækið væri alltof dýrt og aðeins kosningabaráttan myndi kosta 800– 1.000 milljónir króna. Það setur málið vissulega í nýtt ljós ef tölur þing- mannsins eru réttar. Viðlíka fjárhæð- um hefur aldrei verið varið til að fá Ís- land eða Íslending kosinn í nokkra trúnaðarstöðu í alþjóðastofnun. Ekki hefur tekizt að fá tölur Einars Odds staðfestar í utanríkisráðuneyt- inu. Í fréttaskýringu Ómars Friðriks- sonar blaðamanns, sem birtist hér í blaðinu á þriðjudaginn, kemur fram að sú upphæð, sem Einar Oddur nefnir, sé eftir því sem næst verði komizt ekki fjarri lagi, jafnvel hóflega áætluð. Rökin fyrir því að sækjast eftir aðild að Öryggisráði SÞ eru skýr og ljós. Það er liður í þeirri viðleitni íslenzkra stjórnvalda að sækjast eftir meiri ábyrgð í alþjóðlegu samstarfi. Sú stefna hefur orðið til annars vegar til að vega upp á móti missi hernaðarlegs mikilvægis landsins, sem á sínum tíma var ákveðin trygging fyrir hagsmuni Íslands, og hins vegar vegna þess að Íslendingar eru orðnir ein ríkasta þjóð heims og eðlilegt að til þeirra séu gerðar kröfur í samræmi við það. Ísland hefur tekið að sér forystu- og ábyrgðarstörf í ýmsum alþjóðastofn- unum, þar sem áður var ekki sótzt eft- ir slíkri ábyrgð. Sendiráðum og fasta- nefndum hjá alþjóðastofnunum hefur verið fjölgað. Ísland leggur meira af mörkum til þróunarsamvinnu en áður og hefur þar að auki eflt verulega framlag sitt til alþjóðlegrar friðar- gæzlu. Allt er þetta í raun forsenda þess að framboð til Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna geti nokkurn tímann heppnazt, eins og Morgunblaðið hefur bent á. Seta í Öryggisráðinu myndi ekki skila Íslandi neinum beinum ávinningi, hún væri fremur enn einn þáttur í því að styrkja áhrif og sam- bönd landsins á alþjóðlegum vettvangi og þannig möguleika til áhrifa á mál, sem skipta Ísland miklu. Augljóst er að mikið valt á því að Ís- landi tækist að verða annað tveggja ríkja, sem hinn svokallaði vestræni ríkjahópur innan SÞ byði fram til ráðsins. Þá hefði sæti í Öryggisráðinu verið nánast sjálfkrafa í höfn. Eftir að Tyrkland ákvað að berjast um sætið við Ísland og Austurríki blasir hins vegar við að Ísland þarf að heyja erf- iða kosningabaráttu – og þá fer kostn- aðurinn, sem Einar Oddur Kristjáns- son gerir að umtalsefni, að vega umtalsvert þyngra, ekki sízt í ljósi þess að Ísland á alls ekki víst að fá sæti í ráðinu. Til að knýja fram loforð ríkja víða um heim um stuðning – sem reynslan sýnir raunar að óvíst er að haldi – get- ur Ísland líka þurft að skuldbinda sig til að styðja ýmis mál á vettvangi SÞ, sem ekki er endilega samstaða um inn- anlands. Og sú staða getur auðvitað komið upp, ef Ísland nær kjöri, að það þurfi af sömu ástæðum að styðja mál í Öryggisráðinu, sem koma almenningi á Íslandi spánskt fyrir sjónir. Smáríki eins og Ísland hlýtur alltaf að þurfa að forgangsraða. Það virðist ástæða til að staldra við og velta því fyrir sér hvort hægt sé að fara aðrar leiðir til að auka áhrif og virðingu Ís- lands á alþjóðavettvangi og leggja okkar af mörkum til þróunar- og ör- yggismála en að taka þá áhættu, sem felst í að verja hundruðum milljóna í baráttu um óvíst sæti í Öryggisráðinu. ÁRÁSIN Í KABÚL OG HLUTUR FJÖLMIÐLA Þrír íslenskir friðargæsluliðarsærðust í árás, sem gerð var á þá í teppakaupaleiðangri á einni fjölförn- ustu verslunargötu Kabúl 23. október á liðnu ári. Í árásinni létu lífið afgönsk stúlka og bandarísk kona. Enginn vafi leikur á því að þessi