Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677 www.steinsmidjan.is Granít borðplötur og flísar Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Samsung SGH-X450 fallegur 3 banda sími með hágæða skjá Viltu bæta símaþjónustuna í þínu fyrirtæki? Aðeins 20 manns komast á hvert námskeið Námskeið fyrir þá sem vilja veita frábæra símsvörun Hafið samband í síma 580 8080 eða til gudrun@midlun.is Næsta námskeið er þriðjudaginn 8. febrúar nk. á Grand hótel Reykjavík FATALEIGA Garðabæjar á Garðatorgi leigir út bæði árshátíð- ar- og brúðarkjóla og eru alltaf keyptir inn nýir kjólar fyrir hvert ár, aðallega frá Frakklandi og Bretlandi, að sögn Erlu Bald- ursdóttur, sem sér um leiguna. „Í nóvembermánuði fékk ég til dæmis hátt í sjötíu glænýja kjóla og eng- an eins svo að viðskiptavinirnir lendi ekki í því að mæta stall- systrum sínum í nákvæmlega eins dressi á árshátíðunum. Eldri kjóla seljum við svo á útsölu á slám hér fyrir utan,“ segir Erla. Dragsíð víð pils ásamt korselett- toppum eru mjög vinsæl í ár og að- sniðnir hafmeyjukjólar eru líka alltaf sígildir. Íslenskar konur virðast hins vegar vera orðnar svo- lítið leiðar á svarta litnum og eru til í að skella sér í flotta liti í ár þegar kemur að árshátíðarkjól- unum. Allir litir virðast vera í gangi, svo sem grænt, bleikt, rautt og vínrautt, að sögn Erlu. „Konur á öllum aldri eru að leigja sér árshátíðarkjólana, allt frá ungum stelpum upp í harðfull- orðnar konur. Við erum að leigja dressið á sex þúsund krónur yfir helgina ásamt öllum fylgihlutum utan skótaus. Innifalið í verðinu er skart, töskur, slæður, jakkar, breytingar og hreinsun,“ segir Erla.  TÍSKA | Árshátíðarkjólarnir Hafmeyjukjólar og glansandi efni Morgunblaðið/Jim Smart Nú vilja íslenskar konur vera í flott- um litum, segir Erla Baldursdóttir hjá Fataleigu Garðabæjar. KJÓLARNIR í gluggunum í tískuvöruversluninni MONDO við Laugaveg, hafa löngum dregið að sér augu vegfar- enda. Enda finnast í þess- ari búð fjölbreyttir og litríkir hátís- kukjólar. Það er því verulega góður kostur að smeygja sér inn og máta þeg- ar kemur að því að finna árshátíðarkjól- inn. Svokallaðir Golden Globe-kjólar komu fyr- ir örfáum dögum í verslunina, en þeir eru eftirlíkingar þeirra kjóla sem stjörnurnar skört- uðu á nýlegri Golden Globe- verðlaunahátíð. Fríða, eigandi MONDO, sagði að konur á öllum aldri kæmu til hennar að kaupa sér kjóla og að konur væru í auknum mæli óhræddar við að vera flottar. Hún sagði að glansandi efni væru vinsæl þessi misserin og því til staðfestingar dró hún fram sjóðheitan græn- an satínkjól frá Golden Globe. Ómissandi er líka taska eins og Sarah Jessica Parker notar í Beðmálum í borginni, en í MONDO fást samkvæmisveski í miklu úrvali. Litríkir hátískukjólar Morgunblaðið/Þorkell Satín-kjóll frá Golden Globe og herða- sjalið haft á ská svo öxlin njóti sín. Á árshátíðunum sem nú fara í hönd verða konurnar klæddar korseletttoppum og sjóðheitum satínkjólum ef draga má ályktun af því sem viðmælendur blaðsins segja um hátíðakjólana í ár. Taska eins og skvísurnar í Beðmálum í borginni nota. Pils og gylltur toppur í stíl. Svartur, stílhreinn kjóll frá Mondo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.