Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 20
Landið | Höfuðborgin | Árborg | Akureyri Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hér í Skagafirði virðist nú hlákunni og blíðviðrinu lokið, að minnsta kosti í bili, og nú á föstudegi kastar hann éljum í hávaða suðvestan roki. En blotinn hefur nægt til þess að mestallur snjór, sem lá á götum og gangstéttum og í himinháum haugum á öll- um opnum svæðum, hefur horfið og nú er greiðfært um allar leiðir.    Hins vegar hefur ekki enn verið form- lega gengið frá því innan sveitarstjórnar hvernig lögð verður ný innkoma í bæinn, og stendur styr um tvær leiðir þegar tengja skal nýjan veg sem liggur yfir Þverárfjall, frá Sauðárkróki og yfir á Skagastrand- arveg, rétt norðan Blönduóss. Þessi nýja leið er þegar orðin mjög fjölfarin og hefur vegurinn verið byggður upp frá vestri og lagður bundnu slitlagi, en nær Sauðárkróki er enn eftir að lagfæra mikið svo að þessi leið teljist vel viðunandi. Auk þess er síma- sambandslaust á mestallri leiðinni, en það er nú sá raunveruleiki sem búa verður við víða þar sem fara þarf yfir fjallvegi.    Sú deila sem verið hefur um innaksturinn í bæinn snýst um að byggja brú yfir Göngu- skarðsána við ósa og leggja síðan veg upp bakka norðan árinnar og að vegamótum að Reykjastrandarvegi, eða hins vegar að fara á brú yfir ána nokkru ofar og leggja veginn upp með ánni að vegamótum. Nokkur klofningur hefur verið um málið í sveit- arstjórn en nú telja menn að sjái fyrir end- ann á þeim meiningamun sem þar hefur verið og að farið verði með veginn yfir ósinn eins og upphaflega var gert ráð fyrir, enda er það tillaga Vegagerðarinnar og sú leið einhverjum milljónatugum ódýrari.    Eins og víða á landsbyggðinni eru íbú- arnir ekki sáttir við þá ákvörðun sem tekin hefur verið, að hætta niðurgreiðslu á raf- magni til húshitunar og þykjast sjá í hendi sér að verulega muni síga á ógæfuhlið þeg- ar búsetuskilyrði eru skoðuð fyrir þá sem búa á þeim svæðum sem kölluð hafa verið köld, og hafa þurft að sæta kostum seljenda raforkunnar. En að sjálfsögðu er þetta gert í samræmi við þau boð sem koma sunnan úr Evrópu, og sjálfsagt fyrir Íslendinga að fara rækilega eftir öllum þeim reglum sem þar eru í gildi, þrátt fyrir að víða þar syðra virðist sem menn láti sér fátt um reglurnar finnast og fari í engu eftir þeim. Úr bæjarlífinu SAUÐÁRKRÓKUR EFTIR BJÖRN BJÖRNSSON FRÉTTARITARA Nokkrir Vestfirð-ingar, sem búa áSuðurlandi, boða til sólarkaffis að hætti Vestfirðinga nú á sunnu- dag 30. janúar kl. 15. í kaffisal Lista- og menn- ingarverstöðvarinnar á Stokkseyri. Hlín Péturs- dóttir, söngkona frá Stokkseyri, og Jörg Sond- ermann píanóleikari flytja nokkur sólarlög kl. 16. Alsiða er í byggðum Vestfjarða að drekka sól- arkaffi með pönnukökum þegar sólin sést aftur eft- ir skammdegið. Þessi sið- ur hefur ekki verið á Suð- urlandi enda sést sól þar alla daga ársins. Með þessu vilja nokkrir Vest- firðingar á Suðurlandi gefa sveitungum að vest- an kost á að hittast í sól- arkaffi og jafnframt kynna þennan góða sið fyrir Sunnlendingum og öðrum hér um slóðir, seg- ir í frétt um viðburðinn. Sólarkaffi Áheitasund grunnskólabarnanna í Grímsey erlöngu búið að festa sig í sessi meðal íbúa, þvísundið í ár var það tíunda í röðinni. Fjöldi manna mætti í sundlaugina til að hvetja og klappa sínum mönn- um lof í lófa. Samtals skiluðu börnin 5 kílómetrum, en þau voru aðeins 10 sem syntu í þetta sinn. Eftir sundið stormuðu eldri nemendur í eldhúsið í Múla og grilluðu yfir 100 samlokur ofan í svanga eyjarbúa. Ekki nóg með það, mikill tónlistaráhugi hefur gripið um sig meðal nemenda og nú var stigið á svið og fjórir gítarleikarar, sem Dónald skólastjóri hefur verið að æfa gítarleik með í vetur, léku undir fjöldasöng. Allt