Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun Tímaritið á sunnudögum Umboðsmaður Íslands Einar Bárðarson Annaðhvort gerir maður sig að fífli eða þetta slær í gegn. „ÞESSI fundur var afar gagnlegur og á óvenju jákvæðum nótum. Þeir sem voru þarna viðstaddir voru sammála um það hversu upp- byggilegar umræðurnar voru og því var álykt- un smábátasjómanna ekki í samræmi við þann anda sem var á fundinum. Hafrannsókna- stofnunin telur mikilvægt að taka tillit til rétt- mætra óska heimamanna um að kostað sé vel til rannsókna áður en lagt er til að stórum svæði verði lokað, einkum þegar lokunin getur snert hagsmuni sjómanna sem ef til vill eiga ekki völ á að vera á öðrum svæðum við sínar veiðar. Í þessu sambandi var boðað nýtt vinnulag til að taka tillit til þessara sjón- armiða,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í samtali við Morg- unblaðið. Á miðvikudag var haldinn fjölmennur fund- ur á Ólafsvík sem boðað var til af Snæfelli, fé- lagi smábátasjómanna á Snæfellsnesi, þar sem rædd var umdeild reglugerðarlokun á sunnanverðum Breiðafirði, sem torveldaði línuveiðisjómönnum á Snæfellsnesi að stunda þorskveiðar á grunnslóðinni. Í fundarlok var samþykkt ályktun félaga í Snæfelli, þar sem gagnrýni kemur fram á tilurð lokunarinnar og aðdraganda, m.a. vinnulag Fiskistofu og Haf- rannsóknastofnunarinnar. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar, mætti til fundarins ásamt sérfræðingum og gerðu þeir grein fyrir aðdraganda lokunarinnar, almennu verklagi og markmiðum svæðalokana. Jóhann var spurður um viðbrögð við ályktun smábáta- manna, en þar var einnig vísað til þess að mik- ið væri af hægvaxta fiski í aflanum, þannig að viðmiðunarmörk þau sem í gildi eru, þ.e. að svæði sé lokunarhæft ef 25% eða meira af fiskinum er undir 55 cm lengd, séu ekki rétt- mæt. Jóhann sagði að vel hefði verið farið yfir þessi mál á stofnuninni í kjölfar umræðunnar, en í nóvember sl. hefði verið gerð athugun á öllu reglugerðarsvæðinu þar sem þessi full- yrðing hefði verið sérstaklega skoðuð. „Við- miðunarmörkin eru hugsuð sem sérstök vernd fyrir smáfisk, þannig að sókn í fisk 4 ára og yngri sé sem allra minnst. Niðurstöður úr 10 sýnum sem rannsökuð voru sérstaklega, sýndu að 67% var 4 ára og yngri fiskur og 28% 3 ára og yngri fiskur. Í lengd var fisk- urinn á bilinu 30%–82% undir 55 cm í sam- anburði við viðmiðunarmörkin sem leyfa að- eins að 25% fisksins sé undir 55 cm. Það er hins vegar rétt að taka fram að innst á svæð- inu reyndist vera frekar hægvaxta fiskur og rýr, en að alhæfa eins og gert hefur verið í umræðunni um þetta mál er ekki réttmætt, enda vita allir sem sækja sjóinn á Snæfells- nesi, að sem betur fer er fiskurinn yfirleitt ekki svona lélegur á svæðinu og engin gögn liggja fyrir sem gefa tilefni til að draga þá ályktun að fiskurinn sé almennt illa haldinn af sulti. Það er hins vegar breytileiki í þessu nú sem endranær og í sjálfu sér áhugavert að rannsaka það nánar og mun stofnunin reiðubúin að fara í slíka rannsókn með heima- mönnum, ef vilji er fyrir því.“ Jóhann var spurður hvort þannig væri ekki grundvöllur fyrir stefnubreytingu í nýting- arstefnu varðandi þorskstofninn eins og full- yrt hefði verið á fundinum. Hann sagði ekkert hafa komið fram sem breytti í grundvallarat- riðum markmiðum fiskveiðiráðgjafar stofnun- arinnar og nýtingarstefnu stjórnvalda. „Við vitum það að þorskur frá þriggja til fjögurra ára aldri er kannski að bæta við sig allt að 80% í þyngd sem teldust vera góðar rentur á bankabók. Það að mæla almennt með að auka veiðar á smáfiski, t.d. 2 og 3 ára fiski, sem mikið var af í þeim sýnum sem skoðuð voru í könnuninni í nóvember, er því afar óskyn- samlegt og í raun fráleitt,“ sagði Jóhann Sig- urjónsson. „Gagnlegur fundur á jákvæðum nótum“ Fiskveiðar Frá fundi Snæfells, félags smá- bátaeigenda á Snæfellsnesi. Jóhann Sig- urjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar er fyrir miðri myndinni. Ljósmynd/Gunnar Kristjánsson ÚR VERINU OG VODAFONE bað í gær Póst- og fjarskiptastofnun um að hlutast til um að Landssíminn afgreiði um 90 pantanir á ADSL-tengingum fyrir viðskiptavini Og Vodafone. Fimm vikur séu síðan beiðnirnar voru lagð- ar fram en ekkert hafi gerst í mál- inu, Landssíminn hafi hvorki neitað að afgreiða pantanirnar