Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hákon Salvars-son bóndi í Reykjarfirði við Djúp fæddist á Bjarnastöð- um í Reykjarfjarðar- hreppi 14. júní 1923. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði að morgni 20. janúar síðastliðins. Foreldrar hans voru Ragnheiður Há- konardóttir, f. á Reykhólum 16.8. 1901, d. 19.5. 1977, og Salvar Ólafsson, f. í Lágadal 4.7. 1888, d. 3.9. 1979. Þau giftust 16.7. 1921 og bjuggu lengst af í Reykjarfirði við Djúp. Systur Hákonar eru: 1) Gróa, f. 7.7. 1922. Hún eignaðist sjö börn og eru fjögur þeirra á lífi. Maður hennar var Halldór Víglundsson, f. 11.6. 1911, d. 15.4. 1977. 2) Sigríð- ur, f. 17.5. 1925. Hún á sex börn. Hennar maður var Baldur Bjarna- son, f. 9.9. 1918, d. 8.7. 1998. 3) Arn- heiður, f. 25.5. 1927 og látin í júlí sama ár. 4) Arndís, f. 14.5. 1929. Hún eignaðist átta börn og eru sex þeirra á lífi. Hennar maður er Júl- íus Jónsson, f. 20.2. 1920. 5) Ólafía, f. 12.8. 1931. Hún á sex börn. Maður hennar er Baldur Vilhelmsson, f. 22.7. 1929. Fóstursystir þeirra var Börn þeirra: a) Inga Jóna nemi, sambýlismaður Sigtryggur Rúnar Ingvason, þeirra sonur er Tristan Máni. b) Hákon Óli bílstjóri, sam- býliskona Jóna Brynjarsdóttir. c) Davíð Helgi nemi. d) Steinunn Helga grunnskólanemi. 3) Salvar bóndi Reykjarfirði, f. 6.3. 1959. 4) Marinó Kristinn blikksmiður, f. 26.3. 1963, kona Júlía Björk Þórð- ardóttir rafvirki, f. 21.9. 1964. Syn- ir þeirra: a) Heiðar Ingi nemi. b) Steinar Bjarki grunnskólanemi. Hákon var fæddur á Bjarnastöð- um í Ísafirði og átti þar heima fyrstu átta ár ævinnar, utan eitt ár, sem foreldrar hans bjuggu á Kletti í Gufudalssveit. Eftir það átti hann heima og bjó í Reykjarfirði allan sinn aldur, utan tvö ár, sem hann sótti sjó frá Suðurnesjum og gegndi ráðsmannsstöðu á Vífilsstöðum. Hann nam við Héraðsskólann í Reykjarnesi. Hann hóf búskap með föður sínum 1945 í Reykjarfirði og árið 1954 hófu þau Steinunn bú- skap á allri jörðinni og bjuggu þar allt síðan og síðustu árin með Sal- vari syni sínum. Heimilið var mann- margt og athvarf margra sem og hjá foreldrum hans áður. Hákon gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Reykjarfjarðarhrepp og sat í hreppsnefnd í hart nær fimmtíu ár. Hreppstjóri í tuttugu ár og gegndi framkvæmdastjórastöðu við Bún- aðarfélag Reykjarfjarðar- og Ög- urhrepps. Útför Hákonar fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Gróa Bjarnfríður Pét- ursdóttir, f. 29.8. 1917, nú látin. Hún átti þrjár dætur. Maður hennar var Hjalti Benedikts- son. Hákon kvæntist 3. júlí 1954, eftirlifandi eiginkonu sinni, Stein- unni Helgu Ingimund- ardóttur, f. í Arnkötlu- dal 29.9. 1933. Foreldrar hennar voru María S. Helgadóttir, f. í Goðdal 15.4. 1890, d. 14.1. 1966, og Ingi- mundur Þ. Ingimund- arson, f. á Snæfjöllum 11.9. 1894, d. 30.5. 1976. Þau bjuggu lengst af á Hólmavík. Börn þeirra eru: 1) Ragnheiður bæjarfulltrúi Ísafirði, f. 18.3. 1954, maður Guðbjartur Ásgeirsson skip- stjóri, f. 10.6. 1949. Börn þeirra: a) Sigrún Helga nemi, sambýlismaður Snæþór Halldórsson fulltrúi, þeirra dóttir er Arndís Rán. b) Ásgeir Guðbjartur sjómaður. c) Hákon Oddur nemi. d) Jónína Guðbjörg nemi. e) Guðbjartur, látinn. f) Al- berta Gullveig og g) Jóhann Gunn- ar, bæði grunnskólanemar. 