Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 25
ALLT Á ÚTSÖLU 50-70% afsláttur Erum að rýma fyrir nýjum vörum og allt á að seljast Verðdæmi: Herra-, dömu- og barnaskór 990 kr. Kringlan 8-12 sími 568 6211 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 25 FERÐALÖG Áfjórðu gráðu suðlægrarbreiddar, um eitt þúsundmílur fyrir austan Afríku,liggja 115 smáeyjar, sem einu nafni kallast Seychelleseyjar, á hafsvæði, sem er fjórum sinnum flat- armál Íslands. Hjónin Hjörtur Grét- arsson og Helga Jóhannesdóttir ákváðu í haust að nýta vetrarfrí skól- anna til ferðalaga. Þau sendu börnin fjögur til afa og ömmu fyrir vestan og flugu sjálf til Seychelleseyja. „Við vildum komast í sól og þegar við fór- um að skoða ferðamöguleika á þess- um árstíma komu Seychelleseyjar alls ekki illa út þrátt fyrir talsvert langan ferðatíma,“ segir Hjörtur í samtali við Ferðablaðið. Þau flugu til og frá áfangastað með millilendingu og þriggja tíma stoppi í London á báðum leggjum eftir að hafa fengið ferðaskrifstofur í Lund- únum til að gera þeim tilboð í átta daga ferðapakka frá Bretlandi. Við komuna tók á móti þeim dásamlegt veður, 25–30°C hiti og sól alla daga nema einn ásamt stöku skúrum enda eru eyjarnar skrýddar skógi frá fjöru til fjallstoppa. Sjórinn var sömuleiðis mun heitari en Íslend- ingar eiga að venjast á sólar- ströndum því hann fór í allt að 28°C og var þá orðinn of heitur fyrir kór- alinn. Helga og Hjörtur héldu til á 30 ára gömlu hóteli, Berjaya Beauvallon Bay Hotel, sem jafnframt er stærsta hótel eyjanna. Staðsetning þess reyndist góð, steinsnar frá bestu strönd Seychelleseyja, tiltölulega stutt frá höfuðborginni og stutt frá nokkrum öðrum hótelum og veit- ingastöðum. Hjörtur segir að gisti- möguleikar séu fjölmargir og sé pantað með þokkalegum fyrirvara megi fá hagstætt verð og mjög góða gistingu. Skoðunarferðirnar Hjónin fóru saman í þrjár skoð- unarferðir í ferðinni auk þess sem bóndinn segist hafa öðlast ótrúlega lífsreynslu í þremur ólíkum köf- unarleiðöngrum innan um litla og stóra fiska og annan sjávargróður. „Daginn eftir komuna leigðum við bílaleigubíl með bílstjóra og fórum um eyjuna Mahé, sem við dvöldum á. Ferðalag kringum eyjuna tekur rúma tvo tíma. Bílstjórinn okkar ók rólega, sagði frá því sem á vegi varð og sýndi það markverðasta, svo sem hótel, plöntur, ávaxtatré og góðar strendur. Jafnframt fengum við góða innsýn í lífið á eyjunum og lífsskil- yrði. Um miðjan dag var borðaður hádegismatur í fjallaveitingahúsi og voru þar á borðum ýmsir Seychelles- réttir, t.d. kreólafiskur og margskon- ar salöt úr mangói, vatnaeplum og brauðaldini. Rétt fyrir austan höfuðborgina Victoria er einn af þjóðgörðum eyja- skeggja, St. Anne Marin National Park. Hann samanstendur af fimm eyjum og miklu kóralrifi. Snorklað var í ferðinni sem var einstök upp- lifun þar sem mikið er af gullfiskum þarna og einnig rákumst við á skjald- böku, en risaskjaldbökur eru vinsæl- ar á eyjunum. Við sáum þær víða í görðum og þá sem gæludýr. Land var tekið á tveimur eyjum. Á þeirri fyrri, Cerf, tók á móti okkur franskur arkitekt, sem hafði erft stóran hluta af eyjunni og lifði þar nú sjálfsþurft- arbúskap. Hann fræddi okkur ferða- mennina af miklum eldmóð um nota- gildi ávaxta, sem þarna vaxa. Á hinni eyjunni, Moyenne, tók svo á móti okkur fyrrverandi breskur blaða- maður, Brendon Grimshaw, sem keypt hafði þessa 22 