var þetta stórgaman og ferðasjóðurinn fitnaði hressilega. Morgunblaðið/Helga Mattína Syntu 5 kílómetra Pétur Þorsteinssonkom heim ogheyrði Köttinn lesa Basil fursta buslubæn: Ekkert veistu í þinn haus. Aldrei þrífast megðu. Sestu á þinn svarta daus. Sittu kyrr og þegðu. Basil fursti svaraði Kett- inum að bragði með tví- rætt glott á trýninu: Umfram allt þó ætíð skalt auðmjúk vera á fácil. Víst ávallt þeim vana halt að vera góð við Basil. Hundur Sigurðar Ingólfs- sonar sá vísurnar og ýlfr- aði til hans: Ég er um það aldeilis vel viss og ætla það skapaði kelfliss og kæti um nótt ef kynntust þeir fljótt, Kötturinn, Basil og Elvis. Hreiðar Karlsson hjó eftir því að Mörður Árnason vildi flýta formannskjöri Samfylkingarinnar: Leiðin til valda er löngum erfið og grýtt og leiðtogastarfinu kjósa margir að sinna. Mörður vill helst að formannskjöri sé flýtt svo frambjóðendurnir skandaliseri minna. Basil fursti pebl@mbl.is Ólafsfjörður | „Þetta var mjög gott í viku, ekki sást í dökkan díl og opið upp á topp. Í hlákunni undanfarna daga hefur snjórinn sigið um einn og hálfan metra,“ sagði Óli Ingólfsson, for- stöðumaður skíðasvæðisins í fáum annan hvell í vetur en hve- nær það verður veit ég ekki,“ sagði Óli og var hvergi banginn. Skíðasvæðið í Tindaöxl hefur verið opið í rúma 20 daga í vetur en í fyrravetur var opið í sam- tals 54 daga. Tindaöxl í Ólafsfirði. Krakk- arnir í Ólafsfirði létu það þó ekki á sig fá og fjölmenntu í fjallið í vikunni, bæði til að æfa og leika sér á skíðum. „Veturinn er ekki búinn, við erum vanir því að það komi hlákukaflar. Við Morgunblaðið/Kristján Veturinn er ekki búinn Skíða- krakkar Húsavík | Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar fjallaði á fundi í fyrradag um ráðningar í þrjú ný stjórnunarstörf hjá bænum. Tillaga meirihluta H- listans hljóðaði upp á að fela bæjarstjóra að ganga til samn- inga við Gauk Hjartarson í starf fram- kvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmda- sviðs, Erlu Sig- urðardóttur í starf fram- kvæmdastjóra Fjölskyldu- og þjónustusviðs og Huldu Ragnheiði Árna- dóttur í starf framkvæmdastjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs. Fram kom að ráðgjaf- arfyrirtækið Hagvangur taldi þessi þrjú hæfust í viðkomandi störf. Samstaða var um ráðningu Gauks og Erlu og samþykkt með 9 atkvæðum. Fjórir fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn ráðningu Huldu Ragnheiðar. Fram kemur á vefnum skarpur.is að málið var rætt í rúma klukkustund og sögðu fulltrúar Þ-listans með öllu óskiljanlegt að Hagvang- ur og meirihlutinn teldu Huldu Ragnheiði hæfari en Jón Helga Björnsson, hún væri við nám í háskóla en hann hefði lokið MBA- prófi frá erlendum háskóla í alþjóðaviðskipt- um. Meirihlutinn vísaði í faglega niðurstöðu Hagvangs sem þau væru sammála, og bentu á að fleiri þættir væru metnir en menntunin ein. Minnihlutinn lagði fram bókun þar sem sagði m.a.: „Við teljum að gengið sé fram hjá þeim sem hefur mestu menntunina og reynsluna og er að okkar mati augljóslega hæfastur umsækjenda til að gegna þessari mikilvægu stöðu. Við teljum einnig siðlaust að í þessa stöðu verði ráðinn einstaklingur sem vann sem verkefnisstjóri við endur- skipulagningu á stjórn- og starfaskipulagi Húsavíkurbæjar. Í þeirri vinnu tók viðkom- andi trúnaðarviðtöl við starfsmenn og lagði fram sínar hugmyndir um hvernig skyldi unnið að framgangi málsins. Það skal tekið fram að gagnrýni okkar beinist að þessari ákvörðun meirihluta H-listans sem við telj- um vera mistök, en ekki að þeim umsækj- anda sem lagt er til að ráðinn sé og við ósk- um að sjálfsögðu velfarnaðar í því mikilvæga starfi sem framundan er,“ segir í bókun Þ-listans. Ráðið í þrjú ný stjórn- unarstörf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.