2) Ingi- mundur sölustjóri, f. 26.3. 1955, fyrrverandi eiginkona Sigrún Óla- dóttir bankafulltrúi, f. 28.12. 1955. Við fæðumst til að lifa og lifum til að deyja og hvert og eitt okkar leggur svo lífinu til það innihald sem við höf- um hæfni til og þekkingu. Við bætum við hvern dag minningum og gjörðum sem eru til þess fallnar að láta öðrum líða vel og búa í veginn fyrir næstu kynslóð. Þér, elskulegi faðir minn, var þetta svo einkar auðvelt og leikandi sökum þinna einstöku mannkosta. Kærleikur þinn, þolinmæði, elska og virðing fyrir lífinu, náttúrunni, mann- inum og dýrunum og hæfni til að miðla öðrum af þekkingu og kærleika verður seint þökkuð til fulls, heldur leiðarvísir til eftirbreytni í leit að fyllri lífsgildum. Nú er við kveðjumst um sinn vil ég þakka þér með orðum Stephans G., orðum sem eru um leið lýsandi fyrir ást þína til lands og þjóð- ar og minning um sönglag margra kvölda. Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, frænka eldfjalls og íshafs! sifji árfoss og hvers! dóttir langholts og lyngmós! sonur landvers og skers! Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd! Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín. Það er óskaland íslenskt, sem að yfir þú býr, aðeins blómgróin björgin, sérhver baldjökull hlýr, frænka eldfjalls og íshafs! sifji árfoss og hvers! dóttir langholts og lyngmó! sonur landvers og skers! (Stephan G. Stephansson.) Þakka þér fyrir samfylgdina, elsku pabbi minn, og guð geymi þig. Ragnheiður. Elsku afi hefur sofnað svefninum langa og björt stjarna hefur bæst við á himninum. Hann hvaddi okkur á björtum vetrardegi, eins og þeir ger- ast fallegastir. Hann var ákaflega hjartahlýr og góður maður sem naut mikillar virðingar okkar og þeirra sem hann þekktu og verður sárt sakn- að. Við erum rík af mörgum yndisleg- um minningum um afa sem við mun- um varðveita allt okkar líf. Kærleikur, ástúð, kímni, gleði, viska og söngur eru orð sem koma í huga okkar þegar við minnumst hans, það var alltaf gott að vera hjá afa og það er okkur mikils virði og við erum afar þakklát fyrir að hafa þekkt svo merkan mann. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl, flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má, öðru en þér. Sigrún Helga, Ásgeir Guð- bjartur, Hákon Oddur, Jónína Guðbjörg, Alberta Gullveig, Jóhann Gunnar. Hákon Salvarsson, bóndi í Reykj- arfirði við Ísafjarðardjúp, var hús- bóndi okkar bræðra á sjötta áratug síðustu aldar í samtals sex sumur. Í upphafi áratugarins var búskaparlag enn að miklu leyti með þeim hætti sem tíðkast hafði um aldir, heyskapur með orfi, ljá og hrífu og hesturinn þarfasti þjónninn. Heyjað var á engj- um og sofið í tjöldum við engjaslátt- inn. Kirkjuferðir voru kærkomin til- breyting frá amstri dagsins og var jafnan farið ríðandi á góðhestum til slíkra mannamóta, enda hafði akveg- ur þá ekki verið lagður um Inndjúp. Undir lok áratugarins hafði tæknin haldið innreið sína og dráttarvélin, með tilheyrandi tækjum, leyst hest- inn af hólmi sem „þarfasti þjónninn“. Hákon tók þessum breytingum fagn- andi enda hafði hann reynt þrældóm fyrra skeiðs á eigin