Morgunblaðið - 27.01.2005, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Friðgeir Krist-jánsson húsa-
smíðameistari fædd-
ist á Grundum í
Kollsvík í Vestur
Barðastrandarsýslu.
11. desember 1927.
Hann lést 19. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Dagbjört Guðrún
Torfadóttir hús-
freyja, f. 27. sept.
1899, d. 28. maí
1985 og Kristján
Júlíus Kristjánsson
bóndi og kennari, f.
12. júlí 1896, d. 9. okt. 1970.
Systkini Friðgeirs eru Kristján, f.
20. ágúst 1925, d. 4. maí 1999,
Marinó, f. 29. júní 1930, dó af
slysförum 16. des. 1980, Halldór
Óli, f. 3. jan. 1933, býr á Patreks-
firði, og Ásgerður Emma, f. 10.
mars 1936, býr í Efri Tungu í Ör-
lygshöfn við Patreksfjörð.
Friðgeir kvæntist 24. maí 1953
Jórunni G. Gottskálksdóttur frá
Hvoli í Ölfusi, f. 16. apríl 1933,
dóttur Gottskálks Gissurarsonar
bónda og konu hans Gróu Jóns-
dóttur húsfreyju. Friðgeir og Jór-
1982. Áður átti Ásgeir Andreu
Þóru, f. 2. jan. 1972, gifta Ísaki Þ.
Runólfssyni, börn þeirra eru Run-
ólfur Helgi, Sædís Lilja og Val-
gerður Helga. 4) Rúnar Jón, f. 18.
mars 1961, hann kvæntist Vil-
borgu Hafsteinsdóttur 24. jan.
1987. Þau skildu. Dóttir þeirra er
Dagbjört Guðrún, f. 18. des. 1981,
sambýlismaður Ívan Róbertsson.
Rúnar kvæntist Írisi Heru Jóns-
dóttur 23. júní 2001. Þau skildu.
5) Össur Emil, f. 14. mars 1965,
kvæntist Guðrúnu Guðmunds-
dóttur 19. sept. 1992. Börn þeirra
eru Dagrún Ösp, f. 24. maí 1985,
sambýlismaður Arnar Þór Sig-
urðsson, Íris Alma, f. 17. júní
1992 og Katrín Eik, f. 17. okt.
1996. Friðgeir lærði húsasmíðar
á Patreksfirði, fylgdi meistara
sínum til Hafnarfjarðar og lauk
námi þar 5. júní 1949. Hann vann
alla tíð við smíðar, mest á Suður-
landi en kom að ýmsum verkum
víða um landið. Friðgeir átti sæti
í sveitarstjórn í nokkur ár og lét
hin ýmsu félagsmál til sín taka,
var meðal annars formaður Golf-
félags Hveragerðis um tíma.
Friðgeir og Jórunn hófu sinn bú-
skap í Hafnarfirði en fluttu 1961
að Hvoli í Ölfusi. Úr sveitinni
fluttu þau til Hveragerðis 1970 og
hafa búið þar að mestu síðan.
Friðgeir verður jarðsunginn
frá Hveragerðiskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
unn eiga fimm börn,
þau eru: 1) Kristján
Júlíus, f. 11. jan.
1953, kvæntist Guð-
rúnu Eggertsdóttur
20. sept. 1974. Þau
skildu. Börn þeirra
eru Eggert Freyr, f.
13. júní 1975, d. 11.
apríl 1993 og Jórunn,
f. 19. júlí 1978, maður
hennar er Gunnlaug-
ur Kristjánsson. Börn
hennar eru Snæfríð-
ur Sól og Máni Snær.
Kristján Júlíus
kvæntist Guðbjörgu
Thoroddssen 19. júlí 2003. Börn
hennar eru Ásdís, f. 19. apríl 1988
og Kristín, f. 14. feb. 1992. 2)
Gottskálk, f. 25. okt. 1954, kvænt-
ist Eddu Sigurrós Sverrisdóttur
24. júní 1989. Sonur þeirra Jón
Eyþór, f. 6. apríl 1989. Áður átti
Edda Auði Elísabetu, f. 21. ágúst
1971, d. 6. okt. 2004, sonur henn-
ar, Sindri Már, er uppeldissonur
Gottskálks og Eddu. 3) Gróa, f. 6.
nóv. 1956, giftist Ásgeiri Guð-
mundssyni 30. des. 1978. Börn
þeirra eru Friðgeir Torfi, f. 16.
júní 1979 og Guðný, f. 15. jan.
