Morgunblaðið - 27.01.2005, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 27.01.2005, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt l l Sýnd kl. 10.15.  S.V. Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið OCEAN´S TWELVE  S.V. Mbl. Sýnd kl. 10.30. Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.10. B.i. 14 ára. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8.30. ÁLFABAKKI kl. 3.45, 6, 8.15 og 10.30. AKUREYRI kl. 6 og 10. KEFLAVÍK kl. 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 5.45 og 10. Sýnd kl. 5.45 og 9. FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTIÐ H.L. Mbl.  Frá degi til dags A la petite semaine sýnd kl. 6. Enskur texti Einkadætur Filles Uniques sýnd kl. 8. Enskur texti Peningabíllinn Le Convoyer sýnd kl. 10. Enskur texti Sýnd kl. 5.30 og 8. Ísl. texti. DV  Mbl.  Sýnd kl. 6 og 9.10. tilnefningar til óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar- Cate Blanchett og Alan Alda. 11 EITT liðanna sem taka munu þátt í næstu þáttaröð The Amazing Race – Kapphlaupsins mikla – mun koma mörgum æði kunn- uglega fyrir sjónir. Þannig er að gengið hefur verið frá því að Amber og Rob úr Survivor-þáttun- um verði eitt liðanna í sjöundu þáttaröð Keppninnar miklu sem hefst í bandarísku sjónvarpi 1. mars þegar fyrsti þátturinn verður sýndur. Amber Brkich sigraði í sérstakri úrvalsþáttaröð af Survivor þar sem att var saman nokkrum fyrrver- andi sigurvegurum og öðrum sem þótt höfðu sterkir keppendur í fyrri keppnum. „Boston“ Rob Mar- iano hafnaði í öðrum sæti á eftir Amber en svo skemmtilega vildi til að þau felldu hugi saman á meðan leikar stóðu sem hæst og opin- beruðu trúlofun sína að keppni lokinni. Eins og kunnugt er fékk Amber að launum eina milljón dala fyrir að vinna Survivor en Rob fékk 100 þúsund dali fyrir annað sætið. Nú hyggjast þau reyna fyrir sér í Kapphlaupinu mikla, sem að sögn fram- leiðanda þáttarins, er eftirlætis veru- leikaþátturinn þeirra á eftir Survivor – að sjálfsögðu. Beri þau sigur úr býtum vinna þau sér inn aðra milljón dala. Þá vinnur fram- leiðandi Survivor, Mark Burnett, hörðum höndum að því að fá samþykki þeirra Amber og Robs fyrir því að sjónvarpað verði beint frá fyrirhuguðu brúð- kaupi þeirra. Af greinilegri athygl- isþörf sjónvarpsparsins góða að dæma hlýtur það að verða auðsótt mál fyrir Burnett. Sjónvarp | Survivor-stjörnur í Amazing Race Amber og Rob sólgin í aðra milljón Sjónvarpsparið Rob og Amber eru ekki af baki dottin; ætla nú í Kapphlaupið mikla. ÍTALSKI tískuhönnuðurinn Val- entino hélt sýningu í París á mánudagskvöld. Þema sýning- arinnar var 37 fegurstu staðir á jörðinni og var sýndur fatnaður sem hæfði þessum stöð- um. Einn þessara staða var Ís- land og túlk- aði Valentino landið með fílabeins- hvítum fatn- aði úr silki með bróder- uðum blóm- um. Umræddir 37 staðir voru bæði raunverulegir og ímyndaðir. Bandaríska borgin Los Angeles var táknuð með ermalausum silki- kjól og löngum hönskum og þótti sá fatnaður minna á leikkonuna Jean Harlow sem var upp á sitt besta á fjórða áratug síðustu ald- ar. Moskva var túlkuð með gylltri og ljósri slá yfir hvítum kjól úr silki. Tíska | Valentino túlkaði Ísland með tísku Fílabeinshvítt silki með bróderuðum blómum Af lýsingunni að dæma kann vel að vera að þessi klæði séu túlkun Valent- inos á fegurð Ís- lands. BARÐI Jóhannsson tónlistarmaður á verk á nýrri sýningu sem var opnuð í síðustu viku á Triennale di Milano- listasafninu í Mílanóborg í Ítalíu og nefnist „Dressing Ourselves“ eða „Að klæða okkur“. Þar var útvöldum tónlistar- mönnum, arkitektum, hönnuðum og listmálurum fengið það hlutverk að hanna föt á sjálfa sig. Var svo óskað eftir myndum og málum af lista- mönnunum svo hægt yrði að útbúa eftirmynd þeirra í fullri stærð. Síðan var eftirmyndin, styttan, klædd í föt- in sem listamennirnir höfðu hannað. Með öðrum orðum hönnuðu lista- mennirnir föt á eftirmyndir sínar en aðrir kunnir tónlistarmenn sem taka þátt í sýningunni eru Devandra Ban- hart og Finninn Jimi Tenor. Það er hönnuðurinn Alessandro Guerriero sem stendur að sýningunni en hann er stofnandi Alchimia-hópsins og yf- irmaður í listaskóla Mílanóborgar Lærði fatahönnun „Ég veit ekki hvernig þetta kom til. Blaðamaður nokkur hafði samband við mig og spurði mig einfaldlega hvort ég vildi taka þátt í sýningu sem vinur hans, yfirmaður listaskólans í Mílanó, væri að vinna að,“ útskýrir Barði af sínum einstaka hressleika er blaðamaður náði tali af honum í gær. „Síðan viðraði gengi hans hug- myndina við mig og mér leist vel á. Ég sendi teikningar og þeir vildu öll mál í bak og fyrir. Mér fannst þetta eitthvað svo undarlegt, svo absúrd, að ég hélt jafnvel að þetta myndi detta uppfyrir. En svo kom á daginn að þetta reyndist heljarinnar verk- efni eins og sýningin og bókin sem fylgir með gefa til kynna.“ Barði lærði sjálfur fatahönnun í eitt ár og þótti þetta því kærkomið tækifæri til að láta ljós sitt skína á því sviðinu, sem hann segist alltaf hafa haft nokkurn áhuga á. Aðspurður hvað hann hefði haft í huga þegar hann hannaði á eftirmynd sína fötin sagði Barði: „Ég hafði einfaldlega að leiðarljósi eitthvað sem gæti litið vel út, eitthvað sem myndi hugsanlega gleðja aug- að.“ Er sýningin hluti af tískuvikunni í Mílanó og var haldinn sérstakur blaðamannafundur með þátttak- endum og skipuleggjendum hinn 17. janúar og svo var sýningin opnuð síð- ar þann dag. Mættu um eitt þúsund manns á opnunina. Einnig var útbú- inn rúmlega 100 síðna bæklingur um framkvæmd verkefnisins með mynd- um og kynningu á hverjum lista- manni fyrir sig. Lady & Bird á Listahátíð Það er annars af Barða að frétta að hann er að leggja lokahönd á tónverk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem flutt verður á Vetrarhátíð í lok febr- úar. Þá er Barði um þessar mundir að leggja lokahönd á plötu sem hann hefur verið að vinna með Bubba Morthens og segir hann að nóg sé framundan, m.a. tónleikahald hjá Bang Gang. Einnig stefna þau Keren Ann Mill- er á að gera nýja Lady & Bird-plötu á næstunni en þess má geta að Lady & Bird munu koma fram á Listahátíð í maí. Myndlist | Barði Jóhannsson á listasafni í Mílanó Hannaði föt á eigin eftirmynd www.dressingourselves.com Barði – eða réttara sagt eftirmyndin af Barða – í bún- ingnum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.