skinni. Jafnframt sá hann í hendi sér að tæknivæðingin var forsenda aukinnar framleiðslu. Hákon hafði einstakt lag á að um- gangast okkur unglingana nánast sem jafninga, og gera störfin að sam- eiginlegum, áhugaverðum verkefnum sem nauðsynlegt, og jafnvel skemmti- legt, væri að sinna. Hann ræddi við okkur um heima og geima og hafði gaman af því að reyna á þekkingu okkar á ýmsum sviðum og einnig að fræða okkur um þjóðmál, náttúrufar og landbúnaðinn. Þegar sest var nið- ur til kaffidrykkju úti á túni á góðum degi við heyskap, var tíminn gjarnan nýttur til að ræða málin eða jafnvel til að setja upp gátukeppni um landslag. Við mjaltirnar söng hann gjarnan óp- eruaríur og sagði kýrnar mjólka bet- ur þannig. Dvölin í Reykjarfriði var því sér- lega ánægjuleg og var farið í sveitina strax að loknum skóla og ekki snúið aftur fyrr en í síðustu lög við upphaf næsta skólaárs. Kynni okkar þessi sumur af Hákoni og Steinunni hús- freyju og öðru heimilisfólki á bænum, hafa reynst okkur gott vegarnesti. Það var lærdómsríkt að kynnast sveitastörfunum við upphaf tækni- byltingarinnar um miðbik síðustu ald- ar. Það var þroskandi og gaman að takast á við hin ýmsu verkefni sem til féllu, og það var örvandi fyrir ung- linga að sjá að unnt var að leysa öll þessi verk af hendi með bros á vör. HÁKON SALVARSSON ✝ Hörður Her-móðsson fæddist á Kolmúla við Reyð- arfjörð 27. ágúst 1926. Hann lézt á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 20. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Bjarnadóttir frá Hall- bjarnarstöðum í Skriðdal, f. 23. júní 1900, d. 12. sept. 1967 og Hermóður Guðna- son frá Veturhúsum í Hamarsdal, f. 2 ágúst 1880, d. 24. apríl 1954. Þau hjón voru þá búandi á Kolmúla við Reyð- arfjörð, en lengst bjuggu þau á Hólmum og Framnesi í Reyðarfirði. Systkini Harðar eru: Herdís, f. 1922, látin, Haukur, f. 1924, látinn, Helga, f. 1925, Hrefna, f. 1927, dó ung, Héðinn, f. 1928, Hulda Mar- grét, f. 1930, Hróar, f. 1932, látinn, Hringur, f. 1934, Halla, f. 1935, lát- in, Hermann, f. 1938, látinn, og arsson og eiga þau soninn Fannar Leó. Börn þeirra búa öll í Reykja- vík. Fyrir hjónaband eignaðist Hörður soninn Magnús Þór, f. 11. júlí 1945, en hann er látinn, móðir hans var Jóna Sólveig Magnúsdótt- ir frá Eskifirði sem er látin. Sonur Magnúsar er Magnús Þór, kona hans er Elín Einarsdóttir og börn þeirra: Jóna Sólveig, Einar Freyr, Snorri Björgvin og Jóhann Bragi. Hörður byrjaði ungur að vinna m.a. hjá setuliðinu og í skipavinnu, hann var sýningarstjóri í kvik- myndahúsi Georgs Magnússonar á Reyðarfirði, vann hjá mági sínum við Bakaríið á Eskifirði í nokkur ár, stundaði sjó af og til í gegnum árin sem háseti en oftast kokkur. Hann sá um Efnalaug KHB á Reyðarfirði um nokkurra ára skeið frá stofnun hennar. Hörður var um árabil í eig- in vörubílarekstri og um 1963 hóf hann rekstur leigubifreiðar, með- fram akstrinum var hann húsvörð- ur í Félagslundi og sá um ræstingar grunnskólans. Lengst var hann þó samfellt vélavörður hjá Frystihúsi KHB. Stundaði síðan ýmis tíma- bundin störf s.s. akstur það sem eft- ir var starfsævinnar. Hörður verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hrefna, f. 1940. Hörður kvæntist 