Elsku afi, ég trúi því ekki ennþá að
þú sért farinn. Þetta er allt svo skrítið
og gerist svo fljótt. Þú komst í heim-
sókn á afmælisdaginn minn fyrir rétt
rúmri viku og þá varstu svo hress og
kátur, kipptir upp peningaseðli og
sagðir mér að kaupa mér eitthvað fal-
legt. Þú varst alltaf svo gjafmildur,
alltaf að hugsa um að öðrum liði
örugglega vel og svo góðhjartaður að
það er skrítið að hjartað brást þér svo,
kannski af því þú notaðir það svo vel.
Ég man þegar ég kom heim frá
Danmörku, bara 5 ára. Ég átti þá bók
sem var með lítilli ljóshærðri stelpu
framan á og afa hennar sem var ein-
mitt með alveg eins hár og flottan
skalla eins og þú. Ég hugsaði mér þá
að þetta væri saga um okkur.
Þegar ég var í skólanum í Hvera-
gerði varst þú húsvörður þar. Mér
fannst æðislegt að hafa þig þarna,
enda reyndirðu að gera allt svo mér
liði sem best í skólanum.
Eitt skipti nefndi ég að mig langaði
í hillu inn í herbergi, það liðu ekki
nema nokkrir dagar þangað til þú
komst með nýsmíðaða hillu til mín,
takk fyrir mig. Svona varstu, þú mátt-
ir ekki heyra að mann vantaði eitthvað
sem þú mögulega gætir smíðað þá
varstu búinn að smíða það um leið.
Einu sinni sem oftar kom ég í heim-
sókn til ykkar ömmu í Hveragerði og
þú vildir ólmur fara að kaupa pítsu
handa okkur, því það var jú það sem
unga fólkið borðaði. Við tókum einn
rúnt um Hveragerði og það heilsuðu
þér gjörsamlega allir. Þú varst greini-
lega vinsæll og fólkinu líkaði við þig,
enda varstu búinn að smíða fyrir nær
alla Hvergerðinga og þótt víðar væri
leitað. Þið amma hafið alltaf verið hjá
okkur um jólin, þau verða sko skrítin
án þín. Þið voruð alltaf mætt tíman-
lega til að fylgjast með jólaundirbún-
ingnum, fylgjast með okkur hlaupa út
um allt hús að klára að skreyta og taka
okkur til. Síðustu jól varst það nú þú
sem skreyttir jólatréð svona listavel.
Það var sama hvað þú tókst þér fyrir
hendur, golf, smíðar eða að baka
pönnsur, allt gerðirðu vel.
Hvíl í friði elsku afi, ég mun minn-
ast þín um dagana.
Þín dótturdóttir,
Guðný Ásgeirsdóttir.
Elsku besti afi, þú varst alltaf svo
góður og yndislegur við okkur, og
varst alltaf til staðar ef eitthvað var
að.
Við eigum eftir að sakna þín ofboðs-
lega mikið, takk fyrir allar ferðirnar í
sumarbústaðinn og gönguferðirnar
þar í kring. Takk fyrir að vera til. Þó
að þetta vers úr Höfðingi smiðjunnar
eftir Davíð Stefánsson sé um stálsmið
finnst okkur það lýsa þér vel.
Hann vinnur myrkranna milli.
Hann mórar glóandi stál.
Það hlýtur hans vilja og valdi,
hans voldugu, þöglu sál.
Sú hönd vinnur heilagan starfa,
sú hugsun er máttug og sterk,
sem meitlar og mótar í stálið
sinn manndóm sín kraftaverk.
Þínar afastelpur
Dagrún Ösp og Íris Alma.
Genginn er kær bróðir og vinur,
minningar hrannast upp í huganum
um mikið ljúfmenni og hjálparhellu.