hektara eyju fyrir fjörutíu árum fyrir tíu þúsund pund. Síðan hefur eyjan verið hans heimili og hefur hann ásamt félaga sínum, Seychelleseyingnum Rene, lifað þarna í anda Robinson Krúsó og breytt eyjunni í paradís. Þeir hafa ræktað á eyjunni um 15 þúsund tré auk þess sem þarna búa um tvö þús- und fuglar og 120 risaskjaldbökur. Brendon hefur mikið yndi af gestum og tók hann vel á móti ferðamönnum. Á gafli húss hans mátti m.a. sjá Rot- ary-merkið og við Rótarýfélagarnir ræddum um Rótarýstarfið á Seyc- helleseyjum drykklanga stund og leysti hann mig út að lokum með Rót- arý-mætingakorti. Í þriðju skoðunarferðinni var stefnan sett á eyjarnar Praslin og La Digue. Ferðin var mjög ánægjuleg, en við mælum með að fólk ætli sér meira en daginn í slíka yfirreið svo að tíminn fari ekki bara í bið eftir rútum og bátum, líkt og okkur fannst við upplifa. Á Praslin, sem er með þjóð- garð á heimsminjaskrá UNESCO og er fræg fyrir regnskóg, vex stærsta villta kókoshneta í heimi, Coco-de- mer. La Digue er jafnframt afar fal- leg eyja, sem skartar fallegustu ströndum í heimi.“ Leðurblaka í aðalrétt Skemmtanalífið einskorðast nær ein- vörðungu við hótelin og svokölluð kreóla-matargerð er í hávegum höfð á eyjunum. „Maturinn er vel krydd- aður, þó ekki um of, og talsvert er notað af lauk í salöt. Fiskurinn er sérlega ljúffengur og á veit- ingastöðum var yfirleitt hægt að panta allan venjulegan vestrænan mat. Einu sinni pantaði ég mér þó leðurblöku í aðalrétt, sem reyndist spennandi upplifun þótt kjötið væri ósköp lítið á beinakássunni, sem að mér var rétt. Uppáhaldsveitinga- staðurinn okkar var aftur á móti Le Perle Noir eða Svarta perlan enda kom, þegar betur var að gáð, í ljós að við vorum ekki fyrstu Íslendingarnir sem þarna höfðu komið því á vegg glitti í gamlan íslenskan hundraðkall innan um seðla víðs vegar að úr heiminum.“ Blómlegur markaður er á eyjunum með gjaldeyri, sem mikill skortur er á, að sögn Hjartar. „Gjaldeyrisskort- urinn á sér ýmsar birtingarmyndir, m.a. þær að vöruúrval er mjög tak- markað og búðarhillur víða hálf- tómar. Eyjaskeggjar líða þrátt fyrir það ekki skort, heldur virðast þeir al- mennt vel haldnir og eru einstaklega elskulegir. Velferðarkerfið virðist einnig sjá um sína því allir fá ríflegan lífeyri og á landfyllingu við höf- uðborgina mátti sjá nýlega byggt leiguhúsnæði fyrir heimamenn og mun húsaleigan hafa verið háð tekjum íbúanna. Á átta dögum náðum við að skoða fimm eyjar af 110 og þó að við höfum það yfirleitt fyrir reglu að fara ekki oftar en einu sinni á hvern stað liggur það nokkuð ljóst fyrir að aftur þarf að blása til Seychelleseyjaferðar.“  SEYCHELLESEYJAR Þar sem risaskjald- bökur eru gæludýr Hjónin Helga Jóhann- esdóttir og Hjörtur Grétarsson þráðu sól og sumar að vetri og eftir að hafa vafrað um Netið í leit að kjörlendi urðu Seychelleseyjar fyrir valinu. Jóhanna Ingvarsdóttir hlustaði á ferðasöguna. Ferðaskrifstofa í London gerði til- boð í pakkann: www.justseychelles.com Hótelið á Seychelleseyjum: www.seychelles.net/berjaya Besti upplýsingavefurinn um eyj- arnar. www.seychelles.com Flugfélag. www.airseychelles.com Seychelleseyjar eru hundrað og tíu talsins og ferðalangarnir náðu að skoða fimm þeirra í ferðinni. Hér eru innfæddir að veiða í kvöldsólinni. Hjónin Hjörtur Grétarsson og Helga Jóhannesdóttir. join@mbl.is Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.