Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðríður Frið-geirsdóttir fædd- ist í Árbæ á Stöðv- arfirði 10. júní 1937. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 21. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elsa Jóna Sveinsdóttir, f. 7.8. 1912, d. 20.12. 1978, og Friðgeir Þor- steinsson, f. 15.2. 1910, d. 31.5. 1999. Systkini Guðríðar eru: Guðjón, f. 13.6. 1929, d. 13.9. 1986, maki Ásdís Magnúsdóttir, f. 26.12. 1934; Örn, f. 24.4. 1931, maki Hallbera Ís- leifsdóttir, f. 13.5. 1934; Sveinn Víðir, f. 13.7. 1932, d. 6.9. 2004, maki Nanna Ingólfsdóttir, f. 12.8. 1934; Þórólfur, f. 4.2. 1935, maki Kristín Halldórsdóttir, f. 19.8. 1933; og Björn Reynir, f. 18.4. 1996, Rakel, f. 12.9. 2000, og Máni, f. 4.3. 2002. 3) Elsa Jóna, f. 13.9. 1970, sambýlismaður Agnar Ás- geirsson, f. 5.2. 1974. Dóttir Elsu Jónu er Steinunn Pála Guðmunds- dóttir, f. 1.5. 1987. 4) Hrefna, f. 22.7. 1972, sambýlismaður Sverrir R. Reynisson, f. 27.8. 1971. Synir þeirra eru Daði Fannar, f. 18.4. 1996, og Atli Geir, f. 19.1. 1998. Að loknu barnaskólanámi stundaði Guðríður nám við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað og að því loknu var hún aðalkenn- urum til aðstoðar. Á eftir komu ár sem hún vann ýmis störf. Þar má nefna skógrækt í Hallormsstað, afgreiðslustörf, kennslu og síðast en ekki síst var hún kokkur á síld- arvertíð bæði á Ljósafelli frá Fá- skrúðsfirði og Kambaröst frá Stöðvarfirði. Þá tók við barnaupp- eldi og húsmóðurstörf en þegar um hægðist og börn vaxin úr grasi aflaði hún sér réttinda við salt- fiskmat sem hún vann við um ára- bil ásamt annarri fiskvinnslu. Útför Guðríðar verður gerð frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður í kirkjugarðinum á Stöð í Stöðvarfirði. 1951, maki Ásta Gunnarsdóttir, f. 8.2. 1954. Hinn 24. desember 1964 gengu þau í hjónaband Guðríður og Björn Pálsson frá Sigtúni á Stöðvar- firði, f. 7.10. 1940. Foreldrar hans voru Páll Jóhannesson og Þorbjörg Magnúsdótt- ir. Sama ár fluttu þau í nýbyggt hús sitt sem þau kölluðu Naust og bjuggu þar alla tíð síðan. Börn þeirra eru: 1) Páll, f. 27.5. 1964, maki Jóhanna G. Sólmund- ardóttir, f. 26.4. 1965. Synir þeirra eru Björn Steinar, f. 9.5. 1985, og Andri Valur, f. 25.11. 1990. 2) Þor- steinn Mýrmann, f. 24.5. 1965, maki Jóhanna M. Agnarsdóttir, f. 11.9. 1970. Börn þeirra eru Leó Örn, f. 18.5. 1995, Dagur, f. 8.8. Ég var 17 ára og búin að vera 2 vik- ur á Stöðvarfirði þegar ég kynnist Palla, syni Guju og Bjössa í Nausti. Í byrjun fannst mér þau hrikalega ógn- vekjandi, Bjössi stór og mikill og Guja með dökka augnumgjörð og ráma rödd sem gerði hana stranga, en feimnin var nú fljót að renna af mér því betri fjölskyldu og tengdafor- eldra er örugglega erfitt að finna. Þegar fyrsta ömmu- og afabarnið, Björn Steinar, sonur okkar Palla fæddist, hafði sjaldan eða aldrei gerst þvílíkt kraftaverk en þau sem á eftir komu voru ekki minni kraftaverk því hvert og eitt þeirra fékk sérstakt pláss sem enginn annar átti. Á Stöðvarfirði er Bjössi þekktur sem mikill sögumaður en Guja var ekki verri þegar hún tók sig til. Skemmtilegast þótti henni að segja sögur um gamla daga og oft fannst henni við unga fólkið hafa það nokkuð gott miðað við þá. T.d. sagan af því þegar mamma hennar fór með hana 10 ára gamla með skipi til Reykjavík- ur vegna verkja í fæti og hver lækn- irinn af öðrum sagði að stelpan væri vælukjói og mamman væri móður- sjúk. En móðir hennar gafst ekki upp sem betur fer og þegar þær labba inn til Snorra Hallgrímssonar bæklunar- læknis segir hann strax: Ég veit hvað er að þessu barni, það er mjaðmas- kálin og þetta þarf að laga með skurð- aðgerð. Guja varð þakklát