Ein af þeim fyrstu tengist því er þú, 17
ára að aldri, hleyptir heimdraganum
og hófst þitt smíðanám. Mér fannst ég
hafa misst af þér og var leið yfir en
það hefði ég ekki þurft að vera því
tryggð þín við sveitina var fölskvalaus
og stóð til hinstu stundar. Þú komst
vestur eins oft og þú gast og þá alltaf
til að hjálpa til, byggja, breyta og
bæta. Handtökin þín blasa við hvert
sem litið er hér á bæ, gróðurhúsið,
íbúðarhúsið og svo mætti lengi telja.
Þú áttir ekki þinn líka, eða eins og son-
ur þinn komst að orði nýlega, það var
enginn betri. Stundum kom það fyrir
að þú dast niður í bók, t.d. vísnabók
K.N., og þá mátti heyra hláturrokur á
milli. Við gerðum það stundum að
gamni okkar að velja okkur vísu með
því að láta bókina opnast fyrir tilviljun.
Ég man hvað þú hlóst innilega þegar
þín vísa endaði svona: Ég í vændum ef-
laust á, unga bóndadóttur. K.N. Þá
hafðir þú fundið hana Lóu þína, sem
varð þinn lífsförunautur, en hafðir ekki
sagt frá því. Árin liðu og fjölskyldan
stækkaði og alltaf var jafn gaman að
skreppa í heimsókn austur fyrir fjall.
Þú svo fundvís á að gera eitthvað
skemmtilegt, skreppa í bíltúr eða ann-
að. Í einni heimsókn hingað vestur
skruppum við út í Kollsvík sem oft áð-
ur, þar sem við vorum öll fædd systk-
inin. Golfpoki lá í bílnum og á Grund-
artúni slóst þú þína fyrstu golfkúlu.
Áhugi þinn á golfi var vakinn og varð
þitt áhugamál upp frá því. Ég minnist
þess þegar þú, nokkrum árum seinna,
sýndir mér golfaðstöðu ykkar Hver-
gerðinga, hvað þú varst ánægður með
hana og hefur þú eflaust lagt þar hönd
á plóg til uppbyggingar.
Elsku bróðir og vinur, að leiðarlok-
um viljum við af alhug þakka þér alla
þína hjálp og velvilja í okkar garð.
Sveitin okkar, fyrrum Rauðasands-
hreppur, er fátækari eftir og íbúar
hennar þakka þér vafalaust órofa
tryggð við svæðið. Við biðjum góðan
Guð að hugga og styrkja fjölskyldu
þína á sorgarstundu. Guð blessi þig
kæri bróðir.
Emma og fjölskylda.
Fréttin um lát Friðgeirs kom óvænt
þótt allir sem til þekktu hafi vitað að
hann gekk ekki heill til skógar. Hann
fór eins og hann sjálfur hefði kosið, að
loknum vinnudegi í fullum herklæðum
eins og kappar til forna. Það má heita
táknrænt fyrir þennan starfsama
mann. Ég talaði við hann aðeins tveim-
ur dögum áður en hann lést. Þá var
hann sem ætíð, léttur í bragði, áhuga-
samur og tilbúinn að takast á við ný
verkefni.
Mörg voru verkefnin sem hann
leysti á langri starfsævi og leysti þau
jafnan vel af hendi. Það var sama hvort
þau voru stór eða smá, allt var gert af
sömu alúð.
Friðgeir lærði húsasmíðar ungur að
árum og starfaði við þær alla tíð. Ég
vann hjá honum á skólaárunum og
lærði ég mikið af honum. Hann var
þægilegur í allri umgengni, afkasta-
mikill og skipulagður til vinnu. Að
loknum venjubundnum starfstíma var
fjarri honum að setjast í helgan stein.
Friðgeir var líka félagslyndur mað-
ur, hann tók virkan þátt í félagsmálum,
sat um tíma í bæjarstjórn Hveragerð-
isbæjar, einnig var hann í stjórn Golf-
klúbbs Hveragerðis.
Hann hafði mikla unun af því að
ferðast, hitta nýtt fólk og sjá nýja staði.
Hin síðari ár ferðaðist hann talsvert og
tók vel eftir því sem fyrir augu bar.
