Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 17
ERLENT
Álfheimum 6 • Sími: 533 6280 • www.bakari.is
BOLLUR - BOLLUR
Í tilefni 5 ára afmælis
Bakarans á hjólinu
tökum við forskot
á sæluna og bjóðum
2 fyrir 1 alla helgina!
Verið velkomin!
EVRÓPSKIR vísindamenn
hafa staðfest það sem talið er
vera fyrsta tilfelli kúariðu í
geit. Er þetta ennfremur í
fyrsta sinn sem sjúkdómurinn
greinist í öðru dýri en nautgrip.
Frá þessu greindi fréttavef-
ur breska ríkisútvarpsins,
BBC, í gær.
Fréttaskýrendur segja það
alvarlega þróun að kúariða geti
smitast til annarra dýrateg-
unda sem menn leggi sér til
munns.
Rúmlega 100 manns hafa lát-
ist af völdum Creutzfeldt-Jak-
ob-sjúkdómsins, heilahrörnun-
arsjúkdóms sem er afbrigði
kúariðu, eftir að hafa borðað
kjöt af sýktum nautgripum.
Geitinni, sem um ræðir, var
slátrað í Frakklandi 2002.
Geit með
kúariðu
FYLGISMENN hinna herskáu
Hamas-samtaka fögnuðu í gær stór-
sigri í sveitarstjórnakosningunum
sem fram fóru á fimmtudag á Gaza-
svæðinu. Þetta er í fyrsta skipti
sem slíkar kosningar fara fram þar.
Þúsundir manna komu saman við
skrifstofur þings Palestínumanna í
Gaza-borg og braust út gífurlegur
fögnuður er Jamal Shobaki, ráð-
herra sveitarstjórna, kunngjörði úr-
slitin.
Alls var kosið um 118 sæti sveit-
arstjórnamanna í kosningum þess-
um. Shobaki las raunar aðeins upp
nöfn þeirra sem náð hefðu kjöri en
gat þess ekki hvaða samtökum við-
komandi tilheyrðu. Heimildarmenn
AFP-fréttastofunnar greindu hins
vegar frá því að Hamas hefðu unnið
77 sæti en Fatah-hreyfing Mah-
muds Abbas, hins nýkjörna forseta
Palestínumanna, hefði fengið 26
menn kjörna. Afgangurinn fór til
minni flokka auk þess sem nokkrir
óháðir frambjóðendur náðu kjöri.
Kosið var um fulltrúa í tíu sveit-
arstjórnum. Þátttaka var sögð góð
eða um 85%. Samkvæmt þessu var
hún því mun betri en þegar Abbas
var kjörinn forseti 9. þessa mán-
aðar. Þá tóku um 70% kjósenda þátt
en Hamas-samtökin og minni sam-
tök róttækra, Íslamska jíhad, tóku
ekki þátt í þeim kosningum.
Mahmud Zahar, leiðtogi Hamas á
Gaza-svæðinu, tileinkaði sigurinn
þeim Yasser Arafat, fyrrum leið-
toga Palestínumanna, og Sheikh
Ahmed Yassin, stofnanda Hamas,
sem Ísraelar drápu í loftárás í mars
í fyrra.
Hamas lögðu einkum áherslu á
baráttu gegn spillingu í stjórnkerfi
Palestínumanna. Í mörgum bæjum
Palestínumanna er það hald alþýðu
manna að embættismenn séu í senn
vanhæfir og hygli vinum sínum og
vandamönnum.
Um 2.000 Palestínumenn
við eftirlit á Gaza
Moshe Ya’alon, yfirmaður heima-
varnarliðs Ísraels, skipaði herfor-
ingjum í gær að draga úr aðgerðum
á öllum svæðum Palestínumanna,
einkum þó á Gaza-svæðinu þar sem
fjölgað hefur verið í palestínskum
öryggissveitum á síðustu dögum.
Á fimmtudag bannaði heima-
stjórn Palestínumanna óbreyttum
borgurum að bera vopn og Ariel
Sharon, forsætisráðherra Ísraels,
sagði að söguleg tímamót gætu orð-
ið í samskiptunum við Palestínu-
menn vegna aðgerða Abbas forseta
til að draga úr ofbeldisverkum.
Um 2.000 palestínskir lögreglu-
menn eru nú við eftirlit á Gaza-
svæðinu. Ísraelska varnarliðið ætlar
að opna hlið á landamærum Gaza-
svæðisins og Egyptalands annars
vegar og Gaza-svæðisins og Ísraels
hins vegar í næstu viku ef allt fer
fram sem horfir.
Reuters
Stuðningsmenn Hamas, samtaka palestínskra bókstafstrúarmanna, hrópa
slagorð á fundi í Gazaborg í gær en þar var sigrinum ákaft fagnað.
Stórsigur Hamas í
kosningum á Gaza
Ísraelar draga úr
hernaðaraðgerðum
á Gaza-svæðinu
Jerúsalem. AFP.
HERLIÐ Bandaríkjamanna í Írak
verður kallað heim komi fram slík
krafa frá leiðtogum þeim sem kjörn-
ir verða í kosningunum á sunnudag.
Þetta kom fram í viðtali við George
W. Bush Bandaríkjaforseta sem
dagblaðið The New York Times birti
í gær.
Bush bætti því raunar við að hann
teldi að Írakar myndu fara þess á leit
við Bandaríkjastjórn að herliðinu
yrði haldið í landinu enn um sinn.
Liðsaflinn myndi þá vera lands-
mönnum til aðstoðar en ekki sinna
hlutverki hernámsliðs.
„Mér virðist
sem flestir leið-
toga Íraka geri
sér ljóst að þörf
verði á herliði að
minnsta kosti þar
til Írakar geta
sjálfir barist
[gegn vígahópum
skæruliða],“ sagði
Bush m.a. En for-
setinn lagði
áherslu á að liðsaflinn yrði kallaður
heim krefðust leiðtogar Íraka þess.
Undirsátar Bush hafa áður sagt að
hermenn Bandaríkjanna verði fluttir
á brott komi fram krafa af hálfu
kjörinna leiðtoga Íraka í þá veru en
þetta er í fyrsta skipti sem forsetinn
lætur slík ummæli falla. Hann kvað
engan vafa ríkja í þessu efni, full-
valda ríkisstjórn væri tekin til starfa
í landinu.
Bush kvaðst reiðubúinn að hlýða á
allar þær hugmyndir sem fram
kæmu um hvernig búa mætti Íraka
undir að geta tekið við baráttunni
gegn skæruliðum. Írakar yrðu sjálfir
að leggja mat á hvenær þeir gætu
sjálfir „varið lýðræðið“.
Segir að herlið verði kallað
heim krefjist Írakar þess
Washington. AFP.
George W. Bush
Bandaríkjaforseti.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn