Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það ber öllum saman um að þú sért stórkostlegur í hlutverki Stúfs litla en passar engan veginn í hlutverk forsætisráðherra, Össi minn. Í smíðum eru siðareglurfyrir útfararstofur.Að þeirri vinnu koma m.a. dóms- og kirkjumála- ráðuneytið og Biskups- stofa. Í gildi eru ýmis lög og reglur sem ná til útfara og útfararþjónustu og í reglugerð um útfararþjón- ustu (232/1995) er m.a. kveðið á um að útfarar- stofnanir skuli í störfum sínum hafa til hliðsjónar siðareglur sem gilda fyrir útfararstofnanir í Evrópu. Það er því ekki rétt að eng- ar reglur séu til um þessi mál, segir Kristján Valur Ingólfsson hjá Biskups- stofu líkt og Hálfdán Hálfdánar- son, framkvæmdastjóri líkkistu- vinnustofunnar Fjölsmíðar, hélt fram í Morgunblaðinu í gær. Þó sé ástæða til að laga evrópsku regl- urnar að íslensku samfélagi. „Í ljós hefur komið að það þurfa að vera nánari reglur um útfarir og allt sem að þeim lýtur,“ segir Kristján Valur um tilefni gerðar siðareglna. Forvinna við reglusmíðina er af- staðin og vænta má að skipuð verði nefnd á næstunni sem fara mun yf- ir málið og semja drög að reglu- gerð. Kristján Valur segir að vinna við reglugerðina sé þríþætt; í fyrsta lagi sé þörf á að endurskoða reglur ráðuneytisins um útfararþjónustu og leyfi til hennar, þá sé nauðsyn- legt að smíða innri siðareglur fyrir útfararstofur og í þriðja lagi fyrir aðra aðila sem koma að andláti, t.d. sjúkraflutningamenn, kirkjugarða og presta. Best færi á að þessi vinna yrði unnin samhliða. Kristján Valur bendir á að engin landssamtök útfararstofa séu til hér á landi eins og tíðkast hjá öll- um hinum Norðurlandaþjóðunum og víðar. Úr því sé brýnt að bæta og taka þurfi til umfjöllunar sam- hliða gerð siðareglna. Evrópuráðið hefur komið til leiða mjög miklum breytingum á samræmdum reglum er lúta að út- fararþjónustu, t.d. hvað varðar reglur um flutning á líkum og ösku milli landa. Ekki eru reglur um slíkt í opinberum lögum hér á landi. Þetta þyrfti tvímælalaust að mati Kristján Vals að taka til skoð- unar. Útfararstjórar kunni skil á mismunandi venjum Í gildandi reglugerð um útfar- arþjónustu sem samþykkt var árið 1994 segir að útfararþjónustu megi þeir einir reka sem hafa til þess leyfi dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins. Kemur fram að út- fararstjórar skuli kunna skil á mis- munandi venjum og hefðum er ríkja samkvæmt helstu trúar- brögðum heims að því er varðar frágang líks og annan undirbúning og framkvæmd varðandi greftrun og kveðjuathöfn. Einnig segir að forstöðumaður útfararþjónustu skuli við leyfisveitingu undirrita trúmælskuheit um að þjónustan verði rækt af tillitssemi, virðingu og umhyggju. Starfsmenn skuli undirrita þagnarheit, þar sem þeir heita því að skýra ekki óviðkom- andi frá því sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara. Þagn- arskylda þessi og ábyrgð hennar helst, þótt þessir starfsmenn láti af störfum. Þá kemur fram í reglugerðinni að þess skuli gætt í útfararþjón- ustu að starfið sé innt af hendi af alúð, með háttvísi og að það sam- ræmist góðum viðskiptaháttum. Skulu auglýsingar um starfsemina vera látlausar þar sem viðskipta- vinum sé gerð grein fyrir mismun- andi þjónustu sem boðin er. Hafa ber fast verð og skal gert ljóst hvað einstakir þættir þjónustunn- ar kosta. Hjalti Zophóníasson, skrifstofu- stjóri hjá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, segir að dæmi séu um að fólk kvarti til ráðuneytisins vegna þjónustu útfararstofa. Þær kvartanir séu þó yfirleitt ekki al- varlegar. En er þörf á auknu eft- irliti með útfararstofum? „Það er eitt af því sem verður skoðað, hvort ástæða sé til að setja upp sérstaka nefnd til að hafa eft- irlit [með þjónustunni].“ Hann bendir á að eftirlit sé nú í höndum kirkjumálaráðuneytis. Fái ráðu- neytið ábendingar og kvartanir sé þeim fylgt eftir. Auglýsingar og líksnyrting Hjalti segir að við reglugerðar- smíðina sé t.d. horft til þess hvern- ig útfararstofur auglýsa þjónustu sína, hvernig umgengni í kringum lík skuli háttað sem og líksnyrt- ingu og fleiri atriðum. „Megininn- takið í þessu öllu er að gæta að virðingu þess sem er látinn,“ segir Kristján Valur. Við gerð íslensku reglnanna verður litið til reglna sem gilda í öðrum löndum, t.d. Danmörku. Þar eru reglurnar mjög ítarlegar og er m.a. tilgreint nákvæmlega hvernig á að bera sig að, t.d. þegar lík er sótt í heimahús. Slíkar innri reglur eru mun ná- kvæmari en ráðuneytið myndi setja til grundvallar leyfisveitingu, segir Kristján Valur. Útfararleyfi eru veitt til fimm ára í senn. Skv. lista ráðuneytisins höfðu 23 aðilar leyfi til að starf- rækja útfararþjónustu í árslok 2003. Er fjöldinn sá sami eða svip- aður nú. Fréttaskýring | Þjónusta útfararstofa fellur undir ýmis lög og reglur Siðareglur í smíðum Engar reglur um flutning á líkum og ösku milli landa í íslenskum lögum Auglýsingar útfararstofa fylgja ákveðnum reglum  Í evrópskum siðareglum útfar- arstofa kemur fram að útfar- arstofur mega ekki bjóða að- standendum látinna þjónustu sína beint, þótt þeim sé leyfilegt að auglýsa á látlausan hátt. Ekki er leyfilegt að auglýsa verð. Upp- lýsingar um allar útfararþjón- ustur í næsta nágrenni skulu vera aðgengilegar. Þetta þýðir að útfararstofur mega t.d. ekki hringja í ættingja þegar þeir sjá andlátstilkynningu í blöðunum og bjóða þjónustu sína. sunna@mbl.is ÞAÐ er ekki líklegt að epla- eða pylsuát íslenskra ökumanna muni koma þeim í koll ef það bitnar ekki á aksturslagi þeirra því umferðarlög banna ekki neyslu matar undir stýri. Sama gildir um tóbaksreyk- ingar og drykki svo lengi sem þeir eru óáfengir. Nýlegt dæmi um breska konu sem sektuð var um 60 pund fyrir að borða epli undir stýri hlýtur að telj- ast fáheyrt og samkvæmt íslenskum lögum er ólíklegt að ökumenn lendi í öðru eins. Og þó. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík geta lögreglumenn haft ástæðu til að stöðva ökumenn ef þeir þykja ekki stjórna ökutæki sínu af því öryggi sem til er ætlast af þeim í lögum. Ef þeir eru svo upp- teknir af því að borða eða drekka að það skerðir stjórn þeirra á ökutæk- inu gætu þeir átt von á tiltali. Þetta er matsaðriði lögreglumanna hverju sinni en eftir stendur að matar- neysla undir stýri er ekki bönnuð sem slík. Allt öðru máli gegnir hins vegar um farsímanotkun án hand- frjáls búnaðar, sem er skilyrðislaust bönnuð. Reykingar og át ekki bönnuð undir stýri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.