Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27
Ínútímamáli ber nokkuð á þvíað notkun afturbeygða for-nafnsins sig (þf.), sér (þgf.),sín (ef.) og afturbeygða
eignarfornafnsins sinn (kk.et.), sín
(kvk.et.), sitt (hk.et.) sé á reiki. Ís-
lendingar hafa fram til þessa verið
býsna sammála um notkun þessara
fornafna og það hefur ekki vafist
fyrir þeim að nota þau að því er
virðist í sátt og samlyndi. Umsjón-
armaður játar fúslega að hann
treystir sér ekki til að gera í
skömmu máli grein fyrir öllum
þeim reglum sem gilda um þessi at-
riði. Meginreglurnar eru þó það
skýrar og einfaldar að það ætti að
vera hægt að drepa á þær helstu og
tefla fram einföldum dæmum til
skýringar. Til að koma í veg fyrir
misskilning er rétt að taka það
fram að með ‘reglum’ er átt við
málnotkun eins og hún kemur fram
í traustum notkunardæmum og
með ‘reglunum’ er leitast við að
sýna hvernig notkun afturbeygðra
fornafna hefur verið háttað fram til
þessa.
(1) Skilyrði þess að afturbeygt
eignarfornafn sé notað er að frum-
lag(/andlag) og eigandi sé sami
maður, t.d.: Hún seldi bílinn sinn
(‘sinn eigin bíl’); Hún seldi bílinn
hennar (‘bíl annarrar’); ég sendi
honum (Kalla) peningana sína
(Kalla); hún (Gunna) sendi honum
(Kalla) bókina sína (Gunnu eða
Kalla (samhengi sker úr)).
(2) Afturbeyging er oftast notuð
innan setninga, eins og í dæmunum
í (1) en einnig á milli aðalsetninga
og fallsetninga (setninga sem
tengdar eru með skýringarteng-
ingunni að (að-setningar) eða
spurnarsetninga (hv-setningar)). –
Það er einmitt hér sem nokkurrar
óvissu gætir um málnotkun í nú-
tímamáli. Til einföldunar má setja
fram tvær þumalputtareglur:
(2a) Ef viðtengingarháttur er í
fallsetningu er notuð afturbeyging,
t.d.: Hún vonar að bróðir sinn [ekki
hennar] komi; hún sagði að sér
[ekki henni] fyndist þetta ekkert
sniðugt; hún vissi ekki hvort sér
[ekki henni] yrði boðið; hann vissi
ekki hvort sín [ekki hennar] yrði
saknað; Hann sagði að boð Viggós
hefði komið sér á óvart [ekki hon-
um (30. 11. 04)].— Innan hornklofa
er sýnd málnotkun sem samræmist
ekki málvenju.
(2b) Ef framsöguháttur er í fall-
setningu er notað persónufornafn:
Hún veit að bróðir hennar [ekki
sinn] kemur (‘hennar eigin bróðir
eða bróðir einhverrar annarrar);
hún vissi ekki hvort henni [ekki
sér] var boðið; hann vissi að hans
[ekki sín] var saknað; hann veit að
vel verður tekið á móti honum [ekki
sér (Mbl. 28. 9. 04)] og öðrum sem
banka upp á
með söfn-
unarbauka
Rauða krossins.
– Orðmyndirnar
innan hornklofa
samræmast
ekki málvenju.
(3) Aft-
urbeyging er
aldrei notuð á
milli aðalsetn-
ingar og atviks-
setningar eða
samanburð-
arliðar: Strák-
urinn er alveg
eins og pabbi
hans [ekki sinn]; stelpan er alveg
eins og móðir hennar [ekki sín];
hann var talinn besti maður liðsins,
þrátt fyrir að vera þremur árum
yngri en félagar hans [ekki sínir];
Clinton var hærri (vexti) en keppi-
nautar hans [ekki sínir] (2.11.04) .
(4) Afturbeyging er aldrei notuð
innan nafnliðar: Rauðhetta og
amma hennar [ekki sín] borðuðu
kökur og K. ítrekaði að kennarar
og viðsemjendur þeirra [ekki sínir
(18. 10. 04)] yrðu að leysa deiluna.
Það þarf alls enga mál-
fræðikunnáttu til að tileinka sér
reglur 1–4 og ekki þurfa menn
heldur að kunna skil á hugtökunum
frumlag/andlag eða afturbeyging
og þaðan af síður að vita nokkuð
um vísun innan setningar eða á
milli setninga. – Vitaskuld hafa for-
feður okkar komist vel af án þess
að bera nokkurt skyn á þessi hug-
tök en afturbeygingu notuðu þeir
samt með kerfisbundnum hætti.
Umsjónarmaður telur að það séu
einkum tvö merkingarfræðileg at-
riði sem skipta hér máli. Annars
vegar er nauðsynlegt að gera sér
grein fyrir því hvort um ‘sömu
manneskju’ er að ræða eða ekki,
sbr. (1), og hins vegar felur við-
tengingarháttur oft í sér vafa (2a)
en hvorugt atriðanna ætti að þurfa
að vefjast fyrir þeim sem eru mælt-
ir á íslenska tungu.
Flest þeirra dæma sem tilgreind
eru undir reglum 1–4 eru fengin úr
fjölmiðlum og trúir umsjón-
armaður því fastlega að flestir les-
endur séu því sammála að mat
hans er rétt.
Úr handraðanum
Í fornu máli er sögnin sjóða kunn
í merkingunni ‘íhuga e-ð, hugsa
fast um e-ð’ og vísar líkingin til
matseldar. Augljós merking-
artengsl eru á milli þess að langan
tíma getur tekið að sjóða e-ð og
þess að íhuga e-ð lengi. Fallegt
dæmi úr fornu máli sýnir vanga-
veltur í þessa veru: Því að það sjóð-
um vér er vér velkjum lengi í hug-
skoti voru, því að það er almæli að
menn sjóði þau ráð, er þeir hafa
lengi í hug sér.
Í nútímamáli mun vera algeng-
ast að nota sögnina melta (e-ð með
sér), t.d.: svo er um flest mál, að
menn þurfa að melta þau með sér
og Það [bréf] hef eg nú verið að
melta með mér þessa dagana. Fyr-
irmynd þess eða hliðstæðu er að
finna í Brennu-Njáls sögu: Und-
arlega er yður farið er þér vegið víg
þau, er yður rekur lítið til, en melt-
ið slíkt og sjóðið fyrir yður, svo að
ekki verður af.
Svipuð merkingartengsl er að
finna í ýmsum öðrum orða-
samböndum, t.d. bræða e-ð með
sér (/fyrir sér): Hann er að bræða
með sér hvort hann á að gefa kost á
sér til framboðs og Eg er að bræða
með sjálfum mér uppástungu þína.
Í nútímamáli
mun vera al-
gengast að
nota sögnina
melta (e-ð með
sér), t.d.: svo
er um flest mál,
að menn þurfa
að melta þau
með sér og Það
[bréf] hef eg nú
verið að melta
með mér þessa
dagana.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson – 44. þáttur
MEÐ nýrri tækni og framförum í
læknavísindum vakna siðferðilegar
spurningar. Þingsályktunartillaga
Jóhönnu Sigurð-
ardóttur alþingismanns
o.fl. um skipan nefndar,
sem geri úttekt á kost-
um þess og göllum út
frá læknisfræðilegu,
siðfræðilegu og trúar-
legu sjónarmiði að
heimila nýtingu stofn-
frumna úr fósturvísum
manna til rannsókna og
lækninga á alvarlegum
sjúkdómum, vísar á nú-
tímaleg vinnubrögð við
endurskoðun laga á
þessum vettvangi.
Þegar maðurinn nálgast það að
ráðskast með lífið sjálft; getnaðinn,
fæðinguna og leiðir til að yfirvinna
sjúkdóma og dauðann vakna alvar-
legar og flóknar siðferðilegar spurn-
ingar um hvort og hver takmörk
skuli sett á slíkar mögulegar ráðstaf-
anir. Stærsta verkefni slíkrar nefnd-
ar yrði að taka afstöðu til þess hversu
langt skynsamlegt og ásættanlegt er
að ganga í slíkum rannsóknum og
hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla.
Spurningar sem vakna varða m.a.
réttmæti slíkra rannsókna, þekkingu
á mögulegum eftirsóknarverðum og
óæskilegum afleiðingum rannsókna
af þessum toga, eiðinn Skaða ei, gjör
engum ógagn, samhjálp
og góðgjörðir gagnvart
sjúklingum, sjálfs-
ákvörðunarrétt ein-
staklinga, hvort rann-
sóknatæknin sé
nægilega þróuð að svo
stöddu o.s.frv.
Nefnd sem þessi gæti
mælt með lagabreyt-
ingum í niðurstöðum
sínum og yrði þá í ráð-
gefandi hlutverki gagn-
vart löggjafarvaldinu í
þeim efnum. Þekking á
lögum, löggjöf annarra
þjóða, alþjóðasamningum og yfirlýs-
ingum hlýtur að vera nauðsynleg í
slíkum sérfræðingahópi. Ef mælt
yrði með rýmkun á núgildandi lögum
þyrfti jafnframt að huga að ýmsum
mikilvægum réttindamálum því sam-
fara. Lögfræðileg sjónarmið hefðu
því þýðingu ásamt með þeim sem til-
greind eru í tillögunni.
Það er með öllu óvíst hvort mögu-
legt sé að tryggja ábyrgar rann-
sóknir í framtíðinni en löggjöfin
skiptir máli.
Löggjöf um vísindarannsóknir
Það er tímabært að setja sérstaka og
vandaða löggjöf hér á landi um vís-
indarannsóknir á heilbrigðissviði.
Samkvæmt nýrri samanburð-
arkönnun á frammistöðu ríkja á Evr-
ópska efnahagssvæðinu á sviði rann-
sókna og nýsköpunar skipar Ísland
sér í fremstu röð í þeim efnum.
Ákvæði eru dreifð og fábrotin um vís-
indarannsóknir í íslenskum lögum og
um veigamikil atriði gilda reglugerð-
arákvæði. Um hlutverk og starfsemi
Vísindasiðanefndar er fjallað í reglu-
gerð nr. 552/1999 sem sett er með
stoð í lokaákvæði laga um réttindi
sjúklinga nr. 74/1997. Hún og siða-
nefndir Landspítala – háskólasjúkra-
húss og Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri meta áætlanir um vísinda-
rannsóknir og tryggja að engin vís-
indaleg og/eða siðfræðileg sjónarmið
mæli gegn framkvæmd þeirra. Ber
þeim skylda til að fylgjast með fram-
gangi rannsókna, þær geta krafist af-
hendingar áfangaskýrslna og nið-
urstaðna og afturkallað samþykki sitt
að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Heimilt er að kæra niðurstöðu siða-
nefnda sjúkrahúsanna til Vís-
indasiðanefndar, komi upp ágrein-
ingur. Í greindri reglugerð segir svo
m.a. að starfsreglur Vísindasiða-
nefndar skuli vera í samræmi við ráð-
leggingar ráðherranefndar Evr-
ópuráðsins til aðildarríkjanna,
Helsinki-yfirlýsingu Alþjóðafélags
lækna: Ráðleggingar til leiðbeiningar
fyrir lækna um læknisfræðilegar vís-
indarannsóknir á mönnum og alþjóð-
legum siðfræðilegum ráðleggingum
um læknisfræðilegar vísindarann-
sóknir á mönnum eins og það er orð-
að. Þá er þar að finna heimild til
handa heilbrigðisráðherra til að setja
nánari reglur um mat á sértækum
rannsóknum, svo sem erfðarann-
sóknum. Sérstakar reglur eru í lög-
um um gagnagrunn á heilbrigðissviði
um rannsóknir rekstrarleyfishafa.
Árið 1984 kom út skýrsla í Dan-
mörku um framþróunina í læknavís-
indunum sem bar heitið Fremsk-
ridtets Pris eða Fórnir færðar fyrir
framfarir í lauslegri þýðingu, sem á
vel við þekkingarleitina í læknavís-
indum. Voru skýrslur um líftækni og
siðfræði víða gefnar út á sama tíma.
Danir settu lög um Siðfræðiráðið
(Det Etiske Rad) 1987 eftir margra
ára umræður og sérstök lög 1992 um
siðanefndir og vísindarannsóknir. Ár-
mann Snævarr, fyrrv. hæstarétt-
ardómari og prófessor, vann drög að
lagafrumvarpi um rannsóknir á sviði
líffræði og læknisfræði fyrir Lækna-
félag Íslands árið 1996. Hvatti félagið
síðan til þess að sett yrði löggjöf um
Vísindasiðanefnd, en frá 1987 starf-
aði slík nefnd á vegum félagsins og
átti engan sinn líka. Lög um réttindi
sjúklinga voru sett 1997 og fyrr-
greind reglugerð, en tillagan um sér-
staka löggjöf um vísindarannsóknir
náði ekki fram að ganga.