Hann var viðræðugóður og víða heima.
Þá gat hann einnig séð hinar spaugi-
legu hliðar tilverunnar. Þrátt fyrir
mikið annríki gaf hann sér tíma til úti-
vistar einkum hin seinni ár. Ekki eru
mörg ár síðan hann gekk með okkur
Elínu Laugaveginn og gaf þar ekkert
eftir. Áhugamaður var hann um golf-
íþróttina og stundaði hana sér til mik-
illar ánægju.
Friðgeir var vestfirðingur, af Kolls-
víkurætt. Þótt hann færi ungur að
heiman, voru böndin við átthagana
sterk. Þangað leitaði hugurinn oft og
hann ræktaði vel sambandið við ætt-
ingja og æskustöðvarnar.
Ég hef þekkt Friðgeir alla mína ævi
og hefur hann reynst mér ákaflega vel.
Hann giftistLóu systur minni þegar ég
var aðeins þriggja ára. Saman hafa
þau átt góða ævi og eignast fimm börn.
Lóa mín, þú hefur misst góðan og
traustan förunaut. En þú átt líka góð
og samheldin börn og fjölskylda þín er
stór. Kæri mágur og vinur, langri sam-
ferð er nú lokið. Að leiðarlokum þökk-
um við Elín þér fyrir allt sem þú varst
okkur.
Blessuð sé minning Friðgeirs Krist-
jánssonar.
Gizur Gottskálksson.
Það er gleði og heiðríkja yfir minn-
ingunni um haustdagana 1988, þegar
barna- og gagnfræðaskólinn í Hvera-
gerði voru sameinaðir og fluttir undir
eitt þak. Viðbyggingin við „gamla“
skólahúsið var „næstum tilbúin“ og
kennsla hófst þótt hamarshöggin
heyrðust inn í skólastofurnar. Það
truflaði hreint ekki kennsluna. Nem-
endur, kennarar og annað starfsfólk
gekk með lotningu um nýju, glæsilegu
húsakynnin. Mannvalið í starfsliðinu
var gott og teljum við á engan hallað,
þótt við nefnum húsvörðinn Friðgeir
Kristjánsson þar fremstan meðal jafn-
ingja. Hann kom til starfa þetta haust
og starfaði hjá okkur um átta ára
skeið. Verkefnin voru mörg, sem biðu
hans, og trúlega miklu fleiri en hann
óraði fyrir. En öll leysti hann af alúð og
ljúfmennsku. Þegar Friðgeir fluttist
austur yfir fjall gerðist hann bóndi í
Ölfusinu, en hann var fyrst og síðast
smiður, enda völundur í höndunum.
Það kom því í hans hlut að ljúka við
óteljandi verk í nýju skólabygging-
unni; alls konar innréttingar, skipta
um plötur á skólaborðunum svo þau
entust lengur, þetta hér og annað þar.
Aðstoða við bekkjarkvöld og árshátíð-
ir, passa upp á leiktækin úti á skóla-
vellinum – bara nefndu það. Trúlega
hafa fáir starfsmenn bæjarfélagsins
sparað því meiri fjármuni en Friðgeir.
Friðgeir var hvers manns hugljúfi
og vildi allra vanda leysa. Glaður og
reifur sinnti hann störfum sínum og
margt handtakið liggur eftir hann í
skólanum okkar. Það var ómetanleg
gæfa fyrir skólastarfið að fá hann í
starfsmannahópinn.
Nú hefur hann lagt hamarinn frá sér
í síðasta sinn. Um leið og við sendum
Jórunni, eiginkonu hans, og afkomend-
um þeirra öllum innilegar samúðar-
kveðjur þökkum við Friðgeiri ógleym-
anlegt samstarf.
Minningin lifir um góðan dreng.
Pálína Snorradóttir,
Guðjón Sigurðsson.
Friðgeir smiður er allur. Kvaddur
er á braut góður vinur. Bæði bón- og
úrræðagóður strákur, roskinn ung-
lingur sem vann verk sín af ósérhlífni
og gleði.
Þessi ljúfi dugnaðarforkur og hag-
leikssmiður er kominn í stóru verkin
hjá drottni.