leiðangur var full- komlega óþarfur. Hægðarleikur hefði verið að kalla teppakaupmanninn á flugvöllinn, eins og síðar var raunar gert. Í gær birtist frétt í Morgunblaðinu um skýrslu Hallgríms Sigurðssonar, fyrrverandi yfirmanns alþjóðaflug- vallarins í Kabúl, um árásina. Skýrsl- an er skrifuð 29. október, sex dögum eftir árásina. Þar gagnrýnir Hallgrím- ur umfjöllun fjölmiðla harðlega og segir verulega mikið um „rangfærslur fjölmiðla gegn betri vitund, æsifrétta- mennsku, skítkast og lágkúruhátt í kjölfar þessa hörmungaratburðar“. Þessi gagnrýni er með ólíkindum. Hafi fjölmiðlar með einhverjum hætti brugðist í umfjöllun sinni um þetta mál er það með því að taka ekki nógu hart á því. Þessi ummæli bera því að- eins vitni að höfundur þeirra geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Í fyrstu var reynt að verja förina, en brátt kom í ljós hversu óvarlega hafði verið farið. Með leiðangrinum var búið til skotmark þar sem lífi almennra borgara var stefnt í hættu. Tveimur mánuðum fyrir árásina höfðu Bandaríkjamenn varað banda- ríska ríkisborgara við hryðjuverkum vegna forsetakosninganna, sem þá voru í vændum 9. október, og hvatt þá til að láta lítið fyrir sér fara í Kabúl. Íslendingar tókust á hendur erfitt verkefni með því að taka að sér stjórn flugvallarins í Kabúl. Upphaflega átti verkefnið að standa í eitt ár, en það var síðan stytt um fjóra mánuði. Hinn hörmulegi atburður í verslunargöt- unni hefur vissulega orðið til þess að beina gagnrýnisljósi að starfsemi Ís- lensku friðargæslunnar og vekja spurningar um hvort Íslendingar séu í stakk búnir til að taka að sér svo erfið verkefni á átakasvæðum. Atburðurinn í Kabúl var hörmuleg- ur. Hann kostaði tvö mannslíf. Þrír Ís- lendingar særðust, þar af einn alvar- lega. Það eru ekki rangfærslur. Við eigum að draga lærdóm af þessum at- burði og leitast við að gera betur. Það verður ekki gert með því að skella skuldinni á fjölmiðla. Réttur mánuður var liðinn í gærfrá því að gríðaröflugur jarð-skjálfti, einn sá stærsti semkomið hefur frá því mælingar hófust, varð vestur af Súmötru í Indónes- íu. Á málþinginu í gær fjölluðu starfsmenn Jarðvísindastofnunar HÍ og Veðurstofu Íslands um eðli og orsakir atburðanna á annan dag jóla síðastliðinn. Einnig skýrðu þeir út hvernig nútíma tækni gerir kleift að vara við náttúruvá. Síðast en ekki síst var fjallað um hættuna á því að flóðbylgjur skelli á ströndum Íslands. Málþingið var fjölsótt og fundarstjóri var Ágúst Gunnar Gylfason hjá Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra. Einn stærsti jarðskjálftinn Páll Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, sagði að jarðskjálftinn mikli við Súmötru á annan dag jóla hefði verið einn stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur síðan mælingar hófust. Auk þess að vera í flokki stærstu viðburða frá sjónarhóli jarðfræð- innar auki það enn á þýðingu skjálftans hve gríðarmiklu manntjóni hann olli. Í gær var talið að um 280 þúsund manns hefðu farist í hamförunum. Páll rakti flekaskil jarðskorpunnar og hvernig stóri skjálftinn í Asíu varð þar sem Indlands/Ástralíu-flekinn og Evrasíu- flekinn rekast saman. Þar er að leita skýr- inga á því mikla tjóni sem jarðskjálftinn olli og eins því hvers vegna hann kom á óvart. Þess má geta að austurhluti Íslands er á vesturmörkum Evrasíu-flekans. Flekaskil eru af þremur gerðum. Hér á landi þekkjum við gliðnunarbelti en þarna rekast flekarnir saman. Úthafsskorpan