27. ágúst 1955 Sigrúnu St. Jónsdóttur, f. 9. júlí 1935, ættaðri af Beru- fjarðarströnd og stofn- uðu þau heimili sitt á Reyðarfirði og bjuggu þar upp frá því. For- eldrar Sigrúnar voru Sigurborg Jónsdóttir frá Kambseli í Álfta- firði og Jón Stefánsson frá Núpshjáleigu í Berufirði. Þau Hörður og Sigrún eignuðust þrjú börn, þau eru: Herbert, bifvélavirki og innkaupa- stjóri hjá Vegagerð ríkisins, f. 7. feb. 1956, var í sambúð með Helgu Björk Helgadóttur og eru synir þeirra Hörður Arinbjörn Seljan og Hannes Rúnar. Steinar, sjómaður og smiður, f. 12. feb.1958, var í sam- búð með Kristínu Sverrisdóttur og eru dætur þeirra Elfa og Hjördís. Elfa, lyfjatæknir, f. 19. sept. 1964, maður hennar er Örvar Þór Ein- Elsku Hörður, nú ertu dáinn; það er sama hversu oft maður segir þetta við sjálfan sig, það er alltaf jafn óraunverulegt. Ekkert okkar var tilbúið að takast á við það að missa þig og þó að við vissum að til þessa hlyti að koma á endanum vildum við svo gjarnan fá að hafa þig aðeins lengur. Það var nær okkur að vera að plana næsta sumarfrí en að eiga von á að þú kveddir jafn snögglega og þú gerðir. Þú og hún Sigrún þín hafið verið fastur punktur í tilveru okkar fjölskyldu og það hefur ekki liðið það sumar síðustu 25 ár að við höfum ekki átt með ykkur einhverja daga í okkar fríum. Það hafa ekki síst verið þið sem hafið hvatt til þess að við hitt- umst og það hefur verið okkur mjög að skapi. Mörgum jólum, páskum og sumarfríum höfum við eytt saman og öll þessi skipti skilja eftir minningar sem við getum yljað okkur við. Við náðum að fara og skoða Vest- firðina í sumar, en þar voru einmitt öll börnin þín samankomin. Það hafði lengi verið draumur þinn að ferðast þar. Einmitt um það leyti sem þú kvaddir þennan heim voruð þið Sig- rún að plana að fá ykkur stærri bíl, þannig að þið hefðuð tök á að hafa þægilegan útilegubúnað í eftirdragi með okkur í sumar og geta tekið nýja fjölskyldumeðliminn, tíkina Snerpu, með, því einhvern veginn var ekkert sumar ef ekki var eitthvað farið í ferðalag eða í sumarbústað og síðan slappað af á Mánagötunni. Í húsinu þínu við Mánagötu leið þér alltaf best, en best fannst þér þó ef einhver þér nákominn kom að heimsækja þig og það virtist ein- hvern veginn alltaf vera ykkur Sig- rúnu efst í huga að vera vel í stakk búin til að taka á móti gestum og það fundu allir sem ykkur sóttu heim. Í síbreytilegum og sjálfselskum heimi er gott að vita til þess að enn er til fólk eins og þið Sigrún, sem oftar en ekki hugsuðuð fyrst um aðra áður en kom að ykkur sjálfum og af þeim sökum þótti fólki gott að koma til ykkar. Við fjölskyldan þökkum þér allar góðar samverustundir, og það að þú skulir hafa verið þannig maður að þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera, eins og reyndar fyrir alla sem til þín leit- uðu. Við munum minnast alls þess góða sem í þér bjó og erum þess full- viss að nú ert þú að taka veðrið og hlusta á fréttirnar hjá Guði. Eftirfarandi vísukorn var þér afar hjartfólgið og með því kveðjum við þig: Vakna þú sem sefur og veittu þjáðum lið verndaðu blómið sem grær við þína hlið hlustaðu á regnið og heyrðu dropann falla himinninn er opinn og Drottinn er að kalla. (Höf. ók.) Örvar