né útskýrt með fullnægjandi hætti á hverju strandi. „Við höfum vakið athygli á stöðu grunnnetsins í tengslum við yfirvofandi sölu Símans. Þetta er dæmi um hvað keppinautar Lands- símans eru háðir fyrirtækinu,“ segir Dóra Sif Tynes, forstöðumaður lög- fræði- og stjórnsýslusviðs Og Voda- fone. Þar sem Landssíminn á grunnnet símkerfisins verða önnur fjarskipta- fyrirtæki að borga fyrirtækinu vegna ADSL-háhraðatenginga um heimtaugar fyrir sína viðskiptavini. Að sögn Dóru Sifjar kom sú staða upp í haust að Landssíminn hætti að afgreiða beiðnir Og Vodafone um ADSL-tengingar á þeim forsendum að fyrirtækið væri ekki með nauð- synlegt umboð frá viðskiptavinum sínum. Hafi Landssíminn borið því við að til þess þyrfti skriflegt umboð, líkt og vegna símanúmeraflutninga. Dóra Sif segir að Og Vodafone hafi haft fullt umboð en ekki talið að það væri hlutverk Landssímans að hafa eftirlit með viðskiptasamningum. Því hafi í raun verið um ólögmæta synjun að ræða. Málinu var skotið til Póst- og fjarskiptastofnunar og seg- ir Dóra Sif að niðurstaðan hafi orðið sú að Landssíminn samþykkti að af- greiða beiðnirnar, án formlegrar íhlutunar stofnunarinnar. Vísvitandi samkeppnishömlur? Í desember, eftir að Margmiðlun hafði sameinast Og Vodafone, hugð- ist Og Vodafone færa þá viðskipta- vini sem voru með ADSL-tengingar hjá Landssímanum yfir á kerfi Og Vodafone. Dóra Sif segir að ekki hafi verið um nýja viðskiptavini fyrir- tækisins að ræða og á þeim grund- velli hafi verið farið fram á flutning á ADSL-tengingum þeirra yfir á kerfi Og Vodafone. „Eitthvað virðist Landssíminn hafa við það athuga, að minnsta kosti hafa þeir ekki afgreitt þessar beiðnir. Þeir hafa hvorki gef- ið okkur skýringar á því hvers vegna þeir vilja ekki afgreiða þær né hafa þeir hafnað þeim,“ segir Dóra. Á fimmtudagsmorgun hafi hún boðsent bréf til Landssímans og ítrekað ósk um svör. Þar sem engin svör hafi borist hafi ekki verið um annað að ræða en að að leita til Póst- og fjarskiptastofnunar og óska eftir bráðabirgðaíhlutun, sem á að liggja fyrir innan sjö daga. Dóra segir að tafirnar á afgreiðslu valdi því að Og Vodafone geti ekki afgreitt viðskiptavini sína. Það sé al- gjörlega óviðunandi að beiðnum sé ekki svarað í fimm vikur og menn hljóti að spyrja að því hvort Lands- síminn sé vísvitandi að reyna að koma í veg fyrir samkeppni. Og Vodafone biður Póst- og fjarskiptastofnun um íhlutun Fimm vikna töf á af- greiðslu ekki útskýrð LANDSSÍMINN segir að ástæða þess að fyrirtækið hafi ekki svar- að óskum Og Vodafone um flutn- ing á um 90 viðskiptavinum í ADSL-þjónustu vera þá, að ósk- irnar hafi ekki verið studdar skrif- legum uppsögnum viðskiptavin- anna. Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir að fyr- irtækið hafi brugðið á það ráð að taka ekki til greina beiðnir sem bárust frá OgVodafone nema sýnt væri fram á að viðskiptavinir Sím- ans hefðu, með skriflegri uppsögn á ADSL-þjónustu, óskað eftir flutningi milli fyrirtækjanna. Þetta hafi verið gert í kjölfar þess, að „Og fjarskipti færðu við- skiptavini Símans, sem voru í við- skiptum við ADSL-þjónustu Sím- ans, yfir til sín án samþykkis viðskiptavinanna. Þegar fór að bera á þessu kvörtuðu við- skiptavinir okkar yfir þessum vinnubrögðum,“ sagði Eva. Viðskiptavinir Og Vodafone kvörtuðu SÍMASAMBAND við Phuket eyju í Taílandi er slæmt og því hafa litlar upplýsingar borist frá þremur fulltrú- um kennslanefndar ríkislögreglustjóra sem nú eru við störf á eyjunni. Þau eru væntanleg heim um mán- aðamótin. Þau sem eru í Phuket eru Sigríður Rósa Víðisdóttir tannlæknir, Svend Richter, lektor tannlæknadeildar Háskóla Íslands, og Bjarni J. Bogason, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Gísli Pálsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rík- islögreglustjóra og formaður kennslanefndar, segir að starf tannlæknanna felist einkum í því að skoða tennur í líkum þeirra sem létust í hamförunum, m.a. með því að taka röntgenmyndir af tönnunum. Þessi gögn eru síðan borin saman við upplýsingar um tennur þeirra sem er saknað. Nefndarmenn starfa með öðrum kennslanefndum frá Norðurlöndunum. Aðspurður seg- ir Gísli að slíkar upplýsingar séu fyrst og fremst til um vesturlandabúa. Bera kennsl á lík á Phuket
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.