Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 21 MINNSTAÐUR LANDIÐ Strandir | „Ég var svo sem ekki sátt- ur þegar skólinn var lagður niður síðastliðið haust en sætti mig við það núna þar sem grundvöllurinn var brostinn,“ segir Torfi Halldórsson, bóndi á Broddadalsá II í Broddanes- hreppi, um þá óhjákvæmilegu ákvörðun að leggja niður skólahald í Broddanesskóla. Torfi segist mjög hlynntur svona litlum skólum og Broddanesskóli hafi haft sérstöðu að svo mörgu leyti. „Þetta var vel rekinn og mjög góður skóli sem hafði alltaf á að skipa af- bragðs kennaraliði og starfsfólki og ég held það hafi áhrif á ákvörðun barnafólks um að flytja hingað í hreppinn að hér er enginn skóli leng- ur. Það voru forréttindi að geta haft börnin nánast í einkaskóla þar sem hver og einn nemandi fékk afbragðs kennslu og athygli en þegar aðeins mín börn þrjú og þau sem fylgdu skólastjóranum voru eftir þá er að taka því að breytinga sé þörf,“ segir Torfi. „Undir það síðasta var maður far- inn að finnast maður vera ölmusu- maður á sveitinni og allt sem snéri að börnunum var skorið niður eins og til dæmis dans og skólaferðalög og rök- in voru þau að ekki væri hægt að styrkja eina fjölskyldu en börnin áttu sinn rétt þó þau væru fá.“ Börnin á Broddadalsá sækja nú skóla á Hólmavík og eru að sögn Torfa mjög sátt við það þar sem þau hafa eignast félaga og hann segir margt í boði utan skólatíma eins og félagslíf, boltaíþróttir og afmæli sem þau taki þátt í. Torfi tók við skóla- akstri í hreppnum síðastliðið haust og þarf yfirleitt að fara þrjár ferðir á dag og stundum fleiri. Löng dagleið á vondum vegum „Að mínu mati er þetta nokkuð löng dagleið fyrir ung börn að aka til og frá skóla um 80 km. Það eru til ágætis reglur um það hvernig haga á flutningum á sauðfé en engar reglur um það hvernig flytja má börn. Grunnskólinn á Hólmavík er fyrir- myndarskóli og nú hefur verið tekið í notkun bæði íþróttahús og sundlaug á staðnum sem hefur mikil og góð áhrif.“ Torfi telur vegina á Ströndum vera með þeim verstu á landinu. „Vegirnir hér í Strandasýslu eru náttúrulega kapítuli út af fyrir sig og við erum langt á eftir öðrum lands- hlutum í vegamálum. Ef við ætlum að fá fólk til að setjast hér að þá eru vegirnir eitt af forgangsatriðum. Þó ýmislegt hafi breyst til batnaðar í vegamálum eins og til dæmis á þeirri leið sem ég ek daglega með börnin í skólann þá má gera miklu betur og nauðsynlegt er að bæta veginn frá Brú til Hólmavíkur. Hætt er við að ef áhersla verður lögð á veg um Arn- kötludal verði fjármagn til vegabóta hér á þessu svæði skorið niður,“ seg- ir Torfi. „Þjónusta hefur þó batnað á öðr- um sviðum eins og að nú fáum við póst daglega og snjómokstur er sex daga vikunnar ef þörf krefur. En það er langt að sækja í verslun eftir að Kaupfélag Bitrufjarðar hætti starf- semi síðastliðið haust og nú þarf fólk í Bitru að fara um 60 kílómetra hvora leið í verslun en að sjálfsögðu er það ein afleiðing af fólksfækkun hér í sýslunni. Ég fer þó ekki ótilneyddur í burtu héðan. Strandir eru með bestu sauðfjárræktarsvæðum á landinu og það eru mikil forréttindi að fá að ala börnin sín upp í sveit, frjáls, í tengslum við náttúruna og dýrin.“ Torfi segist þó gera sér grein fyrir því að vel menntað fólk setjist ekki að í sveitum. „Það fer hvorki í fisk- vinnslu né sauðfjárrækt heldur í vel launuð störf á Reykjavíkursvæðinu. Ég held þó að kaupstaðabúar séu ekkert ánægðari en við landsbyggð- arfólk þrátt fyrir alla tilbreytinguna og utanlandsferðirnar,“ segir Torfi. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Strandamenn Fjölskyldan á Broddadalsá II, Steinunn Guðbjörg (t.v.), Torfi Halldórsson, Halldór Viðar, Unnur Þorgrímsdóttir og Hafþór. Forréttindi að ala upp börn á Ströndum Siglufjörður | Samtökin 60+ hafa verið stofnuð á Siglufirði en þau eru fyrir Samfylkingarfélaga, 60 ára og eldri. Formaður var kjörinn Sveinn Björnsson en aðrir að- almenn í stjórn eru Sjöfn Stein- grímsdóttir og Sveinn Þor- steinsson. Varamenn í stjórn voru kjörnar Guðný Friðfinnsdóttir og Guðný Pálsdóttir sem jafnframt er bæjarfulltrúi Siglufjarðarlistans og forseti bæjarstjórnar. Kristján L. Möller alþingismaður stýrði fundi og stjórnarkjöri en formaður Sam- fylkingarinnar, Össur Skarphéð- insson, ávarpaði fundarmenn. Að loknum stofnfundi Siglufjarð- ardeildar 60+ hófst almennur stjórnmálafundur þar sem Össur og Kristján fluttu ávörp og svöruðu fjölmörgum fyrirspurnum. 60+ á Sigló „Í fjörlegri frásögn sinni tekst Auði að draga einkenni þessa tvískinnungs upp á yfirborðið í texta sem er allt í senn; tragískur og fyndinn, umburðarlyndur og dómharður, hlýr og kaldranalegur ... afar áhrifarík.“ Fríða Björk Ingvarsdóttir, Mbl. „Fólkið í kjallaranum er margslungin skáldsaga sem greip mig svo fast og snerti mig svo sterkt að ég hreinlega táraðist á stundum.“ Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is „Höfundur kann sannarlega að segja sögu.“ Soffía Bjarnadóttir, Rúv edda.is Til hamingju Auður! Auður Jónsdóttir „Makalaus bók, við höfum eignast dúndurhöfund ... Frábærlega hugsuð og yndislega stíluð.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Stöð 2 „Besta bók Auðar.“ Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósið Tilboðsverð 2.690 kr. 2004 Fullt verð 4.490 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.