Þór Einarsson, Elfa Harðardóttir og Fannar Leó Örvarsson. Okkur langar að minnast afa okk- ar Harðar Hermóðssonar eða afa á Mánagötu 16 eins og okkur var tamt að segja. Kallið kom óvænt og eigum við því enn erfitt með að trúa því að afi sitji ekki við eldhúsborðið og leggi kapal eða dundi sér við krossgátur og heilsi glaðhlakkalega þegar gengið er í bæinn. Í æsku vorum við miklir heimagangar hjá afa og ömmu og má segja að varla hafi sá dagur liðið að við værum ekki eitthvað samvistum og þar var ekki í kot vísað, fyrst var hugað að því hvort kúturinn væri svangur og svo gripið í spil eða spjall- að um heima og geima. Afi var mjög verklaginn, segja má að allt hafi leikið í höndunum á hon- um og ekki síst þegar kom að vélum og tækjum ýmiss konar. Það kom sér því oft vel að geta leitað til hans með alls kyns vandamál, var hann m.a. lið- tækur hárskeri. Hann fylgdist vel með öllum nýjungum hvað varðaði tæki og tól enda innan fjölskyldunn- ar kallaður „sá takkaóði“. Á þessu græddum við óspart því afi var einn sá fyrsti sem fékk sér myndbands- tæki og gátum við þá aldeilis boðið fé- lögunum í bíó því ekkert þótti að því að heimilinu væri breytt í bíóhús enda afi gamall sýningarstjóri. Afi var mikill bílaáhugamaður og því minnsta mál að fá hann til að skutla sér hingað og þangað eins og t.d. með blaðburðinn. Ekki var heldur ónýtt þegar afi ákvað að ráðast í útgerð og maður gat fengið að fara í alvöru sjó- ferð. Á seinni árum þegar við fórum að vera meira í burtu voru ófáir rúnt- arnir þar sem við fengum að sjá allar breytingarnar á Reyðarfirði sér í lagi undanfarið ár þegar hann fór fram- kvæmdarrúntinn daglega til að fylgj- ast með öllum breytingunum og var ólatur að segja manni frá, því fátt var afa meira hugleikið en allur sá upp- gangur sem nú stendur yfir í sveitar- félaginu hans. Elsku afi, hafðu kæra þökk fyrir allar ánægjustundirnar og að vera ætíð til staðar þegar á þurfti að halda, þín verður sárt saknað. Hörður Seljan og Hannes Rúnar. Mig langar hér að minnast afa míns, hans Harðar Hermóðssonar. Afi var fyrir mér og fleirum besti afi í heimi. Það var ekki ósjaldan sem ég kom á Mánagötu 16, á sumrin eða í páskafríum og dvaldist hjá ömmu og afa. Afi var þolinmóður og var alltaf til í að sinna barnabörnunum sínum. Afi var sá sem kenndi mér að spila ólsen ólsen og kasínu, vorum við bæði mjög tapsár og var keppnisandinn því mik- ill. Þegar öll fjölskyldan sat inni í stofu og var að horfa á sjónvarpið, búin eft- ir daginn stukkum við afi undir sófa- borð og byrjuðum að banka og þá var farið með bolavísuna og var það há- punktur kvöldsins. Afi var frekar þrjóskur en góður maður og fékk ég alltaf að finna fyrir ást og hlýju frá honum og að ég skipti einhverju máli. Síðastliðið sumar fór öll stórfjöl- skyldan til Ísafjarðar í sumarbústað; amma, afi, börn og barnabörn og var hápunktur þeirrar ferðar er við fór- um í dagsferð á Rauðasand og afi kom með okkur barnabörnunum að vaða í sjónum á ströndinni. Elsku afi minn, þín verður sárt saknað, leitt hvað þú þurftir að fara fljótt. Ég mun ávallt minnast þín. Ég elska þig, afi minn, þín Elfa. HÖRÐUR HERMÓÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.