Löggjöf um vísindarannsóknir
þarf að vera framsækin og á sama
tíma ábyrg. Vafasamt er að pólitískur
vilji sé fyrir því að setja rann-
sóknafrelsi vísindamanna skorður á
kostnað mögulegra framfara. Hafa
þarf ákveðnar reglur í heiðri og þær
reglur þurfa að vera augljósar og
skýrar eftir því sem hægt er. Um
hlutverk siðanefnda, hvaða rann-
sóknir eru heimilar, skilyrði leyf-
isveitinga og meginreglur um fram-
kvæmd rannsókna, eftirlit, viðurlög
o.fl. Það hlýtur að vera metnaðarmál
að búa vísindastarfi hér á landi laga-
umhverfi eins og því er best komið
hjá þeim þjóðum sem við berum okk-
ur saman við.
Vísindastarf og löggjöf
Ásdís J. Rafnar fjallar um
lagaumhverfi vísindastarfs ’Það er tímabært aðsetja sérstaka og vand-
aða löggjöf hér á landi
um vísindarannsóknir á
heilbrigðissviði. ‘
Ásdís J. Rafnar
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
BIBLÍUFÉLAGIÐ ætlar áfram að
styðja við bakið á þýðingarstarfinu í
Konsó og Bórana héruðum í Eþíóp-
íu. Þetta er skuldbinding af hálfu fé-
lagsins sem þýðir að félagið mun á
hverju ári efna til söfnunar vegna
þess starfs. Stjórn félagsins fannst
mikilvægt að félagið héldi áfram
stuðningi sínum við þýðingu Bibl-
íunnar yfir á mál þessara tveggja
þjóðflokka. Íslendingar hafa komið
að þessu þýðingarstarfi bæði beint
og óbeint. Í Bórana hefur Haraldur
Ólafsson kristniboði verið einn að-
alhvatamaður að þýðingunni og unn-
ið við hana. Og í Konsó hafa íslenskir
kristniboðar verið starfandi í 50 ár.
Í Konsó kom Nýja testamentið út
fyrir tveimur árum og þá strax var
ljóst að söfnuðurinn vildi ekki láta
staðnæmast við það eitt. Það skiptir
fólkið miklu máli að eiga alla Biblí-
una á sínu eigin tungumáli. „Því þá
er eins og Guð tali til manns beint,“
er haft eftir einum Konsómanni þeg-
ar hann keypti Nýja testamentið.
Eigi boðskapur Biblíunnar að ná til
allra þarf hún að vera á máli sem fólk
skilur.
Áður voru það aðeins kristniboð-
arnir sem höfðu sína Biblíu og þýddu
þeir beint upp úr henni í guðsþjón-
ustum. Fólkið lærði af þessu hvað
fólst í kristinni trú og hvað Guð vildi
að gert væri til að öðlast þá trú. Sín á
milli vitnaði söfnuðurinn í hina ýmsu
kristniboða sem sagt höfðu þetta eða
hitt um hvað það þýddi að vera krist-
inn. En nú þegar söfnuðurinn hefur
beinan aðgang að Nýja testamentinu
er vitnað beint í orð þess.
En ekki er nóg að eignast Biblíuna
á sínu tungumáli ef fólkið kann ekki
að lesa. Og enn er langt frá því að all-
ir kunni að lesa. Því er skipulögð
lestrarkennsla í þorpum og bæjum
samhliða þýðingarstarfinu. Þannig
mun þýðing Biblíunnar hafa víðtæk
áhrif til menntunar fólksins.
Líta má á þá þróun sem nú er að
hefjast í Konsó og Bórana sem hlið-
stæðu við þróunina sem hófst hér á
Íslandi fyrir rúmlega 400 árum þeg-
ar Biblían var fyrst þýdd á íslensku.
Söfnunarreikningur nr. 0101-26-
3555
JÓN PÁLSSON, framkvæmdastj.
Hins íslenska Biblíufélags.
Biblíudagurinn 2005 –
söfnun Hins íslenska
Biblíufélags
Frá Jóni Pálssyni:
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.