fyrir sjúk- dómsgreininguna því þá var mamma hennar ekki móðursjúk! Og sögurnar frá Hallormsstað og af ferðum sem farnar voru gangandi á milli byggð- arlaga til að fara á dansiball og mætt beint í síldarsöltun þegar heim var komið, eða minningarnar frá því að hún var hjá Guðjóni bróður sínum og hans fjölskyldu á Fáskrúðsfirði. Eitt af því sem Guja var dugleg að gera var að taka upp á segulband viðtöl og söng barna sinna auk þeirra sem komu í heimsókn og alltaf er jafn mikið hlegið þegar hlustað er á þenn- an flutning. Hún var líka vel lesin og því full af fróðleik, ef hún gat ekki svarað af öryggi leitaði hún sér upp- lýsinga svo rétt væri. Guja hræddist mjög að verða ósjálfbjarga og þegar hún greindist með krabbamein í lungum síðasta haust kom aldrei annað til greina en að berjast, hún var líka að jafna sig eftir mjaðmaskipti og ætlaði sko að vera tilbúin þegar fiskur kæmi í ána. En hjartað var ekki sterkt heldur, svo hræðslan varð að veruleika eftir blóðtappa hinn 15. desember síðast- liðinn. Fyrst um sinn var von um ein- hvern bata en um og eftir áramótin var ljóst að útlitið var ekki gott, bar- áttunni var lokið og Guja var tilbúin að kveðja. Stöðfirðingar minnast Guju með veiðistöngina inni í Ós, beitan yfirleitt maðkur og nokkrir tittir á bakkanum. Eldri Stöðfirðing- ar minnast Elsu móður hennar við sömu aðstæður, báðar voru þær fisknar með eindæmum og nú eru þær saman á ný, líklega við gjöfula á eða vatn. Elsku Guja, ég veit að þú fylgist með og vakir yfir okkur og kveð þig því núna, vinkona og tengdamóðir, með þökk fyrir samfylgdina. Jóhanna Sólm. Þá er hún farin hún Guðríður, mín elskulega mágkona, eða Guja eins og flestir kölluðu hana. Fyrir mér var hún samt alltaf Didda eins og Bjössi litli bróðir hennar kallaði hana. Það var krappur dans sem hún þurfti að stíga nú í lokin. Ég er þess þó fullviss að hún hefði sjálf valið þá leið frekar en heilsuleysi til langs tíma. Það get- ur ef til vill verið okkur sem eftir stöndum einhver huggun. Didda var einstaklega hlý, mild og glaðlynd manneskja. Hún var um- hyggjusöm, ósérhlífin og hjálpfús. Þá dáðist ég alltaf af viljastyrk hennar. Oft setti hún þarfir annarra ofar sín- um. Þess nutum við, ég og fjölskylda mín, margoft og getum aldrei full- þakkað. Sérstaklega viljum við hjónin þakka henni stuðninginn við okkur í öllum veikindunum. Það var alltaf gott að koma í Naust. Enga þekki ég betri húsmóður en Diddu og þær eru ófáar uppskriftirn- ar og ráðin sem hún hefur gefið mér í gegnum tíðina. Og Didda var mikil móðir. Hún reyndi alltaf að vera ná- læg þegar börnin þurftu á henni að halda eða bara ef þau þurftu einhverja aðstoð. Svo komu barnabörnin og þau tók hún sér í fang og gaf þeim sömu ástúð og athygli, ef ekki enn meiri. En það var úti í náttúrunni og garð- inum sem henni leið best. Hún hafði græna fingur og allt óx og dafnaði hjá henni. Uppáhaldsiðja hennar voru stangveiðar. Þar gleymdi hún daglegu amstri og vatnið eða áin, stöngin og fiskarnir áttu hug hennar allan. Þá naut hún þess að fara upp í fjall á haustin og tína ber. Diddu er sárt saknað. Það verður ósköp skrýtið að lifa án hennar. Við verðum að vera dugleg að halda í minningarnar og láta þær hugga og gleðja. Megi góður Guð að styrkja Bjössa, Palla, Steina, Elsu, Hrefnu, tengdabörnin og barnabörnin. Ég kveð elskulega mágkonu mína með þakklæti fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Ásta Gunnarsdóttir. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Það kemur alltaf á óvart þegar þeir sem manni þykir vænt um veikjast og eru svo kvaddir til annarra verka. Okkur systkinin langar með nokkrum fátæklegum orðum að kveðja látna frænku. Minningarnar eru margar og ómögulegt að rifja þær allar upp. Flestar tengjast veru okkar systkina á Stöðvarfirði þar sem, í minningunni, var alltaf sól og sumarylur. Ekki síst tengjast þær öllum matnum, djöfla- tertunum, axlabandagrautnum og brúnkökunum sem alltaf var nóg af og krakkahópnum, hraustlegum og glöð- um, sem sat við eldhúsborðið í Nausti. Þar var líka skipst á skoðunum um til- gang lífsins, hvað hefði gildi og Didda deildi visku sinni með okkur. Hún deildi einnig með okkur brennandi áhuga á öllu lífi og náttúrunni. Búleikir, berjaferðir, böðin í Ósnum og veiðitúrar eru dæmi um það sem Didda gerði með okkur. Hún hélt uppi aga og uppskar virðingu okkar. Við fórum eftir því sem hún sagði enda voru viðurlög við brotum á reglum og þau vildu fáir reyna. Allt þetta hefur reynst okkur gott veganesti. Þegar á bjátaði var hún umhyggjusöm og ráðagóð og það viljum við þakka. Við söknum hennar, en eftir standa eiginmaður, börn og barnabörn sem halda minningu hennar á lofti um ókomna tíð. Guð geymi þig elsku frænka. Ég veit um eitt blóm sem ekki bregður litum þegar það fölnar Blómið sem vex í hjarta mannsins á þessari jörð. (Ónó Kómatsí.) Elsku Bjössi, Palli, Steini, Elsa, Hrefna og fjölskyldur, megi góður Guð leiða ykkur og styrkja. Kveðja, Elsa, Svanhvít, Magnús, Friðgeir, Katrín og Guðdís Guðjónsbörn og fjölskyldur þeirra. Í fáum orðum langar mig að minn- ast ástkærrar frænku minnar Guð- ríðar Friðgeirsdóttur. Ég geri það í fáum orðum þar sem mig skortir orð til að lýsa því hversu mikið ég mun sakna hennar. Didda frænka var þannig manneskja að erfitt er að koma því öllu niður á blað. Salt jarð- arinnar, iðin, samviskusöm og um- fram allt ósérhlífin. Didda kenndi mér margar dýr- mætar lexíurnar. Seint get ég þakkað henni fyrir hin fjölmörgu ráð og leið- beiningar sem hún gaf mér ásamt hlýju og umhyggju. Í fasi Diddu mátti finna raunverulega umhyggju sem skein í gegn. Þegar ég var lítill strák- ur að flækjast hjá afa mínum á Stöðv- arfirði sagði hann mér sögur af liðn- um tímum og fólki. Fólki sem vann fyrir sér og sínum baki brotnu ásamt því að ala upp börnin sín og kenna þeim raunveruleg gildi. Eftirtektar- vert fólk, sannir Íslendingar sem vissu hvaða hlutir í lífinu skipta raun- verulegu máli. Eftir fimmtíu ár eða svo mun ég segja mínum barnabörn- um sömu sögurnar af Diddu frænku og reyna að miðla hennar gæsku til minna eigin barna. Það er erfið tilhugsun að eiga aldr- ei eftir að koma heim í Naust og hitta Diddu. Fá hlýtt faðmlag, djöflatertu sem engin bakaði betur og kalt mjólkurglas. Þó hjálpar að vita að henni líður vel núna, búin að hitta vini og vandamenn sem hún saknaði mik- ið. Minning Diddu lýsir einnig fram á veg. Hún horfði ekki aftur á bak held- ur fram á við. Hún tókst á við öll verk- efni með því að ganga í þau og koma í framkvæmd. Ástkæra frænku mína kveð ég og votta Bjössa og öðrum ást- vinum samúð mína. Gunnar Ingi Björnsson. GUÐRÍÐUR FRIÐGEIRSDÓTTIR Blómabúð MICHELSEN ÞÚ VELUR AÐEINS ÞAÐ BESTA Í GLEÐI OG SORG 44 ÁRA STARFSREYNSLA Í ÚTFARARSKREYTINGUM MICHELSEN HÓLAGARÐI SÍMI 557 3460 Þú varst ljúfa og góða frænkan mín, sem varst mér svo ómetan- legur styrkur þegar ég fór fyrst úr foreldrahúsum, feimin sveitastúlkan, þrettán ára gömul til að sækja gagnfræðaskóla á Siglu- firði, þar sem þú bjóst þá. Ég var að vonum heldur utangátta innan um skólafélagana til að byrja með, þekkti engan og var alls ekki nógu vel klædd eða vel að mér í tísk- unni innan um sumar „tískudömurn- ar“ í bekknum til að passa í kramið. En þú leiðbeindir mér með nær- gætni, eins og þinn var vandi, hvern- ig ég ætti að koma fram, vera frjáls- leg í viðmóti, sömuleiðis í samræðum við fólk, ekki að svara með orðunum „ég veit það“ heldur að segja t.d. „já, það er merkilegt“ eða eitthvað þess háttar, til að geta haldið áfram um- STEINUNN JÓHANNSDÓTTIR ✝ Steinunn Jó-hannsdóttir fæddist í Glæsibæ í Sléttuhlíð 27. desem- ber 1918. Hún and- aðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 17. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogs- kirkju 28. janúar. ræðunum. Ég minnist þessara ábendinga þinna enn þann dag í dag og þær hafa komið mér að góðu gagni um ævina. Og svo var það klæðaburðurinn. Þú áttir svo marga fallega kjóla, allir heimasaum- aðir að sjálfsögðu en samkvæmt nýjustu tísku. Þeir eru mér ennþá minnisstæðir. Þú leiðbeindir mér um hvað klæddi mig best og hvernig mætti klæða af sér „gallana“. Einu atviki man ég eftir sérstaklega, þegar þú sendir mér skilaboð í skólann, um hádegið, að nú yrði ég að flýta mér eftir skóla niður í búð til Fanndals. Þeir höfðu nefnilega fengið sendingu af nylonsokkum, nokkuð sem ég hafði ekki séð fyrr. Silkisokka já, en ekki nylonsokka það var nýjasta nýtt. Þetta var nefnilega árið 1949 og ennþá mikill skortur á öllum lúxus- varningi. Hver myndi trúa því núna – í allsnægtum nútímans? Já, þú varst minn verndarengill þá og fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát. Blessuð sé minning þín. Hafdís Herbertsdóttir Bennett. Mín fyrsta minning um Ingibjörgu er á INGIBJÖRG SIGURÐSDÓTTIR ✝ Ingibjörg Sig-urðsdóttir fædd- ist í Stykkishólmi 13. mars 1941. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Visby á Got- landi í Svíþjóð 18. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í Visby á Gotlandi 5. janúar. heimili fjölskyldu hennar. Hún er að lesa upphátt úr barnabók. Síðan förum við í Ludo. Ekki var löng leið á milli heimila okkar og ég man eftir því að Ingibjörg sagði „Dísa, það er svo stutt á milli okkar, að við getum bara farið á inniskón- um hvor til annarrar“. Okkur grunaði ekki þá, að það yrðu höf og lönd á milli okkar síðar á lífsleiðinni. Ingibjörg hafði stórt herbergi uppi á lofti, ásamt systrum sínum og þar var grammófónn. Sá fékk nú að ganga og við dönsuðum frumsamda dansa. Ingibjörg og hennar systkini báru út dagblöð og það var hlaupið niður á Plan, Þegar rútan kom frá Reykja- vík, til að ná í blöðin og mikið var spennandi að komast í myndasöguna um Markús og Anda. Foreldrar Ingibjargar kaupa Hót- elið og þá var aldeilis gaman hjá okk- ur vinkonunum. Við afgreiddum í sjoppunni og uppvörtuðum í salnum og þótti okkur gaman að þessu öllu saman. Einn hótelgestanna skildi eftir á borðinu miða sem á stóð: „Í Stykkishólmi stendur Hótel mikið,/ ekki er kaffið ofheitt þar,/en ósköp ljúfar meyjarnar“. Þótt Ingibjörg væri búsett frá 17 ára aldri í Svíþjóð rofnuðu aldrei þau vináttubönd, er tengdu okkur saman frá barnæsku. Við höfum í gegnum árin haft mörg tækifæri til að hittast og gleðjast saman með fjölskyldum okkar, ýmist á Gotlandi eða á Ís- landi. Ingibjörg var góð móðir dætra sinna og góð amma barnabarna sinna og uppskar ást þeirra á móti. Með lífsförunaut hennar, Rune, voru miklir kærleikar. Ingibjörg var ætíð staðföst og dugleg. Útförin fór fram 5. janúar síðast liðinn frá Dómkirkjunni í Visby á Gotlandi. Þetta var falleg athöfn á björtum degi og greinilegt var hve mikils hún hefur verið metin af sam- borgurum sínum. Ásamt systrum hennar, Lovísu og Soffíu, og systur- dóttir, Soffíu Káradóttir, var ég þar viðstödd. Eftirlifandi dætrum henn- ar, Ausdísi og Sofie og fjölskyldum þeirra, sendi ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning æskuvinkonu minnar, Ingibjargar Sigurðsdóttur. Ásdís Jónasdóttir. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.