og meginlandsskorpan mætast á hallandi skilfleti og leitar úthafsflekinn undir meg- inlandsflekann. Þessi samskeyti eru oftast læst þannig að jaðrarnir færast ekki en flekarnir eru á hreyfingu og þrýstast sam- an. Við þrýstinginn verður efri flekinn eins og spenntur bogi. Þegar spennan yfirstíg- ur núninginn á misgenginu hrekkur læs- ingin, spennan losnar og jarðskorpan rétt- ir úr sér. Ef þetta gerist undir sjó, eins og raunin var við Súmötru, er líkt og sparkað sé und- ir hafið og flóðalda myndast. Öldumynd- unin eflist við það að hluti af sjávarbotn- inum dettur niður og annar hluti þrýstist upp. Þessar hreyfingar í gagnfasa valda sjávarbylgju sem breiðist í allar áttir. Meginlandsmegin verður fyrsta hreyfing niður á við en sjávarmegin upp á við. Upptakapunktur jarðskjálftans var vestur af norðanverðri Súmötru en upptök skjálftans voru í raun á 1.300 km löngu og 100 km breiðu svæði sem rifnaði upp við jarðskjálftann. Rifnunin tók sennilega allt að átta mínútum. Stærð skjálftans er nú metin upp á 9,0 og færsla um misgengið var allt að 20 metrum. Fyrsta sólarhring- inn var mikil skjálftavirkni og dæmi um eftirskjálfta upp á 7,3 sem er stærra en nokkur skjálfti hefur mælst hér á landi. Orkan sem losnaði úr læðingi er metin hafa samsvarað 475 þúsund kílótonnum af TNT eða 23 þúsund kjarnorkusprengjum af sömu stærð og varpað var á Nagasaki í Japan.Við höggið hrökk norðurpóllinn, eða snúningsás jarðar, til um 2,5 sentimetra í stefnu 140°. Dagurinn styttist um 2,68 míkrósekúndur og sjávarborð í heiminum hækkaði um 1 mm vegna þess að botninn lyftist upp á stóru svæði. Hafnarbylgjur vel þekkt fyrirbæri Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðing- ur við Háskóla Íslands. fjallaði um hafn- arbylgjur eða tsunami eins og þessi fyr- irbæri heita á japönsku. Tsunami myndast oftast við jarðskjálfta og eru ekki óalgeng- ar í Kyrrahafi. Segja má að þar myndist tsunami-bylgjur á hverju ári eða annað hvert ár. Flestar hafa þó aðeins áhrif ná- lægt upptökum jarðskjálftanna sem valda þeim. Síðan er talið að stærri flóðbylgjur myndist á 10–12 ára fresti og þá aðallega á flekamótum Kyrrahafsins. Stórar flóð- bylgjur geta einnig myndast í kjölfar þess að eldfjöll hrynja, við mikil skriðuföll og berghlaup. Flóðbylgjur hafa einnig orðið af mannavöldum. Dæmi eru um að jarð- skjálftar hafi orðið í tengslum við stíflu- gerð og það valdið hreyfingum á stíflun- um. Einnig er mögulegt að kjarnorku- sprengjur neðansjávar geti komið af stað flóðbylgjum. Merki eru um mikla flóðbylgju við norð- anvert Atlantshaf sem varð þegar svo- nefnd Storegga-skriða hljóp á hafsbotni undan vesturströnd Noregs fyrir rúmlega 8 þúsund almanaksárum. Umfang skrið- unnar eða skriðnanna er metið um 3.500 km3. Flóðaset, sem myndast hefur í kjölfar flóðbylgju af völdum skriðufallanna, hefur fundist í stöðuvötnum á Hjaltlandi og í Noregi og Skotlandi. Bryndís segir að reynt að reikna hafi verið að reikna út hvað flóðbylgja, á borð við þá sem Storegga-skriðan olli, væri lengi að berast um hafið. Talið er að hún næði á um tveim- ur tímum til Íslands og kæmi fyrst upp að Austfjörðum. Bryndís sagði að það væri spurning hvort ekki væri að finna set frá þessari flóðbylgju á Austfjörðum. Loftsteinar hafa fallið á jörðina og vald- ið flóðbylgjum. Dæmi um það er gígurinn Mjölnir norður í Barentshafi. Hann er um 40 km í þvermál og talinn hafa myndast við árekstur loftsteins á jörðina fyrir 142 milljónum