Engin verk voru of stór eða flókin,
vandamálin voru til að leysa þau.
Fram á síðustu stund voru verkefn-
in leyst, gengið frá og farið heim.
Takk fyrir, góði vinur.
Kæru vinir; Lóa, Kristján, Gróa,
Gottskálk, Rúnar og Össur, megi góð-
ur guð gefa ykkur og fjölskyldum ykk-
ar styrk við skyndilegt fráfall ástvinar.
Kveðja,
Guðni og Ebba.
FRIÐGEIR
KRISTJÁNSSON
Hann afi var góður við
okkur öll en hann var spræk-
ur og hress og hann var mjög
góður í smíði en hann átti
ekki skilið að deyja strax. En
við vorum mjög leið að hann
afi dó. En við verðum að vera
sterk.
Þín afastelpa
Katrín Eik Össurardóttir.
HINSTA KVEÐJA
Í dag 27. janúar
2005 hefði Eggert
tengdafaðir minn orð-
ið 85 ára en hann lést 5. mars 2004.
Í þau 27 ár sem ég þekkti Eggert
er margs að minnast og allt eru það
góðar minningar.
Þegar ég kom fyrst í Hjáleiguna
15 ára gömul efa ég ekki að Eggert
hafi fundist ég of ung sem tilvon-
andi tengdadóttir en aldrei hafði
hann orð á því. Man ég einhverju
EGGERT
SIGURMUNDSSON
✝ Eggert BenediktSigurmundsson
fæddist á Breiðu-
mýri í Reykjadal í
Suður-Þingeyjar-
sýslu 27. janúar
1920. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Ljósheimum á Sel-
fossi 5. mars 2004 og
var jarðsunginn frá
Fossvogskirkju 11.
mars.
sinni er við vorum tvö
heima að Eggert var
inni í eldhúsi og var
hurðin aftur, heyrði ég
þá að miklar samræð-
ur áttu sér stað og
hélt ég að gestir væru
komnir en þegar ég
fór inn var Eggert þar
einn en í gegn um tíð-
ina sá Eggert ýmis-
legt sem öðrum er hul-
ið og sennilega hefur
einhver verið hjá hon-
um í heimsókn. Oft
sagðist hann hafa fé-
lagsskap yfir Hellis-
heiðina þegar hann var að koma
heim af sjónum.
Við Eggert kunnum vel hvort við
annað, „hún þegir en hugsar því
meira“ sagði hann þegar talað var
um hve fámál ég væri og þótti mér
afskaplega vænt um það. Eftir að
þau hjónin fluttu í Hveragerði leið
ekki sú helgi að við færum í heim-
sókn. Fyrir fjórum árum tóku þau
sig upp og fluttu á Selfoss og urðu
þá heimsóknirnar tíðari okkar á
milli og var Eggert stundum hjá
okkur meðan Unnur var að spila en
hann treysti sér ekki, minnið farið
að bila og mörgu gleymt. Þá fengu
börnin okkar Ásgeirs að kynnast
afa betur og þótti þeim mjög vænt
um hann. Í veikindum hans var
Unnur hans styrka stoð og hugsaði
um hann af einstakri ástúð og
hlýju. Þegar Eggert fór á Ljós-
heima fór hún Unnur á hverjum
degi þangað. Lofaði hún umönnun
starfsfólks þar mjög. Eggert lést á
Ljósheimum 5. mars ’04 en fimm
árum áður lést Sigurður bróðir
hans frá Hvítárholti þar einnig og
bar dánardægur hans líka upp á 5.
mars.
Eggert hélt mikið upp á Einar
Benediktsson skáld og kunni hann
heilu kvæðabálkana utan að bæði
eftir hann og eins eftir önnur skáld.
Útskurður í tré ásamt allri smíða-
vinnu lék í höndum hans og margir
fallegir munir prýða heimili Unnar,
sona þeirra og barnabarna. Með
Eggert er genginn mætur maður.
Blessuð sé minning hans.
Brynhildur Valdórsdóttir.
Skemmuvegi 48, Kópavogi.
Simi 5576677
www.steinsmidjan.is