ára. Nauðsyn á alþjóðlegu viðvörunarkerfi Steinunn Jakobsdóttir hjá eftirlitsdeild Veðurstofu Íslands fjallaði um viðvaranir við tsunami-flóðbylgjum og annarri nátt- úruvá. Hún sýndi myndir af því hvernig jarðskjálftinn í Asíu kom fram á jarð- skjálftamælum hér á landi. Steinunn sagði mjög mislangan fyrir- vara gefast til að koma viðvörunum til fólks vegna aðsteðjandi náttúruvár. Sumir búa fjarri upptökum várinnar, t.d. jarð- skjálfta, verða einskis varir og ugga ekki að sér fyrr en flóðbylgja skellur á. Stein- unn taldi því nauðsynlegt að byggja upp alþjóðakerfi sem staðsetji jarðskjálfta og geti metið þá hættu sem þeir kunna að skapa. Í framhaldi af því er nauðsyn á virkum boðleiðum svo koma megi viðvör- unum til þeirra sem eru í hættu. Steinunn nefndi sem dæmi hvernig vísindamenn hér láta samstundis vita af eldgosum til mið- stöðvar í London sem miðlar upplýsingum um hættu af völdum eldfjallaösku. Þegar er reiknuð út möguleg dreifing eldfjalla- ösku og flugumferð hagrætt í samræmi við það. Eins þurfa að vera til reiðu líkön til að reikna út útbreiðslu flóðbylgna. Virkar al- mannavarnir og boðleiðir til almennings eru einnig nauðsynlegar til að vara við þá sem eru í hættu vegna náttúruvár. Einnig þarf að útbúa viðbragðsáætlanir, líkt og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur útbúið hér á landi vegna eldgosa og fleira. Steinunn taldi að einnig þyrfti að gera viðbragðsáætlanir hér á landi vegna svo ólíklegra atburða sem flóðbylgna. Þá rakti Steinunn uppbyggingu jarð- skjálftamælingakerfis Veðurstofunnar síð- astliðin 15 ár. Kerfið safnar upplýsingum um litla skjálfta, ekki síður en stóra. Þegar kerfið var sett upp þótti mörgum lítil ástæða til að skrá litla skjálfta, en reynsl- an hafi sannað gildi þess. T.d. megi lesa úr þróun smáskjálfta aðsteðjandi Heklugos og aðdragandi síðasta Grímsvatnagoss hafi sést hálfum mánuði áður en það hófst. Jarðskjálftaeftirlitskerfið er ódýrt í rekstri, miðað við þær upplýsingar sem það gefur á hverjum degi. Í því er mikil sjálfvirkni og gefur kerfið viðvaranir bregði eitthvað út af venjunni. Landinu er skipt upp í misstór svæði eftir þéttleika jarðskjálftastöðva. Nú eru 44 mælistöðvar í gangi og eru viðvörunarstigin fimm tals- ins. Flóðbylgjur við Ísland Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur sagði að margir sem fást við náttúruvá um heim- inn líti nú í eigin barm og spyrji sig hvað ef eitthvað líkt því sem gerðist í Asíu gerist nálægt þeirra heimaslóð. „Lexían, sem all- ir þurfa að l atburðir ger valdið ótrúle sagði að við irbæri í nág stað flóðbylg að vinna hei fyrir alla hel orðið og lík vinna sé nán Páll sagði nokkra mög flóðbylgjum, minnislisti. sjávarbotni, og varð í St egi og merki ur slík skrið grunnshlíðum Páll skriðu s Stóra-banka Skriðan sleit yfir Atlantsh framskrið h hleypti af st land í Nýf þorpin skolu ust. Stórir skjá í hafinu, t.d Þar varð mik Lissabon í brunar í bor land og olli m ir atburðir jarðskjálfti f ildum má le samband væ Skriður ú Íslands geta ströndina. L land er sérs brött og þa hlaup úr Kö að þeir setb hlaupið af st skjálftar. La virk og þar v ar. Eins gæt Hættur úr hafdjúpunum Hætta á tsunami-flóðbylgjum við Ísland og jarðfræðileg- ur rammi náttúruhamfaranna í Asíu á annan dag jóla síð- astliðinn voru til umræðu á fjölsóttu málþingi sem Há- skóli Íslands efndi til í raunvísindahúsinu Öskju í gær. Málþingið um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.